Morgunblaðið - 19.07.1992, Side 4
iií'iS
œwz*f I
Um
4 C
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
LOKAÐ
vegna sumarleyfa frá 20. júlí
til 4. ágúst 1992.
Heildverslunin Lissý,
Trönuhrauni 6, HafnarfírðL_
Lokað
vegna sumarleyfa frá og með 20. júlí.
Opnum aftur í nýju húsnæði í Skútuvogi 12
þann 4. ágúst nk.
Skjólborg, heildverslun,
Skútuvogi 12.
rLANDSBRÉF HF.
íyrir hönd
íslenska
lífeyrissjóðsins
gera hér með kunnar
meginniðurstöður ársreiknings lífeyrissjóðsins
sbr. 7. mgr. 3- gr. laga nr. 27/1991
EFNAHAGSREIKNINGLJR 31.12.1991
Veltufjármunir...........
Skammtímaskuldir ........
Hreint veltufé........
Fastafjármunir:
Langtímakröfur........
Hrein eign til greiðslu lífeyris
YI-IRLIT UM BREYTINGAR Á HREINNI EIGN
TTL GREIÐSLU LÍFEYRIS FYRIR ÁRH) 1991
í þús. kr.
Fjármunatekjur, nettó................................. 307
Iðgjöld............................................. 4.707
Lífeyrir.............................................. <47 >
Matsbreytingar........................................ 241
Hækkun á hreinni eign á árinu................... 5.208
Hrein eign frá fyrra ári........................ 2,484
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris........... 7.692
ÝMSAR KENNI I ÖLUR
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum............ 1,0%
Starfsmannafj.: Slysatr. vinnuvikur deilt með 52. 0
Landsbréf hf. sjá um rekstur sjóðsins samkvæmt
sérstökum rekstrarsamningi.
Ávöxtun inneignar í íslenska lífeyrissjóðnum
var 8,1% umfram hækkun lánskjaravísitölu
á síðasta ári. Fjárfestingarstefna sjóðsins tekur mið
af öryggi og langtímahag sjóðfélaga.
I stjóm íslenska lífeyrissjóðsins:
Björn Líndal, aðstoðarbankastjóri
Helgi Bachmann, framkvæmdastjóri
Þráinn Eggertsson, prófessor
Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita
allar nánari upplýsingar
í síma 91-679200.
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur meö okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598
Löggilt verðbréfafyrírtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.
í þús. kr.
839
<97>
742
6.950
7.692
SIÐFRÆÐI/Hvad erótti?
UggvænlegtUf
Ævina langa göngum við bugðótta slóðina milli vonar og ótta, milli
ljóss og myrkurs. Við fetum okkur áfram undir tvísýnum himni.
Vonin hvetur okkur yfir dali og viðsjárverð fjöll. Hún ljær göngunni
þindarleysi, en ótti og von haldast í hendur, og óttinn minnir okkur
á einveruna. Hann hindrar með skurðum sínum og veldur hiki, og
grunur læðist að okkur: Við búum í uggvænlegum heimi.
Oumdeilanlega berum við geig í
brjósti. Okkur er órótt innan-
brjósts og hið illa virðist á næsta
leiti. En hvað óttumst við? Að geng-
ið sé til einskis? Guð? Okkur sjálf?
Aðra? Syndina?
Hið óþekkta? Eða
kvíðum við lífinu,
eða þjáist hugur-
inn af tilvistarang-
ist?
Vonin er ljósið
sem hvetur, óttinn
dimman sem letur
og hann er marg-
eftir Gunnar
Hersvein
breytilegur. Flestallir veigra sér við
að bijóta siðareglur, því þeir óttast
afleiðingamar. Þeir óttast að valda
öðrum skaða, og ennfremur að refs-
ing guðs eða manna vofi yfír þeim.
Trúaðir óttast að syndga gegn guði,
og fyrir því liggja tvær ástæður.
Annars vegar er það möguleikinn á
refsingu og hins vegar vilja þeir
ekki hryggja guð. Ottinn er því
sterkur áhrifaþáttur á siðferði
manna. Guðsóttinn hefur ávallt verið
mikils metinn í kristinni siðfræði. I
Jeremía 32, 40v stendur: ..... og
ég vil leggja ótta minn í hjörtu
þeirra, til þess að þeir víki ekki frá
mér.“ Óttinn er gagnkvæmur; Guð
óttast að mennirnir yfirgefi sig og
menn óttast að verða yfirgefnir af
guði, og e.t.v. óttast bæði menn og
guð hið illa.
