Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI III?ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1992 B 5 Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik. þeir mótheijar sem við þurfurri að hafa mestar áhyggjur af.l Við vitum allt um Norðmenn og Dani j og þekkjum vel leikmenn þeirra, en aftur á móti eru Pólveijar stórt spurningarmerki. Þeir geta verið með lélegt lið, eða leikið eins og þeir sterkustu. Það fer allt eftir því hvort þeir fái leikmenn sína sem leika í Þýskalandi og Spáni. Einn leikmaður eins og Wenta sem leikur með Júlíusi Jónassyni hjá Bidasoa er tíu marka-maður gegn hvaða liði sem er. Það er enn óljóst hvort að hann fái frí frá Bidasoa.“ - Hvað þá með Júlíus Jónasson. Fær hann frí? „Júlíus er með það skriflegt í samningi sínum, að við getum feng- ið hann lausan, en Wenta er ekki með það í samningi sínum við félag- ið, að hann geti farið í landsleiki þegar Pólveijar kalla á hann. Við höfum lent í strögli í sambandi við Júlíus og höfum átt vjðræður við forráðamenn Bidasoa. Ég efást um að félagið gefi þeim báðum frí í einu.“ Þýöir ekkert að örvænta Þorbergur sagði þó að stutiur tími væri til stefnu fyrir B-keppnina þýddi ekkert að vera að örvænta. „Við verðum að nota þann tíma mjög vel. Ef ég fæ alla leikménnina og tvo til þijá landsleiki til viðbótar þá óttast ég ekkert stöðuna. Fram- undan er átak sem gerist snöggt á stuttum tíma. Það átak á að geta gengið upp. Við verðum að tryggja okkur eitt af fjórum efstu sætunum í B-keppninni til að tryggja okkur farse|ðilinn til Svíþjóðar 1993,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari. Lokaundirbúningur- inn hefst í Eyjum Lokaundirbúningur íslenska landsliðsins fyrir B-keppnina í Austur- ríki hefst 25. febrúar. Landsliðshópurinn heldur til Vestmanna- eyja í æflngabúðir 28. febrúar, þar sem Island mætir Búigaríu tvíveg- is, 3. og 4. mars. „Það verður geysileg keyrsla á leikmönnunum í Eyjum,“ sagði Þorbergur. „Við vonumst eftir að fá tvo landsleiki 9. og 10. mars í Reykjavík og eftir það verður æft þar til við förum til Austurríkis. Við höfum gert allt til að fá A-þjóð til að koma hingað og leika, en það hefur ekki tekist. Við verðum að fá tvo leiki á þessum tíma og ég vona að það takist,“ sagði Þorbergur. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN Fádæma yfirburðir Albertos Tomba ÍTALINN Alberto Tomba hafði fádæma yf irburði í svigi heims- bikarsins í slóvenska bænum Kranjska Gora á sunnudaginn. Hann var með besta tímann í báðum umferðum og vann með tveggja sekúndna mun, sem eru ótrúlegir yfirburðir. Hann hefur nú afgerandi forystu í heildarstigakeppninni, 125 stigum á undan Svisslendingn- um Paul Accola sem er f öðru sæti með 675 stig. Alberto Tomba frá Italíu sigraði með fáheyrðum yfirburðum um helgina.' ítalinn Sergio Bergamelli kom mjög á óvart með því að sigra í stórsvigi á sama stað á laugardag! Hann hafði rásnúmer 34 og því ekki búist við miklu af honum. Engu að síður vann hann með mikl- um yfirburðum. Bergamelli, sem er 21 árs, var 2,22 sek. á undan Hans Pieren frá Sviss. Tomba varð í þriðja sæti, eftir 'að hafa verið í 5. sæti eftir fyrri umferð. „Ég trúði ekki tímanum eftir fyrri umferð, hélt að þessi tími hlyti að vera mistök. í seinni umferð var ég staðráðinn í að gefa fyrsta sæt- ið ekki frá mér og keyrði á fullu,“ sagði Bergamelli. ■ Úrslit / B6 Yfirburðir Tomba voru þeir mestu í svigkeppni heimsbik- arsins í fjögur ár. Italir geta vel við unað eftir mót helgarinnar því hinn ungi Sergio Bergamelli sigraði í stórsvigi á sama stað á laugardag- inn. „Það var mjög mikilvægt fyrir Bergamelli að sigra, en ég var reið- ur við sjálfan mig að ná ekki að vinna á laugardaginn. Ég notaði reiði mína í sviginu á sunnudaginn og sýndi öðrum keppendum þá í tvo heimana," sagði Tomba, sem vann þriðja sigur sinn í svigi á tímabilinu. Óvænt hjá Bergamelli Þriðji sigur Schneider Vreni Schneider frá Sviss vann þriðja heimsbikarmótið á þessu keppnistímabili í Oberstau- fen í Þýskalandi á sunnudaginn. Hún var rúmlega sekúndu á und- an ítölsku stúlkunni Deborah Compagnoni í stórsvigi og skaust við það í efsta sæti stigakeppninn- ar. Schneider, sem hefur tvo ólympíutitla að veija í Albertville, verður að teljast til alls líkleg á leikunum sem verða settir eftir mánuð. Hún hefur haft nokkra yfirburði í svigi og stórsvigi í nokkur ár og það er einmitt í þeim greinum sem hún sigraði á Ólympíuleikunum í Calgary 1988. Hún vann fyrsta svigmót vetrar- ins í Austurríki og varð önnur í því næsta og sigraði í fyrsta stór- svigsmótinu á Ítalíu í síðasta mánuði og nú endurtók hún leik- inn í Þýskalandi. Þessi 28 ára svissneska stúlka hefur nú unnið 38 heimsbikarmót á ferlinum, það fyrsta 1984. Nú þegar sjö mótum er lokið hefur Schneider eins stigs forskot á Petru Kronberger frá Austurríki, sem hafnaði í 12. sæti í stórsvig- inu. SUND / NYARSMOT FATLAÐRA Birkir setti þrjú íslands- met og varð stigahæstur Birkir Rúnar Gunnarsson, ÍFR, sem keppir í flokki B1 (blindra), var stigahæstur á Nýárs- móti fatlaðra barna og unglinga í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina og hlaut „Sjómannsbikarinn" að launum. Hann hlaut samtals 581 stig fyrir árangur,sinn í 50 m Eringusundi (42,28 sek.). Hann setti jafnframt þijú Islandsmet á mótinu. Rut Sverrisdóttir, Óðni, sem keppir í flokki B2 (sjónskertra) varð í öðru sæti með 497 stig fyrir árang- ur sinn í 50 m skriðsundi (32,80 sek.). Hún setti jafnframt tvö ís- landsmet. Ólafur V. Lárusson, sem keppir í C-flokki þroskaheftra, varð í þriðja sæti yfir stigahæstu einstaklingana með 420 stig fyrir árangur sinn í 50 m bringusundi (52,74 sek.). Stigahæstu einstaklingarnir á Nýársmóti fatlaðra í sundi. Frá vinstri: Rut Sverrisdóttir, sem varð í öðru sæti, Birkir Rúnar Gunnarsson, sem sigraði og Ólafur V. Lárusson, sem varð í þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.