Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRUAR 1992 EFNI Hagfræðingnr Alþýðusambands Islands: Sveitarfélögin skuldbindi sig til hófsemi í gjaldtöku GUÐMUNDUR Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur Alþýðusam- bands íslands, telur að ef ganga eigi frá kjarasamningum með svipuðum hætti og gert var í febrúar 1990 verði ekki hjá því komist að sveitarfélögin eigi aðild að þeim með skuldbindandi yfirlýsingu um hófsemi í gjaldtöku. Annars, ef ekki vill betur til, verði sett lög sem takmarki möguleika sveitarfélaganna til gjald- töku. Þetta kemur fram í grein eftir hann í nýjasta tölublaði Vinn- unnar, blaði Alþýðusambands íslands. í greininni kemur fram að þeim tilmælum sé nú beint til verkalýðs- félaga, sem ná yfir sveitarfélög þar sem hækkun gjalda hefur átt sér stað, að þau mótmæli þeim og noti áhrif sín til að hnekkja hækk- ununum. Það sé ábyrgðarhluti fyr- ir samtök launamanna að taka þátt í víðtækum kjarasamningum sem eiga að byggjast á sameigin- legu átaki sem flestra í þjóðfélag- inu, og ætlast er til að allir stórir ábyrgir aðilar í þjóðfélaginu taki þátt í. Orðrétt segir í grein Guð- mundar Gylfa: „Ef það er látið viðgangast að aðilar eins og sveit- arfélögin geti hækkað gjöld sín í skjóli lágrar verðbólgu bresta for- sendur samninga ASÍ og atvinnu- rekenda á þeim nótum sem febrú- arsamningamir 1990 voru. Við slíkar aðstæður snýst ábyrgð laun- þegasamtakanna í andhverfu sína og verður ábyrgðarleysi." Mikið af loðnu en lítið fæst af síld Samfelld loðnutorfa frá Jökli til Hornafjarðar, segir skipstjóri Faxa RE LOÐNUVEIÐI hefur verið góð hjá flestum bátum síðustu daga en síldveiðar hafa hins vegar gengið illa. í gær var loðnuflotinn á veiðum í góðu veðri við Hrollaugseyjar eða við Reykjanesskaga. Fáeinir bátar voru að síldveiðum fyrir austan land og er búizt við að þeim veiðum verði hætt á næstu dögum. Ingvi Einarsson skipstjóri á Faxa RE sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að vel veiddist af loðnu enda væri veður eins og bezt væri á kosið. „Við erum á veiðum við Reykjanes ásamt nokkrum öðrum bátum en obbinn af loðnuflotanum er mun austar. Ég held að veiðin sé góð hjá flest- um bátum enda má segja að það sé ein samfelld loðnutorfa frá Jökli og alla leið að Homafírði. Þetta virðist vera eini veiðiskapurinn núna sem menn eru bjartir yfir og ef til vill er það vegna þess að nú er svo lítið af þorski til þess að éta loðnuna. Annars er veiðin svo mikil að bræðslurnar anna henni ekki og ég gæti trúað að það verði erfitt að ná upp í kvót- ann fyrir vertíðarlok,“ sagði Ingvi. Þorsteinn GK var á síldveiðum úti af Lónsbugtinni fyrir austan landið í gær. Páll Einarsson há- seti sagði í samtali við Morgun- blaðið að einungis fjórir eða fímm bátar væra eftir við síldveiðar enda hefðu gæftir vægast sagt verið lélegar. Bjóst hann við að flestir myndu hætta síldveiðum á næstu dögum og snúa sér að loðnu- eða þorskveiðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælisbarnið gefur gjafirnar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna heldur um þessar mundir upp á hálfrar aldar afmæli sitt og er það gert með nokkuð sérstæðri afmælisveizlu. Afmælisbarnið gefur gjafirnar, en gestirnir halda veizluna. Nemendur úr 10. bekk Kópavogsskóla hafa staðið í ströngu undanfarið ásamt starfsfólki SH við að útbúa um 7.000 pakka, en allir starfsmenn frystihúsa, frystitogara og á söluskrifstofum SH fá afmælisgjöf. Hald- ið verður upp á afmælið á þriðjudag í um 70 frystihúsum og frystiskip- um og á söluskrifstofum í Norður-Ameríku, Evrópu og Japan. Gjöfun- um hefur þegar verið dreift og fór Hofsjökull til dæmis með 20 bretti af afmælisgjöfum til dreifingar um landið. Algjör leynd ríkir yfir inni- haldi pakkanna, en þó hafa þær upplýsingar fengizt að_í þeim sé eitt- hvað táknrænt, gagnlegt, skemmtilegt og fróðlegt. Á myndinni er Pétur Árnason, starfsmannastjóri Granda, við afmælisgjafirnar. Sjá grein eftir Ólaf Hannibalsson um stofnun Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á bls. 18. Fiskvinnslufyrirtækin á Grundarfirði: Umræður um sameig- inleg kaup 10001 kvóta ÞRJÚ fiskvinnslufyrirtæki á Grundarfirði hafa rætt sameig- inleg kvótakaup til staðarins. Magnið, sem keypt yrði, yrði ekki undir eitt þúsund tonnum af þorskígildum og hefur