Morgunblaðið - 28.05.1992, Page 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 28 MAÍ 1992
-- -----: —— rrfrx—“—Srr'T"—---------------------—-—;---;-----—
Vatnssala
Pepsi íslag-
inn á vatns-
markaðinum
Samkeppnin á vatnsmarkaðnum
harðnar stöðugt og nú hefur
PepsiCo Inc. ákveðið að taka þátt
í slagnum. Getur það haft mikil á
markaðshlutdeild annarra fyrir-
tækja enda ræður Pepsi yfir mjög
öflugu dreifingarkerfí.
Franska fyrirtækið Source Perrier
hefur nú fjórðung bandaríska mark-
aðarins fyrir kolsýrt vatn en annað
franskt fyrirtæki, Evian, er stærst
eða með 20% markaðarins fyrir ókol-
sýrt vatn í litlum pakkningum. Vatn-
ið, sem Pepsi ætlar að dreifa, hefur
vörumerkið Avalon en það er í eigu
Sterling Assets Corp., eignarhaldsfé-
lags í Virginíu. Er vatnið tekið í fjall-
alindum í Kanada en Pepsi ætlar að
dreifa því í 1,5 lítra og 12 únsa flösk-
um til 2.500 stórmarkaða og annarra
verslana á austurströndinni í sumar.
Þetta er í þriðja sinn á nokkrum
mánuðum, að Pepsi leitar á ný mið
innan drykkjarvörumarkaðarins en
búist er við 2% árlegum samdrætti
á hinum venjulega gosdrykkjamark-
aði út áratuginn. Má meðal annars
nefna, að skömmu fyrir áramót tók
Pepsi upp samstarf við tefyrirtækið
Thomas J. Lipton Co.
:
Þótt heildsölumarkaðurinn fyrir
vatn sé nú aðeins 2,7 milljarðar doll-
ara á ári miðað við 29 milljarða í
gosdrykkjunum er búist við, að sá
fyrmefndi aukist um 5-7% á ári fram
yfir aldamótin. Salan í gosdrykkjum
er mest hjá einstaklingum á aldrinum
14-21 árs en vatnið hjá þeim, sem
eldri eru og betur efnum búnir.
Avalon-vatn í 1,5 lítra flösku á
að kosta 1,10 dollara eða nærri 65
kr. en það er í lægri kantinum miðað
við erlendu framleiðsluna, sem oft
kostar um 1,50 dollara eða um 88
kr. Nokkur samdráttur var í vatns-
sölu í Bandaríkjunum á síðasta ári
vegna samdráttarins.
Bankar
Minni taprekstur hjá
Christiania Bank í Noregi
Tap var á rekstn Chnstiania Bank, öðrum stærsta banka 1 Noregi, a
fyrsta fjórðungi þessa árs eða sem nam um 850 miiy'ónum ÍSK. Staða
bankans hefur þó batnað mikið og er farið að hilla undir betri tíma.
A sama tíma í fyrra nam tapið rúmlega 2,7 milhörðum kr.
Þrátt fyrir, að aðhaldsaðgerðir og
endurskipulagning innan bankans
séu farin að skija sér vantar hann
enn 20 milljarða ÍSK. til að eiginfjár-
staðan sé í samræmi við alþjóðlega
staðla. Er Christiania nú alveg í rík-
iseigu en allt hlutafé einstaklinga og
fyrirtælqa þurrkaðist út á síðasta ári
vegna gífurlegs kostnaðar við töpuð
útlán. Voru áföllin mest á bygginga-
og fasteignamarkaðinum eins og sést
á því, að þótt lánin til hans næmu
ekki nema 3% af heildarútlánum
bankans mátti rekja 46% tapsins til
þeirra.
Leiðréttingarlímband
• Þegar breyta þarf texta.
• Er eins og pappír.
• Sést ekki í Ijósritun eða á myndriti.
• Auðvelt að fjarlægja.
• Hreinlegt og án leysiefna.
• Má nota til merkinga.