Djöflinum var aldalangt kennt um
öll hin illu verk en nú er meginþorri
vestrænna manna hættur að trúa á
tilvist kölska. Sökudólgurinn er því
maðurinn sjálfur. Grimmdin býr í
bijósti hans, eða eins og Matthías
Viðar Sæmundsson orðar það í
Tímariti Máls og menningar, 1. tbl.
1991, bls. 31: „Maðurinn skelfíst
óáreiðanleika sjálfs sín, það sem í
sjálfi hans leynist, ófreskjuna í eigin
bijósti." Maðurinn óttast hvatir sínar
og þráir fullkomna sjálfsstjórn.
Hann þráir varanleika, en heimurinn
er síbreytilegur. Hann þráir skipu-
lag, en ringulreiðin sigrar hann.
Hann þráir að geta treyst, en svo
bregðast krosstré sem önnur tré.
Hann þráir frelsi frá óttanum og
leitar verndarinnar, en hvar er ör-
uggt skjól að finna ef skrímslið vak-
ir og sefur innra með manninum
sjálfum?
Óttinn er oftar hugarástand en
tilfmning, og hann getur brugðið sér
í allra kvikinda líki. Angist er ein
hlið óttans. Angistin minnkar ein-
staklinginn. Hún er neikvæð afstaða
gagnvart eigin möguleikum. Hún
birtir heiminn sem stóran og merk-
ingarlausan þurs, og einstaklingur-
inn upplifir frelsi sitt gagnvart hon-
um og jafnframt ábyrgð. En veit þó
ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.
Hann kiknar í hnjáliðunum, og an-
gistin hellist yfir hann. Hann er
ekki þræll heldur fijáls, en löngunin
til að flýja af hólmi fangar viljann.
Hann rís upp og blóðið streymir í
fæturna. Hann tekur á rás eftir
bjargbrúninni milli heims og helju.
Hann sjálfur er ástæða flóttans og
hann leitar að helli til að fela sig í.
Kvíðinn er önnur hlið óttans. An-
gistin setur persónuna í brennidepil
en kvíðinn allt sem stendur fyrir
utan hana eða ógnina í umhverfinu.
Kvíðinn beinist að heiminum. Hann
er gagnvart þeim hlutverkum sem
einstaklingurinn þarf að taka að
sér, gagnvart því að vera nemi,
maki, foreldri, starfsmaður, þegn í
samfélagi og öllu því sem ætlast er
til eða honum ber skylda til að inna
af hendi. Hver maður leikur mörg
hlutverk eftir skráðum eða óskráð-
um reglum. Þetta veldur kvíða og
vanmætti til að mæta hinum vélkn-
úna valtara heimsins og kremjast
ekki undir.
Uggurinn er þriðja hlið óttans, eða
hræðslan við hið óþekkta. Angist er
ótti gagnvart sjálfum sér, en uggur-
inn gagnvart hinu óþekkta í okkur
sjálfum. Kvíði er ótti gagnvart heim-
inum, en uggurinn gagnvart hinu
óþekkta í heiminum eða því sem
leynist í myrkrinu. Uggurinn er and-
spænis hinu óskiljanlega og óþekkta
sem getur sprottið óvænt upp eins
og fugl af hreiðri hvar sem er og
hvenær sem er. Hið óþekkta getur
brotist út, jafnt hjá okkur sjálfum
sem öðrum. Enginn er óhultur fyrir
því. Ef við horfumst í augu við hand-
samaðan fjöldamorðingja, getum við
fundið til ótta, en okkur finnst það
uggvænlegt ef fjöldamorðingi leynist
meðal okkar. Hann getur verið hvar
sem er og hver sem er. Við erum
aldrei örugg, og skelfingin nærist
einmitt á öryggisleysinu. Hryllings-
kvikmyndir beinlínis sanna þessa
uggvænlegu hlið óttans — eða tang-
arhald hins óþekkta á manninum.
Óravíddir mannsins virðast bæði
guðlegar og djöfullegar. Maðurinn
er ekki skiljanlegur sjálfum sér og
þess vegna er hann uggvekjandi líf-
vera. Vegir guðs eru órannsakanleg-
ir og það uggir mennina. Guð má
lofa, dýrka og óttast. Óttinn á sér
öruggt fylgsni í mannshuganum og
er því óafmáanleg tilfinning í sálar-
lífinu. Óttinn er verðugt íhugunar-
efni, því Uggabaldur hverfur aldrei
úr myrkrinu. Að vera manneskja er
þ.a.l. að vera milli vonar og ótta,
milli ljóss og myrkurs.
Speki: Hugrekki er að snúa ótta
í von og þora að ganga andspænis
ógninni.
