Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 NYR OG LATLAUS BÚNAÐUR VÉL: 1600 rúmsenti- metrar, fjórir strokkar, 90 hestöfl. Fimm gíra handskipting. Léttistýri. Samlæsingar. Hliðarspeglar stillanlegir innanfrá. Snúningshraðamælir. Hæðarstillanlegt öryggis- belti. Ljós í farangursrými og hanskahólfi. Farangursrými opnanlegt úr ökumannssæti. Læst bensínlok. STAÐGREIÐSLUVERÐ: 1.086.000 án ryðvarnar og skráningar. UMBOÐ: Globus hf„ Lágm- úla 5 í Reykjavík. FORD ORION Ford Orion er þokkaiega stór fjölskyldubíli. Látlaus bíll Þessir þýsku bílar frá Ford eru talsvert breyttir frá fyrri gerð en þó halda þeir ýmsum einkennum, kannski sérstak- lega Orion bíllinn. Hann hef- ur fengið örlítið ávalar línur og fram- og afturendi eru lítillega breyttir. Orion er fremur látlaus bíll en brot ofarlega í hliðum og fínlegur listi að neðanverðu eftir endi- löngum bílnum gefa honum sterkari svip. Hann situr láréttur á vegi og hefur stórar og góðar rúður. Svipað: látleysi ríkir að innan sem utan. Mælar eru vel afmark- aðir fyrir ökumann með fínlegum skermi og til hliðar eru miðstöðv- arrofar og rými fyrir útvarps- og segulbandstæki. Hanskahólf er þokkalegt, lítil hólf í framhurðum og geymsluhólf milli framsæta. Umhverfí ökumanns er gott og sérstaklega má nefna að gírstöng er á nákvæmlega réttum stað og þægileg viðureignar. Hliðarspegl- ar eru stillanlegir innan frá. Ut- sýni er ágætt en sæti ökumanns (og sjálfsagt farþegasætið líka) þyrfti að vera hærra. Höfuðrými er nóg og væri ökumannssæti ör- fáum sentimetrum hærra væri aðstaða ökumanns enn betri. Hún er að öðru leyti þokkaleg. fram í innanbæjarakstri. Má vara sig á að fara ekki óðar upp fyrir 60 km hraðamörkin. Orion er fimm gíra og þarf ekki að nota þann fimmta í innanbæjarakstrinum en það sést vel á snúningshraðamæl- inum hversu vel hann kemur sér í akstri á meiri hraða á þjóðvegi. Verðið það besta Segja má að verðið sé eitt það besta við Orion og á það vitaskuld við Escort líka. Odýrasta Escort- útgáfan, CL með 1300 vél og þriggja hurða kostar um 900 þús- und krónUr kominn á götuna. Fimm dyra útgáfan, einnig sú með minni vélinni en með heldur meiri búnaði, kostar um 970 þúsund til- búinn til aksturs og er sama verð á fjögurra hurða Orion. Bílamir með stærri vélinni kosta liðlega 1.100 þúsund krónur komnir á götuna. Þetta er tvímælalaust þokkalegt verð, að fá vel búinn fjögurra eða fimm hurða bíl á innan við eina milljón, að vísu með minni vélinni. Hún dugar þó vel eit líklegt er að þeir sem ferðast vilja á Escort og Orion kjósi útgáfuna með stærri vélinni. | Jóhannes Tómasson NÝIR Escort og Orion frá Ford eru loksins komnir til landsins eftir langa bið enda er ár frá því farið var að selja þá erlendis. Biðlundin hefur hins vegar borgað sig því eftirspurnin var svo mikil fyrst í stað að verksmiðjur önnuðu vart annað en helstu mörkuðum og léðu því ekki máls á neinum samninga við íslendinga um sérsniðið verð fyrir íslenskan bílamarkað. Nú bjóðast þessir bílar á ágætu verði, 900 til 1.100 þúsund krónur en forráða- menn umboðsins, sem er Globus hf., ákváðu að bíða með markaðssetningu hér þar til þeir næðu samningum við um viðunandi verð. Escort og Orion eru í raun sami Orion oft nefndur Escort með skotti. Fáanlegar eru þijár gerðir af Escort en tvær af Orion. Við skoðum Orion í dag, fjögurra hurða með 1660 rúmsentimetra og 90 hestafla vél. Tvær vélarstærðir Orion er búinn 1600 rúmsenti- metra, 4 strokka og 90 hestafla vél. Hægt er einnig að fá hann með minni vél, 1300 rúmsenti- metra og 63 hestafla. Hámarks- hraðinn á stærri vélinni er sagður 177 km og viðbragðið úr kyrrstöðu i 100 km hraða tekur 12,1 sek- úndu. Bíllinn er 4,22 m langur, 1,68 m breiður og 1,35 metra hár. Hann vegur 955 kg og farangurs- rýmið er 490 lítrar. Séu sætin felld niður stækkar það í 935 lítra. Annar búnaður helstur er létti- stýri, samlæsingar, snúningshrað- amælir og hæðarstillt öryggisbelti. Bensíntankur tekur 55 lítra og er mælt með 95 oktana bensíni. Eyðslan er sögð rúmir 9 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri en 5,6 lítrar í jöfnum 90 km hröðum akstri. Akstur Ford Orion er allur þægi- legur og átakalaus. Gírar renna ljúft og liðlega sína leið, viðbragð- ið er ágætt og bíllinn er lipur og léttur í meðförum. Fyrir utan það sem áður segir um of lágt öku- mannssæti