Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992
28
Kveðjuorð:
Björgvin E. Þórsson
Fæddur 13. maí 1973
Dáinn 1. febrúar 1992
Mig langar í örfáum orðum að
minnast ungs drengs sem fallinn
er nú frá. Drengs sem var svo
góður fallegur og umfram allt
sannur. Ég kynntist Bigga gegnum
góðan vin minn, Martein, sem jafn-
framt er albróðir hans.
Okkar kynni voru stutt en góð.
Það sem einkenndi Bigga var bros-
ið' hans bjarta og þannig vil ég
minnast hans í dag, er ég fylgi
honum til grafar og um alla eilífð.
Ég veit að söknuðurinn er sár hjá
þér, elsku Matti, mömmu þinni og
pabba og allri fjölskyldunni, það
sárt að fátt getur sefað. En ég
veit einnig að myndin af þessum
yndislega dreng verður ykkur og
okkur sem hann þekktu huggun
harmi gegn um ókomna tíð.
Um leið og ég votta fjölskyldu
hans einlæga samúð mína bið ég
algóðan Guð að blessa minningu
Björgvins Elís Þórssonar, að eilífu.
Asta Hrönn Stefánsdóttir.
Það voru þungbærar fréttir sem
mér bárust sunnudagsmorguninn
2. febrúar þegar Guðrún mamma
hans Bigga vinar míns hringdi til
að segja okkur að hann hefði látist
í bílslysi kvöldið áður. Það var mjög
erfitt að reyna að sætta sig við þá
staðreynd að eiga aldrei eftir að
sjá Bigga í þessu lífi.
Mig langar til að minnast hans
með því að skrifa nokkur orð um
kynni okkar. Ég kynntist Bigga,
æskuvini mínum, þegar hann flutti
í strjálbýla hverfíð mitt í Mosfells-
sveitinni. Ég fór að athuga nýju
nágrannana, tók Bigga tali og upp
frá því vorum við sem tvíeyki fram
eftir æskuárunum. Ég var fimm
ára og hann var sjö en þessi
aldursmunur kom ekki að sök því
að við höfðum sömu áhugamál,
vorum alltaf saman og nutum víð-
áttunnar sem stijálbýlið bauð upp
á og skemmtum okkur alltaf vel.
Við höfðum báðir mikinn áhuga á
boltaleikjum og vorum langtímum
saman í fótbolta og handbolta. í
íbúðarhúsinu okkar var rúmgott
pláss þar sem við gátum hamast
að vild og notuðum við það óspart
og æfðum oft kófsveittir klukku-
stundum saman við að skjóta í
mark. Eitt og annað fór vissulega
forgörðum í þessum hamagangi
vegna of lítils pláss að okkar mati,
en okkur leyfðist eiginlega allt í
þessum efnum, enda vissu foreldrar
mínir, sem höfðu mikið dálæti á
Bigga, að þarna vorum við í góðum
félagsskap og á vísum stað. Vafa-
laust hefur þessi leikur orðið vísir
að áhuga og árangri Bigga í hand-
boltanum, sem var frábær.
Leiðir okkar skildu að nokkru
leyti þegar hann fór í gagnfræða-
skólann og ég varð eftir í barnaskó-
lanum. Síðan fór hann í Mennta-
skólann við Sund, þar sem við raun-
ar vorum báðir komnir nú í vetur.
En það var alltaf hægt að skreppa
til Bigga og tala við hann í ein-
lægni og leita góðra ráða. Fjöl-
skylda Bigga er yndisleg og ég hef
alltaf fundið mig velkominn á heim-
ili hans. Aðdáunarvert var hversu
duglegur Biggi var að gæta litlu
bræðra sinna og hjálplegur foreldr-
um sínum á allan hátt.
