Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I AUSTURRIKI B-keppnin í Austurríki 19.-29. mars 1992 B-riðill Pólland Danmörk ísrael Alsír C-RIÐILL Sviss Búlgaría Brasilía Japan Milliriðill 1 Þrjú efstu lið úr A og B riðli A-riðill ÍSLAND Noregur Belgía Holland D-riðill Austurríki S-Kórea Finnland Bandaríkin QLinz Stockerau Salzburg URSLITALEIKIR um 12 efstu sætin Milliriðill 2 Þrjú efstu lið úr C og D riðli Leikið um 13 til 16. sæti Graz O --SSSE’Ws; • r lceDpr*’*na hcf*t ** OQ 4. mars, Búlgar,u 3' ?3ik gegn Ho«- Leikið verftur gegg mafS með le.K g 9 B-keppnm nets andi- HÆTTUASTAND? ER landsliðið að falla á tíma? Það eru aðeins tíu vikur þar til B-keppnin hefst í Austurríki, en Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, hefur aðeins rúmar fjórar vikur til umráða til að sjá um lokaundirbúning liðsins. Er það nægilegur tími? „Ég er ekki hræddur við þennari stutta tíma. Það sem ég er hræddastur við er að ég fái ekki að hafa þá leikmenn sem koma til með að leika í Austurríki í æfingum þær fjórar vikur sem við höfum til um- ráða. Þá er greinilegt að okkur vantar fleiri landsleiki,'1 sagði Þorbergur Aðalsteinsson í viðtali við Morgunblaðið í gær. - Hvenær velur þú endanlegan hóp fyrir B-keppnina? „Það verður ekki fyrr en í bytjun mars. Eins og málin hafa þróast vil ég halda öliu opnu eins lengi og mögulegt er,“ sagði Þorbergur, sem sagði að sú skoðun sín að fá tvo til þrjá reynda leikmenn í hóp sinn hafi ekkert breyst. „Yið þurfum á reyndari leikmönnum að halda í baráttunni til að tryggja okkur sæti í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993. Það eru kynslóða- skipti framundan í landsliðinu. Eft- ir B-keppnina verður enginn þess- arra „eldri ieikmanna“ lengur í lið- inu.“ Of mikil pressa á Kristján? „Nú hefur verið mikil pressa á Kristján Arason að gefa kost á sér í iandsliðið fyrir B-keppnina. Ungu leikmennirnir hafa sagt að þeir þurfi á kröftum hans að haida. Ertu ekki hræddur um að pressan sé orðin einum of mikil á Kristján? „Ég vona það ekki. Kristján hef- ur verið undir geysilegri pressu all- an sinn keppnisferil. Hann myndi ekki kippa sér upp við þá pressu.“ Norðmenn og Danir hættulegir Norðmenn, mótheijar okkar í Austurríki, hafa sent frá sér aðvör- un, með góðum leik gegn Svíum um helgina [er þeir töpuðu með einu marki]. Hveijir verða hættu- legustu mótheijar íslands? „Norðmenn eru með sterkt lið og þeir verða okkar aðal keppinaut- ar í riðlakeppninni. Þeir og Danir, sem við komum til með að leika við í miliiriðli ásamt Pólverjum, eru Pólveij- arverða undir smásjánni IJólveijar.sem verða væntanlega mót- ■ heijar íslands í B-keppninni í Aust- urríki, verða sérstaklega undir smásjánni þar. „Við vitum ekkert hvaða leikmenn koma til með að leika með pólska liðinu í Austurríki. Þeir hafa verið að leika að undanförnu án sinna sterkustu leik- manna, þannig að ekkert hefur verið að marka leik þeirra,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson. „Við fáum tækifæri til að sjá þá leika þijá til fjóra leiki í Austurríki áður en við mætum þeim. Þeir verða því sérstak- lega undir smásjánni hjá okkur þar og tveir menn koma til með að kortleggja leiki þeirra í riðlakeppninni - gegn Dan- mörku, ísrael og Alsír.“ Þorbergur fer jafnvel til Noregs og Svíþjóðar í vikunni til að sjá Norðmenn og Dani leika þar í mótum. „Við þekkjum vel til Norðmanna og Dana. Ég fékk fimm myndbandsspólur frá Danmörku á dögunum, með leikjum danska liðsins,“ sagði Þorbergur. Þorbergur sagðist vera að afla sér upplýsinga um Hollendinga, sem íslenska liðið leikur fyrst gegn í B-keppninni, fimmtudaginn 19. mars. mönnum. Þá koma Búlgarar til landsins í byijum mars og leika tvo leiki og fyrirhugað er að Júgóslavar komi í kjölfar Búlgara, en það er þó allt óvíst um það. Við munum reyna að leika fleiri leiki. Ég hefði viljað fá fimm til