Morgunblaðið - 28.05.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 28.05.1992, Síða 2
c MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNlILÍF FIMMTUDAGUR 28 MAÍ 1992 Byggingariðnaður Ármannsfell tapaði um 54 milljónum á sl. ári Slök afkoma rakin til sölutregðu í nýjum íbúð- um og erfiðrar stöðu í verktakaiðnaði ÁRMANNSFELL hf. tapaði 53,8 milljónum króna á sl. ári samanborið við 21,7 milljóna kr. hagnað árið 1990. Ástæðurnar eru sagðar vera mikil söiutregða í nýjum íbúðum og erfið staða í verktakaiðnaðinum m.a. vegna mikils samdráttar og harðnandi samkeppni. Tekjur fyrir- tækisins jukust um 52% á sl. ári og voru alls 1.146 milljónir króna. Eignir Ármannsfells hf. eru um 423 milljónir króna en eigið fé er um 180,6 milljónir, eiginfjárhiutfall fyrirtækisins er því um 43% saman- borið við 45% árið áður. í frétt frá Ármannsfelli segir að afar erfiðlega hafí gengið að selja nýjar íbúðir á síðasta ári þrátt fyrir verulega verð- lækkun. Frá áramótum hafi hins vegar gengið þolanlega að selja þær íbúðir sem fyrirtækið átti fullbúnar og frá þeim tíma hafi íbúðir selst fyrir rúmar 100 milljónir króna. Þrátt fyrir það sé ljóst að vegna ytri aðstæðna og þrenginga í þjóðar- búskapnum sé ekki viðbúið að rekst- ur Ármannsfeils skili góðum árangri á yfirstandandi ári. Horfur fyrir árið 1993 séu aftur á móti bjartari, vegna nýrra verksamninga og lægri birgð- astöðu. Á sl. ári störfuðu að meðaltali 147 starfsmenn hjá félaginu en árið 1990 voru þeir 113 talsins. Hluthafar í Ármannsfelli voru alls 97 talsins í árslok en stærstan hlut átti Ármann Örn Ármannsson forstjóri fyrirtæk- Trjárækt Skógarálf- urinn settur á markað HAFIN er sala á Skógarálfinum, sem er nýr vara ætluð trjáræktar- fólki. Um er að ræða hlíf fyrir tijáplöntuna sem ver hana fyrir villtum gróðri, skýlir og vermir rót hennar og heldur jarðveginum jafnframt rökum á þurrkatímum. Á þeirri hlið hlífarinnar sem snýr að jarðveginum er áburður sem gefur plöntunni næringu eftir hitastigi í allt að þijú ár. „Framleiðandi Skógarálfsins er Hjúpur hf. á Flúðum og er hann nokkurskonar afsprengi samstarfs tijáræktarfóiks þar eystra og starfs- manna í framleiðslunni. Viðtökur hafa verið mjög góðar en Skógarálf- urinn er nú til sölu mjög víða,“ seg- ir Hörður Hauksson sem annast markaðssetningu og dreifingu á Skógarálfinum. Hjúpur var stofnað fyrir 10 árum síðan til framleiðslu einangrunar fyr- ir dreifbýlishitaveitu og lagningu þeirra. Fastir starfsmenn eru nú 16 talsins en á álagstímum eru þeir allt að 10 til viðbótar. isins, 27,41%, og Draupnissjóðurinn hf. 19,55%. Aðrir hluthafar áttu undir 10%. Á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var 21. maí sl. var sam- þykkt að greiða hluthöfum 4% arð vegna ársins 1991 en tapið verði fært til lækkunar á óráðstöfuðu eig- in fé. í stjórn félagsins eru Árni Vilhjálmsson formaður, Gunnar Lár- usson og Víglundur Þorsteinsson. Net Ijósleiðara Pósts og síma "'./V --: Seyðísfjörður ‘“"-í Neskaup- Þorlákshöfn-Grindavík og Keflavik-Reykjavik Verkefni sumarsins Póstur og sími Lokið við að leggja ljósleiðara hringinn í kringum landið ísumar PÓST- og símamálastofnunin hefur samið við breskan verktaka, GPT, um lagningu ljósleiðara í sæstreng yfir Hvalfjörð og nokkra firði á Vestfjörðum og suðurhluta Austfjarða. Kostnaður vegna þeirra framkvæmda er áætlaður um 200 milljónir króna og er áætlað að þeim ljúki á þessu ári. Að þeim loknum nær ljósleiðara- kerfið