Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.1992, Blaðsíða 8
JWMBg ENGLAND / 3. UMFERÐ BIKARKEPPNINNAR Svartnætti hjá Arsenal Fimm lið í 1. deild úr leik og mörg önnur sluppu með skrekkinn MEISTARAR Arsenal höfðu stutta viðdvöl í bikarkeppninni að þessu sinni — hrösuðu í 1. tilraun og töpuðu 2:1 gegn Wrexham, sem er í 18. sæti í 4. deild. „í knattspyrnu getur allt gerst," sagði George Graham. „Það gengur upp og ofan og það skiptast á skin og skúrir. Ég hef upplifað margt sem leikmaður og þjálf- ari, en þetta er það svartasta." Frá Bob Hennessy ÍEnglandi Mickey Thomas, sem hefur oft verið til vandræða utan vall- . ar og setti m.a. upp apagrímu fyrir landsleik Wales og íslands 1981 til að gera lítið úr mót- heijunum (liðin gerðu 2:2 jafntefli), var maður leiksins og jafnaði með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu af um 20 m færi, en skömmu síðar gerði Steve Watkin sigurmarkið. „Ég hef gert nokkur dúndurmörk í gegnum tíðina og meðal annars mark gegn Liverpool úr aukaspyrnu ,af um 27 metra færi, en þetta er mikilvægasta mark mitt á ferlin- um,“ sagði Thomas, sem er á 38. ári og á 51 landsleik fyrir Wales að baki. Hjá veðbönkum var Arsenal talið sigurstranglegast í keppninni, en Wrexham sýndi að ekkert er öruggt fyrr en flautað hefur verið til leiks- loka. „Þetta er ótrúlegt," sagði Joey Jones, sem er 36 ára varnarmaður Wrexham og var áður hjá Liver- pool. „Gjarnan er sagt að bikar- keppnin hafi yfir sér töfrablæ og við áttum hlut að máli að þessu sinni.“ Gordon Davies, jafnaldri hans og samheiji, tók undir þau orð. Graham hélt eftir 1:0 tapið gegn Luton eftir jólin að það væri það lægsta, en komst að öðru. Hann sagði að ekki væri annað að gera í stöðunni en bretta upp ermarnar og byrja að vinna, en Arsenal er úr leik í Evrópukeppni meistaraliða, deildarbikarnum og ensku bikar- keppninni og á vægast sagt litla möguleika á að veija meistaratitil- inn. „Við töpuðum leik, sem við áttum að vinna auðveldlega. Fyrir vikið erum við alls staðar úr leik og erum auk þess í vandræðum í deildinni." „Við höfum skráð nöfn okkar á spjöld knattspyrnusögunnar," sagði Bryan Flynn eftir sigur manna sinna. Utandeildarliðið Famborough fékk stuðningsmenn West Ham til að skjálfa á Upton Park, þegar Dean Coney jafnaði úr vitaspymu á 82. mínútu. Liðin mætast aftur 14. janúar og sigurvegarinn fær síðan Wrexham í heimsókn í 4. umferð. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð jafntefli út úr þessu,“ sagði þjálfari West Ham, en um 3.000 stuðningsmenn liðsins sættu sig ekki við gengið, sex töp í síð- ustu sjö leikjum. Eftir leikinn hróp- uðu þeir gamla lummu, rekið stjóm- ina, rekið stjómina... og svo fór að sex þeirra var hleypt inn til að ræða við þá, sem ráða ferðinni. Auk Arsenal féllu fjögur lið í 1. deild úr keppni. Crystal Palace tap- aði 1:0 fyrir 2. deildarliði Leicester, Manchester City varð að sætta sig við 2:1 tap gegn Middlesborough, Southampton skaut QPR niður á ■ jörðina með 2:0 sigri og Luton tap- aði 4:0 fyrir Sheffield United. Mathew Le Tissier var maðurinn á bak við sigur Southampton, lagði upp fyrra markið og skoraði síðan. Roy Wegerle fékk tækifæri til að minnka muninn á 82. mínútu, en Ian Flower varði þá frá honum víta- spyrnu. „Ég varaði strákana við brotlend- ingu eftir sigurinn á Old Trafford,“ sagði Francis. „Það hefur ekkert að segja að fá 10 af 10 mögulegum í seinni hálfleik eftir að hafa ekki fengið nema einn fyrir hlé.