Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 8

Morgunblaðið - 19.01.1992, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 þetta land og þessi þjóð á. Þá mun- um við fyrst og fremst viðhalda minningunni, þakklætinu og því trausti sem við bárum alltaf til þessa mikilhæfa foringja okkar og þjóðarleiðtoga. Matthías Bjarnason Á ÞVÍ leikur enginn vafi að íslands- sagan mun ævinlega minnast Ólafs Thors, sem eins litríkasta og áhrifa- mesta stjómmálaforingja og þjóðar- leiðtoga 20. aldarinnar. Hálfa öld- ina hafði hann slík áhrif að vart verður vikið að hinum þýðingar- mestu málaflokkum í þjóðfélaginu að nafn hans komi þar ekki við sögu. Ólafur Thors ólst upp á einu umsvifamesta heimili í landinu fyrir og eftir síðustu aldamót. Faðir hans, Thor Jensen, kom ungur frá Danmörku til íslands. Hann heillað- ist af landi og þjóð og ungri stúlku, Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur frá Hraunhöfn í Staðarsveit, og það var ekki aftur snúið. Thor Jensen varð mikill athafna- maður sem hafði mátt þola mót- blástur sem og meðvind í lífsbarátt- unni. Til liðs við hann og fyrirtæki hans, Kveldúlf hf., gengu synir hans og Ólafur varð þar í forystu. Reyndist hann sem framkvæmda- stjóri Kveldúlfs hf. mikilhæfur stjómandi og hafði á þeim tíma forystu í samtökum útvegsmanna. Honum var hinsvegar ljóst af því sem þá gerðist á vettvangi þjóð- mála að þarf þurfti sterka forystu til þess að tryggja frelsi einstakl- ingsins til orðs og athafna og þjóð- inni sjálfstæði sitt á nýjan leik. Því var það að Ólafur Thors gekk til liðs við Jón Þorláksson, forystu- mann heimastjórnarmanna, og var í framboði á lista með honum í aukakosningum til Alþingis 1921, þá 29 ára gamall. Hann náði þá ekki kosningu enda í 3ja og neðsta sæti á listanum. Þetta mun hafa verið hörð kosningabarátta, en Ólafur vakti strax mikla athygli fyrir sköruglegan og snjallan mál- flutning. Ekki skaðaði sérstæður persónuleiki Ólafs þann orðstír sem hann þá þegar hafði áunnið sér. Teningnum hafði verið kastað. Fimm árum síðar í aukakosningum í janúar 1926 var Ólafur Thors kjör- inn alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem frá 1959 nefnist Reykjaneskjördæmi. Gegndi hann þingmennsku unz hann lézt á gaml- ársdag 1964. í kosningunum 1926 bar Ólafur sigurorð af andstæðingi sínum, þeim mæta og snjalla stjórnmála- manni Haraldi Guðmundssyni. Sig- urbjöm Þorkelsson, kaupmaður í „Vísi“, segir frá þessari kosninga- bráttu í ævisögu sinni „Himneskt er að lifa“. Hann lýstir sérstaklega kosningafundi í Kjósinni. Málefna- leg barátta og fimleg, svo og mælska frambjóðenda var lengi í minnum höfð. Sigurbjörn greinir frá glæsilegri framkomu og ræðu- mennsku Ólafs: „„Hann kom, sá og sigraði“ og þetta breyttist ekk- ert allt til dauðadags Ólafs, tæplega 40 ár,“ segir Sigurbjörn. Trúi ég að allir sem til þekktu séu hinum látna höfðingja, Sigurbirni í „Vísi“, sammála. Ólafur Thors hafði ekki lengi verið innan veggja Alþingis, er hann var kominn í forystusveit þar. Hann var kosinn formaður Sjálfstæðis- flokksins 1934 og gegndi for- mennsku til 1961 að hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti 1939, skv. tillögu Ólafs Thors, þátttöku í þjóðstjórninni tók hann að sjálfsögðu sæti í ríkis- stjórninni, en hafði