Morgunblaðið - 19.07.1992, Síða 7
... MORGIJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR,19. JÚJJ l-992
neinu tagi. Hélt mig eingöngu við
áfengið. Þótt ég hafi verið svona
mikið veikur þá man ég þetta tíma-
bil í smáatriðum, en ég hugsa ekki
mikið um það í dag.“
Það urðu mikil viðbrigði að hætta
að drekka. Fyrstu áfengislausu helg-
arnar eru Óla í fersku minni. Hvem-
ig það var að vakna upp á sunnu-
dagsmorgnum, ótimbraður og klár í
kollinum. Helgarnar söfnuðust sam-
an og urðu mánuðir og ár. Þetta var
ótrúleg reynsla, að lifa-hverja helgina
eftir aðra án áfengis. Óla fór að líða
betur og hann öðlaðist trú á sjálfan
sig og lífið á ný.
Leitin að Guði
í meðferðinni á Silungapolli gafst
íþróttamanninum loksins tóm til að
taka eftir hrópi sálarinnar. Þar öðlað-
ist hann trúarreynslu: „Eina nóttina
vaknaði ég upp og fann fyrir miklum
friði og kærleika sem ég vissi innst
inni að var snerting Guðs. Eftir þetta
var ég mjög leitandi andlega, en vissi
ekki hvert ég átti að snúa mér. Ég
vildi trúa því að til væri Guð sem
hægt væri að tala við og væri nálæg-
ur, ekki bara einhvers staðar lengst
í burtu.“
Á þessum tíma kynntist Óli Berg-
þóru Oddgeirsdóttur og hófu þau
sambúð. Þeim fæddist drengur árið
1982. Tveimur árum síðar slitnaði
upp úr sambúðinni en þau héldu
áfram tengslum sín í milli. í huga
Óla velktust margar spurningar um
tilgang lífsins og hvar Guð væri að
finna. Haustið 1986 benti Bergþóra
Óla á að tala við Björn Inga Stefáns-
son, prest Vegarins. „Þarna hitti ég
mann sem sagði mér sögu sína. Björn
hafði lifað ósköp venjulegu lífi, ekki
lent í misnotkun eða neinu slíku líkt
og ég. Frásögnin af trúarreynslu
hans heillaði mig gjörsamlega. Mér
fannst þetta of ótrúlegt til að geta
verið satt. Hann talaði um Guð eins
og hann þekkti hann. Þetta hafði ég
aldrei heyrt áður. Þegar viðtalinu
lauk bað Björn með mér litla bæn
og það má segja að þá hafi allt
breyst. Ég tók á móti Kristi inn í líf
mitt. Á þessari stundu varð ég ekki
fyrir neinum sérstökum hughrifum,
en um kvöldið og næstu daga fann
ég að eitthvað mikið hafði gerst. Það
varð meiriháttar breyting hið innra
BOSCH
V E R S L U N
Lágmúla 9 sími 3 88 20
RAFSTÖÐVAR
ALLT AÐ 30%
LÆ K K U N
1,90 kw 62.627 stgr.
2,15 kw 55.456 stgr.
3,00 kw 80.741 stgr.
3,40 kw 1 fasa 3,80 kw 3 fasa 115.446 stgr.
sími 67 48 44
3^7
Morgunblaðið/Bjami
Okunnugir áttu
það til að
spyrja hver
hann _ væri
þessi Óliver
sem ylli slík-
um huga-
ræsingi.
Maðurinn
\ var Ólafur
R Bene-
diktsson,
einn
fræknasti
I mark-
vörður ís-
lensks
handbolta.
1969
1970
1971
1972
1972
1973
1973
1974
1974
1974
1976
1976
1977
1977
1977
1978
1979
1979
1979
1979
1979
1980
1981
1982
1985
1989
1989
Byrjar með 2. flokki í Val.
Sigur á Norðulandameistaramóti unglinga.
Fyrsti landsleikur Óla.
Valur íslandsmeistari utanhúss.
Ólympiuleikarnir í Munchen.
Valur Islandsmeistari innanhúss.
Evrópukeppni meistaraliða.
Valur bikarmeistari.
Heimsmeistarakeppnin í A-Þýskalandi.
Evrópukeppni bikarhafa.