sex leiki til viðbót- ar. _ Ástæðan fyrir því hvað margir leikmenn voru notaðir í fyrra var sú að það var erfítt að fá leikmenn lausa. Ég hef aldrei getað bókað fyrirfram hvaða leikmönnum ég geti teflt fram í skyttuhlutverkum, eða í hlutverki leikstjórnanda. Ég hef til dæmis notað hvorki fleiri en færri en sex leikmenn í hlutverki skyttu hægra megin á vellinum." Endanlegur hópur verður val- inn í byrjun mars - Þú hefur sagt að þú stefndir á að það lið sem þú ferð með á æfingamótið í Austurríki verði sá hópur sem þú byggir á í B-keppn- inni. Sérðu fram á að það verði svo? „Já, ég sé fram á það.“ - Hvað með þá leikmenn sem leika í Þýskalandi. Konráð Olavson og Sigurð Bjarnason? „Konráð getur leikið alla leikina, en Sigurður kemur til með að missa af einum.“ - Hvað með Héðin Gilsson? „Héðinn hefur verið að ná sér á strik, en varð fyrir smávægilegum meiðslum fyrir jól. Hann verður í hópnum, sem fer til Austurríkis.“ - Eru Oskar Ármannsson og Jón Kristjánsson útúr myndinni? „Nei, þeir eru enn inni í mynd- inni eins og aðrir leikmenn, sem hafa leikið með landsliðinu.“ Þorbergur sagði að það væri mesta vandamálið að fá ekki nægilega marga landsleiki. „Við höfum misst af SigmundurÓ. fimm landsleikjum á Steinarsson stuttum tíma. Við skrifar lékum aðeins þijá leiki í Ungveijalandi á dögunum, en áttum að leika fimm. Þá komu Finnar ekki til landsins í byijun janúar, eins og búið var að ákveða. Þar með misstum við af þremur landsleikjum til viðbótar. Þegar ljóst var að Finnar kæmu ekki var ákveðið að Egyptar kæmu til landsins og lékju tvo leiki. Af því verður ekki,“ sagði Þorbergur. Minni undirbúningur en áður íslenska landsliðið lék aðeins 23 landsleiki á árinu 1991 og þarf að fara allt aftur til ársins 1983 til að finna svo fáa leiki. Árið 1987 voru landsleikir íslands 52, 1988 voru þeir 43 , 34 leikir 1989 og 40 leik- ir 1990. Þess má geta að 35 leikmenn tóku þátt í leikjunum 23 í fyrra og tók liðið aðeins þátt í tveimur mót- um. Á Spáni í janúar og í Ungveija- landi í nóvember. Af þessum 23 leik.jum voru aðeins sjö gegn A- þjóðum. Undirbúningurinn fyrir B-keppn- ina í Austurríki er ekki mikill. Nú þegar tíu vikur eru til keppninnar, er ljóst að landsliðið verður aðeins saman í rúmar fjórar vikur og á borðinu eru aðeins sjö landsleikir. Fimm í móti í Austurríki í lok jan- úar, enginn í febrúar og tveir gegn Búlgaríu í byijun mars. Svo fáir Þorbergur Aðalsteinsson leikir hafa ekki verið leiknir í loka- undirbúningi fyrir mót frá því fyrir B-keppnina í Hollandi 1983, en þá voru leiknir sex leikir. Fyrir HM í Sviss 1986 voru þeir, fyrir B-keppn- ina í Frakklandi 1989 voru 10 leik- ir og fyrir HM í Tékkóslóvakíu lék íslenska liðið einnig 10 æfingaleiki. - Er undirbúningurinn nú ekki greinileg afturför frá undirbúningi fyrri ára? „Eins og ég sagði þá háir það okkur hve fáa leiki við leikum á lokasprettinum fyrir B-keppnina. Við förum til Austurríkis í lok jan- úar og leikum þar fimm leiki - gegn Ungveijum, Egyptum, Búlg- örum, Portúgölum og Austurríkis- Þorbergur fær að- stoð frá Bogdan Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, sem er nú þjálfari 1. deildarliðs í Innsbrúck í Austurríki, mun gefa Þorbergi Aðalsteinssyni, lands- liðsþjálfara góð ráð á meðan B- keppnin stendur yfír. „Bogdan er tilbúinn að taka út vissa leiki fyr- ir mig og ég hpf þegið það,“ sagði Þorbergur. Bogdan kom til landsins um helgina til að stjóma pressuliðinu gegn landsliðinu. Hann sagði að íslenska landsliðið væri skipað ungum ogefnilegum leikmönnum, en óneitanlega væri það sterkt fyrir liðið að fá með sér nokkra eldri og reyndari leikmenn til Austurríkis. „Það er ekki Iangt þar til íslenska liðið verður komið í hóp þeirra bestu aftur,“ sagði Bogdan, sem hefði mjög gaman að stuttri heimsókn sinni til lands- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.