Morgunblaðið - 19.01.1992, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
Slíkt tókst engum öðrum leiðtoga
svo nefndra borgaraafla á Norður-
löndum.
Olafur Thors var í forystusveit
þeirra, sem loksins tókst að breyta
ólýðræðislegri kjördæmaskipun
landsins eftir miðja öldina, því mið-
ur að vísu hálfri öld of seint. En
ranglát kjördæmaskipun hafði allar
götur síðan íslandi var fyrst sett
stjórnarskrá 1874 beint þróun þjóð-
mála á rangar brautir, einkum þó
eftir að átök um innanlandsmál og
hagsmuni urðu aðalatriði stjóm-
málabaráttunnar.
í þriðja lagi hafði Ólafur Thors
við upphaf sjöunda áratugarins for-
ystu í ríkisstjórn, sem gerbreytti
efnahagslífi og í raun og veru þjóð-
lífi íslendinga, sagði skilið við
þriggja áratuga úrelta og skaðlega
haftastefnu og lagði grundvöll að
frjálsræði og heilbrigðri samkeppni
í atvinnumálum og viðskiptum,
samhliða velferðarsjónarmiðum til
þess að stuðla að jafnvægi og jafn-
rétti í þjóðfélaginu.
Þegar ég tók sæti á Alþingi árið
1946, þá aðeins 29 ára gamall og
yngstur þingmanna; þekkti ég Ólaf
Thors ekki neitt. Eg vissi þó, að
honum var lítið um mig gefíð. Það
mun upphaflega hafa átt rót sína
að rekja til afskipta minna af skiln-
aðinum við Dani í upphafi styrjald-
arinnar, en ég var eindreginn fylgis-
maður svo nefnds lögskilnaðar, en
sá hópur beitti sér mjög gegn stefn-
unni, sem Ólafur Thors og Bjami
Benediktsson vom aðalforystu-
menn fyrir og við_ nefndum hrað-
skilnaðarstefnu. Á þessu fyrsta
þingi mínu var Keflavíkursamning-
urinn svo nefndi aðalmálið og leiddi
til stjómarslita í Nýsköpunarstjórn-
inni, þar sem Ólafur Thors var for-
sætisráðherra. Ég var andstæðing-
ur Keflavíkursamningsins ásamt
einum flokksbróður mínum og átta
af þrettán þingmönnum Framsókn-
arflokksins, þar á meðal aðaland-
stæðingi Ólafs Thors, Hermanni
Jónassyni, formanni Framsóknar-
flokksins, auk alls Sósíalistaflokks-
ins. Við því var ekki að búast, að
kynni hæfust milli okkar. Í þessu
sambandi er þess og að geta, að á
þessum ámm var umburðarlyndi
gagnvart andstæðingum lítið og
óvild milli stjómmálamanna með
ólíkar skoðanir miklu meiri en síðar
varð. Á næstu ámm varð ýmislegt
fleira til þess, að milli okkar Ólafs
Thors var ekkert samband. Með
hliðsjón af því, sem síðar gerðist,
má telja furðulegt, að 14-15 fyrstu
árin mín á Alþingi liðu þannig, að
ég kynntist Ólafi Thors ekki neitt.
Á æskuámm varð ég eindreginn
jafnaðarmaður. Ég varð aldrei
marxisti, þar eð ég var fylgjandi
lýðræði og þingræði. En eins og
nær allir jafnaðarmenn þess tíma
var ég fylgjandi þjóðnýtingu og
áætlunarbúskap. Smám saman
breyttust þó skoðanir mínar, eins
og raunar flestra jafnaðarmanna í
Vestur-Evrópu. Við urðum fylgj-
andi markaðsbúskap, sem þó yrði
að mótast af velferðarsjónarmiðum.
Ég varð annar af tveim ráðhermm
Alþýðuflokksins í ríkisstjórn Her-
manns Jónassonar 1956-58.
Árangur stjómarsamstarfsins olli
mér vonbrigðum. Haldið var fast
við haftastefnu undanfarinna ára-
tuga. Nú fannst mér reynslan sýna,
að slík stefna væri röng.
Þegar Emil Jónsson myndaði
minnihlutastjóm Alþýðuflokksins í
árslok 1958 með stuðningi Sjálf-
stæðisflokksins, hófust jafnframt
viðræður um hugsanlegt stjómar-
samstarf þessara flokka. Það voru
Ólafur Thors og Emil Jónsson, sem
hófu þessar viðræður. Kjarni þeirra
hlaut að verða, hvort samstarf
gæti tekizt um gerbreytingu á
stefnunni í efnahagsmálum. Olafur
Thors var sá af forystumönnum
sjálfstæðismanna, sem mestan
skilning og áhuga hafði á þeim
málum. Þótt Emil Jónsson væri að
sjálfsögðu aðalmálsvari Alþýðu-
flokksins, bað hann mig um að
ræða þessi mál við Ólaf Thors. Það
hefur eflaust verið í fyrsta skipti,
sem við Ólafur Thors sátum saman
við fundarborð.
