Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992
C 3
Iðnaður
*
Ahersla á bætt skatta-
kjör íslenskra fyrirtækja
AÐ undanförnu hefur verið starfandi hópur með fuiltrúum iðnað-
arráðuneytis, Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðar-
manna sem hefur farið yfir þau atriði sem hefur þótt nauðsynlegt
að athuga til að bæta samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja í kjöl-
far samninga um Evrópskt efnahagssvæði. I niðurstöðum starfshóps-
ins er bent á ýmis atriði, en aðaláhersla er lögð á skattakjör ís-
lenskra fyrirtælga annars vegar og erlendra keppinauta hins vegar.
Þetta kom fram í ávarpi Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra, á féiags-
fundi Félags íslenskra iðnrekenda sl. þriðjudag þar sem fjallað var
um EES samninginn og þýðingu hans fyrir iðnaðinn.
Iðnaðarráðherra sagði í ræðu
sinni að brýnt væri að fjölga aðgerð-
um sem styddu við bakið á þeim
íslensku fyrirtækjum sem færðu út
kvíarnar erlendis. Fjárfestingarsjóð-
ir atvinnuveganna þyrftu í áuknum
mæli að beina starfsemi sinni að því
að aðstoða íslenska aðila við slíka
fjárfestingu. Þá þyrfti að koma á fót
hér sérstökum fjárfestingarlánasjóði
sem aðstoðaði íslensk fyrirtæki við
fjárfestingar í þróunarríkjunum og
fyrrum sambandsríkjum Sovétríkj-
anna. Jón sagði að slíka sjóði hefðu
m.a. önnur Norðurlönd sett á fót
með góðum árangri, jafnt fyrir at-
vinnulíf sitt og þeirra ríkja sem fjár-
festingin beindist að.
„Við þurfum einnig að leggja
áherslu á einföldun þess stjórnkerfis
sem við höfum byggt upp hér á landi
með það í huga að lækka kostnað
og stytta boðleiðir, sagði iðnaðarráð-
herra í ræðu sinni. „Við þörfnust
ekki 200 sveitarfélaga eða 67 lífeyr-
issjóðastjóma í landinu. Og það
væri vissulega nóg að hafa ein sam-
tök í stað þriggja til þess að gæta
hagsmuna iðnaðarins í landinu."
A nýafstöðnum aðalfundi Vinnu-
veitendasambands íslands lýsti fjár-
málaráðherra yfir ákvörðun um end-
Steinullarverksmiðjan
Samdráttur írekstri
á síðasta ári
AÐALFUNDUR Steinullarverksmiðjunnar hf. var haldinn á Sauðár-
króki í síðustu viku. í skýrslu framkvæmdasíjórans Einar Einarsson-
ar kom fram að hagnaður síðastliðins árs var 5 milljónir króna á
móti tæplega 50 milljóna króna hagnaði árið á undan, enda fyrsta
samdráttarárið í sögu verksmiðjunnar. Heildarsala Steinullarverk-
smiðjunnar hf. var á síðasta ári 5.102 tonn sem er um 17% samdrátt-
ur frá 1990. Tekjur fyrirtækisins minnkuðu úr 369,6 milljónum í
362,9 milljónir 1991, eða um 1,8%.
Fjármagnsstreymi fyrirtækis-
ins sýnir að fjármyndum í rekstri
var 44,4 milljónir miðað við 58,5
milljónir árið áður og hreint
veltufé hækkaði um 13,6 millj.
og er veltufjárhlutfall nú um það
bil 2,37 miðað við 2,0 árið 1990.
Eigið fé fyrirtækisins milli ára
jókst úr 231,1 millj. í 250,2 millj.
og er eiginfjárhlutfallið því 29,2%.
Heildarlaunagreiðslur verksmiðj-
unnar á árinu voru um 67,1 millj.
og er þar um 6,7% hækkun að
ræða á milli ára.
Skuldir verksmiðjunnar voru í
árslok 608,3 millj. og hafa iækkað
um tæpar 90 millj. á síðustu tveim
árum.
Eins og fram hefur komið er
framkvæmdastjóri Steinullarverk-
smiðjunnar Einar Einarsson, en
stjórnarformaður Lára M. Ragnars-
dóttir.
- BB.
