Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHrágitiiMfifrife 1991 SUND Ragnheiður Runólfsdóttir hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun hjá ÍA eftir Ólympíuleikana í Barcelona. Ragnheiður ráðin til ÍA Ragnheiður Runólfsdóttir, ný- kjörinn íþróttamaður ársins 1991, verður framkvæmdastjóri og yfirþjálfari Sundfélags Akraness frá og með næsta hausti. Samning- ar þess efnis voru undirritaðir áður en sunddrottningin hélt aftur til Bandaríkjanna, þar sem hún stund- ar háskólanám og æfir stíft fyrir Ólympíuleikana í Barcelona í sum- Ragnheiður hafði ákveðið að hætta keppni á meðal þeirra bestu eftir Ólympíuleikana og var með mörg þjálfaratilboð í höndunum, m.a. frá Bandaríkjunum og Kanada. „Ég fékk mjög gott boð frá Akranesi og ákvað að taka því. Þar þekki ég alla og allir eru tilbún- ir að veita mér hjálparhönd. Því er auðveldara að byija þar en annars staðar og auk þess fæ ég tækifæri til að borga bæjarfélaginu og bæj- arbúum til baka mikinn stuðning á undanförnum árum,“ sagði Ragn- heiður við Morgunblaðið. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR SKIÐI / LANDSLIÐIÐ BLAÐ B adidas .annað ekki • • Kristinn sigradi á alþjóð- legu fis-móti í Austurríki KRISTINN Björnsson frá Ólafs- firði sigraði á alþjóðlegu svig- móti í Matrei í Austurríki á laugardaginn. Hann erfyrstur íslendinga tii að vinna fis-mót erlendis í meira en 10 ár. Hann fékk 45,64 fis-stig og er það næst besti árgngur hans til þessa. Örnólfur Valdimarsson varð í þriðja sæti á sama móti og hlaut 48,86 fis-stig. Kepp- endurvoru 118. Kristinn náði besta tímanum í fyrri umferð svigsins á laug- ardaginn er hann fór brautina á 43,51 sek. Hann fór síðari ferðina á 50,29 sek. og því samanlagt á 1:33.90 mín. Austurríkismaðurinn, Thomas Geodam, varð annar á 1:34.26 mín. (44,81749,49). Örnólf- ur varð þriðji á 1:34.33 mín. (44.19/50,14). Brautin var mjög erfið þar sem sprautað hafði verið í brekkuna fyrir keppnina og því mjög hart, nánast svell. Alls tóku 118 keppend- ur þátt í mótinu flestir frá Austur- ríki og Þýskalandi. 31 keppandi komst klakklaust báðar umferðir. Valdemar Valdemarsson var með fimmta besta tímann eftir fyrri umferð, en krækti fyrir hlið í síðari umferð og varð úr leik. Arnór Gunn- arsson fór útúr í fyrri umferð. íslenska landsliðið í alpagreinum er nú að hefja lokaundirbúning sinn fyrir Vetrarólympíuleikana í Albert- ville sem verða settir 8. febrúar. Karlaliðið mun taka þátt í 12 fís- mótum og konurnar í 9 mótum fram að jeikunum. Asta Halldórsdóttir og Harpa Kristinn Björnsson hefur sýnt miklar framfarir í vetur og á laugar- daginn varð hann fyrstur íslendinga til að vinna fis-mót á erlendri grundu í meira en 10 ár. Hauksdóttir eru með karlaliðinu í Austurríki og keppa þær í dag og á morgun. HANDKNATTLEIKUR Pressuleikurínn gaf milljón Pressuleikurinn í handknattleik, sem fór fram í Laugardalshöll á laugardaginn, gaf Hand- knattleikssambandi íslands milljón í aðra hönd eins og stefnt var að. Allir, sem hlut áttu að máli, komu fram endurgjaldslaust, en auk leiksins var boðið upp á ýmsar uppákomur. Hagnaðurinn var vegna sölu aðgöngumiða og auglýsinga. Hagnaðinum verður varið til að styrkja landslið- ið vegna B-keppninnar í Austurríki, sem hefst eft- ir liðlega tvo mánuði. ■ Landsliðsmálin / B4 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Sterkasta liðið MeikáMöHu? ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, er að reyna að fá atvinnumennina lausa í a.m.k. einn leik íslands á fjögurra þjóða mótinu, sem verður á Möltu í byrjun febrúar. Asgeir sagði við Morgunblaðið að hann væri rétt byijaður að ræða við viðkomandi leikmenn og kanna stöðu þeirra gagnvart félögum sínum. „Ef þeir verða ekki að leika á sama tíma er hugsanlegt að ég fái þá saman í einn leik af þremur," sagði Ásgeir. Landsliðsþjálfarinn hefur hug á að vera með landsliðsæfingar í vet- ur og hefur hugsað sér að reyna að hafa hópinn saman á tveggja vikna fresti. Hann sagðist tala við viðkomandi þjálfara á næstu dögum til að komast að niðurstöðu varð- andi samvinnu í þessu máli. Landsliðið fer til Möltu 3. febrúar og leikur þijá leiki, en kemur síðan heim 11. febrúar. SKIÐh FÁDÆMA YFIRBURÐIR ALBERTO TOMBA / B5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.