“ Luton stóð sig best allra liða um jólin og komst úr botnsætinu, en fékk háðuglega útreið gegn Sheffield, sem gerði þijú mörk á síðustu 14 mínútunum. „Þetta eru hlægileg úrslit,“ sagði David Pleat. „Fyrir leikinn var ég sannfærður um sigur minna manna, en annað kom á daginn." Everton átti mestu erfiðleikum með Southend, en vann 1:0 óverð- skuldað. Neville Southall kom í veg fyrir aukaleik með snilldarmark' vörslu. „Markvarsla hans var eins og hún gerist best,“ sagði Howard Kendall. Chelsea vann Hull 2:0 og mætir Everton næst. „Það er ánægjuleg tilfinning að vera kominn í fjórðu umferð, en ég var hræddur, jafnvel eftir að við gerðum seinna markið,“ sagði Ian Porterfield. Mikil rigning var í Leeds og var Elland Road hreinlega á floti. Leiknum gegn Manchester United var því frestað til 15. janúar, en liðin mætast í deildarbikarnum ann- að kvöld. RUÐNINGUR / BANDARIKIN Reuter Steve Watkin fagnar sigurmarki Wrexham. A minni myndinni er Mic- key Thomas. ÚrsKtastundin nálgast Atta liða úrslitin í bandaríska fótboltanum fóru fram um helgina. Úrslitaleikirnir í deildunum verða um næstu helgi, en sjálfur úrslitaleikurinn, Super Bowl, verður í Minneapolis sunnudaginn 26. jan- úar. Buffalo Bills og Denver Broncos leika til úrslita í amerísku deild- inni. Denver vann Houston Oilers 26:24 og gerði David Treadwell út um leikinn með góðu skoti af 25 m færi (field goal), þegar 16 sekúndur voru til leiksloka, en John Eiway, leikstjórnandi, var maðurinn á bak við vallarmarkið — kom liði sínu frá tveggja metra línunni á eigin vallar- helmingi að þeirri 11. hjá Houston á tveimur mínútum. Elway hefur stjómað leik Denver í níu ár og síðan hefur liðið 19 sinnum tryggt sér sigur í fjórða og síðasta leik- hluta. „Við erum ánægðir með að hafa fengið tækifærið," sagði El- way, sem hefur komið Denverþrisv- ar á síðustu fimm árum í Super Bowl. „Allir gerðu það sem þeir gátu og okkur tókst að setja punkt- inn yfir i-ið.“ Warren Moon, leikstjómandi Houston, lét vonbrigði sín í Ijós, en hann átti mjög góðanjeik. 27 af 36 sendingum hans voru góðar og gáfu m.a. af sér þijú snertimörk, en Houston komst í 21:6. Buffalo Bills, sem lék til úrslita í Super Bowl í fyrra, átti ekki í erfiðleikum með Kansas City Chiefs og vann 37:14. Jim Kelly, leik- stjómandi Buffalo, átti þijár send- ingar, sem gáfu snertimörk og Scott Norwood gerði þijú vallannörk, en Bills komst í 24:0. Kansas vann Buffalo 33:6 í riðlakeppninni. „Við náðum ekki að stöðva þá, réðum ekki við Kelly og ekkert gekk upp hjá okkur," sagði Marty Schotten- heimer, þjálfari Kansas. Buffalo tekur á móti Denver á sunnudaginn. Washington Redskins tryggði sér sæti í úrslitum landsdeildarinnar með 24:7 sigri gegn Atlanta Fal- cons, en leikið var í rigningu og roki í Washington. Washington, sem er sigurstranglegast í keppn- inni, vann Atlanta 56:17 í nóvemb- er s.I., en Atlanta hafði sigrað í síðustu sex leikjum. Veðrið setti hins vegar strik í reikninginn hjá gestunum, en átti við heimamenn. Varnarleikur Atlanta var góður, en mönnum vom mislagðar hendur í sókninni. „Við náðum okkur ekki á strik, en erum ánægðir með árang- ur tímabilsins," sagði Deion Sand- ers, leikmaður Atlanta. Joe Gibbs, þjálfari Washington, sagði að veðrið hefði átt við sína menn „og við erum lánsamir að vera í þessari stöðu.