Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 12

Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 ÉG ÁTTI því láni að fagna að hafa náin kynni af Ólafi Thors á síðustu æviárum hans. Þetta voru 12 viðburðarík ár. Hann var flokksforingi, lét af formennsku Sjálfstæðisfiokksins þrem árum fyrir andlát sitt. Hann var ráð- herra, lengst af forsætisráðherra, i nema síðasta árið sem hann lifði. Hann var höfðinginn sem hreif hug og hjarta. Samband okkar var einkar traust frá fyrsta samfundi til hins síðasta. Ég var í harðri baráttu í kjördæmi mínu vestra og jafnframt í forustu í flokksstarfinu í höfuðborginni. Ólafur studdi mig í hvívetna. Hann gerði mig að framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins. Þetta voru minnisstæðir tímar fyrir mann eins og mig, á byrjunar- skeiði stjórnmálaafskipta. Og eng- inn persónuleiki gat^ verið eftir- minnilegri en einmitt Ólafur Thors. Ég á mikinn sjóð endurminninga um samskipti okkar Ólafs. Það lýstur upp myndum af samtölum okkar um hin fjölbreytilegu efni sem við var að fást í flokksstjórn og stjómmálabaráttu. Greipt er í huga mér viðbrögð hans í blíðu og stríðu við hvers konar aðstæður og uppákomur. Það leiftrar af gáskafullum tilsvörum hans og lífssýn alvöru og ábyrgðar. Og ósjaldan var rætt um annað en það sem kom flokksstarfinu beint við. Hann sagði mér margt um það sem . við var að fást í landstjórninni á hverjum tíma, menn og málefni. Kenndi þar margra grasa, mikill fróðleikur. En best lýsti samt frá- sögn hans manninum sjálfum, skoðunum hans og viðhorfum. Allt er þetta dýrmætt og geymt í huga mér. Það væri of langt mál í þess- um minningarorðum að ætla sér að tíunda sögur mínar hér af. En af þeim má draga ályktanir um persónuleikann Ólaf Thors eins og ég kynntist honum. Þegar minnst er aldarafmælis Ólafs Thors skyldi haft í huga að hann var margslunginn persónu- leiki. Hann trónaði á hefðartindi æðstu valda og metorða, flokksfor- ingi og þjóðarleiðtogi. En samt átti hann til að bera hlédrægni og hæversku og fordild og fáfengileg- heit voru honum framandi. Á sið- asta stórafmæli sem hann lifði mátti þannig ekki minnast á að forsætisráðherra landsins væri 70 ára. Þess var hvergi getið og ætlað var að hann væri erlendis á þessum merkisdegi. En hann lét sér nægja að vera heima og fól mér að fylgj- ast með að allri leynd væri fram- fylgt. Þetta var hinum mikla manni eðlislægt. Ekki var öllum alltaf ljóst hið sanna eðli Ólafs. Það var hald sumra, sem ekki þekktu Ólaf, að j. hann léti sér ekki allt fyrir bijósti brenna, léti vaða á súðum og væri jafnvel strákslegur og kærulaus. Þetta var ekki vegna þess að menn hefðu á takteinum dæmi þessa. Þessi skoðun virtist mótast af fasi hans og látbragði því maðurinn gat verið kátur og hress á mann- fundum, grínisti góður og hveijum manni skemmtilegri. Misskilning- urinn á skaphöfn Ólafs bar keim af þeim hindurvitnum að stjórn- málamaður hlyti að vera leiðinleg- ur til þess að teljast traustsins í' verður. En hér var ekki einungis um misskilning að ræða. Þessu var þveröfugt farið með Ólaf. Enginn var samviskusamari í stóru og smáu en einmitt hann. Orð skyldu standa eins og stafur á bók. Engu mátti lofa nema hægt væri að efna. Nákvæmnin var með eindæmum. Stundvísi var lögmál. Þú fékkst þungar ákúrur ef einhveiju var ábótavant í þessu efni. Hér er að finna eina skýringuna á þeim rniklu foringjahæfileikum sem Ólafur hafði til að bera. Þó að Ólafur segði hveijum sem var til syndanna tæpitungulaust af einurð og hreinskilni hafði hann eitthvert lag á þessu sem ekki er ölium gefið. Ávítur og reiðilestur skyldu ekki eftir andúð, sárindi eða gremju hjá þeim sem fyrir urðu. Ef honum þótti til þess geta komið sagði hann gjarnan kannski eftir nokkur dægur við þann sem í hlut átti, að nú skyldu þeir láta lokið þessum blóðnóttum. Og þá hvarf allt eins og dögg fyrir sólu. Engum var tamara en Ölafí að viðhafa aðgát í nærveru sálar. Þannig hélst honum á mannaforráðum. Hér voru engin hræðslugæði. Hann var mannasættir jafnframt því að halda hlut sínum gagnvart hveijum sem var. Var hér