Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
framkomu. Og ekki minnist ég þess
á mínu heimili, að virðing fyrir hon-
um hafi minnkað við að rödd hans
og skoðanir hafi svo að segja dag-
lega borist inn á heimilið, að vísu
mest í gegnum síma í þau ár er
eiginmaður minn var framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins. Við-
brögð barnanna voru gjarnan eftir
að hafa svarað í símann: „Það er
skemmtilegi maðurinn með skrýtna
hárið.“ Framkoma hans var ávallt
hin sama og á fundinum á Snæfells-
nesi, þrátt fyrir annir skyldi tekið
eftir börnunum og þeim sýndur
áhugi og virðing.
Ólafur Thors var áberandi í ís-
lensku þjóðlífi og þekktur maður
vegna stöðu sinnar og persónuleika,
en í raun reyndi hann að komast
undan veislum og samkvæmislífi
og öll sýndarmennska var honum
víðs fjarri. Hann var sívinnandi,
ekki á flokksskrifstofu frá níu til
fimm, heldur vann hann mest heima
hjá sér. Hann kallaði til sín fólk og
vann mikið í gegnum síma. Ólafur
var nánast hringjandi á öllum tím-
um sólarhringsins til að leggja línur
í flokksstarfinu og til að fylgja
málum eftir. Það gat orðið æði
hvass tónn í símanum, ef málum
var ekki komið í það horf er hann
hafði óskað. En Ólafur hafði þá
reglu sem einnig er sögð undirstaða
að góðu hjónabandi; þótt deilt sé
að degi, skal aldrei leggjast ósáttur
til svefns. Engan mann hef ég
þekkt, sem átti eins auðvelt með
að biðja um fyrirgefningu og sætt-
ir, eins og Ólaf Thors.
Ólafur Thors var mikill jafnréttis-
sinni, taldi að konur ættu að taka
meiri þátt í stjómmálum og mótun
þjóðfélagsins. Hann var því mikill
hvatamaður að stofnun félaga sjálf-
stæðiskvenna, því þar gæfíst kon-
um kostur að kynnast starfsemi
flokksins og gætu styrkt sjálfs-
ímynd sína til frekari þátttöku í
stjómmálum. Sjálfsagt hefur þar
mestu ráðið hans meðfædda réttlæ-
tiskennd. Það hefur hins vegar ekki
spillt fyrir áliti hans á konum,
hversu mjög hann dáði og virti eig-
inkonu sína, Ingibjörgu. Hún var
honum hollur ráðgjafi sem aldrei
haggaðist. Ingibjörg var mikill unn-
andi lista og menningar og var víð-
lesin. Hún var yfirveguð og varðist
að taka afstöðu fyrr en hún var
búin að vega og meta mál frá öllum
hliðum. í stormi og misvindasömu
veðri stjómmálanna er geisuðu
kringum Ólaf hefur slíkur lífsföru-
nautur og hollvinur sem Ingibjörg,
verið honum stór þáttur í mikils-
virtu ævistarfi.
Þótt öldinni sé ekki lokið fer ekki
hjá því að telja Ólaf Thors einn
mesta stjómmálamann íslands á
þesgari öld. Hann var formaður
stærsta stjómmálaflokks landsins á
mesta breytinga- og framfaraskeiði
þess. Hjá honum fóru saman var-
fæmi, viska og mikil réttlætis-
kennd. Hann vildi byggja upp þjóð-
félag frjálsra einstaklinga og hvetja
þá til orða og athafna. Fyrir þaði
er þjóðin honum þakklát. Persónu-
lega þakka ég forsjóninni fyrir þá
giftu, að hafa átt eitt lítið spor í
samtíðinni með Ingibjörgu og Ólafí
Thors.
Ingibjörg Magnúsdóttir
ÞEGAR MINNST er Ólafs Thors,
fyrrum formanns Sjálfstæðisflokks-
ins og forsætisráðherra, hrökkva
fá orð skammt. Slík voru áhrif hans
á sögu lands og lýðs.
Hann gerðist þingmaður árið
1926 og var óslitið einn tilþrifa-
mesti leiðtoginn á Alþingi unz yfir
lauk 31. desember 1964.