áður setið stutt- an tíma 1932 í ríkisstjóm Ásgeirs Ásgeirssonar. Með þátttöku í þjóð- stjóminni tókst Ólafur á hendur forystuhlutverk í íslenskum þjóð- málum, sem hann gegndi allt til þess að hann lét af embætti forsæt- isráðherra í nóvember 1963. Á þessu tímabili veitti Ólafur forystu fleiri ríkisstjórnum en nokkur annar stjómmálamaður. Auk þess að gegna embætti forsætisráðherra í fimm ríkisstjórnum gegndi hann ráðherraembættum í þrem öðrum ríkisstjórnum. Stórkostlegar breytingar hafa orðið á þjóðfélagsháttum okkar ís- lendinga á þessari öld. Framfarir á öllum sviðum þjóðlífsins samfara aukinni menntun og félagslegu ör- yggi. Þýðingarmiklar og afdrifarík- ar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi sjálfstæði og öryggi lands- ins og auðlegð þess til hagsældar fyrir íslenska þjóð. Það er á engan hallað þegar stað- hæft er að Ólafur Thors er í hópi þeirra alþingismanna á þessari öld, sem hvað mest áhrif hafa haft á gang þjóðmála. Þegar Ólafur Thors tók við þing- mennsku var þjóðin fátæk og hafði ekki tækifæri til þess að vetja miklu fé til þess að auka lífsþægindi sín. Alls staðar blöstu við verkefni og oft var mikið atvinnuleysi og ör- birgð. Ólafur hafði alist upp við stórhug og góðvild. Faðir hans hafði mikið umleikis og veitti fjölda fólks atvinnu. Þegar harðnaði á dalnum hjá fólki stóð ekki á foreldrum Ólafs að koma til hjálpar. Það veganesti sem Ólafur fékk í heimahúsum ent- ist honum ævilangt og kom sér vel fyrir þann mikla fjölda fólks sem til hans þurfti að leita. Þegar litið er til þeirra miklu breytinga sem urðu í kjördæmi Ólafs tala þær staðreyndir sínu máli. Alls staðar hafði hann unnið að málum með það sjónarmið að tryggja íbúum kjördæmisins sem besta lífsafkomu. En það voru ekki aðeins hans eigin kjósendur sem nutu góðs af verkum hans. Hann var eins og hann sagði sjálfur „þing- maður alls landsins". Það voru orð að sönnu. Það er engum blöðum um það að fletta að Ólafur Thors er einn minnisstæðasti og glæsilegasti per- sónuleiki sem komið hefur fram á stjórnmálasviðið á þessari öld. Hann hafði flest það til að bera, sem maður í þeirri stöðu sem hann gegndi þarf að hafa til þess að geta skilað svo glæstum árangri í lífsstarfi sínu. Hann var mikill drengskaparmaður, hafði við- kvæma lund og mátti ekkert aumt sjá öðruvísi en reyna að bæta þar um. Hjálpsemi hans var viðbrugðið og þeir sem leituðu til hans fóru ekki bónleiðir til búðar. Sem stjórn- málaforingi var hann sérstæður persónuleiki sem ekki var hægt að komast hjá að taka eftir. Hann var gæddur þeim hæfileikum í fyllstum mæli, sem slíkur maður þarf til þess að koma málum sínum fram. Mjög vel greindur, snarráður og samningslipur og gat laðað til sín ólíkustu öfl og samstillt menn til átaka. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar, hreif áheyr- endur sína með einstakri ræðu- mennsku og þar sem beita þurfti sérstökum rökum lagði hann málin fyrir með einföldum hætti, enda átti hann alls staðar áheyrendur og aðdáendur. Það er vissulega ekki á færi a'ilra kvenna að stand við hlið manns sem stendur í jafn ströngu allt sitt líf og Ólafur gerði. Hlutverki sínu skil- aði frú Ingibjörg Thors, eiginkona Ólafs, með miklum ágætum hvort heldur var sem móðir barna þeirra eða eiginkona hins mikla