Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 33

Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992 33 AF BRESKU SKALDKONUNNI RUTH RENDELL FÁLÁT OG FEIMIN eftir Bergljótu Ingólfsdóttur ÞAÐ ER eftirtektarvert hve margar konur, í enskumælandi lönd- um, hafa skrifað góðr sakamálasögur. Sumar eru enn að, sækja sífellt í sig veðrið, svo ekki leggst sú sagnahefð af þó ókrýnd drottning þeirra, Agatha Christie, sé farin á fund feðra sinna. Ein þessara sagna-kvenna er breski rithöfundurinn Ruth Rendell, hún vakti ekki verðskuldaða athygli í upphafi, skrifaði sögur í ára- tug án þess að nokkuð af því kæmi fyrir aimenningssjónir. Nú fær hún hver verðlaunin á fætur öðrum fyrir sögur sínar, alls hafa komið út eftir hana 42 bækur og eftir mörgum þeirra hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og myndirí fullri lengd. Ruth Rendell er nú á 62. ald- ursári, fædd og uppalin í London, móðir hennar sænsk og faðir breskur. Hann hafði þurft að hætta í skóla 14 ára gam- ail til að vinna fyrir sér, var hafnar- verkamaður en fór síðar í háskóla og gerðist stærðfræðikennari. Móð- ir hennar var haldin MS-sjúkdómi og veikindi hennar þjökuðu allt heimilislíf, telpan átti ekki gleðirík æskuár að sögn. Ruth hætti í skóla 18 ára gömul og fór að vinna við blaðamennsku á litlu hverfisblaði. Þar kynntist hún ungum blaðamanni, Don, tilvonandi eiginmanni, sem hún giftist tvítug að aldri. Einkabarn þeirra, sonur, fæddist þegar Ruth var 23 ára og hætti hún þá að vinna utan heimil- is. Þarna var hún komin ung móðir í dæmigerðu bresku úthverfí og byijaði að skrifa sögur sér til hugar- léttis. Tilviljun réð því að hún tókst á við sakamálasögur, hún hvorki þekkti til slíkra mála af eigin raun né var kunnug neinum sem lent höfðu í slíkum hörmungum. Það var árið 1965 sem persóna Wexford rannsóknarlögreglustjóra kom fram fullsköpuð á prenti. Síðan hafa leiðir þeirra legið saman, rit- höfundarins og lögreglustjórans, og farið vel á með þeim. Eftir að sjón- varpsþættir, gerðir eftir Wexford- bókunum, voru teknir til sýninga, en talið er að 11 milljónir manna fylgist með þeim á skerminum, hefur sala á bókum hennar aukist að mun. í sumar er leið kom út ný Wexford-bók, „Goin Wrong“, og seldist í 240.000 eintökum í Bret- landi á örfáum vikum. Wexford hefur séð til þess að höfundurinn þarf ekki að hafa áhyggjur af fjár- hagslegri afkomu sinni það sem eftir er ævi. Sá orðrómur var á sveimi að höfundurinn væri farinn að þreytast á að skrifa um lögreglu- stjórann. Nú er jafnvel haldið að Wexford-bókin, sem á að koma út í febrúar, verði sú síðasta. Það er þó ekki ástæða til að örvænta, enn á eftir að gera þætti eftir mörgum bókanna og ef til vill á leikarinn George Baker eftir að túlka hinn traustvekjandi Wexford enn um sinn. Fyrir fimm árum kom út bók eftir Ruth Rendell, en undir skálda- nafninu Barbara Vine, síðan hafa fjórar bæst við, sú fimmta „King Solomon’s Carpet", kom út í sept. sl. Þessar bækur eru einnig saka- mála- eða spennubækur, en þó ann- ars eðlis en fyrri bækur hennar, þar eru sálfræðiflækjur áberandi og örvæntingarfullt fólk sem komið er á ystu nöf. Eftir einni B. Vine- bókinni, „A Fatal Inversion”, á að gera kvikmynd, einnig verður gerð kvikmynd eftir 15 ára gamalli bók: „A Demon I My Wiew“ þar sem Anthony Perkins á að fara með aðalhlutverkið. Ruth Rendell býr nú í Suffolk með manni sín- um, í gömlu húsi frá 16. öld, þar sem þau eiga 11 ekrur lands, mikið af því skóg- lendi. Eig- inmaður hennar starf- aði lengst af sem þingfrétta- maður