Það verður hlutskipti hans að
mynda fimm sinnum ráðuneyti og
bera þunga stjórnarforustu við mis-
jafnar aðstæður. Hann sinnir af
áhuga og einurð hinum margvísleg-
ustu málum. Á stjórnmálaferli hans
ber hæst: Þátt hans í stofnun full-
veldis á íslandi 1944, raunsæa for-
ustu í utanríkismálum, sem aldrei
brást, og langa og stranga baráttu
með öðram góðum mönnum, fyrir
að tryggja okkur íslendingum rétt-
inn yfír fískimiðunum umhverfís
landið.
En Ólafur Thors var ekki ein-
Þingflokkur sjáifstæðismanna hausiið 1959.
göngu formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og brautryðjandi mikilla mála.
Hann var fyrst og fremst málsvari
fólkins í landinu. Fáir höfðu betri
skilning en hann á erfiðleikum og
raunum náungans. Til þess að jafna
metin yrði umhyggjan og skynsem-
in að ráða ferðinni. Löng og ströng
lífreynzla hafði kennt honum, að
óskhyggjan ein næði skammt, er á
reyndi og á móti blési.
Frá því er Ólafur Thors tók við
formennsku í Sjálfstæðisflokknum
og til ioka var hann ókrýndur leið-
togi stuðningsmanna flokksins og
áhrifa hans gætti langt út fyrir
flokksmörkin. Hann athugaði
gaumgæfílega skoðanir annarra og
virti og fór ekki í manngreiningar-
álit. Akvarðanir hans vora rök-
studdar og ótvíræðar.
Náin kynni mín af Ólafi Thors
hófust haustið 1949, er ég fór í
framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
Akureyri. Kosningahorfur vora tví-
sýnar og Ólafur kom norður flokks-
mönnum til halds og trausts. Ég
minnist þess, að Ólafur hvorki latti
mig né hvatti til þess að takast
þennan vanda á hendur. Sjálfur
vissi hann, að þingmennskan væri
ekki einhlítur dans á rósum. Ég
hlyti að mestu að hverfa frá lög-
fræðistörfum mínum á Akureyri og
framtíðin því í nokkurri óvissu. Ég
fann þó strax hlýhug hans í minn
garð. Áður hafði ég nokkuð kynnst
honum, er ég gegndi störfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn á Norður- og
Austuriandi.
Eftir að ég kom á þing var mér
jafnan tekið opnum örmum á heim-
ili Ólafs og frú Ingibjargar í Garða-
stræti. Ingibjörg var einstök kona
og öllum ógleymanleg, er henni
kynntust. Hún var manni sínum
allt í öllu, óbifanleg stoð og stytta.
Ég, ungur maður að norðan, átti
því láni að fagna að njóta velvildar
og gestrisni þeirra hjóna eins og
svo margir aðrir. Að spjalla við
Ólaf á skrifstofu hans í góðu tómi
var lærdómsríkur skóli. Þá bar oft
margt á góma. Hann var svo
skemmtilegur og hnyttinn í svörum
og tíminn flaug áfram. Þrátt fyrir
glettnina duldist engum, að alvaran
bjó undir.
Ólafur vildi hafa náið samband
við þingmenn. Eitt sinn kom ég
suður án þess að gera vart við mig.
Er norður var komið símaði Ólafur
og sagði að ég hefði þó getað Iátið
í mér heyra án þess að tefja hann
með heimsókn. Rétt er að hafa það
í huga, að þá var öðruvísi en nú
að tala á milli landshluta og sveita.
Að vinna með Ólafi Thors var
öllum lærdómsríkt, flokksmönnum
sem andstæðingum. Hann var
hreinskiptinn og gat verið hvassyrt-
ur. Fáir hafa sagt mér eins ræki-
Iega til syndanna, er þeim mislík-
aði. En hann var fljótur að jafna
ágreining og koma málum til betri
vegar.
Það var ekki ætíð auðvelt að
sannfæra og að fá samþykki Ólafs
Thors. í ævisögu hans eftir Matt-
hías Johannessen er á blaðsíðu 387
í síðara bindi frásögn mín um það
með hvaða hætti hann, ásamt öðr-
um, hrundu því áleiðis, að Útgerðar-
félag Akureyringa hf. fengi fjár-
magn til þess að reisa hraðfrysti-
hús. Að mínu mati lýsir sú saga
mjög vel vinnubrögðum Ólafs. Hann
vildi fara að öllu með gát. Þegar
hann hafði tekið ákvörðun stóð
ekki á framkvæmdum.
