Morgunblaðið - 25.04.1992, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992
\
8 B
SKIPTAR SKOÐANIR
UM HVORT ÍSLENDINGAR LESIOG KAUPIÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR
/ /
IJAFN MIKLUM MÆLI OG AÐUR
í grein í Skími I fyrra talar
Guðbergur Bergsson um
„áhugaleysi samtímans á
listum, einkum skáldskap og
þá skáldsögunni öðm frem-
ur.“ Ólafur H. Johnson,
skólastjóri Hraðlestrarskól-
ans, tekur í skyldan streng
í nýlegri grein í Morgun-
! blaðinu: „íslendingar, ungir
sem gamlir, lesa miklu
minna en þeir gerðu fyrir
áratug.“ Við spurðumst fyr-
ir um það hjá forlögum og
bókasöfnum hvort þessar
fullyrðingar gætu átt við ís-
lenskar skáldsögur, hvort
þeim væri sýndur minni
áhugi en áður.
Ljóst er að ekki hefur dregið
úr útgáfu á íslenskum skáld-
sögum á undanförnum árum
og af samtölum við útgef-
endur að dæma hvarflar
ekki að þeim að draga sam-
an seglin á því sviði, jafnvel
þótt salan sé ekki alltaf upp á
marga fiska. Nokkrar íslenskar
skáldsögur seldust líka býsna vel á
síðustu jólabókavertíð, ein þeirra
vermdi meira að segja toppsæti og
er samkvæmt upplýsingum viðkom-
andi forlags söluhæsta íslenska
skáldsaga allra tíma. Þá hafa þau
tíðindi orðið að skáldsögur nýstár-
legra og oft torseldra höfunda á
borð við Guðberg Bergsson, Thor
Vilhjálmsson og Fríðu A. Sigurðar-
dóttur hafa selst ágætlega á síðustu
árum. Á móti kemur að skáldsaga
sem ekki vekur athygli, hver sem
ástæðan kann að vera (skakkar
tennur höfundarins kynni einhver
að álykta), hreyfist kannski varla
nokkum skapaðan hlut, fer jafnvel
ekki nema í einhverjum tugum ein-
taka. Sumir útgefendur telja að
' salan hafi færst yfir á örfáa titla
meðan þorri sagnanna selst lítið og
margar aðeins í 100-300 eintökum.
HEIMSMET?
„íslenskar skáldsögur seldust að
jafnaði betur fyrir 20 árum en nú,“
* segir Jóhann Páll Valdimarsson, en
hann hefur um árabil annast útgáfu
á skáldsögum margra okkar virt-
ustu höfunda, fyrst hjá Iðunni en
síðar hjá Forlaginu. „Áður fyrr gaf
maður út slatta af skáldsögum sem
allar seldust ágætlega, en nú hefur
salan færst á eina eða tvær bækur
og hinar liggja steindauðar. Al-
mennt er salan á íslenskum skáld-
sögum hroðalega lítil og undantekn-
ing ef íslensk skáldsaga stendur
undir sér. Það eru aðrar útgáfubæk-
ur sem fjármagna skáldsögumar."
Nokkrir útgefendur sem blaðið
hafði samband við tóku undir þá
skoðun að salan hefði færst á færri
titla, en gátu samt ekki séð að vem-
legar breytingar hefðu orðið á gengi
íslenskra skáldsagna á markaðnum.
Sumir töldu að salan hefði alltaf
einskorðast við fáa titla. Eiríkur
Hreinn Finnbogason hjá Almenna
bókafélaginu man langt aftur en
kell Hreinsson hjá Amtsbókasafn-
inu á Akureyri sagði fólk forvitið
um íslensku skáldsöguna, en kvaðst
hvorki sjá aukningu né samdrátt í
útlánum. Helst mætti merkja
minnkandi útlán á unglingabókum.
Þótt það síðasttalda hljóti að telj-
ast váboði virðist sem vegur ís-
lensku skáldsögunnar sé töluverður
meðal bókasafnsgesta, hvað sem
hræringum á markaðnum líður.
MINNIMÁTTARKENND
GAGNVART
SKÁLDSÖGUNNI
„Mér finnst eins og skáldsagan
hafi lokast inni í einhvetjum turni
og höfði ekki í sama mæli og áður
til almennings," sagði Jóhann Páll
Valdimarsson þegar rætt var um
lesendahópinn. „Það jaðrar við að
almenningur fái minnimáttarkennd
gagnvart skáldsögunni. „Aðrir við-
mælendur sögðu að tíðindin frá
nýliðinni jólabókavertíð bentu þvert
á móti til að hópur skáldsagnales-
enda væri að breikka. I því sam-
bandi taldi Sigurður Valgeirsson
hjá Iðunni það hafa áhrif tii góðs
að bókmenntamenntuðu fólki færi
fjölgandi.
En sitt sýnist hverjum. „Er skáld-
sagan að breytast í skrautjurt í
betristofum menntaðarar millistétt-
ar?“ spyr Matthías Viðar Sæmunds-
son í bókinni Myndir á sandi sem
út kom á síðasta ári. Þar leiðir
hann hugann að stöðu skáldsögunn-
ar og veltir m.a. fyrir sér hvort hún
skipti ekki minna máli með hveiju
árinu sem líði. Auglýsingamennsk-
an í kringum útgáfuna vitni um
vantrú á skáldskapnum; hann
„stendur ekki lengur undir sjálfum
sér,“ segir Matthías Viðar og líkir
bókavertíðinni við æðisgengið
dauðahlaup: „nöfnum og bókum er
troðið í fólk eins og fiski sem úldn-
ar næsta dag sé hann ekki strax
etinn“.