Ég lít á vinskap minn við Bigga
sem forréttindi því vart var hægt
að hugsa sér betri vin, svo traust-
ur, einlægur og skapgóður var
hann. Hann var gott fordæmi fyrir
þá sem vilja eiga heilbrigða sál í
hraustum líkama og vil ég skilja
fráfall hans á þann veg að hann
hafí verið kallaður til mikilvægari
starfa annars staðar.
Ég votta ykkur mína dýpstu
samúð, Guðrún, Haukur, Matti,
Palli, Jói og Rúnar með von um
að ykkur gangi sem best að kom-
ast yfir þennan erfiða hjalla.
Halldór Víglundsson.
Ég hafði ekki mikið að segja
eftir að hafa hringt heim til íslands
og fengið þessar sorgarfréttir um
andlát vinar míns Björgvins, eða
Bigga eins og við handboltakrakk-
arnir kölluðum hann. Ég kynntist
honum í gegnum handboltann og
það var alltaf eitthvað sérstakt í
fari Björgvins. Hann hafði spilað
fyrir Aftureldingu í gegnum árin
en svo fengum við Framarar að
njóta nærveru hans síðustu árin.
Það -var ánægjulegt að fá hann til
liðs við okkur, enda var hann mik-
ill íþróttamaður og hlýleiki hans
er sérstaklega eftirminnilegur.
Það er ekki oft á lífsleiðinni sem
maður hittir vin eins og Björgvin.
Hann var alltaf tilbúinn að gefa
eitthvað af sér og gaf allt sem
hann hafði að bjóða. Þetta varð til
þess að ég varð svo nákomin honum
og hann var vinur í raun sem auð-
velt var að þykja vænt um og því
var harmurinn mikill þegar ég
heyrði þessa sorgarfrétt. Maður á
ekki til mörg orð og finnur fyrir
litlu öðru en tómarúminu sem
myndast innra með manni og
spurningarnar sem vakna eru ótelj-
andi. Björgvin var líklega tekin frá
okkur til að þjóna öðrum tilgangi,
enda var hann gæddur öllum þeim
gæðakostum sem aðrir ættu að
taka sér til fyrirmyndar.
Ég bið Guð að styrkja íjölskyldu
Björgvins og alla mína vini á þess-
um erfíðu tímamótum.
yið eigum allar þessar góðu
minningar um kæran vin og hann
verður líklega alltaf á meðal okkar.
Hulda Bjarnadóttir.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast elskulegs frænda míns er
lést af slysförum þann 1. febrúar
síðastliðinn.
Ég var aðeins eins_ árs þegar ég
sá Björgvin fyrst. Ég man ekki
mikið eftir okkar fyrstu kynnum,
nema þó þegar ég var nýfarinn að
geta talað, þá gat ég ekki með
nokkru móti sagt Björgvin heldur
sagði alltaf Biggi og upp frá þeirri
stund hefur Biggi alltaf verið kall-
aður Biggi. Það voru mörg ferða-
lögin sem við frændurnir fórum í
og er hvert öðru eftirminnilegra.
Eina minnisstæða kvöldstund í
Húsafellsskógi vorum við frænd-
urnir í indjánaleik eins og svo oft
áður. Ég náði taki á Bigga og tók
hann til fanga, batt hann rækilega
með kaðli svo hann gat sig ekki
hreyft. Síðan hljóp málaði indjána-
höfðinginn inn í skóginn á eftir
öðrum skelkuðum landnemunum.