“ Washington mætir Detroit eða Dallas á sunnudaginn. ÍÞR&mR FOLK ■ FYRIR tæplega ári tryggði Arsenal sér enska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum, en á sama tíma var Wrexham í neðsta sæti í 4. deild eða í 92. sæti í deildunum fjórum. En Wrex- ham sýndi að í bik- arkeppni hefur stað- an ekkert að segja. ■ STEVE Watkin, sem gerði sig- urmark Wrexham, er eini leikmað- ur liðsins, sem er uppalinn hjá félag- inu. Frá Bob Hennessy iEnglandi ■ MICKEY Thomas var valinn besti leikmaður Stoke á síðasta tímabili, en var síðan rekinn frá félaginu. Hann fór til Wrexham í september og lék án launa til að byija með. ■ BRYAN Flynn sagði að Thom- as hefði verið besti maður leiksins. „Ef hann væri 10 árum yngri myndi ég selja hann fyrir fímm milljón pund (liðlega hálfa millj. ÍSK).“ ■ ARSENAL hefur greitt sem samsvarar hundruð millj. ÍSK fyrir leikmenn sína, en leikmenn Wrex- ham hafa kostað samtals liðlega 3,3 millj. ÍSK. ■ WREXHAM var ekki hátt skrifað hjá veðbönkum. Möguleikar liðsins á titlinum voru einn á móti 1.500. ■ DEAN Coney jafnaði fyrir Farnborough úr vítaspyrnu. Þetta var fyrsta vítaspyrna hans á ferlin- um, en Coney er 28 ára. ■ CONEY var stuðningsmaður West Ham á sínum yngri árum. Hann lék áður með Fulham, QPR og Norwich, en meiddist, hætti keppni og fékk greitt úr trygging- um og eftirlaunasjóði leikmanna. Hann lék í Hong Kong i þijá mán- uði, en sneri síðan heim og byijaði í haust með Farnborough. ■ FARNBOROUGH dattílukku- pottinn og fékk um átta millj. ÍSK í sinn hlut vegna leiksins. H DAVID Batty missir af bikar- leik Leeds og Manchester United. Hann byijar í banni næsta sunnu- dag og tekur út tvo leiki. ■ STEVE Hodge tekur stöðu hans hjá Leeds, en hann hefur níu sinnum verið í byijunarliðinu og gert sjö mörk. ■ PETER Beardsley tryggði Everton farseðilinn í næstu umferð með 14. marki sínu á tímabilinu. ■ ERIC Young hjá Crystal Palace fékk að sjá rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik. Hann sá Iíka rautt 7. desember s.l. í leik gegn Norwich. ■ STEVE McMahon lék með Manchester City í fyrri hálfleik, en hafði greinilega ekki náð sér af meiðslum. ■ MIDDLESBOROUGH sló Manchester City einnig út úr deild- arbikarnum. ■ CARL Saunders gerði fjögur mörk í 5:0 sigri Bristol Rovers gegn Plymouth. Þetta var næst stærsti sigur Bristol í sögu félagS- ins. ■ IAN Porterfield, sem tryggði Sunderland bikarinn 1973 með marki gegn Leeds, bauð Bob Stokoe, þáverandi stjóra Sunder- land, á leik Chelsea og lét hann ræða við leikmenn sína inni i klefa fyrir leikinn gegn Hull. „Hann var okkar lukkudýr," sagði Porter- field. ■ GUÐNI Bergsson, sem hefur misst af síðustu leikjum Totten- ham vegna meiðsla, var varamaður í Birmingham, þegar Aston Villa og Spurs gerðu markalaust jafn- tefli. I LEIKMENN Southampton hafa fengið 44 gul spjöld á tímabil- inu. Þeir eru ekki lengur kallaðir dýrlingarnir heldur syndararnir. GETRAUNIR: XXX 221 112 1111 LOTTO: 7 23 27 32 37 / 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.