í greininni „Frá formi til frásagn-
ar - munnmenntir, bókmenntasaga
og íslenskur sagnaskáldskapur
1980-1990,“ en hana er að finna í
nýjasta hefti Tímarits Máls og
menningar, kemur Gísli Sigurðsson
m.a. inn á tengsl skáldsögunnar við
lesendur. „Þeir sem vilja skrifa
verða að horfast í augu við það
erfiða verkefni að halda lesendum
við efnið,“ segir Gísli og virðist sem
honum þyki „vel sögð saga“ best
til þess fallin: „...á þeim áratug sem
nú er nýliðinn hefur orðið þróun í
þá átt að höfundar eru aftur farnir
að segja lesendum sínum sögur...“
Þótt þetta séu athyglisverðar kenn-
ingar hjá Gísla frábiður skáldsagan
sér vísast slíkar einfaldanir, enda
kallar hver saga á sitt form (ann-
ars er hún tæpast „vel sögð") og
hvert form segir sína sögu og síðan
hrærir tíðarandinn í öllu saman.
Þannig eru ýmsar kenningar á
lofti um stöðu íslensku skáldsög-
unnar og auðvelt að æra óstöðugan
með útlistunum á þeim. Mestu varð-
ar þó að lesendur íslensku skáldsög-
unnar eru ekki af baki dottnir og
sitja kannski betur hestinn en
stundum áður, þótt ekki ríði útgef-
endur endilega feitum hesti frá or-
ustunni við viðskiptavini.
kveðst ekki merkja verulegar sveifl-
ur í sölu íslenskra skáldsagna og
tvínónar ekki við að gefa út góðar
íslenskar skáldsögur. Hins vegar
hafði hann nokkrar áhyggjur af
vaxandi sölu íslenskra skáldsagna
á bókamörkuðum.
Ámi Kr. Einarsson framkvæmd-
astjóri Máls og menningar sagði að
í þeirra herbúðum væri góð skáld-
saga gefín út án þess að hugurinn
væri leiddur að fjárhagslegri af-
komu eða sölulíkum. „Eg held að
mönnum hætti of mikið til að setja
skáldsöguna í einhveija gjörgæslu,“
sagði Arni og taldi tímaskort les-
enda meiri þránd í götu en áhuga-
leysi þeirra.
Sigurður Valgeirsson útgáfu-
stjóri Iðunnar taldi að sennilega
gengi hvergi í heiminum betur að
selja innlendar skáldsögur en hér á
íslandi og vísaði til síðustu jóla-
bókavertíðar. Hann sagði bækur
viðurkenndr^ rithöfunda yfirleitt
seljast prýðilega, en við ramman
reip væri að draga þegar ungir og
óþekktir höfundar ættu í hlut.
„Svartsýniskvótinn er búinn,“
sagði Heimir Pálsson framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bókaútgef-
enda og kvað söluna undanfarin ár
ekki benda til þess að íslenska
SUMIR ÚTGEFENDUR
TEUA A9 SALAN
HAFI FÆRST YFIR Á
ÖRFÁA TITLA MEÐAN
Þ0RRI SAGNANNA
SELST LÍTIÐ OG
MARGAR AÐEINS í
100-300 EINTÖKUM.
skáldsagan væri að fara halloka.
Aðspurður sagði hann sína umbjóð-
endur síður en svo með böggum
hildar um stöðu íslensku skáldsög-
unnar.
Sem sagt: upplagið á þrotum,
næsta prentun væntanleg í búðir á
morgun. Eða hvað?
BIÐLISTAR ÚT ÁRIÐ
„Ég get strax sagt þér að við
kaupum aldrei eins mörg eintök og
við þyrftum," sagði Þórdís Þor-
valdsdóttir borgarbókavörður.
„Ætli við kaupum ekki að meðal-
tali á milli 25 og 30 eintök af hverri
íslenskri skáldsögu, en það er bið-
röð eftir þessum bókum í heilt ár
eftir að þær koma út og stundum
lengur. Eintökin endast aldrei,“
sagði Þórdís og kvað safnið ekki
hafa efni á að kaupa jafn mörg
eintök og tíðkaðist í eina tíð. Hún
sagðist hins vegar geta fullyrt að
það væri stöðugur hópur sem læsi
íslenskar skáldsögur. „Það eru allt-
af lesnar góðar íslenskar bækur.
Við getum bara ekki keypt nógu
mörg eintök. Ef við hefðum 100
eintök fyrstu vikuna, jafnvel 200
eða 300, myndu þau öll verða rifin
út. Núna í ár er kannski búið að
svara þörfínni fyrir sumar bækurn-
ar frá 1990.“
Minnkandi heildarútlán sagði
Þórdís stafa af minni sókn í spennu-
sögur og reyfara og svipuð svör
fengum við á öðrum bókasöfnum.
„Islensku skáldsögurnar eru
frekar að koma upp,“ sagði Elín
Magnfreðsdóttir á Bæjar- og hér-
aðsbókasafninu á ísafírði. „Þær eru
frekar teknar en ekki. Það er eins
og fólk sé farið að meta íslenskar
skáldsögur meira en áður.“ Hólm-