Þótt ég þekkti Ólaf Thors ekki,
hafði ég eins og margir aðrir talið
hann slóttugan stjómmálamann,
glæsilegan ræðumann, en oft létt-
úðugan í málflutningi, án þess þó
að það eyðilegði þá persónutöfra,
sem hann augljóslega hafði. Mér
til talsverðrar undrunar kynntist ég
nú allt öðmvísi manni. Það kom
mér á óvart, hversu glöggur Ólafur
var á tölur og hversu fljótur hann
var að átta sig á efnahagsvanda-
málum og rökum á því sviði, sem
ýmsir aðrir töldu nánast sérfræði.
Ég fann, að hér var um að ræða
mikinn alvörumann, sem vildi
kanna hvert mál til hlítar. Hann
var augljóslega að leita að sem rétt-
Iátastri lausn á hvéiju máli og hafði
gert sér fullkomna grein fyrir því,
að á sviði efnahagsmála skiptir
fleira máli en íjármunir og hags-
munir. Þar þarf einnig að leiða
hugann að tilfinningum og réttlæti.
Það kom mér satt að segja einnig
á óvart, hvernig Ólafur talaði við
mig í þessum viðræðum. Aldurs-
munur okkar var slíkur, að hann
hefði getað verið faðir minn. Samt
ræddi hann við mig eins og jafn-
ingja. Við kynntumst ótrúlega
fljótt. Það var honum að þakka.
í Viðreisnarstjórninni varð mér
ljóst, að Ólafur Thors var mikill
stjórnmálamaður. Hann tók aldrei
erfitt vandamál eða viðkvæmt
deilumál fyrir á ráðherrafundi,
nema við ráðherrar Alþýðuflokksins
hefðum áður fengið um það að vita
og hann hefði rætt það við okkur,
einn okkar eða okkur alla. Auðvitað
sýndist oft sitt hveijum. En Ólafur
lagði sig jafnan fram um að fínna
sanngjama lausn og kaus að und-
irbúa hana í einkasamtölum. Það
var auðvelt fyrir okkur Alþýðu-
flokksráðherrana að tala við hann
um þau mál, sem við höfðum sér-
stakan áhuga á, félagsmál og
menntamál. Af þessari ástæðu m.a.
var það sjálfsagður hlutur, að flokk-
arnir eða einstakir ráðherrar bæru
ekki ágreining sinn á torg utan
stjórnarráðsins, er samkomulag
hafði verið gert.
Ekkert væri samt fjær sanni en
að tala um „hrossakaup" í þessu
sambandi. Ólafur Thors talaði aldr-
ei í mín eyru um stuðning Alþýðu-
flokksins við eitt mál gegn stuðn-
ingi Sjálfstæðisflokksins við annað.
Og hann hefði aldrei getað sagt,
að nú ætti ég að gera eitthvað fyr-
ir sig, af því að hann hefði gert
eitthvað fyrir mig. Það hefði ekki
verið sá Ólafur Thors, sem ég var
búinn að kynnast.
Ólafur Thors vann störf sín ekki
fyrst og fremst á skrifstofu sinni.
Hann byijaði starfsdaginn yfírleitt
heima hjá sér og talaði við menn í
síma. Hann hringdi oft í mig á
morgnana og æ oftar, eftir að sam-
starf okkar varð nánara. Stundum
varð samtalið örstutt, ef ekkert
sérstakt var á döfinni. En það gat
orðið langt. Og það var alltaf gagn-
legt.
Þegar Ólafur Thors lét af störfum
sem forsætisráðherra sökum heilsu-
brests haustið 1963, hætti hann að
sjálfsögðu að hafa jafnnáin sam-
skipti við samstarfsmenn og vini
og hann hafði áður haft. En ég
hringdi oft til hans til þess að leita
hjá honum ráða og segja honum
fréttir. Það varð til þess, að hann
hringdi til mín eins og áður. Ein-
hverju sinni var á döfinni erfitt
vandamál, sem ríkisstjórnin var í
þann veginn að taka ákvörðun um.
Ég sagði honum frá því. Á næsta
ráðherrafundi, þegar fjallað var um
málið, sagði Bjarni Benediktsson,
og var alvarlegur á svip, að Ólafur
Thors væri á móti málinu og hefði
rétt fyrir sér. „En ekki veit ég,
hvernig hann hefur frétt af þessu,“
bætti hann við. Ég sagði ekkert á
fundinum. En eftir hádegi fór ég
til Bjarna og sagði honum sem var.
Og nú bætti ég við, að vonandi
hefði ég ekki gert rangt með því
3
að segja Olafi frá málinu. Þá svar-
aði Bjarni, með þeirri hlýju og ein-
lægni, sem honum var gefin: „Nei,
þvert á móti. Auðvitað átti ég að
vera búinn að segja honum frá
þessu. Viðbrögð Ólafs voru rétt eins
og fyrri daginn.“
Ólafur Thors var mikill stjórn-
málamaður. Hann markaði djúp
spor í sögu íslands á þessari öld.