sveit- arstjórn Grundarfjarðar tekið jákvæða afstöðu í málinu. Fyrirtækin sem hér um ræðir era Hraðfrystihús Grandarfjarðar, Fiskverkun Soffaniasar Cecilsson- ar og Sæfang. Atli Viðar Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar, segir að umræðan um sameiginleg kvótakaup hafi hafíst uppúr síðustu áramótum og að allir aðilar hafi tekið jákvætt í málið. „Þessi fyrirtæki hafa átt ágætt samstarf í ýmsum málum og öll þijú era þau í þokkalegri stöðu,“ segir Atli Viðar. „En við þurfum að bæta hráefnisöflunina og spurningin er hvort það sé ekki hagkvæmast að við gerum slíkt sameiginlega." í máli Atla Viðars kemur fram að upphaf þessarar umræðu sé hægt að rekja til þess að reiknað sé með að meiri eftirspurn verði eftir verðminni pakkningum á þessu ári. Málið sé hinsvegar ekki það langt komið að neinar ákvarð- anir liggi fyrir. Þá er heldur ekki séð fyrir nú hvort bæta þarf við skipi í flota þeirra Grundfirðinga ef samstarf um kvótakaup tekst. Brotist inn í bif- reiðar o g fyrirtæki Sijórnmálamenn hittast Heimsókn Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, til Bretlands lauk í gær. Þar hitti hann m.a. Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, að máli. Á fundi þeirra bar margt á góma, Evrópumál, ástandið í fyrram lýðveldum Sovétríkjanna og Mið-Austurlöndum og bresk stjórnmál. Myndin var tekin þegar Davíð og Margaret kvöddust að loknum viðræðunum, sem forsætisráðherra sagði að hefðu verið á persónulegum nótum. BROTIST var inn í tvo bifreiðar í Reykjavík í fyrrinótt og stolið úr þeim radarvörum. Sömu nótt var brotist inn í átta fyrir- tæki á Eiðistorgi á Selljarnar- nesi. Talið er að nokkrum tug- um þúsunda króna hafi verið stolið. Báðar bifreiðamar voru á bíla- stæðum við bíóhús, önnur við Háskólabíó og hin við Bíóhöllina í Mjóddinni. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík hefur mikið verið um innbrot að undanförnu, aðallega í hús, en einnig í bifreiðar. í fyrirtækjunum átta á Eiði- storgi var, að sögn lögreglu, að- eins farið í peningakassa og tekið frá 2-3 þúsundum króna upp í 20-30 þúsund krónur. Lögreglu var tilkynnt um innbrotin um kl. 8 í gærmorgun. Þvingað hjónaband ►Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þeirra sameiningarviðræðna sem nú fara fram á milli Borgar- spítalans og Landakotsspítala og bent hefur verið á aðra valkosti í heilbrigðiskerfinu./ 10 Ég hafði engin völd til að stjórna handtökum ►Frásögn Eðvalds Hinrikssonar af störfum sínum í PolPol haustið 1941/16 Frá ríkisforsjá til sölu- samtaka einkafram- taksmanna ►Fimmtíu ár frá stofnun Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna./ 18 íþróttir á sunnudegi ►Skíðamenn valda oft miklum náttúruspjöllum./ 34 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-32 Hægt að stjórna kostnaði við íbúðar- byggingar aldraðra ►Segir Steindór Guðmundsson verkfræðingur./16 Karlmenn á krossgöt- um ►Breytt staða kvenna leiðir af sér breytta stöðu karla, en ýmsar þver- stæður í uppeldi hinna síðamefndu geta orsakað ósjálfstæði./ 1 Þau búa í einangrunar- tjaldi ►Ásgeir Haraldsson læknir vinn- ur á einu bamadeildinni í Hollandi þar sem beinmergsskipti eru gerð á börnum. /6 Menntun í mótun ►Skiptar skoðanir eru um mörg grundvallaratriði grunn- og fram- haldsskóla. Skólamenn telja ýmist að fjölga beri samræmdum prófum eða leggja þau af með öllu. I kjölf- ar niðurskurðar til menntamála, hefur menntamálaráðherra sett fram tillögur um breytta starfsemi skólanna./lO Leitin að hinni fuil- komnu hendi ►Rætt við Zia Mahmood, einn þekktasta bridsspilara í heimi um ferilinn, kvennafar oggildi þess að hafa rétta afstöðu til velgengni á stórmótum. /12 Úrsveitinni á mölina ►í íslenskum söguatlas kemur fram, að breytingin sem varð á þjóðfélagsháttum árið 1880 setur enn svip sinn á byggðamynstur og atvinnustarfsemi landsmanna. /14 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►Faðir bandarísku Mafíunnar./ 20 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 19c Dagbók 8 Fólk í fréttum 22c Hugvekja 9 Myndasögur 24c Leiðari 20 Brids 24c Helgispjall 20 Stjömuspá 24c Reykjavíkurbréf 20 Skák 24c Útvarp/sjónvarp 36 Bíó/dans 25c Gárur 39 A fórnum vegi 28c Mannlífsstr. 8c Velvakandi 28c Dægurtónlist 18c Samsafnið 30c INNLENDAR FF ÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.