hjá Daily Mail, en hefur látið af þeim störfum til að sinna málefnum konu sinnar sem orð- in eru all umfangs- mikil. Ritstörfin eru Ruth Rendell mikils virði, hún segir líf sitt í raun hefjast þegar fyrsta bókin kom út, þá var hún 33 ára að aldri. Sú bók heitir „From Doon with Death". Síðan hefur vart verið hlé á ritstörfum hennar. Það eru fleiri en hinn venjulegi lesandi sem kunna að meta bækur hennar, henni hefur verið sýndur margvíslegur sómi af öðrum rithöf- undum bæði austan hafs og vestan. Samtök bandarískra sakamála- sagna hafa þrisvar veitt henni „Edgar“-verðlaunin, þau eru veitt árlega og kennd við Edgar Allan Poe (1809—1846), bandarískt ljóð- og sagnaskáld. Hann er talinn upp- hafsmaður sakamálasögunnar. Heima fyrir hefur Ruth Rendell fengið bók- mennta- verðlaun „The Sunday Times“ (árið 1990) og nú rétt fyr- ir áramót fékk hún í fjórða sinn verðlaun bre- skra saka- málasagnahöf- unda, „Gold Dagger" eru þau nefnd og reyndar .Diamond Dag- ger“-verðlaunin ^rj -nn'g- Ruth Rendell er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu, hún afþakkar boð um fyrirlestra- hald, opnun sýninga og annað í þeim dúr. Hún þykir fálát, jafnvel feimin og á sumum myndum á bók- askápum virðist hún döpur á svip. Hún er þó sögð hlýleg og glöð í hópi góðra vina en hún stendur vörð um einkalíf sitt. í útliti og framgöngu er henni lýst sem dæmigerðri breskri milli- stéttarkonu, hún er dökkhærð, stuttklippt, látlaust klædd og án alls skrauts. En augun vekja at- hygli, þau eru óræð, jafnvel dulúðug °g þykir engum mikið hjá konu sem í 25 ár hefur helst haft það fyrir stafni að spinna listilega þræði sak- amálasögunnar. Samtök landflutn- íngamanna stofnuð STOFNFUNDUR Samtaka landflutningamanna, skammstafað SLF, var hald- inn miðvikudaginn 15. jan- úar 1992. Þeir sem standa að samtök- unum eru: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra, Félag hóp- ferðaleyfishafa, Félag sér- leyfishafa, Félag vinnuvélaeig- enda, Landssamband vörubif- reiðastjóra, Landvari og Trausti, félag sendibifreiða- stjóra. Oll félögin eru stofnaðil- ar með fyrirvara um samþykki stjórna og aðalfunda viðkom- andi félaga. Tilgangur samtakanna er að vera samstarfsvettvangur þeirra sem gera út bifreiðir og vinnuvélar í atvinnuskyni og koma fram sem fulltrúi allra aðildarfélaga út á við, þegar það á við. Meginverkefnið verður að fá lækkun á rekstrar- kostnaði bifreiða sem gerðar eru út í atvinnuskyni. Einnig verða samtökin vettvangur við- ræðna aðildarfélaga í málum þar sem hagsmunir skarast. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Heilsutöflur Verndib fæturna Verð: 2.995,- Stærðir: 36-42. Litir: Hvítt + beige. Ath.: Gott, formað innlegg fyrir táberg og il, einnig góð teygja yfir rist fyrir þreytta fætur. Landsins mesta úrval af heilsuskóm. Póstsendum samdægurs. 5% stabgreidsluafsláttur. Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egilsgötu 3, Veltusundi, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 21212 simi 689212 Bókamarkaðurinn, Kringlunni, 20.2-5.3 '92 Til almenningsbókasalna Hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókútgef- enda verður haldinn í Kringlunni og hefst þann 20. febrúar til 5. mars. Nánari upplýsingar veröa sendar til ykkar á næstunni. Framkvæmdaaðili HEILDSÖLU R Y I N G A S A L A HEFST MÁNUDAGINN 20. JANÚAR RÝMUM FYRIR NÝJUM FATNAÐI HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ FAXAFEN 9, 2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 10-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.