Hvemig fáum við verk-
efnahópa til að vinna betur
Vandasamt er að velja fólk í verkefnahópa
eftir Marinó G. Njálsson
Val á fólki í verkefnahóp eða
nefnd er oftast mikilvægasti þáttur-
inn þegar tryggja þarf góða hóp-
ákvörðun. Því miður er oft kastað
hendi til við það val. Stjórnmála-
skoðanir hafa oftar en ekki meira
að segja en fagleg sjónarmið. Vissu-
lega getur nefnd, sem einkennist
af flokkadráttum, komið mörgu
góðu til skila, en meiri líkur eru til
þess að þverpólitískt val tryggi betri
árangur. Það er ekki vegna þess
að aðrir stjómmálaflokkar hafi betri
hugmyndir eða skoðanir, heldur
fyrst og fremst vegna þess að fleiri
sjónarmiðum er komið á framfæri.
Að velja verkefnahóp eða nefnd
þannig, að nefndarmenn komi úr
ólíku umhverfi og séu með ólíkan
hugsunarhátt eykur líkur á góðum
skoðanaskiptum. Þar af leiðandi er
líklegra, að nefndarmenn geti lært
hver af öðrum og að ágreiningur
geti veitt þeim innsæi. Á sama tíma
verður að gæta þess, að hópnum
sé þannig stjórnað, að ágreiningur
verði um hugmyndir, en ekki per-
sónur.
Gagnkvæm virðing mikilvæg
Gagnkvæm virðing getur haldist
innan hóps, þó ágreiningur sé á
milli meðlima, ef fyrirliði hópsins
kennir fólki að vera gagnrýnið á
hugmyndir, ekki einstaklinga.
Hér eru nokkur ráð, sem geta
hjálpað að tryggja þetta:
— Stjórnandi hópsins getur byijað
einn af fyrstu fundunum með því,
að segja hveijum og einum af
hveiju hann var valinn og nota jafn-
framt tækifærið til að draga fram
kosti hvers einstaklings.
— Tryggja þarf að hver einstakl-
ingur fái að tjá sig um öll lykilatriði.
— Biðja þarf fylkingar með mis-
munandi hugmyndir um að skoða
sjónarmið hinna og tala fyrir þeim.
Ágreiningur og gagnkvæm virð-
ing eru lykillinn að góðri hóp-
ákvörðun.
Skoðanaskipti
Hægt er að örva skoðanaskipti
innan hópsins, með því að nota eftir-
farandi tækni:
1. Gagnrýndu sjálfan þig. Byij-
aðu á því að véfengja það sem þú
gerir venjulega. Spurðu hvort allt
sem þú gerir sé skynsamlegt.
2. Leitaðu fleiri möguleika. Fáðu
einhver annan til að gagnrýna af-
mörkun viðfangsefnisins. Að horfa
á manns eigin afmörkun er eins og
horfa nefið á sitt, aðrir sjá það
betur en þú sjálfur. Fáðu einhvern
mjög gagnrýninn til að skoða
hvernig þú nálgast viðfangsefnið,
t.d. „veijanda djöfulsins".
3. Leiktu andstæðingana. Ef
ákvörðunin tekur til keppinauta,
reyndu að horfa á málið frá þeirra
sjónarhomi eða láttu hluta hópsins
taka það verk að sér.
4. Fagnaðu ijölbreytileika.
Reyndu að hafa fólk með sem fjöl-
breyttust viðhorf og hugsunarhátt
í hópnum, sem hefur með málið að
gera.
5. Notaðu hugflæði. Láttu einn
aðila vera við töflu, meðan aðrir eru
hvattir til að koma með hugmyndir
um hvemig líta má málið öðmm
augum. Sá við töfluna skráir niður
allar hugmyndir. Engin gagnrýni
er leyfð. Síðan er farið yfir hug-
myndimar eina af annarri og þær
skoðaðar.
6. Hugsaðu öðruvísi. Reyndu að
komast framhjá vandamálinu með
því að líta á það frá öðra sjónar-
homi.
7. Finndu hliðstæður. Reyndu
að hugsa í líkingum.