Hann var dáður leiðtogi stærsta
flokks landsins. Hann var glæsileg-
ur. En hann var ekki harður og
óvæginn. Hann var þvert á móti
mildur maður og góðviljaður.
Ég held, að sú mynd, sem flestir
höfðu af Ólafi Thors sem vígreifum
baráttumanni, gamansömum
manni, sem ávallt lék á als oddi,
hafi verið röng. Ég held, að þeir,
sem þekktu hann bezt, hafi vitað,
að stundum var hann á þennan
hátt að veija viðkvæmt geð sitt.
Hann var meiri alvörumaður en
gleðimaður, og kunni hann þó sann-
arlega að gleðjast. En gleðskapur
var samt ekki hans innsta eðli. Mér
er nær að halda, að hann hafi ef
til vill verið feiminn innst inni.
Góðvild hans og hjartahlýja var
einstök. Og sannleikurinn er sá, að
stjórnmálaskoðanir Ólafs Thors
mótuðust ekki síður af mannúðar-
stefnu en trú á einstaklingsframtak
og frelsi.
Mig langar til þess að ljúka þess-
um orðum með því að vitna í fal-
legt ævintýri eftir franska skáldið
Saint-Exupéry, Litla Prinsinn, sem
Þórarinn Björnsson skólameistari
þýddi á íslenzku. Litla Prinsinum
var trúað fyrir Ieyndarmáli. „Það
er mjög einfalt: maður sér ekki vel
nema með hjartanu. Það mikilvæg-
asta er ósýnilegt augunum."
Ólafur Thors hafði þann mikla
hæfileika að sjá með hjartanu.
Þannig sá hann það, sem er mikil-
vægast. Ekki hvað sízt þess vegna
var hann mikill stjómmálamaður.
Gylfi Þ. Gíslason
SÉRFRÆÐINGA greinir á um hve-
nær barn skynji sig sem sjálfstæða
persónu. Vísindalega verður það
víst seint sannað, en í mínum huga
er það er ég sat á hné föður míns
á stjómmálafundi vestur á Snæ-
fellsnesi. Þaðan er sú bernskuminn-
ing, að einn ræðumanna, Ólafur
Thors, spurði mig að nafni og í
áheym ókunnugra varð ég að segja
til nafns. Minning mín um Ólaf á
þessum fundi er mjög sterk, þótt á
þessum tíma væri hann ólíkur þeirri
ímynd, sem við höfum af honum í
dag. Hann var rétt meðalmaður á
hæð, grannvaxinn, kvikur í hreyf-
ingum og ekki búinn að leggja sér
til sitt mikla hvíta hár, sem féll svo
vel að persónuleika hans. En út-
geislunin var sú sama og svo sterk,
að ekki man ég eftir öðrum ræðu-
mönnum frá þessum fundi.
Ekki hvarflaði að mér, að kynni
mín við þennan mikla stjórnmála-
leiðtoga yrðu meiri. En atvikin hög-
uðu sem betur fer svo til, að þau
kynni áttu eftir að verða mikil og
góð. Við hlið míns væntanlega eig-
inmanns, Magnúsar Jónssonar frá
Mel, varð ég aftur að stynja upp
nafni mínu við Ólaf Thors, litlu
brattari en fyrir vestan forðum. En
hlýjan og velvildin sem streymdi frá
Ólafi þurrkaði fljótlega burt alla
feimni. Litlu síðar þegar við Magn-
ús stóðum frammi fyrir því að eiga
kost á íbúð og hefja búskap áttum
við ekki fyrir tilskilinni fyrirfram-
greiðslu. Þá var ekkert eðlilegra en
að leita til Ólafs. Svarið sem Magn-
ús fékk var dæmigert fyrir greiða-
semi og tilsvör Ólafs: „Enga víxla
eða pappíra, ég lána þér þetta sjálf-
ur. Ég treysti þér strákur." Dreng-
skapur og heiðarleiki Ólafs kom
þannig fram í trú og trausti til
annars fólks.
í dag er gjarnan bent á það sem
ástæðu fyrir minnkandi virðingu
almennings á stjórnmálamönnum,
að með tilkomu sjónvarps og ann-
arra fjölniðla séu þeir komnir of
mikið inn á heimili fólks. Og sé
útlit og framkoma ekki í samræmi
við tískukröfur líðandi stundar verði
þeir úti í kuldanum. Slæmt er ef
svo er komið, að ytra útlit ráði
meiru um brautargengi æðstu ráða-
manna okkar, en vitsmunir og úr-
ræði til góðra verka. Ólafur Thors
hefði hinsvegar engu þurft að kvíða
í þessu efni. Hann hafði mikla per-
sónutöfra til að bera og heillandi
(SJÁ BLS. 6 B)
Forsætisiáðherrahjónin Ingibjörg og ðlafor Thors ásamt forsætisráð-
herrahjónunum frá fsrael, David Ben - Gurion og frú.
Sjómannadagurinn 1953: ðlafur Thors, sjávarútvegsráð-
herra, ásamt Gróu Pétursdðttur og Guðmundi Guðmunds-
syni, sem voru heiðruð hann dag af Sjómannaráói.