Veruleg minnkun varð í sölu
steinullar á erlendum mörkuðum
en einnig innanlands. Sérstaklega
munaði um markaðinn í Finnlandi
sem var tæplega eitt þúsund tonn
á árinu 1990, en þar varð nánasf'
engin sala á síðasta ári, um það
bil fimm tonn. Hinsvegar varð sölu-
aukning á Bretlandsmarkaði sem
lagaði stöðuna nokkuð og taldi
framkvæmdastjórinn að á þeim
markaði mætti enn gera betur.
Framkvæmdastjórinn skýrði frá
því að í áætlunum yfírstandandi ára
væri gert ráð fyrir um það bil 15%
samdrætti í sölu á innanlandsmark-
aði og um 6% í útflutningi, enda
virtist lítið benda til uppsveiflu í
byggingariðnaði hérlendis á næst-
unni. Vegna þessa hefði verið grip-
ið til ýmiskonar spamaðaraðgerða
og hagræðingar svo sem að
keyra verksmiðjuna á tvískiptum
vöktum í stað þrískiptra áður.
í marsmánuði voru fluttar út
vörur fyrir 8,9 milljarða króna en
inn fyrir 8,5 milljarða króna fob.
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var
verðmæti vöruútflutnings 5%
minna á föstu gengi en í fyrra.
Sjávarafurðir voru um 80% alls
útflutningsins og voru um 4% minni
en á sama tíma í fyrra. Útflutning-
ur á áli var 3% minni og útflutning-
ur kísiljárns var 42% minni en á
síðastliðnu ári. Útflutningsverð-
mæti annarrar vöra var 10% minna
í janúar-mars en á sama tíma í
urskoðun skattalaga. Iðnaðarráð-
herra sagði að brýnt væri að taka
til hendinni með það í huga að jafna
skattakjör íslenskra fyrirtækja við
það sem þekkist erlendis. M.a. þyrfti
að komast að samkomulagi við sveit-
arfélögin um breytingar á tekju-
stofnum þeirra og fleira þyrfti að
koma til ef taka ætti ákvörðun um
að gera þá grundvallarbreytingu á
skattkerfínu að lækka hlutfall virðis-
aukaskattsins, breikka skattstofninn
og flytja skattbyrðina yfir á önnur
form skattlagningar. Ennfremur
sagði iðnaðarráðherra að stefnt yrði
að því að tillögur lægju fyrir snemma
í haust þannig að unnt yrði að leggja
frumvarp um breytingar fyrir Al-
þingi þegar í októberbyrjun.
Af öðrum málum sem umræddur
starfshópur hefur fjallað um nefúdi
iðnaðarráðherra opnun fjármagns-
markaðarins enn frekar fyrir sam-
keppni í því skyni að íslenskt at-
vinnulíf geti ávallt fengið fjármagn
á sömu kjöram og keppinautar þess
njóti almennt. „Það mætti gera með
því að við nýttum okkur ekki að
fullu þann aðlögunarfrest sem við
sömdum um í EES-samningnum á
sviði bankamála. Við þurfum einnig
að byggja upp traustan fjármagns-
markað sem auðveldar íslenskum
fyrirtækjum öflun eiginfjár og
breyta lögum um Seðlabanka íslands
í þá veru, sem lagt er til í frum-
varpi sem nú er til urnfjöllunar.“
ORLOFSVOKTUN — Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri
VARA og Þórður Jónsson þjónustustjóri VISA íslands undirrita samn-
ing fyrirtækjanna um Orlofsvöktun.
Orlofsvöktun
Húsgæslukerfi fyrir
korthafa á ferðalögum
ORLOFSVOKTUN er samofið húsgæslukerfi sem öryggisþjónustan
VARI og VISA ísland bjóða korthöfum VISA á sérstöku tilboði frá 1.
júní og er sérstaklega ætlað þeim sem verða fjarri heimili sínu í orlofi.
I húsgæslukerfinu er hátæknibúnaður tengdur öryggismiðstöð VARA
sem verður vör við óboðna gesti í húsum, vatnsflóð, reyk og rafmagns-
leysi.
Jafnframt er í húsgæslukerfinu
þjónusta öryggisvarða VARA sem
tvisvar í viku tæma póstkassa, vökva
blómum og gefa gæludýram.