8. Ihugaðu myndlíkingar. Er
nauðsynlegt að hegða sér eins og
hershöfðingi, trúarleiðtogi, fjalla-
garpur eða íþróttahetja til að ná
árangri í starfi? O.s.frv.
9. Skoðaðu hvað hinir eru að
gera. Er einhver annar búinn að
leysa sams konar vandamál áður?
10. Fylgstu með breytingum.
Vertu vakandi fyrir því hvernig
afmarkanir breytast innan þíns
sviðs eða í þjóðfélaginu. Afmarkar
fólk mikilvægar spumingar öðru
vísi í dag en í gær? Sér það eitt-
hvað, sem þín afmörkun útilokar?
Að lifa af illa stjórnaðan hóp
Því miður er ekki öllum nefndum
vel stjórnað. En hvernig getum við
lifað af í illa stjómuðum hópi?
Grannreglumar era:
1. Skildu afmörkun fyrirliðans
(sérstaklega markmið).
2. Reyndu að koma á framfæri
því sem þú heldur að hópurinn þurfi
til að taka góða ákvörðun.
3. Vertu skipulagður/lögð og
jákvæð/ur. Markmiðið er að virkja
birgðir innsæis innan hópsins, ekki
endilega að „umbreyta" yfirmann-
inum eða öðram meðlimum.
Ef fyrirliðinn er mjög stjórnsam-
ur, þ.e. ekki fer á milli mála hver
er við stjórnvölinn, er skynsamlegt
að taka hann á eintal um ákvörðun-
arferlið. Fyrst er rétt að átta sig á
afmörkun hans, svo maður tali
sama tungumál og hann. Gott er
að búa til lista yfir þau atriði, sem
tala á um. Einbeittu þér að ákvörð-
unarferlinu og gott er að hafa til
handargagns greinar um hópstjórn-
un. (T.d. þessa.) Það er ekki auð-
velt að fá stjórnsaman einstakling
til að hlusta, en með þessu mætti
bæta samskiptin og jafnvel hjálpa
„stjóranum“ að fá meira út úr hópn-
um.
Ef fyrirliðinn er ekki nógu stjóm-
samur, er rétt að koma athuga-
semdum varfærnislega á framfæri
við hópinn. Spurðu hvort tilgangur-
inn sé að hópur hugflæði og ögri
hugmyndum eða hvort hann eigi
bara að fylla inn í eyðurnar á
ákvörðun, sem hefur í stóram drátt-
um verið tekin. (Það geta verið full-
komlega eðlilegar skýringar á því,
að hlutverk hópsins sé takmarkað
og jafnvel þó svo sé ekki, hagnastu
lítið á því að setja þig upp á móti
skoðunum yfirmanna þinna.)
Spurðu hvar hópurinn stendur í
ákvörðunartökunni. Hvaða þátt
hann á að takast á við? Er afmörk-
un fyrirliðans skýr? Er tilgangurinn
að fá fram helling af hugmyndum
fyrir gagnöflunina? Eða heldur fyr-
irliðinn að það sé kominn tími til
að ná samstöðu og komast að niður-
stöðu?
Hópar geta tekið betri ákvarðan-
ir en einstaklingar, en því aðeins
að þeim sé stýrt að hæfum leið-
toga. Erfitt er að réttlæta notkun
dýrra hópa til að taka minniháttar
ákvarðanir. Því miður gerist það
oft.
Höfundur er með verkfræðigráðu
/ aðgerðarannsóknum frá Stan-
ford-háskóla.
Hvað er það sem gerir BMW bíla áhugaverðari en aðra?
Þaðgeturveriðhagstættverð, lægri rekstarkostnaður, minnaviðhald, háþróuð
tækni, fyrsta flokks þjónusta eða hámarks öryggi. Nýja BMW 3 línan sameinar
alla þessa kosti, en býður jafnframt upp á hinn''klassíska''stíl __ .
sem ávallt er að finna í BMW. BMW - bíli sem vekur athygli Krókháisi 1-110 Reykjavik-simi 686633
Engum
líkur