Það var ekki fyrr en eftir drykk-
langa stund að indjánahöfðinginn
gerði sér grein fyrir því að land-
neminn, frændi hans, lægi bundinn
úti í skógi. Þegar ég hafði leyst
Bigga bjóst ég við að hann yrði
mér reiður, en Biggi varð ekki reið-
ur, þó að honum hefði ekki líkað
meðferðin hjá frænda sínum. Þetta
var eins og Biggi var alltaf, hvað
sem maður gerði honum þá aðeins
brosti hann til manns og sagði allt-
af: „Þetta er allt í lagi.“ Þegar
Biggi brosti gat maður ekki annað
en brosað á móti, því augun hurfu
í þessu brosmikla andliti. Þannig
tók hann manni alltaf með opnum
örmum og fallega brosinu. Biggi
hafði ótrúlegan áhuga á íþróttum
og sjálfur stundaði hann þær af
kappi. Hann byijaði snemma að
æfa fótbolta og handbolta hjá
Aftureldingu í Mosfellsbæ. Biggi
komst í piltalandsliðið og sama ár
skipti hann um lið. Annan eins
Framara hef ég aldrei áður hitt því
ekki mátti missa af leik þar sem
Framarar spiluðu, hvort sem það
var í fótbolta eða handbolta. Fyrir
nokkrum árum spilaði ég á móti
Bigga í undanúrslitum á íslands-
mótinu í handbolta, en það var
þannig að við spiluðum báðir sömu
stöðu. Ég varð að gæta hans og
hann mín, þar leyfði Biggi frænda
sínum að njóta sín eins og svo oft
áður því hann var óspar á að gefa
öðrum sneið af kökunni. Biggi átti
stóran og góðan vinahóp sem var
honum trúr og traustur, enda
kannski ekki að furða þar sem
góðu öflin léku við hvern sinn fing-
ur. Biggi hafði svo marga kosti sem
ég gæti talað endalaust um og einn
þeirra var sá, hvað allir voru jafnir
í hans augum, þar var enginn skil-
inn útundan. Ef slíkt kom upp var
Biggi á næsta leyti og tók utan
um þann sem minna mátti sín.
Biggi verður alltaf minn besti
vinur og minninguna um hann skal
ég geyma í hjarta mínu þar til leið-
ir okkar liggja saman að nýju. Ég
mun aldrei gleyma þeirri stund
þegar hann kom til mín og hugg-
aði mig, tók utan um mig og sagði:
„Ég verð vinur þinn allt til enda
veraldar." Ég reyni að bíta á jaxl-
inn, ég sakna hans, það var svo
margt sem ég átti eftir að segja
honum. Ég vildi geta haldið utan
um liann og sagt honum hversu
vænt mér þykir um hann. Biggi
ýfirgaf okkur svo fljótt, hann gat
ekki einu sinni kvatt. En eftir
stendur falleg minr.ing um góðan
dreng, sem var öllum svo trúr og
traustur. Minning sem hleypir tár-
um fram í augun og brosi á varirn-
ar. Almáttugi Guð, skapari himins
og jarðar, viltu halda utan um fjöl-
skylduna í Reykjabyggð 5, Gunnu,
Hauk, Matta, Palla og Jóa og veita
þeim allan þann styrk sem þau
þurfa á að halda, einnig vininum
mínum kæra sem nú er hjá þér.
Blessuð sé minning Björgvins
Elís Þórssonar.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
i sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr)
Kjartan.
Það var snemma sunnudags-
morguninn 2. febrúar að faðir minn
vakti mig og sagði mér þá hörmu-
legu frétt að Björgvin væri allur.
Það flaug margt í gegnum huga
minn þennan morgun og ég velti
því fyrir mér hvar væri hægt að
fínna réttlæti fyrir því að 18 ára
piltur væri kvaddur á fund feðra
sinna svona snögglega. Við verðum
að trúa þeim orðum að þeir deyi
ungir sem guðirnir elska.
Kynni mín af Bigga, eða svo var
hann ávallt kallaður, voru þannig
til komin að við kynntumst vegna
vinabanda foreldra okkar. Við hitt-
umst þegar fjölskyldurnar komu
saman og svo oft á förnum vegi
og þá gáfum við okkur tíma til
þess að spjalla. Ég minnist þess
sérstaklega sumarið 1990 að ég
hitti Bigga í Þórsmörk, við röltum
þá upp í hlíð og sátum þar og töluð-
um um allt milli himins og jarðar.