stjórn- málaforingja. Eiginkonu sína mat Ólafur að verðleikum, enda var þáttur hennar æði mikiil í hinu far- sæla og árangursríka starfi hans. Frú Ingibjörg lifði að eiginmanni sínum látnum til ársins 1988. Á aldarafmæli Ólafs Thors í dag, 19. janúar 1992, viljum við vinir og samhetjar og ég veit reyndar miklu fleiri minnast þeirra hjóna, frú Ingibjargar og Ólafs Thors, með virðingu og þakklæti. Sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi minnast ómetanlegra starfa hans og forystu. Á meðan í þjóð vorri býr dugur og drengskapur verður Ólafs Thors og verka hans ævinlega minnst. Matthías Á. Mathiesen SÁ ER þetta ritar kynntist Ólafí Thors persónulega ekki fyrr en laust fyrir 1950, þegar mjög var tekið að líða á starfsferil hans. Þessi kynni hófust fyrst að ráði þegar Ólafur fól mér, sem forsætisráð- herra í minnihlutastjórn Sjálfstæð- isflokksins, er sat að völdum í 3 mánuði veturinn 1949-50, að vinna með dr. Benjamín Eiríkssyni að samningu frumvarps um víðtækar efnahagsráðstafanir, sem stjórnin lagði fyrir Alþingi í febrúar 1950 og var það síðan samþykkt með nokkrum breytingum eftir að sam- komulag hafði tekist með Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum um myndun ríkisstjórnar undir forsæti Steingríms Steinþórs- sonar. Þótt mér sé ljóst að aðrir, sem lengri og nánari kynni höfðu af Ólafí en ég, eru mér færari til þess að gera minningu hans skil við þetta tækifæri, þá taldi ég mér bæði ljúft og skylt að verða við tilmælum um það að rifja upp í stuttu máli endur- minningar mínar um kynni mín af Ólafi og samstarf við hann. Þetta samstarf var eðlilega nánast þegar fyrir dyrum stóðu róttækar aðgerð- ir í efnahagsmálum svo sem var þegar tillögur dr. Benjamíns Eiríks- sonar voru til meðferðar á þinginu 1949-50 og svo aftur þegar víðtæk löggjöf um efnahagsmál var sett í upphafí hins svonefnda viðreisnar- tímabils á fyrstu mánuðum ársins 1960. Hvor tveggja lagasetningin markaði að því leyti tímamót í ís- lenzkum efnahagsmálum að til- gangur ráðstafananna var sá að hverfa frá þeirri haftastefnu, sem ríkjandi hafði verið hér á landi allt frá því að áhrifa heimskreppunnar miklu fór að gæta í byijun 4. ára- tugarins og fram til ársins 1950. Á kreppuárunum var höftunum fyrst og fremst beitt vegna gjaldeyris- skortsins, sem þá var, en eftir að heimsstyrjöldin síðari skall á haust- ið 1939 var það einkum skortur á skipsrými sem gerði takmarkanir á útflutningi nauðsynlegar, því að hinar miklu gjaldeyristekjur, sem styijöldin færði íslendingum bætti á skömmum tíma úr gjaldeyris- skortinum. Þegar stríðinu lauk áttu íslendingar miklar gjaldeyrisinn- stæður í erlendum bönkum, þannig að hægt hefði þá verið að draga úr innflutningshöftunum eða jafn- vel afnema þau með öllu. En ís- lenzkir stjórnmálaleiðtogar voru þá sammála um það, að svo brýna nauðsyn bæri til þess að endurnýja þau framleiðslutæki landsmanna sem mjög höfðu gengið úr sér á stríðsárunum að binda yrði veruleg- an hluta gjaldeyrisforðans í því skyni, en takmarka að sama skapi aukningu neyzluvöruinnflutnings. Haustið_ 1944 var mynduð undir forsæti Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðisflokksins, hin svonefnda nýsköpunarstjórn sem Alþýðuflokk- urinn og Sósíalistaflokkurinn áttu einnig aðild að, en