Morgunblaðið - 07.01.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 07.01.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRpRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1992 B 3 SPJOTKAST Spjót með gáróttri áferð bönnuð frá og með nýliðnum áramótum: Allir hafa notað slík spjót meira og minna á undanfömum ámm - segir Sigurður Einarsson, sem er bjartsýnn á eigin árangur á árinu SIGURÐUR Einarsson, spjótkastari, segist bjartsýnn á árangur sinn á nýbyrjuðu ári þrátt fyrir að nú hafi verið ákveðið að banna notkun spjóta með gáróttri áferð. Eins og greint varfrá í blaðinu á laugardag hefur árangur með slíkum áhöldum verið þurrkaður af afrekaskrám, en Sigurður náði lengstu köstum sínum ffyrra með gáróttu, sænsku spjóti. Hann seg- ir alla spjótkastara heims hafa notað slík spjót meira og minna undanfarin ár, og þau hafi ekki verið ólögleg fyrr en nú. Ekki meðan hann og fleiri notuðu þau á mótum, þó svo það hefði mátt lesa úrfrétt blaðsins um helgina. Sigurður varð í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu í Jap- an í haust, kastaði þá 83,46 m. Lengsta kast hans er hins vegar 84,94 m á alþjóðlegu móti í Shizu- oka í Japan sl. vor. „Ástæða þess að hætt var að nota gömlu spjótin á sínum tíma var að þau svifu of langt. Menn vildu breyta spjótinu þannig að það stingist betur,“ sagði Sigurð- ur við Morgunblaðið í gær, en bætti við að ekkert hefði verið í reglunum um að gárótta áferðin hefði ekki mátt vera til staðar. Reglunum var breytt nú um áramót. Nú má enginn „utanað- komandi" hlutur vera á spjótinu, eins og það er orðað. Það er því ekki lengur löglegt að hafa gárur eða hrufur, eins og hafa verið á ungversku Nemeth-spjótunum, eða sandpappírs-áferð eins og verið hefur á sænsku Nordvik áhöldunum, eins og m.a. Sigurður hefur notað. Þessir „utanaðkom- andi“ hlutir hafa verið á 30-40 sentímetra kafla aftast á um- ræddum áhöldum. „Alþjóða frjálsíþróttasamband- ið tók málið ekki nógu föstum tökum strax. Það er búið að draga þessa ákvörðun allt of lengi,“ sagði Sigurður, um þá ákvörðun að banna umrædd spjót frá og með nýliðnum áramótum. En þar sem allir spjótkastarar hafa notað þessi áhöld undanfarin ár ætti ákvörðunin að koma jafnt niður á öllum. „Það gæti þó verið örlítið mismunandi eftir kaststíl manna, eftir útkastshorninu. Meðal-lengd kasta gæti styst um tvo tii þijá metra, en þó er erfitt að segja til um það. Ég er mjög bjartsýnn á minn árangur á árinu; held ég geti bætt mig. Ég kasta ef til vill ekki 90 metra, en held ég geti bætt mig,“ sagði Sigurður. Sigurður Einarsson segist bjartsýnn á árangur sinn á nýbyrjuðu ári, þó svo hann þurfi að fara að nota nýtt áhald. SKIÐI / GANGA Rögnvaklur hefur náð Ólympíulágmarkinu toám FOLK ■ HÖRÐUR Magnússon, knatt- spymumaður úr FH, var um helg- ina útnefndur íþróttamaður Hafn- arfjarðar fyrir árið 1991. ■ ÍRIS Grönfeldt hefur verið út- nefnd íþróttamaður Borgarfjarðar 199i. _ ■ GÖNGUBRA UT er troðin dag- lega á Miklatúni, á vegum Skíða- félags Reykjavíkur, og er öllum áhugamönnum um skíðagöngu fijálst að nýta sér aðstöðuna endur- gjaldslaust. ■ HÉÐINN Gilsson gerði 5/2 mörk fýrir Dusseldörf í 20:14 sigri gegn Schwerin á útivelli um helg- ina. Þetta var fyrsti útisigur Diiss- eldorf á tímabilinu, Jón Halldór en liðið er í 8. sæti Garöarsson norðurdeildar. Fyrir skrifar skömmu tapaði frá Þýskalandi Dusseldorf 24:22 fyrir Fredenbeck, sem er í efsta sætinu og gerði Héðinn þá 7 mörk úr 9 skotum. ■ SIGURÐUR Bjarnason og samheijar í Grosswallstadt unnu Aue 20:16 á útivelli eftir að hafa verið 9:7 undir í hálfleik. Sigurður var með tvö mörk, en liðið er í 8. sæti suðurdeildar. ■ BERNHARD Thiele, sem var formaður þýska handknattleiks- sambandsins í um 20 ár, lést 27. desember s.l. Thiele var í tækni- nefnd IHF og var sæmdur heiðurs- merki HSÍ í tengslum við forseta- leikinn í Berlín 1988. RÖGNVALDUR Ingþórsson, Akureyri, er eini íslenski skíða- göngumaðurinn sem hefur náð tilskildum árangri fyrir Ólymp- íuleikana í Albertville. Hann var innan