Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN 1995 Laugardalshöll á grænlitu Ijósi hjá tækninefnd IHF Handknattleikssamband íslands óskareftiráframhaldandi viðræðum við Reykjavíkurborg TÆKNINEFND Alþjóða hand- knattleikssambandsins, IHF, ssm fundaði íVín um helgina, tók vel í hugmyndir HSÍ varð- andi breytingar á Laugardals- höll með úrslitaleik heims- meistarakeppninnar 1995 í huga. Jafnframt samþykkti hún að leggja til að 24 lið tækju þátt í keppninni, en ekki 16 eins og verið hefur. HSÍ ætlar að óska eftir áframhaldandi viðræðum við Reykjavíkurborg um málið. HSÍ lagði fram g'ógn fyrir fund- inn, sem Jón sagði að hefðu verið unnin á vegum íþrótta- og tómstundaráðs um endurbætur á Laugardalshöll, þar sem m.a. er gert ráð fyrir áhorfendabekkjum meðfram sviðinu í Höllinni, endur- bættu anddyri, aðstöðu fyrir frétta- menn og auglýsingum fyrir aftan mörkin. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, sagði við Morgun- blaðið að tækninefndin hefði tekið vel í þessar hugmyndir og myndi leggja þær fyrir stjórnarfund IHF í aprll og síðan alþjóða þingið í Barcelona í júlí, þar sem endanleg ákvörðun varðandi HM 1995 verður tekin. Jón sagði að tækninefndinni hefði sérstaklega litist vel á að hafa auglýsingar fyrir aftan mörkin, því þær gæfu HSÍ og IHF auknar tekj- ur, en þetta yrði að kanna nánar í samráði við EBU vegna reglna í sambandi við sjónvarpsútsendingar. Jón sagðist vera ánægður með viðbrögð tækninefndarinnar. „Ég er mátulega bjartsýnn og nú verð- um við að undirbúa heimavinnu okkar vel. Næsta skref hjá okkur er að óska eftir áframhaldandi við- ræðum við Reykjavíkurborg um breytingar á Laugardalshöll og framkvæmd keppninnar við þessar aðstæður. Við munum vinna áfram að því að sannfæra stjóm IHF og þingfulltrúa í Barcelona um það að við getum haldið HM á Islandi þannig að keppnin verði handknatt- leiksíþróttinni til sóma.“ Jón sagði að HSÍ hefði lagt til að keppnin færi fram á fjórum stöð- um; í Laugardalshöll í Reykjavík, Bræður - botninn er suður í Borgarfirði Nú er dómur genginn í máli Víkings á hendur Valsmönn- um vegna bikarleiks_ liðinna á dög- tinum. Dómstóll HSÍ hefur sýknað Val af kröfum Víkings. Það verða því Valur og FH sem leika til úr- slita í bikarkeppni HSÍ 1992. Við Víkingar óskum Valsmönnum velf- amaðar í þeim leik — málinu er lokið af okkar hálfu. Gangi ykkur allt í haginn, Valsmenn. Það setur hins vegar skugga á bikarleik Vals, að nokkrir lykilleik- menn liðsins eiga í meiðslum og verða því væntanlega fjarri góðu gamni þegar til alvörunnar kemur gegn vöskum Hafnfirðingum. Raunar hafa fuglar hvíslað því í Hafnarfirði undanfarna daga, að gott sé að glíma við Valsmenn eins og málum háttar — jú, meiðslin hái ^iðinu og raunar hafa sömu fuglar hvíslað, að ef dómur hefði gengið Víking í vil, þá hefði það jafnvel þýtt að bikarúrslitin frestuðust fram í maí. Bikarúrslitin því í upp- námi ef dómur hefði gengið Víking í vil. En ekki hvarflar að mér, að hin- ir sömu fuglar hafi flögrað um dómssal HSI. Þó er óhjákvæmilegt að víkja nokkrum orðum að dómin- um, svo furðulegur og illa grundað- ur sem hann er — í raun með ólík- indum. Víkingar vissu að dómur gat fallið á hvorn veginn sem var, en hins vegar kom okkur rökstuðn- ingur meirihluta dómstóls HSI í opna skjöldu. í dómstól HSÍ mynduðu. meiri- hluta fyrrum markvörður í Val og skytta úr FH og svo hafnfirskur lögvitringur. Einn dómara sem á gifturíkan dómaraferil við æðstu dómstóla landsins skilaði séráliti og dæmdi að leikurinn umdeildi skyldi ógildur og leikinn að nýju. Hann segir sem svo; — léikur Vals og Víkings fór ekki fram sam- kvæmt settum reglum. Dómstóll HSÍ hljóti að halda sig við skráðar reglur um framkvæmd leikja og hann — dómstóllinn, hafi ekki heim- ild til þess að víkja frá þeim. Sé vikið frá þessari stefnu sé augljós hætta á upplausn. Því skuli leikið að nýju. Þetta er kjarni málsins. Markvörður, skytta og lögvitr- ingur Dómaramir þrír — markvörður- inn, skyttan og