enn að finna einn leyndardóminn að foringjahæfi- leikum hans. Miklar gáfur hlutu að prýða slík- an mann sem Ólaf. Hins vegar er í ummælum um hann oft lögð áhersla á ýmsa aðra góða kosti fremur en gáfur, svo sem dreng- skap, dirfsku, kjark, mælsku, glæsimennsku og aðra yfirburði sem hann hafði til brunns að bera. Sjálfur átti hann til í glettni að gera lítið úr skólagöngu sinni og námshæfíleikum. Svipaði honum í þessu til sumra stórmenna verald- arsögunnar svo sem Winstons Churchills. En Ólafur var ekki ein- ungis vel gefinn, hann var djúpvit- ur maður. Hann hélt heilræði Hávamála, að hæla sér ekki af vitsmununum. Og meira að segja lét hann tíðum sem hann hefði ekki vit fyrir öðrum. Þetta mátti kallast leikaraskapur. En í raun var þetta djúpfærni og innsæi hins vitra manns á eigindir mannssálar- innar. Hér var um að ræða enn einn leyndardóminn að foringja- hæfileikum Ólafs. Ýmsar þversagnir urðu til um Ólaf eins og aðra mikla menn. Hann átti að vera stefnulaus og haga seglum eftir vindi. En hann þekkti öllum betur völundarhús og refilstigu stjómmálanna, list hins mögulega. Hann hafði til að bera þann sveigjanleika sem nauðsyn krefur til að koma kjarna máls fram. Þannig var sveigjanleikinn skýringin á þeirri stefnufestu sem líf og starf Ölafs ber vott um. Og grundvöllur stefnunnar var alla tíð einstaklings- og athafnafrelsi. Þetta var Ólafi svo í blóð borið að honum gat ekki orðið villugjarnt á leið frelsisins. Rauði þráðurinn á hveiju sem valt var að vinna þjóð- ina úr fátækt til bjargálna eins og hann gjarnan komst að orði. En mér fannst alltaf skína í gegn að hjaitanu næst stóð reisn og frelsi fóstuijarðarinnar og samúðin með lítilmagnanum. Ólafur var raunsær á hlut og stöðu hins unga lýðveldis okkar í samfélagi þjóða heims á tímum hamskipta og breytinga. En eitt var óumbreytanlegt, réttur íslend- inga yfir eigin landi. Þegar Banda- ríkin fóru eftir stríð fram á her- stöðvar til 100 ára var afstaða Ólafs skýr. Hann mælti: „... Þannig báðu Bandaríkin þá um land af okkar landi til þess að gera það að landi af sínu landi. Og margir óttuðust að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi...“ Hver má ekki muna Einar Þveræing. Ólafur vissi vel hvað kom lítil- magnanum að liði. Einhver skyn- ugur hefir sagt að það þurfi vinstri mann til að tala um félagslegar umbætur en hægri mann til að framkvæma þær. Þetta sannmæli átti vissulega við um Ólaf. Og eitt er víst, honum var alvara að láta verkin tala. Hann átti til að segja: Sjálfstæðisflokkurinn hjálpar fá- tæka manninum, hinir ríku geta hjálpað sér sjálfir. Sjálfstæðisflokkurinn og Ólafur Thors voru óaðskiljanlegir. Þennan flokk leiddi Ólafur til þeirra áhrifa sem gerðu honum möguleg stór- virki hans í íslenskum stjórnmál- um. Þar gildir einu hvort varðar Frá útför Úlafs Ihors. Sr. Bjarni Jónsson, vígsluhiskup, við minnis- varðann um hjóniu Margréti Þnrbjðrgu Kristjánsdóttur og Thor Jensen. lokaskref í sjálfstæðisbaráttu, lýð- veldisstofnun, mótun utanríkis- stefnu lýðveldisins, varnarmál, út- færslu landhelginnar, atvinnuupp- byggingu eftir stríð eða fijálsræð- isþróun í efnahagsmálum. Um þetta allt er mikil og merk saga. En þetta er ekki umræðuefni mitt hér, heldur maðurinn sjálfur, Ólaf- ur Thors, eins og hann kom mér fyrir sjónir. Ég sé fyrir mér mikilmennið Ólaf Thors. Slíkum mönnum er skipað til öndvegis. Ég man að eitt sinn í góðum fagnaði sátum við þrír flokksmenn saman við borð með Ólafi. Einn viðstaddra sagði þá: Ólafur, þú ert mestur íslendinga á þessari öld, þú ert meiri en Hannes Hafstein. Ég minnist lengi viðbragða Ólafs. Hann brást ævareiður við og skammaði ótæpilega þann sem svo mælti. Þetta sýndi mér það eitt, hve mikill Ólafur var. Og þá er mér í minni annað atvik. í hófi í Ráðherrabústaðnum tók Ólafur allt í einu í handlegg mér, leiddi mig á tiltekinn stað og sagði: Hér hitti ég Hannes Hafstein í fyrsta sinn, hér tók hann í höndina á mér. Þannig er Ólafur Thors ógleym- anlegur í einu og öllu. Nú heyrir hann framtíðinni til. Þorvaldur Garðar Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.