við 8 prósent á eftir fyrsta manni á sterku móti í Hálfdalen í Svíþjóð í 2x18 km göngu um miðjan desember. Olympíunefnd íslands setti það sem skilyrði fyrir þátttöku á ÓL í Albertville að göngumenn yrðu að ná að vera innan við 8% á eftir fyrsta manni í sterku móti erlendis og Rögnvaldur er sá eini sem hefur náð því. Hann var 7,5% á eftir Thomasi Eirikssyni, Svíþjóð, í fyrrnefndri göngu sem fram fór 14. og 15. desember sl. og var með hefðbund- inni aðferð. Thomas gekk á 1:36.16 klukkst., Sven Erik Danielson, Sví- þjóð, varð annar á 1:36.26. Rögn- valdur hafnaði f 39. sæti af 77 þátttakendum á 1:43.32 klukkst. í sömu göngu var Sigurgeir Svavars- son, Ólafsfirði, í 51. sæti á 1:45.25 klukkst. (9,5% á eftir)., Haukur Eiríksson, Akureyri, í 57. sæti á 1:46.35 og Ólafur Björnsson, Ólafs- firði, í 65. sæti á 1:46.12 klukkst. Rögnvaldur Ingþórsson frá Ak- ureyri er eini skíðagöngumaðurinn sem hefur náð lágmarki fyrir Ólympíu- leikana. íslensku göngumennirnir tóku þátt í 20 km göngu með fijálsri aðferð, Jábraáslöpped, 27. desemb- er. Rögnvaldur stóð sig best er hann hafnaði í 13. sæti af 37 kepp- endum á tímanum, 48,10 mín og var 10,7% á eftir sigurvegaranum, Torgny Mogren sem gekk á 4-3,29 mínútum. Haukur varð í 14. sæti á 48,25 (11,3%), Ólafur Bjömsson í 22. sæti á 50,48 og Sigurgeir Svav- arsson í 23. sæti á 50,56 mín. Haukur Eiríksson náði besta ár- angri Íslendinganna í 20 km göngu með frjálsri aðferð á móti í Stock- vis í Svíþjóð 29. desember. Hann hafnaði í 65. sæti á 51,43 mín., Sigurgeir varð í 69. sæti á 51,59 mín., Rögnvaldur í 83. sæti á 53,37 mín. og Ólafur Björnsson í 84. sæti á 54,07 mín. Vladímir Smim- off, Sovétríkjunum, sigraði á 45,14 mínútum. Loks kepptu íslensku strákarnir í Örnskjöldsvik í 15 km göngu með fijálsri aðferð á gamlársdag. Sigur- vegari í göngunni var Torgny Mo- gren, Svíþjóð, á 38,08 mín. Haukur varð í 29. sæti á 43,12 mín. (13,2%), Rögnvaldur í 32. sæti á 43,37 mín. (14,2%), Sigurgeir í 33. sæti á 44,00 mín. (15,4%). Olafur hætti keppni. John Barnes Barnes med þrjú fyrir Liverpool Jonn Barnes, sem hafði ekki leik- ið með Liverpool síðan 21. ágúst s.l. vegna meiðsla á hásin, lék með varaliðinu á laugardaginn, sagðist vera tilbúinn í slaginn og stóð við stóru orðin í gærkvöldi. Barnes lék allan leikinn og áður en yfir lauk hafði hann gert fyrstu þrennu sína í ensku bikarkeppninni, en Liver- pool vann fjórðu deildarlið Crewe 4:0 að viðstöddum 7.457 áhorfend- um á útivelli. Steve McManaman gaf tóninn á 10. mínútu, en Barnes, sem viður- kenndi eftir leikinn að hann væri ekki alveg búinn að ná sér, skoraði á 26., 28. og úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Liverpool leikur einnig á útivelli í fjórðu umferð og mætir þá Bristol Rovers. ■ Bikarkeppn- in / B7 og B8 HANDBOLTI Júlíus var í miklum ham Júlíus Jónasson var í miklum ham þegar fjögur Iið kepptu um IHF-sæti á Spáni um helg- ina. Júlíus skoraði 9/1 mörk þegar Bidasoa vann Atletico Madrid, 18:17, og Pólvetjinn Wenta skoraði 7 mörk. Teka vann Barcelona, 19:18, í fram- lengdum leik. Bidasoa og Teka léku til úr- slita og var leikurinn æsispenn- andi. Lengi vel leit út fyrir að Bidasoa myndi vinna öruggan sigur. Júlíus og félagar náðu mest sex marka forskoti og þeir voru yfir, 25:23, þegar ein og hálf mín. var til leiksloka. Þá fór Melo hjá Teka hamförum - jafnaði, 25:25, með tveimur mörkum og skoraði sigurmarkið Teka, 26:25, þegar fjórar sek. voru til leiksloka. Júlíus skoraði 4/3 mörk í leiknum. íHémR FOLK ■ TERRY Butcher var fyrsti knattspymu þjálfarinn í Englandi til að missa starfið á árinu. Hann var látinn fara frá Cöventry í gær eftir að hafa hafnað tilboði, sem gerði ráð fyrir að hann yrði ekki einnig áfram leikmaður. Butcher er 33 ára. ■ JOHN McEnroe segir að þetta verði síðasta keppnisár sitt á meðal þeirra bestu nema hann bæti sig. Hann hefur ekki sigrað Á neinu af stóru tennismótunum síðan 1984 og féll niður í 28 sæti á heimslistan- um urn áramótin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.