fer vel um ökumann við stýrið. Gott er að meðhöndla bílinn við ýmsa snúninga innan- bæjar en þar sem framendinn er nokkuð ávalur og framhornin falin þarf að læra í eitt skipti fyrir öll hversu langur hann er svo menn hafí það á hreinu hvar framhornin Mælum er ágætlega komið fyrir og vel fer um ökumann undir stýri. Óþarflega langt er að teygja sig í rúðuupphalara. Gotf verð Lipur Góö staó- setning stjórntækja Ökumanns- sæti of lógt eru þegar lagt er í þrengslum. í létthlöðnum bíl er viðbragðið ágætt en ekki fékkst reynsla af miklum akstri utanbæjar. Samt nóg til þess að finna að fjöðrun er góð og bíllinn er líka hljóðlátur. Það finnst líka sérstaklega lítið fyrir hraða og kemur það raunar 15-20 milliónir ffyrir Aston Mnrtin Bretar hafa haft orð á sér fyrir að geta smíðað vandaða og sérstæða bíla, ef lítið eða ekkert þarf að taka tillit til kostnaðarins. Þá er gert út á það, sem kallað er á erlendum málum „snob-appeal“, sem getur þýtt hvorttveggja í senn, að bíllinn höfði til 'snobbara, eða það sé almennt snobbað fyrir merk- inu. Hér hafa slíkir gripir verið nefndir stöðutákn. Það gildir almennt um stöðutákn af þessu tagi, að þau fást ekki fyrir lítið, en verðið er réttlætt með einu og öðru, sem ekki er almennt í bílum. Þar er vélaraflið grundvallaratriði. Aston Martin er einn af ensku sportbílunum, sem lengi þóttu í sérflokki og mætti nefna Jaguar og Jensen að auki. Nú hefur heldur flætt undan Bretum með þessa fframleiðslu; Jaguar þar að auki orðinn eign Ford, en ástæðan er þó einkum sú, að sportút- gáfurnar af Mercedes Benz og BMW, svo og ítalsk- ir sportbílar svo sem Ferrari, Lamborghini og Maser- ati, eru hærra skrifaðir. Aston Martin er þó tvímæla- jlaust í þessum gæðingaflokki og kostar 15 milljónir fsl. króna í Þýzkalandi, en yrði eitthvað verulega mikið dýrari á íslandi. Aston Martin er búinn 8 strokka, 310 hestafla vél og fer hann úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 7,5 sek og í 200 km hraða á 32 sek. Hámarkshraðinn er 251 km á klst. En bíllinn hefur fleiri kosti en hrátt vélarafl. Hann þykir hafa frábæra aksturseig- inleika og innréttingin á káetunni er bæði óvenju- Úeg, íburðarmikil og framúrskarandi vönduð eins og myndirnar bera með sér. ■ Aston Martin Virage. Bílasímar og umferiarslys Bílstjórar sem nota bílasímann í akstri eiga það á hættu að lenda í umferðaróhappi og jafnvel frekar þegar þeir aka undir fremur einföld- um kringumstæðum, t.d. í lítilli umferð á hraðbraut. Við erfiðari aðstæð- ur er eins og einbeiting þeirra haldist enn við umferðina fremur en símann. Þetta kemur fram í rannsókn sem fram fór í sænskri umferðar- rannsóknastofu þar sem hægt er að líkja eftir aðstæðum í umferð- inni. Niðurstöður þessar koma fram í norrænni skýrslu sem út kemur á næstunni þar sem lýst er nokkrum áhyggjum yfir mikilli útbreiðslu bilasíma og að þeir kunni að draga úr umferðaröryggi. Norræna ráðherranefndin kom fyrir nokkru á fót nefnd til að rann- saka umferðaröryggi og hafa menn haft í vaxandi mæli áhyggjur af mikilli útbreiðslu bílasíma, sérstak- lega í Danmörku. Trúlega er ísland þar líka á svipuðu róli. Danir búast við að tíundi hver maður noti farsíma um næstu aldmót. -Meðan danskir forstjórar stjóma viðskiptunum úr bílum sínum eða kjafta við kunningj- ana er hætt við að einbeitingin snú- ist meira um símtalið en aksturinn og hafa danskir stjórnmáiamenn horft áhyggjufullir upp á gífurlega fjölgun farsíma, segir í nýlegri grein i danska blaðinu Det fri aktuelt. -Við vitum ekki hversu mörg um- ferðaróhöpp má rekja til truflunar við notkun bílasíma. Það er ekki skráð enda vilja menn ekki láta hanka sig á því þegar lögreglan tek- ur skýrslu eftir umferðarslys, segir Jörgen Kristensen deildarstjóri hjá vegagerðinni dönsku. Rannsóknin sem getið er um hér að framan bygg- ir á fjölda tilrauna í sænsku rann- sóknastofunni, í bíl- eða umferða- hermi, þar sem ökumenn voru látnir tala í síma við hinar ýmsu kringum- stæður í umferðinni. Meðal þess sem lagt er til í skýrsl- unni er að aðeins verði leyfðir símar sem ekki þarf að halda á við notkun, að fræðsla verði stóraukin, m.a. íjallað um bflasíma í ökukennslunni, að útbúin verði sémtök „símastæði" og að um- ferðaiyfirvöld á Norðurlöndunum taki almennt þessi mál til skoðunar. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.