lögvitringurinn voru sammála um að gera þurfi „nokkuð ^strangar" kröfur um framkvæmd leikja. Þeir eru sammála um að eftirHall Hallsson „upplýst sé og óumdeilt að leikhlé var tekið ... þótt um það séu deild- ar meiningar með aðilum hvort það hafi leitt til reglugerðarbrots .. Þeir eru sem sagt sammála um að leikhlé var tekið, en fara síðan út í heimspekilegar vangaveltur í þeim tilgangi að sannfæra sig um að leikhlé hafí alls ekki verið tekið! Orðrétt segir í hinum makalausa dómi þar sem hvað rekur sig á annars hom:......Hjá því verður hins vegar ekki komist að ... alltaf verða tafir af einum og (!) öðrum orsökum og dómarar geta þurft, að stöðva leik til þess að huga að fram- kvæmd hans (sic). Það er einnig óhjákvæmilegt að nokkurt hlé verði á leik við það eitt að skipta um vallarhelming (svo). Það verður hins vegar að fara mjög varlega í að jafna þessum töfum við leikhlé í þeim skilningi sem lagður er í reglu- gerðum HSI.“ Svo mörg eru orð þríeykisins. Þeir sem sagt reyna að sannfæra sig um að leikhlé hafi alls ekki ver- ið tekið! Samt gengu dómarar og leikmenn til búningsherbergja. Og í hátalarakerfi var tilkynnt leikhlé! En útherjinn, skyttan og lögvitring- urinn haldast í hendur. Einbjörn leiðir tvíbjöm sem leiðir þríbjöm sem leiðir ... í makalausri vitleys- unni villast þeir í þokunni, sem því miður létti ekki í hugskotum þeirra. Og handknattleikshreyfingin sit- ur uppi með vitleysuna. Dómarinn í minnihluta víkur að mikilvægi formreglna og segir:....svo sem rakið var, hafa verið gerðar strang- ar kröfur varðandi framkvæmd leikja. Sú krafa er eðlileg og í sam- ræmi við það, að íslendingar hafa lengi staðið framarlega meðal þjóða í handknattleik og hafa nú fengið heimild til að halda heimsmeistar- keppni hér á landi." Dómstól HSÍ til vansa Dómstóll HSÍ hefur sett niður í vitleysunni, því miður. Hann hefur gefið það fordæmi, að ekki skipti lengur máli á íslandi að halda sig við reglur í handbolta. Það sé bara allt í lagi þó dómarar fari ekki að settum reglum og mæti illa undir- búnir. Þó þeir rjúfi leik, sendi lið inn í búningsklefa, tilkynni leikhlé, fari sjálfir og fletti upp í bókum tií þess að íhuga næsta skref leiksins. Það sé bara allt í lagi að leikið sé í blóra við reglur HSÍ. Og við ætlum að halda heimsmeistarakeppni. Sýna heiminum að við séum um það fulifærir. Að okkur sé trey- standi til þess að fara að settum reglum í því viðamikla verkefni. Og eilítið um lögfræði. Grund- vallarregla réttarfars er að dómstól skipi einn, þrír, fimm, nú eða sjö dómarar, svo dæmi séu tekin. Samt skipar forseti dómstóls HSí — um- talaður lögvitringur, svo fyrir að fjórir dómarar dæmi í málinu. Hvað hefði þessi ágæti dómforseti gert ef atkvæði hefðu fallið jöfn, 2-2. Hver hefði þá verið úrlausn.dóm- stólsins? í hvaða öngstræti hefði hann þá lent, eða er þetta kannski bara hafnfirsk lögfræði? Sinnaskipti lögmannsins Og þessi niðurstaða er þeim mun merkilegri, sem litið er til kæru, sem lögmaðurinn úr Hafnarfirði lagði fram fyrir nokkrum árum. Þá var hann formaður handknattleiks- deildar FH, kærði Víking vegna rangrar framkvæmdar dómara á leik. Viðureign þessara stórvelda í handknattleiknum hafði lyktað með sigri Víkings eftir framlengingu í 2. flokki kvenna. Þá taldi lögmaður- inn hafnfirski að fara bæri að sett- um reglum um framkvæmd leiks og hann leikinn að nýju. Dómarar höfðu kastað upp knetti við upphaf framlengingar. Lögmaðurinn kærði. Auðvitað voru reglugerðir brotnar rétt eins og að Hlíðarenda á dögunum og því eðlilegt að lög- maðurinn léti á það reyna fyrir dómstól HSÍ. Að Hlíðarenda hafði jafnræði ekki verið raskað með liðunum þó leikhlé hafi verið tekið, að mati dómstóls HSí. í umræddum leik í 2. flokki hafði jafnræði ekki verið raskað. Dómarar köstuðu knetti upp og það voru sjö leikmenn í hvoru liði og þeir höfðu jafna mögu- leika á að ná knettinum. En reglur voru brotnar og því dæmdi dóm- stóll HSÍ að leikur stúlknanna skyldi endurtekinn, í samræmi við skoðun