Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 77/ Norðurlanda með W//S4S Keflavík eða FLUGLEIÐUM Ferða- og gistikostnaður O Stokkhólmur Kaupmanrrahöfne oft. ^ * i f'- ■ í miðri viku. Hjón fljúga til Stokkhólms. Gist í fjórar nætur. í miðri viku. Helgarferð. Helgarferé. Hjón fljúga til Hjón fljúga til ^Hjón fljúga tir Stokkhólms. Stokkhólms. Kaupmanna- Gist j eina nótt Gistíþrjár hafnar. Gist í í Khöfn og þrjár nætur. , þrjárnætur. í Stokkhólmi. rn Ferða- og gistikostnaður fyrir hjón. Allir skattar og gjölof eruinnifalin. Hvað þýóa tilboú flugféiaganna FLUGLEIÐIR og SAS hafa upp á síðkastið auglýst ýmis sértilboð þar sem gert er m.a. ráð fyrir að hjón séu á ferð til Norðurlandaborga og geta þá valið um kosti, eftir því hvort þau gista í miðri viku, um helgar og aukanóttum e.t.v. bætt við. Nú hefur Flugleiðum verið neit- að um að bjóða þau kjör sem áformað var eins og fram hefur komið í fréttum. Ferðablaðinu þótti engu að siður ástæða til að athuga hvað hefði raunverulega verið boðið af beggja hálfu enda kvarta viðskipta- vinir einatt undan því að tilboð og svokölluð kostakjör séu flókin og á þeim ýmsir fyrirvarar. Ferðablaðið leitaði til SAS og Flugleiða og bað um upplýsingar á fjórum dæmum. Útnorðurlanda-skrifstofa í Reykjavík FERÐAMÁLANEFND Vestur-Norðurlanda, öðru nafni Útnorður- landa, hefur opnað skrifstofu í Lækjargötu 3 í Reykjavík. Verður hún rekin innan vébanda Ferðamálaráðs til ársloka 1993 en þá flyst starfsemin til Grænlands og síðan til Færeyja. Er fyrirhugað að skrifstofan sé um tvö ár í hverju landanna. Þetta er nýtt fyrir- komulag og er ætlunin að nefndin starfi í samvinnu við ferðamála- ráð landanna. 1. Hjón gista fjórar nætur í Stokk- hólmi (virka daga). Hvað er verð miðað við fyrir og eftir tilboð. 2. Hjón gjsta 3 nætur í Stokkhólmi og eina í Kaupmannahöfn. Fyrir og eftir tilboð. 3. Helgarferð fyrir hjón til Stokk- hólms. 4. Helgarferð til Kaupmannahafnar. Óskað var eftir að skattur og öll gjöld yrðu reiknuð inn í. Niðurstaðan kem- ur fram á meðfylgjandi súiuritum. Skíðaferðir á fsafjfirð FERÐASKRIFSTOFA Vestfjarða, Hótel Isafjörður og Flugleiðir bjóða skíðaferðir til Isafjarðar fyrir útivistarfólk. Skíðasvæðið í Seljalandsdal er aðeins 5 km frá bænum og þar eru 3 lyftur sem geta flutt um 2.000 manns upp í brekkurnar á ldukkustund. Fyrir tveggja daga ferð og miðað við einbýli er verð 15.600 og 19.900 krónur fyrir þijá daga. Séu tveir í herbergi er verð fyrir tvo daga 13.600 og 16.900 krónur í þijá daga. Innifalið er flug frá og til Reykjavíkur, flutningur af flugvelli og aftur þangað við brottför, gisting og morgunverður á Hótel Isafirði og akstur inn í dal, ásamt lyftukort- um. Efsta lyftan fer upp í brekku sem sögð er ein brattasta í Evrópu og er 700 m og dregur 400 manns á klukkustund. í tilkynningu frá Ferðaskrifstofu Vestfjarða er minnt á að í Skíðheim- um er veitingasala og þar er einnig skíðaleiga og . svefnpokagisting býðst þar ef mönnum sýnist svo. Þá er ýmislegt við að vera í bænum sjálfum sem gestir gætu kynnt sér og auk hótels ísafjarðar hefur veitingastaðurinn Frábær nýlega verið stækkaður og honum breytt. ■ Frá ísafirði. Helstu verkefnin eru í fyrsta lagi að vinna að sameiginlegri markaðssetningu og kynningu á ferðamöguleikum landanna og taka sameiginlega jiátt í landkynn- ingum erlendis. I öðru lagi að stuðla að tíðari ferðalögum inn- byrðis, í þriðja lagi að skipuleggja fræðslufund og námskeið fyrir ferðaþjónustufólk og í fjórða lagi að undirbúa árlega Útnorður- landa-ferðakaupstefnu sem verður til skiptis í löndunum þremur. Sú næsta verður á Akureyri 24.