hringinn í kringum landið og um Vestfirði allt til Bolungar- víkur. Páll Jónsson, tæknifræðingur hjá Pósti og síma, segir að ljósleið- arakerfið nái nú nær allan hring- inn kringum landið. Aðeins vanti um 150 kílómetra kafla á sunnan- verðum AustlQörðum til að loka hringnum. Við þann hluta verði lokið í sumar, auk þess sem ráðist verði í að leggja streng frá Vatns- firði á Barðaströnd vestur í Bol- ungarvík og tengja þannig þéttbýl- isstaðina á Vestfjörðum við kerfið. Þessu til viðbótar verði lagðir strengir frá Þorlákshöfn til Grindavíkur, frá Keflavík til Hafn- arfjarðar og loks frá Reykjavík til Akraness. Að sögn Páls verða strengir lagðir yfír 13 firði í sumar. Lagð- ur verði strengur yfir Hvalfjörð til að tengja Reykjavík og Akranes og farið verði yfir Berufjörð, Ham- arsfjörð, Álftafjörð og Hornafjörð til þess að loka hringnum á austan- verðu landinu. Enn fremur verði strengurinn til Bolungarvíkur lagður yfir Gilsfjörð, Þorskafjörð, Kollafjörð, Skálmaflörð, Kjálka- fjörð og Vatnsfjörð á Barðaströnd og loks yfir Arnarfjörð og Dýra- 5'örð. Páll segir að metrinn af sæ- streng sé 10 sinnum dýrari heldur en metrinn af landstreng en hins vegar sé hægt að komast af með styttri strengi með því að fara beint yfir firðina í stað þess að krækja fyrir þá á landi. Að vísu valdi það auknum kostnaði við sæstrengina að alls staðar verði lagður tvöfaldur strengur. Mikil fyrirhöfn og erfiðleikar fylgi við- gerðum á sæstrengjunum og hafi þess vegna verið talið borga sig að leggja tvöfaldan streng þegar í upphafi, til að auðveldara verði að mæta áföllum. Páll segir að nú nýverið hafi verið samið við breska verktaka- fyrirtækið GPT um lagningu sæ- strengjanna og sé sá samningur upp á um 200 milljónir króna. Landstrengir á Vestfjörðum muni kosta milli 60 og 70 milljónir króna og búast megi við að framkvæmd- ir á köflunum milli Grindavíkur og Þorlákshafnar og milli Reykja- víkur og Akraness kosti um 30 milljónir króna. Ekki sé búið að bjóða út kaflann milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar en á Austfjörð- um verði aftur á móti lokið við framkvæmdir, sem boðnar hafi verið út í fyrra. Páll Jónsson segir að fyrsti ljós- leiðarinn hafi verið lagður í Reykjavík árið 1985 og sá fyrsti utan höfuðborgarinnar hafi verið lagður til Hvolsvallar sumarið 1986. Þegar framkvæmdunum í sumar ljúki verði ljósleiðarakerfið utan þéttbýlisins á Suðvesturlandi orðið um 2.000 kílómetra langt. Þá verði lagningu strengja alveg lokið en kerfið verði hins vegar ekki allt komið í notkun fyrr en árið 1994. Páll se^ir að þegar lokið verði við að tengja Ijósleiðarakerfið hringinn í kringum landið dragi stórlega úr líkum á því að einstak- ir staðir verði símsambandslausir. Alls staðar verði hægt að ná sam- bandi í tvær áttir og ef samband rofni á skemmri Ieiðinni milli tveggja staða sé alltaf mögulegt að tengja í hina áttina. Þannig fylgi aukið öryggi ljósleiðarakerf- inu auk þess sem það stuðli að auknum gæðum og fleiri notkun- armöguleikum símkerfisins. Páll Jónsson segir að lokum að Póst- og símamálastofnunin eigi nú í viðræðum við erlenda aðila um kaup á 5% hlut í sæstrengnum Cantat-3, sem Iagður verði milli Evrópu og Norður-Ameríku. Þannig verði hægt að minnka líkur á sambandsleysi við önnur Iönd stórlega og draga úr truflunum í millilandasamtölum. Hann segir að samningum um sæstrenginn verði lokið í sumar og líkur séu á að ísland tengist honum. Því fylgi mikill