Hann sagði mér frá framtíðaráætl-
unum sínum og við veltum hlutnum
fyrir okkur. Þarna sat ég og horfði
á Bigga, ungan pilt sem framtíðin
blasi við, lífsglaðan og metnaðar-
gjariian. Ég gat ekki annað en
dáðst að honum, sem vissi hvað
hann vildi og hvað hann ætlaði
sér. Þar sá ég svö glöggt hversu
sérstakur þessi jafnaldri minn var.
Það var alltaf stutt í brosið hjá
honum og var hans skemmtilega
bros hans aðalsmerki. Hvernig gat
nokkurn grunað að hann ætti eftir
að hverfa yfir móðuna miklu langt
fyrir aldur fram?
Ég velti því fyrir mér núna hvers
vegna við mennirnir eigum svo erf-
itt með að tjá tilfinningar okkar
og þá sérstaklega við íslendingar.
Það er fátt meira hvetjandi en hrós,
þetta er að mínu mati of sjaldgæft
í fari okkar. Til að mynda þá vildi
ég gjarnan að ég hefði sagt honum
einhvern tímann hve ég dáðist að
honum, hversu lífsglaður og stefnu-
fastur hann væri. Ég segi fyrir
mig að hrós er eitthvað sem drífur
mann áfram og fær mann til að
trúa á það sem maður er að gera.
Þetta verður ekki aftur tekið, en
ég vona að hann heyri orð mín nú.
Með þessum fátæklegu orðum-
vil ég minnast Bigga, ég veit það
fyrir víst að allir hans bestu vinir
sakna góðs félaga og votta ég þeim
öllum samúð mína. Einnig votta
ég ljölskyldu hans innilega samúð
og Guð styrki ykkur öll í þessari
miklu sorg.
Skúli Friðrik Malmquist.
Við félagar í skíðadeild Hrannar
viljum með nokkrum orðum minn-
ast Björgvins félaga okkar er lést
af slysförum 1. febrúar síðastliðinn.
Björgvin, eða Biggi eins og hann
var kallaður, var aðeins 10 ára er
hann fékk skíðabakteríuna. Hann
sýndi fljótt hvert hugur hans
stefndi. Hann var íþróttamaður af
lífi og sál. íþróttamaður sem gat
náð tökum á flestum greinum. Fyr-
ir utan það að vera landsliðsmaður
í handbolta og snjall knattspyrnu-
maður var hann sannur og góður
skíðamaður. En umfram allt trúr
félagi okkar allra. Með sinni já-
kvæðni og gleði vann hann hug og
hjörtu okkar sem honum kynntust.
Við vottum þeim er syrgja þennan
góða dreng okkar dýpstu samúð '
og inegi algóður faðir styrkja þau
og styðja.
Hví var þessi beður búinn,
Barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til min!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í hðndum,
Hólpin sál með ljóssins ðndum.
(Bjöm Halldórsson frá Laufási.)
Skíðadeild Hrannar. .*
m
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjwík. Sími 31099
Oplðöll kvðld
til Id. 22,- einnlg um helgar.
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn biaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auð-
sýndu okkur samúð og hlýjan hug við
andlát og útför elsku dóttur okkar, syst-
ur og barnabarns,
ELÍNAR ÓSKAR KRISTINSDÓTTUR,
Steinagerði 14,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og alls starfs-
fólks barnadeildar Landakotsspítala.
Guð blessi ykkur.
Guðfinna Edda Eggertsdóttir, Kristinn Hermansen,
Guðni Agnar Kristinsson, Jóna Guðrún Kristinsdóttir.
Jóna Guðrún Ólafsdóttir,
Sigríður Kristinsdóttir.
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
___________um gerð og val legsteina._____
S.HELGASONHF
STEINSNIHMA
SKEMMUVEOI 48-SlMI 76677