Norðurlandámeistaramót í Danmörku.
Valur íslandsmeistari utanhúss.
B-keppnin í Austurríki, island í A-flokk.
Valur íslandsmeistari innanhúss.
í atvinnumennsku hjá Olympia, Sviþjóð.
Með Olympia (sænsku úrvalsdeildinni.
Evrópukeppni meistaraliða. ^>4
Valur (slandsmeistari innanhúss.
B-keppnin f Frakklandi.
Óli Ben. stigahæsti leikmaður MBL. s
Evrópukeppni meistaraliða.
Sfðasti landsleikurinn, alls leiknir 102 1|||
Félagaskipti í Þrótt.
Evrópukeppni bikarhafa.
Félagaskipti í Val.
Evrópukeppni meistaraliða.
Valur fslandsmeistari innanhúss.
Óli keppti með
Olympia i sænsku
úrvalsdeildinni eitt
keppnistímabil.
með mér. Þegar ég fór með bænirn-
ar mínar um kvöldið var ég sann-
færður um að Guð heyrði þær. Hann
var hjá mér. Það var vissa í hjarta
mínu og ég fékk að reyna óumræði-
lega gleði, óstöðvandi þakklæti, eitt-
hvað sem ég hafði aldrei nokkurn
tíma fundið fyrir áður.“
Það hafði orðið bylting í lífi Óla
við að fara í meðferðina, en þetta
var margfalt meira. Þama urðu aftur
algjör kaflaskipti. „Þegar ég frelsað-
ist fékk ég andstyggð á öllu sem
tengdist sukkinu og vitleysunni. Mér
fannst eina nóttina að ég þyrfti að
gera hreint í íbúðinni. Ég tók saman
í poka hluti sem ég hafði fengið lán-
aða og gleymt að skila. Allt íþrótta-
dótið, bikara og þess háttar, setti ég
í svartan plastpoka og fór með í
geymslu.
Þegar þetta gerðist vorum við
Bergþóra komin sitt í hvora áttina
og það stefndi í algjöran aðskilnað
okkar í milli. Við höfðum gert allt
sem í okkar valdi stóð til að vinna
úr okkar málum, en ekki tekist. Eft-
ir að við eignuðumst bæði trú gerði
Guð hið ómögfulega og leiddi okkur
saman. Við giftum okkur 1987. Mér
finnst þetta sýna hvað Guð getur
gert ef maður hleypir honum að.“
í dag er Óli á fastri stefnu og
þykir lífíð gott. Þau Bergþóra eiga
tvö böm, einnig býr hjá þeim lt ára
sonur Bergþóru og Óli átti fyrir dótt-
ur sem nú er tvítug. Ólj starfar við
sölu- og skrifstofustörf í Reykjavík.
Óttinn og kvíðinn sem fylgdi óregl-
unni er farinn og í staðinn komin
von. Hann segist hafa lært að taka
á vandamálum öðmvísi en hann gerði
áður, hann biðji Guð að hjálpa sér.
„Óliver“ hefur ekki alveg sagt skilið
við íþróttimar. „Við hittumst alltaf
gömlu félagamir úr „Mulningsvél-
inni“ tvisvar í viku og spilum innan-
hússfótbolta. Nú myljum við hver
annan í kyrrþey," segir Óli. „Svo
sæki ég kirkju í Veginum og það fer
mikill tími í starfið þar, bæði sam-
komur um helgar og heimahópa. Ég
spila líka fótbolta við nokkra félaga
úr kirkjunni. Við hjónin emm með
sumarbústaðaland austur í Gríms-
nesi og höfum varið miklum tíma til
að planta og græða það upp. í dag
langar mig mest til að lifa í sam-
ræmi við vilja Guðs.“
FJALLABILL A FINU VERÐI
Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíHsem treysta
má á jafnt sumar sem vetur. AldrifiO og læsta drifið
gera bílinn mjög öruggan og stöðugan íakstri.
Hann er með 1600 cm3 vél og er fáanlegur bæði
með fjögurra og fimm gíra skiptingu.
Farangursrými má stækka með því að velta fram
aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár.
1LADA SP0RT
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF.
Armúla 13108 ReykpmTc Símar 681200 S 31236