lögmannsins hafnfirska. Og þóttu engin stórtíðindi þá, enda til þess ætlast að farið sé að settum reglum í handknattleik á íslandi. Hvað veldur þessum sinnaskipt- um lögvitringsins? Um það er erfitt að álykta. En það er sama hversu mikið markvörðurinn, skyttan og lögvitringurinn moka úr fjóshaugn- um í tunnuna og þeir bræður allir — botninn er suður í Borgarfirði. Höfundur er formaður Víkings Hafnarfirði, Akureyri og Keflavík. Tækninefndin hefði fyrir sitt leyti samþykkt tillögur HSÍ, en bent á að gott væri að leika í fjórum höll- um til viðbótar svo þrír leikir í hveij- um riðli gætu farið fram á hveiju kvöldi. Jón sagði að þetta yrði að skoða með tilliti til möguieika á sjónvarpsútsendingum, en við fyrstu sýn virtist ekki vera um vandamál að ræða. Hann sagði ennfremur að tækni- nefndin hefði ákveðið á fundi sínum að leggja til á þingi IHF í Barce- lona í sumar að 24 þjóðir tækju þátt í keppninni 1995 og leikið yrði í fjórum riðlum. Fjögur efstu í hveij- um riðli færu áfram, en tvö neðstu yrðu úr leik. Síðan yrði leikið með útsláttarfyrirkomulagi. „Þetta er eins og við höfðum hugsað okkur og áttum von á,“ sagði Jón. Laugardalshöllin. FRJALSIÞROTTIR ÓL-lágmarkið í kúluvarpi lækkað Olympíunefnd íslands ákvað það á fundi sínum fyrir skömmu að lækka ólympíulágmarkið í kúluvarpi karla úr 20,10 metrum í 19,85 metra, að ósk Fijálsíþróttasambands íslands. Ólympíunefnd íslands samþykkti jafnframt að hægt verði að ná ólympíulágmarki í fijálsíþróttum á Vormóti ÍR, EOP-mótinu eða meist- aramóti íslands. Samkvæmt þeim lágmörkum til þátttöku í Ólympíuleikunum í Barcel- ona sem Ólympíunefnd Islands gaf út fyrir tveimur árum hefur nefnd- in breytt lágmörkum í sundi, júdói og kúluvarpi karla. Fram - Fylkir Ekki búið að samþykkja íþróttahús Á íþróttasíðu Morgunblaðsins í gær, þriðjudag, er frétt þess efnis að bæði félögin, Fram og Fylkir, fái fjárveitingu á næsta ári til að hefja byggingu á nýju íþróttahúsi. Ekkert samkomulag hefur verið gert um þetta þó hugmyndir liggi fyrir sem ganga í þessa átt. Málið hefur ekki verið tekið fyrir hjá stjórn íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, ekki í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna, sem hefur meirihluta í borgarstjórn, hvað þá í borgarstjórn eða borgarráði. Þegar Iþrótþa- og tómstundaráð tekur ákvörðun um skiptingu styrkja til íþróttafélaganna _ vegna framkvæmda þeirra verður ÍTR að horfa á heildina, ekki sitt íþróttafé- lag eða tvö þannig að góð íþróttaað- staða byggist upp hjá öllum félög- um á sem jafnastan hátt. Við út- hlutun framangreindra styrkja verða stjórnarmenn ÍTR að horfa á heildina en alls ekki að gerast full- trúar einstakra íþróttafélaga. Morgunblaðið segir m.a. í frétt sinni að Árni Sigfússon, borgarfull- trúi, hafi stuðlað að lausn málsins. Eðlilegt er að borgarfulltrúar al- mennt reyni að leggja fram tillögur til lausnar vandamálum sem upp koma. En tillaga Árna er óaðgengi- leg og er undirrituðum ekki kunn- ugt um að um hana hafi verið fjall- að í borgarkerfinu. íþrótta- og tómstundaráð sækir ekki peninga til skólamálaráðs til að byggja íþróttahús í samvinnu við íþróttafélög. Það er alröng leið. Ef borgarstjórnarmeirihlutinn vill leggja frekari áherslu á mannvirki íþróttahreyfingarinnar þá sam- þykkir borjgarstjórn frekari fjárveit- ingu til ITR beint án einhverra krókaleiða í skólamálaráð eins og Árni leggur til. Heimildir Morgunblaðsins um að búið sé að leysa forgangsröð á framkvæmdum íþróttafélaganna er röng. Mörg verkefni eru óafgreidd hjá ITR um framkvæmdir íþróttafé- laganna, þar á meðal beiðni Fylkis og Fram um íþróttahús. Verði tvö hús byggð kostar það borgarsjóð allt að 400 millj. króna og ef byggja á tvö hús samtímis þarf að stórauka framlög til ÍTR. Ákvörðun um það hefur ekki verið tekin og því óraunhæft að fullyrða að mál Fram og Fylkis sé í höfn. Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi, formaður ÍTR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.