Morgunblaðið - 07.01.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.01.1992, Qupperneq 2
2 6 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1992 KORFUKNATTLEIKUR / JAPISDEILDIN Bakverðir KRgerðu gæfumuninn Tindastólsmenn á lygnum sjó en úrslitakeppnin fjarlaegur draumur ÞAÐ má með sanni segja að bakverðirnir hjá KR hafi gert gæfu- muninn fyrir lið sitt þegar það lagði Tindastól að velli 83:74 á sunnudaginn. Þeir léku skynsamlega og stjórnuðu leik KR af röggsemi, nokkuð sem bakverðir Tindastóls réðu ekki við að þessu sinni. Þetta var mikilvægur sigur fyrir KR. Liðið hefur nú 22 stig og er tíu stigum á undan Tindastóls- mönnum sem eru í þriðja sæti riðilsins. Nokkuð víst má telja að KR hafi gull- tryggt sæti í úrslita- keppninni með þessu sigri. Það er SkúliUnnar Sveinsson skrifar þó vissara að hafa alla fyrirvara á, því allt getur jú gerst í íþróttum. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur þó svo hittnin hefði mátt vera betri hjá báðum liðum. Bæði lið léku maður á mann vörn nema hvað Páll Kolbeinsson lék pressuvörn á þann bakvörð Tinda- stóls sem tók boltann upp og gerði Páll það með góðum árangri. ÍÞffrnR FOLK H AXEL Nikulásson lék ekki með KR gegn Tindastóli á sunnu- daginn. Axel var veikur, en lét sig þó ekki vanta á áhorfendabekkinn. H ÓLAFUR Gottskálksson lék ekki heldur með KR gegn Tinda- stóli. Hann hefur verið meiddur og því ekki getað æft. Óvíst er hvenær hann getur byrjað að leika. H PALL Kolbeinsson hefur átt við meiðsli að stríða í hægra hné. Þau tóku sig upp í fyrri hálfleik gegn Tindastóli og sagðist Páll ekki vita hvort hann gæti leikið með í næstu leikjum. H ÞAÐ er oft gaman að skoða ýmsar tölulegar staðreyndir úr körfuboltaleikjum. í síðari hálfleik KR og Tindastóls voru heimamenn búnir að fá á sig 4 villur þegar um 50 sekúdnur voru til leiksloka en gestimir 12! Síðari hálfleikur var mun rólegri en hittnin lagaðist ekki, nema síður sé. Eftir tíu mínútur hafði gestun- um tekist að skora 8 stigen KR-ing- um 16. Munurinn varð mestur 13 stig, 62:49, en Tindastóll saxaði á forskotið og átti möguleika á að jafna leikinn. KR-ingar léku þá af mikilli skynsemi, nýttu tímann vel og „héngu“ á boltanum og skoruðu úr vítaköstum sem þeir fengu þegar Tindastólsmenn brutu í örvætningu á þeim. Ungu strákarnir hjá KR, Óskar Kristjánsson og Sigurður Jónsson skiluðu hlutverkum sínum vel og Hermann Hauksson var sérdeilis góður. Jon Baer var sterkur, átti m.a. 7 stoðsendingar, og Guðni -dijúgur, sérstaklega í vörninni. Páll var sterkur í fyrri háleik en hann meiddist og lék ekkert með í þeim síðari. Hjá Tindastóli bar að venju mest á þeim Vali Ingimundarsyni, Pétri Guðmundssyni og Ivan Jonas. Aðrir áttu ekki góðan dag og sérstaklega var áberandi hve erfíðlega bakvörð- unum gekk að taka boltann upp. af leikvelli um miðjan hálfleikinn og reyndist það afdrifaríkt, þegar mest á reið síðustu mínúturnar. Þegar þrjár mínútur voru eftir braut Jón Arnar Ingvarsson klaufa- lega á Franc Booker, sem skoraði af öryggi úr báðum bónus vítaskot- unum og jafnaði, 67:67. Þetta var fimmta vinna Jóns og varð hann því að fara af leikvelli. Lokamínútan var æsispennandi. Svali Björgvinsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Val, en þegar 15 sekúndur voru eftir lék Pétur Ing- varsson það eftir fyrir Hauka. Booker tók boltann undir körfunni og þeytti honum yfir endilangan völlinn og beint útaf. Haukar fengu innkast á vallarhelmingi Vals og þegar níu sekúndur voru eftir brutu Valsmenn á ívari Ásgrímssyni, sem fékk tvö bónus vítaskot og gat jafn- að. En ívari, sem hafði hitt úr öllum vítaskotum sínum í leiknum, brást bogalistin, Valsmenn náðu frákast- inu og Magnús Matthíasson tryggði sigurinn með því að skora úr tveim- ur bónus vítaskotum. Magnús og Tómas voru bestir í liði yals. Iljá Haukum voru bestir þeir ívar Ásgrímsson, sem nýtti sér vel slakan varnarleik Franc Bookers og skoraði grimmt gegn honum, og John Rhodes, sem lék vel í vörn- inni. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Jónsson, einn ungu strákanna í KR, skilar boltanum hér til samherja framhjá Tindastólsmönnunum Ein- ari Einarssyni cg Val Ingimundarssyni. Lánið lék við Val Valsmenn máttu þakka fyrir sig- ur gegn Haukum á sunnu- dagskvöldið. Haukar leiddu allan ■■■■■ leikinn, en á loka- PéturH. mínútunum tókst Sigurösson Val að jafna og skrifar komast yfír. „Ég er ánægður með sigur- inn og að liðinu tókst að vinna upp 10 stiga mun, sem Haukar höfðu um miðjan fyrri hálfieik," sagði Tómas Holton, leikmaður og þjálf- ari Vals, við Morgunblaðið eftir sig- urinn. „Þetta sýnir að leikmennirnir hafa trú á getu sinni og því að við getum sigrað öll lið, sérstaklega á heimavelli.“ í fyrri hálfleik léku Haukar mað- ur á mann vörn og höfðu ávallt frumkvæðið. Jón Arnar gætti Bookers vel og Rhodes var sterkur í vörninni, en leikurinn var ekki sérlega vel leikinn fyrir hlé — virt- ist sem jólafríið hafi setið í mönnum. i byijun seinni hálfleiks fékk Magnús Matthíasson tvær sóknar- villur með stuttu millibili og var ekki sáttur við það. Hann lét Krist- in Óskarsson dómara heyra nokkur vel valinn orð og fékk tæknivillu í kjölfarið. Magnús var settur á bekk- inn með fjórar villur og sat þar í 10 mínútur. Á meðan náðu Haukar 10 stiga forskoti. En þeir urðu fyr- ir því áfalli að Ilenning Hennings- son sneri sig illa og varð að fara Tómas Holton átti góðan leik með Val. Grindavík og Þór GRINDVÍKINGAR áttu ekki í erfiðleikum með að sigra slakt lið Þórsara f fþrótta- húsinu í Grindavík sl. sunnudagskvöld. GHeimamenn höfðu forystu frá byijun og létu hana ekki af hendi. Munurinn var 10 stig í hálf- leik og heimamenn Frímann juku heldur við hann ólafsson í seinni hálfleik og skrifar lokatölurnar 96:66 segja meira um leik- inn en langur texti. Leikurinn var í heild slakur og var oft á tíðum eins og um æfingaleikur væri á ferðinni og áhorfendur sem að öllu jöfnu láta vei í sér heyra frá áhorf- endapöllum voru mjög hljóðlátir. Slakt hjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.