Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 7
f MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 B 7 1991. Auk þess fékk Ragn- Verðlaunamynd í flokki portrett-mynda. Gunnar Gunnarsson, Fróða. Kjartan Ólafsson landkönnuður. Verðlaunamynd í opnum flokki. Sigurþór Hallbjörnsson, (Spessi) Pressunni. Tíska. Þessi mynd fékk verðlaun í flokki skop-mynda. Gunnar V. Andrésson, DV. Hann er vinsæll og veit af því. Verðlaunamynd úr flokki mynda úr daglegu lífi. Bryujar Gauti Sveinsson, DV. Sumardagur. Líf í hjólastól er það sem íbúar hússins eiga sameiginlegt JÓN H. Sigurðsson líffræði- og efnafræðikennari í Versl- unarskólanum var bóndi í Uthlíð í Biskupstungum þar til árið 1977. Þetta örlagaríka ár vai'ð hann fyrir slysi við flutning á heyböggum sem féllu á hann og sködduðu mænuna neðst í hálsi. Síðan hefur hann verið lamaður frá höndum. Jón lét ekki deigan síga. Meðan hann var í endurþjálfun, lauk hann ennfremur námi. Hann dreif sig í 9. bekk í kvöldskóla, fór síðan í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og árið 1983, sex árum eftir slysið, gerðist hann háskóla- stúdent og lærði líffræði. Nú kenn- ir hann sem sagt fulla kennslu í Verslunarskólanum og lætur vel af starfinu. Nemendur láta líka vel af kennslu hans, finnst hann skemmti- legur, duglegur og góður kennari. Jón segir að það skipti miklu máli „fyrir andlega þáttinn" eins og hann orðar það, að geta verið nokkurn veginn sjálfstæður og geta stundað þá vinnu sem mönnum þykir skemmtileg. Flestir lentu í slysi Jón býr í sérhönnuðu húsnæði fyrir hreyfihamlaða. Allir íbúarnir við Sléttuveg 3 í Reykjavík eiga það sammerkt að vera bundnir við hjóla- stól. Langflestir lömuðust við slys, umferðarslys eða vinnuslys. „Eftir að notkun bílbelta varð lögbundin, hefur þeim sem lamast í bílslysum fækkað ótrúlega,“ segir Jón. „Nú er algengast að menn lamist eftir vinnuslys." Hann býður Morgun- blaðsfólki í bæinn, 60 fermetra íbúð sem er sérútbúin fyrir fólk í hjóla- stól. Vistlegasta íbúð, sem við fyrstu sýn ber engin merki þess að hún sé sérhönnuð að einu eða öðru leyti. Jón er beðinn um að sýna okkur í hveiju munurinn á íbúðinni hans og almennum íbuðum sé aðal- lega fólginn. Hann ekur stólnum að svalahurð- inni. „Sjáðu, hér er enginn þrösk- uldur og svalirnar eru rúmgóðar. Yfirleitt er vonlaust fyrir fólk í hjólastól að komast út á svalir, því þröskuldamir eru of háir og einnig eru svalir sjaldan nægilega stórar til að hægt sé að vera þar í hjóla- stól. Það verður nefnilega að vera hægt að snúa stólnum við.“ Hann sýnir okkur síðan eldhúsið, þar sem skápar eru lægri en gengur og ger- ist, og einnig eru vinnuborð með vaski og eldavél þannig úr garði gerð að hægt er að hækka þau og lækka eftir hentugleika. Allir rofar og rafmagnsinnstungur eru í þeirri hæð sem hentar fólki sem situr, og baðherbergið er nægilega rúmgott til að unnt sé að athafna sig þar með góðu móti, jafnvel í hjólastól. „Einn mesti munurinn sem ég finn á þessu húsnæði og því sem ég bjó í áður, er sá að nú styð ég aðeins á einn takka til að opna úti- dymar. Þannig er ekkert mál að fara inn eða út um þær. Áður var þung útidyrahurð, sem ég þurfti að draga upp um leið og ég færði stólinn aftur á bak. Það var mjög erfitt, sérstaklega ef ég var með einhvern farangur, til dæmis inn- kaupapoka. Það kom oft fyrir að innihaldið hmndi úr pokunum við það eitt að opna hurðina." Jón segist afskaplega ánægður með íbúðina, en í húsinu eru alls 20 íbúðir. Hann er spurður hvort hann telji heppilegt að allir íbúar í einu húsi séu hreyfihamlaðir. „Þú átt við hvort ég sé hlynntur ein- hvdrs konar gettói fyrir fólk í hjóla- stói,“ segir hann og glottir. „Það hefur mun fleiri kosti en galla. Mér finnst þetta húsnæði hafa heppnast mjög vel, mér líður vel hér og hef enn ekki fundið neinn ókost sem fylgir því að búá í sama húsi og annað fólk í hjólastól. Mest eru Morgunblaðið/KGA Jón H. Sigurðsson: Býr í sérhönnuðu húsnæði fyrir hreyfihamlaða. Nú hyggjast SEM-samtökin byggja 20 nýjar og sérhannaðar íbúðir fyrir fólk I hjólastól. þetta einstaklingar en þó búa hér líka fjölskyldur. Þá var mikill kvíði í mönnum Það voru Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, SEM-samtökin, sem fjármögnuðu bygginguna á móti félagslega íbúðakerf- inu sem lánaði 85-90% af kostnaðarverði. SEM-samtökin voru stofnuð á Grensásdeild Borgarspítalans árið 1981 af tíu manns sem voru þar í endurhæf- ingu eftir að hafa lam- ast í slysum. „Á þess- um tíma var mikill kvíði í mönnum og að- allega hafði fólk áhyggjur af því að komast ekki í húsnæði, þar sem það gæti lifað sem eðlileg- ustu lífi,“ rifjar Jón upp. „Alla dreymdi um byggingu af þessu tagi, en þótti hugmyndin samt fjarlæg. Það var ekki fyrr en átta áram síðar, 1989, að endanleg ákvörðun var tekin um bygginguna. Áhugahópur um bætta umferðar- menningu annaðist söfnun fyrir okkur með skemmtun á Hótel ís- landi, og það fé sem þurfti til að hefja byggingu, safnaðist.“ Sam- tökunum var úthlutuð lóð sem á má byggja 40 íbúðir. „Nú eru komn- ar 20 og við þurfum að byggja hinar fyrir 1999, annars missum við byggingarréttinn. Það er töluverður íjöldi fólks sem býður eftir að komast í húsnæði sem þetta.“ Til að fjármagna byggingu seinna húss- ins, ákváðu SEM-sam- tökin að efna tiþ happ- drættis. Öllum íslend- ingum á aldrinum 20-70 ára vora sendir happdrættismiðar fyr- ir um það bil tveimur vikum. „Við vonum auðvitað að undirtektirnar verði góðar, því það er borin von fyrir hreyfíhamlaðan mann, sem lifir af 52 þúsund króna örorkubótum á mánuði, að koma sér upp húsnæði eins og þessu af eigin rammleik.“ ■ Brynja Tomer Langflestir lömuóust við slys, umferðar- slys eða vinnuslys. „Eftir að notkun bíl- belta varð lögbund- in, hefur þeim sem lamast í bílslysum fækkaó ótrúlega," Snyrtisérfrœdingur kynnir vorlitina frá GIVENCHY kl. 13-17 í dag. Sandra Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.