Korthafar VISA geta pantað þetta
húsgæslukerfí með viku fyrirvara hjá
Öryggisþjónustunni VARA áður en
þeim legga í ferðalag að heiman.
Að sögn Viðars Ágústssonar fram-
kvæmdastjóra VARA hefur öryggis-
búnaður að undanfönu verið að ryðja
sér til rúms á einkaheimilum víða
um borgina. Með tilboði VARA og
VISA á Orlofsvöktun gefst fólki kost-
ur á því að kynnast gagnsemi slíks
búnaðar til að auka öryggi heimila
sinna. Við heimkomun býðst korthöf-
um VISA að kaupa öryggiskerfið og
tengjast öiyggismiðstöð VARA til
frambúðar á ódýan hátt.
Sjávarútvegsfyrirtæki
Hagnaður Haraldar Böðv-
arssonar um 50 millj. kr.
HAGNAÐUR Haraldar Böðvarssonar hf. var 48,9 milljónir króna á
sl. ári. Þetta er fyrsta starfsár fyrirtækisins sem er sameining fjög-
urra fyrirtækja á Akranesi, Haraldar Böðvarssonar & Co.hf., Sigurð-
ar hf., Heimaskaga hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Ákraness
hf. Velta fyrirtækisins var 2.032 milljónir króna árið 1991 en árið
áður var samanlögð velta hinna fjögurra fyrirtækja um 2.060 milljón-
Fjármagn til
framkvæmda
ir.
Heildareignir Haraldar Böðvars-
sonar hf. voru í árslok 2.239 millj-
ónir króna og skuldir alls 1.681
milljónir. Eigið fé fyrirtækisins er
558 milljónir og eiginfjárhlutfall er
því um 25%.
Eftir að tekið hafði verið tillit til
afla skipa til eigin vinnslu voru
rekstrartekjur félagsins 1.490 millj-
ónir króna. Að sögn framkvæmda-
stjóra fýrirtækisins, Haraldar Stur-
laugssonar, gerir fyrirtækið nú út
tvo ferskfisktogara, eitt frystiskip
og tvö loðnuskip. Starfsmenn fyrir-
tækisins voru að meðaltali um 280
talsins á sl. ári.
í stjórn Haraldar Böðvarssonar
hf. sitja nú Magnús Gunnarsson,
sem er formaður, Sturlaugur Stur-
laugsson, Matthea Kr. Sturludóttir,
Kristinn Björnsson, Óli Kr. Sigurðs-
son, Hallgrímur Hallgrímsson og
Þorgeir Haraldsson. Aðalfundur
fyrirtækisins verður haldinn þann
16. júní næstkomandi.
Sumartími
júní-júlí-ágúst
kl. 8:00-16:00
SUÐURLANDSBR. 22
108 REYKJAVÍK
SÍMI 689050 -FAX 812929
Viðskipti
Vöruskiptajöfnuður hag-
stæður fyrsta ársfjórðung
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN í mars var hagstæður um 0,4 millj-
arða króna en í mars í fyrra var hann hagstæður um tæplega 2,8
milljarða króna á föstu gengi, samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands. Fyrstu þrjá mánuðu þessa árs var vöruskiptajöfnuður-
inn hagstæður um 0,3 milljarða króna samanborið við 2,2 milljarða
árið áður. Útflutningur kísiljárns var 42% minni á fyrsta ársfjórð-
ungi en á síðasta ári.
SIMANUMER
fyrra, reiknað á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutnings
fyrstu þrjá mánuði ársins var 4%
meira en á sama tíma í fyrra. Sú
aukning stafar að mestu leyti af
flugvélakaupum fyrir nær 1,6 millj-
arða króna en þau vora hverfandi
á saman tím í fyrra. Verðmæti inn-
flutnings til stóriðju fyrstu þijá
mánuði ársins var 13% minna en í
fyrra en verðmæti olíuinnflutnings
3% meira, reiknað á föstu gengi,
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands.
HEÐINN :
GARÐASTÁL
STÓRÁSI6 SÍMI 91-652000
PÓSTHÓLF15 210 GARÐABÆ
= HEÐINN =
SMIÐJA
STÓRÁSI6 » GARDABÆ ♦ SlMI 652000 « FAX 652570
Hönnun • smíði • viögerðir- þjónusta