kostnaður; heildarkostnaður verði 400 milljónir dollara og hugsanlega þurfi íslendingar að leggja fram 5% af því, en það muni borga sig þegar til lengri tíma sé Iitið, enda sé betra að leggja fram fjármuni til að eignast hlut í slíkum streng en að þurfa að borga öðrurn leigu fyrir afnot af honum. Ef íslendirigar kaupi sig inn í strenginn komist landið í ljósleiðarasamband við bæði Evr- ópu og Ameríku sumarið 1994. Verdbréf Skilagjald fyrir * Ahugi á krónubréfum hjá erlendum fjárfestum sælgætispappír Bandaríski sælgætisframleið- andin Mars hefur tekið upp á þeirri nýbreytni í Bandaríkj- unum að greiða skilagjald fyrir pappírinn utan af mærunni, Mars Bar, Bounty Bar, M&M og öðru góðgæti. Er það 5 sent eða tæpar þrjár krónur fyrir hvert snifsi. Engar hömlur eru á því hve mörgum umbúðum hver og einn má skila, aðeins, að þær séu í 20 í búnti eða sem samsvarar einum dal. Þetta framtak mun vafalaust verða til að auka almennan þrifnað en að sjálfsögðu vill fyrirtækið líka fá eitthvað fyrir sinn snúð. Er von- ast til, að skólar og félagasamtök noti þessa leið sér til fjáröflunar og það gæti orðið til að styrkja Mars í glímunni við helsta keppi- nautinn, Hershey. Búist er við, að aðrir sæigætis- framleiðendur láti koma krók á móti bragði og er því að vænta fyrsta verðstríðsins á bandaríska súkkulaðimarkaðinum í nokkur ár. Kæmi það þá í kjölfar nokkurrar verðhækkunar á vörunum frá Mars og Hershey en Mars hefur búið sig undir það með því að lækka aftur verðið á M&M um 11%. NORRÆNI fjárfestingarbankinn hefur nú að mestu lánað til ís- lands það fjármagn sem bankinn aflaði með sölu óverðtryggðra skuldabréfa í íslenskum krónum á erlendum markaði í nóvember á sl. ári. Skuldabréfin voru að fjárhæð 1,2 milljarðar króna til þriggja ára og voru seld með 13% vöxtum. Auk þess seldi bankinn verðtryggð bréf í íslenskum krónum að fjárhæð 1,5 milljarðar en þetta fé hefur verið ávaxtað í spariskírteinum og húsbréfum. Áhugi hefur komið fram hjá erlendum fjárfestum á krónubréfum eftir útboðið en bankinn áformar hins vegar ekki frekari sölu á þeim fyrst um sinn. „Við vitum að það er áhugi hjá ýmsum fjárfestum að kaupa meira af óverðtryggðum skuldabréfum í íslenskum krónum,“ sagði Þor- steinn Þorsteinsson, aðstoðar- bankastjóri Norræna fjárfesting- arbankans í samtali við Morgun- blaðið. „Hins vegar vitum við ekki hvaða vextir þyrftu að vera á bréf- unum. Vextir hafa farið lækkandi á innanlandsmarkaði vegna minnkandi verðbólgu og ekki víst að gangi saman með erlendum íjárfestum og íslenskum lántak- endum. Við myndum ekki geta selt bréf með 13% vöxtum núna og lánað það fjármagn aftur út heldur miklu fremur 10-11% vöxt- um sem er svipað og víða annars- staðar. I Finnlandi eru t.d. vextir af ríkisskuldabréfum yfir 12% og yfir 10% í Svíþjóð.“ Hann segir hins vegar að lækkandi verðbólga á íslandi sé jákvæð að því leyti að minni hætta sé á gengisfell- ingu. Lítil sem engin viðskipti hafa átt sér stað með íslensku skulda- bréfin á eftirmarkaði. Þorsteinn segist vita til þess að eftirspurn sé eftir þeim en eigendur þeirra hafi ekki viljað selja. Ef viðskipti hæfust með bréfin yrðu þau vænt- anlega seld á yfirverði. Aðspurður um hvort bankinn hafi í hyggju frekari sölu á íslenskum skulda- bréfum sagði hann að fyrst yrði hugað að lánveitingum úr verð- tryggða hluta útboðsins og það fjármagn myndi fullnægja þörfum bankans a.m.k. fram eftir árinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.