Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1992, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 45. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Norðmenn signrsælir í Albertville NORÐMENN luku keppni á Ólympíu- leikunum í Albertville í gær með glæsi- brag og unnu tvenn gullverðlaun. Björn Dæhlie vann þriðju gullverðlaun sín er hann sigraði í 50 km skíðagöngu karla og Finn Christian Jagge sigraði í svigi. Dæhlie, sem er 24 ára, náði besta tíman- um sem náðst hefur í 50 km göngu í sögu ólympíuleikanna. Hann gekk á þremur klukkstundum 41,5 mínútu og var tæpri mínútu á undan Maurilio de Zolt frá Italiu sem varð annar. Jagge, sem er 25 ára, var 0,28 skúndum á undan Italanum Alberto Tomba, sem varð annar. Með sitt hvað á samviskunni EINS og kunnugt er gera Evrópu- bandalagsríkin miklar kröfur í náttúru- verndar- og umhverfismálum og ekki aðeins til sjálfra sín, heldur einnig til annarra. Umhverfisráðherrar Evrópu- bandalagsins, EB, voru því dálítið skömmustulegir þegar þeir komu sam- an til fundar í Lissabon í Portúgal í gær en þá hafði verið upplýst, að EB hefur styrkt með stórfé mikla náma- vinnslu í Amazon-frumskóginum í Braziliu, Carajas-verkefnið svokallaða. Er um að ræða stærstu járnnámur í heimi en vegna framkvæmdanna hefur fjöldi indíána verið rekinn af landi sínu og margir látið lífið. Járnbræðsluofn- arnir eru svo kyntir með viðarkolum og til að afla þeirra hefur skógurinn verið ruddur á stórum svæðum. Kynlífsbylting hafin í Rússlandi Rannsóknir hafa sýnt að New York- búar njóta einkum ásta í rafmagns- leysi; Rússar gera það hins vegar á byltingartímum. Ný könnun hefur leitt í IJós að það eru umbrotatimar á sviði kynlífsins ekki síður en stjórnmálanna í Rússlandi, samkvæmt frétt í breska dagblaðinu The Independent. I könnun- inni kemur til að mynda fram að 28% rússneskra stúlkna missa meydóminn á aldrinum 15 og 16 ára en aðeins 1,5% árið 1975. Sérfræðingar skýra þessar breytingar þannig að fólk hafi sérlega mikla þörf fyrir hlýju og ástúð á um- brotatímum þegar ótti og óvissa ríkir um framtíðina. Morgunblaðið/KGA UNDIR EYJAFJÖLLUM Forseti Kazakhstan: Langdræg kjamorkuvopn nauðsvnleg í vamarskvni Nýju Delhí. Reuter. ^ ^ FORSETI Kazakhstans, eins samveldis- | aldrei beitt nema með samþykki allra. i eru flestir múslimar, en Nazarbajev taldi ríkjanna, sagði í Nýju Delhí á Indlandi í í Kazakhstan búa Rússar, Úkraínumenn enga hættu stafa af öfgatrúarmönnum í land- gær, að Kazakar vildu ekki láta af hendi I og fólk af þýskum ættum auk Kazaka, sem I inu. öll langdræg kjarnorkuvopn. Kvað hann hugsanlegt, að landi sínu gæti stafað hætta að Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína eða öðrum ríkjum í framtíðinni og vildi því ekki afvopnast nema þessi ríki gerðu það einnig. Núrsúltan Nazarbajev, forseti Kaz- akhstans, lýsti þessu yfir á blaðamannafundi undir lok tveggja daga opinberrar heimsókn- ar á Indlandi. Sagði hann, að Kazakar myndu halda í heiðri samninga Sovétríkjanna fyrr- verandi við Bandarílqastjóm um upprætingu skammdrægra kjarnavopna en um lang- drægu kjarnorkuvopnin gegndi öðru máli. Tiltölulega stór hluti sovésku kjamorkuvopn- anna er í Kazakhstan en Nazarbajev sagði, að samkvæmt samningum Kazaka, Rússa, Úkraínumanna og Hvítrússa yrði vopnunum SÞ samþykkja friðargæslu Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti samhljóða í gær að senda 14.000 manna friðargæslusveitir til Júgóslavíu og Króatíu. í samþykktinni er gert ráð fyrir að sveit- irnar verði í að minnsta kosti tólf mánuði í löndunum. Þær verða fiuttar þangað í áföngum á meðan vandamál í tengslum við fjármögnun verkefnisins verða leyst. Mörg ríkjanna sem eiga fulltrúa í örygg- isráðinu vom óánægð með kostnaðinn af friðargæslusveitunum fyrsta árið, setn er áætlaður um 635 milljónir dala (36 millj- arðar ÍSK). Þau vilja að stjórnvöld í Króat- íu og Júgóslavíu sjái sveitunum fyrir hús- næði og ýmissi þjónustu til að draga úr kostnaðinum fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóra samtakanna, var falið að hefja frið- argæslustarfið og semja við júgóslavnesk og króatísk stjórnvöld um hlutdeild þeirra í kostnaðinum. Talið er að fyrstu friðar- gæsluliðarnir geti farið til Júgóslavíu og Króatíu á næstu dögum. 50ÁRA SÖLUMIDSTÖÐ HRABFRYSTIHÚSAHNA 18 ÉG HAFÐIEHGIN VÖLD TIL AO STJÚRNA HANDTÖKUM KARLMENN ÁKROSSGÖTUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.