Framsóknar- flokkurinn var einn í stjórnarand- stöðu. Meginverkefni þeirrar ríkis- stjórnar skyldi einmitt vera það, að skipuleggja nauðsynlega endurnýj- un og aukningu framleiðslutækj- anna, þannig að bæði einkaaðilum og opinberum aðilum er í slíkar framkvæmdir vildu ráðast, yrði séð fyrir nauðsynlegum lánum og gjald- eyri til slíks. Kosningar til Alþingis fóru fram sumarið 1946 og unnu flokkar þeir er að ríkisstjórninni stóðu yfírleitt á við kosningarnar, en eini stjómarandstöðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tapaði fýlgi. En haustið 1946 leiddi ágrein- ingur um utanríkismál til þess að stjórnarsamstarfíð rofnaði. Eftir fall ríkisstjórnarinnar var gerð tilraun til þess að koma á þjóð- stjórn, þ.e. ríkisstjórn, er allir 4 flokkamir, er fulltrúa áttu þá á Alþingi, ættu aðild að. Samkomulag var um það í viðræðunefnd, er skip- uð var af flokkunum og munu allir formenn flokkanna hafa átt sæti í þeirri nefnd, að ef þjóðstjómin kæmist á fót, þá skyldi megin- áherzla á það lögð í stjórn efnahags- mála að ljúka á sem skemmstum tíma þeim framkvæmdum, sem ólokið var á vegum nýsköpunarinn- ar. Var á vegum viðræðunefndar stjórnmálaflokkanna skipuð nefnd fjögurra hagfræðinga, sem gera átti tillögur um það hvernig hugsan- legt samkomulag stjórnmálamanna um stefnu í efnahagsmálum yrði bezt framkvæmt. í nefnd þessari áttu sæti auk undirritaðs, er skipað- ur var í hana af Sjálfstæðisflokkn- um, Gylfi Þ. Gíslason fyrir Alþýðu- flokkinn, Klemenz Tryggvason fyrir Framsóknarflokkinn, þótt hann mér vitanlega hafi aldrei verið flokks- bundinn í þeim flokki, og Jónas Haralz fyrir Sósíalistáflokkinn. Ekki náðist samkomulag milli stjórnmálamanna um myndun þjóð- stjómar, en eftir langt þóf var í febrúar 1947 mynduð þriggja flokka stjórn undir forsæti Stefáns Jóh. Stefánssonar og stóðu að henni Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur auk Alþýðuflokksins, en Sósíalistaflokkurinn varð þá einn í stjómarandstöðu. Mun sérstaða flokksins í utanríkismálum hafa valdið þar mestu um fremur en ágreiningur um efnahagsmálin. Hagfræðinganefndin skilaði þó all- ýtarlegu áliti og tillögum um það hvemig auðveldast yrði að fram- kvæma þá sameiginlegu stefnuyfir- lýsingu leiðtoga stjórnmálaflokk- anna að nýsköpunarframkvæmdun- um skyldi lokið á sem skemmstum tíma. Ekki var þó sérstök ánægja með álitsgerð okkar, enda mátti með réttu segja, að þar var gert ráð fyrir viðtækari höftum en áður höfðu þekkst, því að auk innflutn- ingshaftanna var gert ráð fyrir víð- tækum hömlum á fjárfestingum með því að koma á fót sérstakri stofnun sem gefa þyrfti leyfi til nær allra þeirra fjárfestinga, er einkaað- ilar eða opinberir aðilar óskuðu að stofna til. Hlaut þessi stofnun nafn- ið Fjárhagsráð er henni hafði verið komið á fót. En þrátt fyrir óánægjuna með álit hagfræðinganefndarinnar var það þó uppistaðan í þeirri efnahags- stefnu, sem fylgt var af hálfu þeirr- ar ríkisstjórnar, er nú tók við undir forsæti Stefáns Jóh. Stefánssonar. Enda mun óánægja forystumanna þeirra stjórnmálaflokka, sem að nýsköpuninni stóðu ekki hafa beinst að þeim tillögum, sem við gerðum heldur að úttekt þeirri sem við gerð- Formaður Sjáltstæðisflokksins á fundaferö uni iandið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.