STANGVEIÐI/Er vandi ab veiba á mabk?
LAXINNÍNÓNHYL
MARGUR fiskurinn hefur glatast vegna þess að veiðimaður bregst
ranglega við. Sagt er að menn læri mest af mistökum. Það er
eflaust rétt, til þess eru vítin að varast þau en þetta er óneitan-
lega miskunnarlaus skóli. Er þá einhver algild regla um hvernig
fara skuli að? Varla, en hér fara á eftir nokkur atriði sem gott er
að hafa í huga.
Fyrst kemur til álita hvort verið
er að veiða siling eða lax.
Ennfremur hvaða agn er notað.
Þegar veitt er á maðk er það þolin-
mæðin sem gildir hvort heldur er
um lax eða silung
að ræða. Það
borgar sig yfirleitt
að gefa fiskinum
tíma til að gleypa
og þá reynir á að
freistast ekki til
að bregða of fljótt
við þá er hætta á
að beitunni sé kippt frá honum,
hann hvekkist og missi áhugann.
Þessa athöfn verður að fremja
eftir tilfinningu og það gerir
maðkaveiði spennandi. Fiskurinn
kemur við agnið, nartar, togar svo-
lítið í, stangartoppurinn kippist til
— og hjarta veiðimannsins tekur
ef til vill líka svolítinn kipp, eftir-
væntingin er í hámarki.
Þegar kippirnir verða ákveðnari
og hver eftir annan er varla um
að villast, fiskurinn hefur tekið að
ekki sé talað um ef hann dregur
út línuna og stöngin svignar í keng.
Þá slaknar á eftirvæntingarspenn-
unni en annars konar tilfinning tek-
ur við — hvað er hann stór, hvar
er best að þreyta hann, er einhvers
staðar hægt að landa honum, næ
ég honum, missi ég hann?
Sumir temja sér þá reglu í upp-
hafi að telja hægt upp að fjórum
áður en þeir bregða við fiski og
oftar en ekki gengur dæmið upp.
Þetta er samt ekki alltaf svona ein-
falt og fiskurinn virðist enga lyst
hafa á þessu slímuga fyrirbæri sem
dinglar fyrir framan nefið á honum,
á það jafnvel til að stríða veiðimann-
inum.
Ég minnist atviks þegar ég þótt-
ist fara í hvívetna eftir settum regl-
um en ekkert stoðaði og sannast
enn sem fyrr að það er fiskurinn
sem ræður. Ég var við Nónhyl, það
var liðið að hádegi, sól skein í heiði,
logn og ekki sérdeilis gott veiðiveð-
ur en vel sást ofan í efri hluta hyls-
ins..
Ég renni maðki niður undir brot-
ið þar sem laxinn liggur og finn
strax að hann nartar í beituna. Ég
bíð grafkyrr, gæti þess að hreyfa
ekki stöngina, gef honum frekar
línu en hitt en ekkert gerist. Sé ég
þá á að giska 12 punda lax synda
upp í hylinn með maðkinn milli
tannanna, hann bítur um buginn á
önglinum mjög tæpt. Ég sá þetta
vel vegna þess hve birtuskilyrðin
voru hagstæð, þar að auki fann ég
alltaf veikan titring í stangartoppn-
um.
Ég hélt aftur af mér, sá að ekki
þýddi að bregða við honum, hefði
bara kippt maðkinum út úr honum,
en beið, að mér fannst heila eilífð.
Laxinn svifaði þama hægt upp að
steini efst í speglinum, sleppti agn-
inu, seig svo niður á brotið.
Ég reyndi að slaka á og gaf laxin-
um líka tíma til að jafna sig, kast-
aði svo aftur nákvæmlega á sama
stað og enn gaf laxinn sig til. Ég
fór ennþá varlegar en áður en sama
sagan endurtók sig, laxinn fjar-
lægði ósköp rólegur þessa óværu
úr lægi sínu, tók svo tæpt á beit-
unni að það var eins og hann hryllti
við henni og engin von til þess að
öngullinn stæði í honum þótt ég
tæki í spottann. Hann skilaði beit-
unni frá sér nákvæmlega á sama
stað og áður og lét sig sakka niður
á legustaðinn.
Sviti var nú farinn að spretta út
á enni mér því að allt er í senn,
taugarnar þandar, sóli í fullu suðri,
tíminn að renna út og örvæntingin
að ná tökum á mér. Ég reyndi að
halda mér rólegum og hugsaði
málið, hnýtti á minni öngul og
þræddi upp á hann mjóslegnari
maðk. Þessu skyldi kauði fá að
kyngja. Ég kastáði í þriðja sinn og