Ólafur Thors er einn þeirra
manna, sem ekki gleymast þeim,
er honum kynntust. Ég minnist
hans sem hins trausta foringja og
umhyggja hans fyrir hag annarra
er mér hugstæð.
Nú, er liðin eru 100 ár frá fæð-
ingu Ólafs Thors, þökkum ég og
kona mín gömlu og góðu kynnin
og óskum ættingjum hans gæfu og
gengis. Við minnumst og konu
hans, frú Ingibjargar, með þökk og
virðingu.
Jónas G. Rafnar
ÖLD ER liðin frá fæðingu Ólafs
Thors. Hann fæddist þennan dag,
19. janúar, árið 1892 í Borgarnesi,
en andaðist í Reykjavík 31. desem-
ber 1964. Ólafur Thors var einn
svipmesti stjórnmálaleiðtogi okkar
íslendinga í áratugi.
Faðir hans, Thor Jensen, var einn
af mestu framkvæmda- og athafna-
mönnum þjóðarinnar, bæði á sviði
sjávarútvegs og landbúnaðar. Ólaf-
ur kynntist því snemma atvinnu-
málum og framþróun þeirra. Hann
lærði fljótt að þekkja lífsbaráttu
fjöldans í þessu landi og sá, eins
og faðir hans, að það var fyrst og
fremst traust atvinnulíf og framþró-
un þess sem tryggði lífsafkomu
þessarar þjóðar.
Ungur að áram hóf hann af-
skipti af stjórnmálum. Hann var
kjörinn á þing fyrir Gullbringu- og
Kjósarsýslu árið 1926 og var þing-
maður þess kjördæmis til ársins
1959, en eftir kjördæmabreyting-
una það ár, varð hann þingmaður
Reyknesinga til ársins 1964. Hann
varð formaður Sjálfstæðisflokksins
við fráfall Jóns Þorlákssonar árið
1935 og var það óslitið til ársins
1961 að hann baðst undan endur-
kosningu og við formennsku tók
þá vara/ormaður flokksins og náinn
vinur Ólafs, Bjarni Benediktsson,
sem gegndi þessu starfi ásamt for-
sætisráðherraembættinu frá haust-
inu 1964 til dauðadags á árinu
1971.
Þegar Ólafur tók við forystu
Sjálfstæðisflokksins höfðu jafnað-
armannaflokkar á hinum Norður-
löndunum aukið mjög fylgi sitt og
voru sterkustu flokkar hver í sínu
landi. Ólafi var það ljóst að ekkert
var Sjálfstæðisflokknum meira virði
en að hann væri samtök breiðrar
fylkingar sem hefði einstaklings-
hyggjuna að leiðarljósi, en tæki þó
fullt tillit til allra stétta og legði
grundvöllinn að því að skapa betra
og réttlátara líf fyrir allar stéttir
þjóðfélagsins. Þess vegna varð
Sjálfstæðisflokkurinn þá, og síðar,
það stjórnmálaafl sem fólk úr öllum
stéttum þjóðfélagsins gat stutt og
starfað innan hans vébanda. Flokk-
urinn hélt ávallt velli sem stærsti
fiokkur þjóðarinnar og áhrif hans
jukust frá ári til árs. En vegna
mjög óréttlátrar kjördæmaskipunar
höfðu aðrir flokkar stjórn landsins
lengi vel eftir að Ólafur tók við
formennsku í Sjálfstæðisflokknum
og var Sjálfstæðisflokkurinn jafnan
í stjórnarandstöðu þegar undan er
skilin stjórn sem Sjálfstæðisflokk-
urinn tók þátt í 1932.
En svo var komið málum í ís-
lensku þjóðfélagi að andstæðing-
arnir töldu að ekki væri lengur
hægt að stjórna þjóðfélaginu nema
með aðild Sjálfstæðisflokksins og
þá varð það úr að Sjálfstæðisflokk-
urinn gekk til stjórnarsamstarfs við
Framsóknarflokkinn og Alþýðu-
flokkinn í aprílmánuði 1939. Ólafur
Rstt við erlendan fréttamann.