- 26.sept. nk. Einnig hefur ferðamálanefndin það á sinn könnu að vinna að rann- sóknum á ferðamálum í löndunum og eru þær athuganir hafnar hjá Félagsvísindastofnun háskólans. í nefndinni sitja þrír menn frá hveiju landi og fulltrúar íslands eru Birgir Þorgilsson ferðamála- stjóri, formaður, Kristín Halldórs- dóttir og Pétur J. Eiríksson. Inga Sólnes hefur verið ráðin verkefnis- stjóri. ■ Galileo og Covia sameinast FYRIR skemmstu var undirskrif- aður samningur um sameiningu fyrirtækjanna Galileo Intemational og Covia en þau hafa verið leiðandi í hönnun og notkun farbókunar- kerfa fyrir ferðaiðnaðinn. Þar með myndast fyrsta alheimsbókunar- kerfið í þessum iðnaði og þjónar það nú um 25 þúsund ferðaskrif- stofum um allan heim. Þar er að fá upplýsingar um 385 flugfélög, 21 þúsund hótel og 42 bílaleigu- fyrirtæki. Þjónustuskrifstofur fyrir notend- ur eru í 22 löndum, þar á meðal íslandi. ■ Handprjónaðir kjólar eftir Aðalbjörgu Jónsdóttur HJÁ ÍSLENSKUM heimilisiðnaði stendur nú yfir sýning á hand- prjónuðum kjólum eftir Aðalbjörgu Jónsdóttur. Það eru fimmtán ár síðan hún prjónaði fyrsta kjólinn fyrir ís- lenskan heimilisiðnað og hannar hún sjálf kjólana, pijónar og gengur frá þeim. Að hennar sögn tekur það mislangan tíma að pijóna kjól en að meðaltali heldur hún að vinnan taki mánuð og þá er setið við á hverjum degi. Byij- að er neðan á kjólnum og síðan haldið áfram upp á við. Flestir eru kjólarnir ptjónaðir úr íslenskri ull en í suma er einnig notað erlent garn með til skrauts. Aðalbjörg hefur pijónað á ann- að hundrað kjóla sem hafa farið víða, bæði innanlands og erlendis. Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 28. mars. ■ Hraðbátar aftur fluttir inn eftir langt hlé UM FJÖGUR þúsund manns komu á bátasýningu sem fyrir- tækið Titan hélt um síðustu helgi. Þar voru til sýnis 15 vélbátar og annar búnaður til vatnaíþrótta, eins og sjóþotur, sjóskíði, flug- stólar, búningar og fleira. Bátar eins og þeir sem þar voru til sýn- is hafa ekki verið fluttir til lands- ins frá því 1979, þar sem þeir samræmdust ekki innflutnings- reglum. „Verð á notuðum bátum í þessum stærðarflokki hefur verið óskaplega hátt undanfarin ár, því nýir bátar hafa ekki verið fáanlegir. Nú ætti það að breytast," sagði Sigf- ús B. Sverrisson í samtali við Daglegt líf. Hann sagði að misjafnt væri hvaða bát- um fólk hefði áhuga á, eftir því hvort það hygðist nota þá á sjó eða vatni. Þeir sem til að mynda ættu sumarbú- stað við vatn og vildu nota bátinn til að fara á sjóskíði eða í veiði, sæktust eftir opn- um hraðbátum. Yfirbyggðir bátar með svefnplássum væru hins vegar eftirsóttari af þeim sem vilja sigla leng- ur, til dæmis yfir helgi og úti á sjó. Verð á bátunum er afar misjafnt, en sá ódýrasti kost- ar um 350 þúsund krónur og má gera ráð fyrir að mótorinn kosti um 250 þús- und Yfírbyggðir bátar kosta um 1,6 milljónir með utan- borðsmótor, en hraðbáturinn sem er í mestu uppáhaldi hjá Sigfúsi, og heitir Shetland Signature 1900 SS, kostar Sigfús tæplega 1,4 milljónir með 150 hest- afla vél. „Þetta er hraðskreið og góð græja,“ sagði hann og upplýsti blm. að bátur eins og þessi hefði siglt með 80 mílna hraða. „Það var reynd- ar ekki hér á landi og báturinn var sérsmíðaður fyrir keppni." Hvað varðar reglur um siglingar, sagði Sigfús að ekki væru reglur um hámarkshraða á sjó, og ekki þyrfti sérstök réttindi til að sigla bátum sem eru innan við sex metra langir. Hins vegar halda Siglingar- skóli Benedikts og Snarfari nám- skeið í meðferð og notkun mótor- báta fyrir þá sem vilja. ■ Sjósleði eins og þessi kostar 439 þúsund krónur. Morgunblaðið/KGA um borð í Shetland Signature 1990 SS sem kostar tæplega 1,4 miUjónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.