Morgunblaðið - 19.07.1992, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.07.1992, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 j eftir Guðmund Halldórsson HÓPUR gulleitarmanna með flók- I inn hátæknibúnað fór nýlega frá Miami til Andesfjalla í Suður-Amer- íku til að leita að sögufrægum fjár- sjóði, sem Inkar kunna að hafa falið í fjöllum Ekvadors fyrir rúmlega fjórum öldum. Sljórnandi leiðang- ursins er Oswaldo Garces frá Ekvador, beinn afkomandi síðasta i konungs Inka að eigin sögn. Hann telur örlögin hafa vísað sér á slóð gullsins. „Þegar ég var barn dreymdi mig um helli, þar sem gull- ið væri falið,“ sagði hann fyrir brott- förina. „Ég verð að finna það — mér er nauðugur einn kostur.“ | ins mikilli tækni hefur aldrei Bgi verið beitt í leit að fjársjóði og leiðangrinum hefur verið I líkt við ævintýri kvikmynda- hetjunnar Indiana Jones. j Garces og rúmlega 50 menn hans i hafa meðal annars á að skipa inn- j rauðum skönnum, ratsjám sem sjá : í gegnum jarðveginn, fjarstýrðum ’ ökutækjum og leiðsögubúnaði, sem gervihnettir eru notaðir til að stjórna. Leitin beinist að 780 lestum af gulli, silfri og eðalsteinum, gull- grímum og líkneskjum, skrautgrip- j um, gimsteinum og öðrum gersem- um, sem Garces telur að stuðnings- menn forföður síns hafí falið í helli í Llanganati-fjöllum í Mið-Ekvador til að afstýra því að dýrgripirnir féllu í hendur spænskum landvinn- ingarmönnum, nokkrum áratugum eftir að Kólumbus fann Nýja heim- inn 1492. Æ síðan hafa ævintýra- ; menn leitað að þessu ómetanlega safni gersema og listaverka og fleiri fjársjóðum norðar og austar í Suð- ur-Ameríku. Þjóðsagnablær hefur hvílt yfír sögum af hinum týnda Pizorro: logði undir sig riki Inka með 200 monna her ó nokkrum mónuðum, rúmlego sextugur oð oldri. Gullmaðurinn Brátt bárust Spánveijum fréttir af jafnvel enn meiri fjársjóðum norðan við ríki Inka, á stað sem margir kölluðu El Dorado. Sumir töldu staðinn týnda borg, en aðrir að hann væri musteri langt inni í frumskóginum og að fjársjóður væri geymdur þar. Enn aðrir héldu að El Dorado væri fjall úr skíra- gulli. Líklegast var þó talið að E1 Dorado, sem er spænska og merkir gullmaðurinn, hefði verið höfðingi, trúlega æðsti maður Muisca-ætt- bálksins, sem bjó nyrzt í Andesfjöll- um, á svæði þar sem borgin Bogota stendur nú. Nafnið E1 Dorado var að líkindum dregið af trúarathöfn, sem fór fram þegar nýr höfðingi tók við. Þegnar hans söfnuðust þá saman á bakka stöðuvatns og tóku þátt í nokkurra daga hátíð. Þegar hún stóð sem hæst réru höfðinginn og prestar hans út á mitt vatnið, þar sem hann var afklæddur og líkami hans húð- aður gulli. Að svo búnu fleygði fjársjóði Inkanna síðan landvinn- ingamenn Franciscos Pizarros tóku Atahualpa, síðasta konung þeirra, til fanga 1532 og neituðu að láta hann lausan nema gegn því að stuðningsmenn hans fylltu herbergi af gulli. Inkar gengu að afarkostum Spánveija, sem slepptu þó ekki Atahualpa. í von um að fleiri dýr- gripir mundu tryggja konunginum frelsi söfunðu Inkar saman enn meira gulli og fluttu það með stórri vagnlest. Um 60.000 Inkar sóttu til höfuðvígis Spánveija með lausn- argjaldið, en áður en þeir komust þangað fréttu þeir að Atahualpa hefði verið tekinn af lífí. Inkar földu fjársjóðinn, en ekki var vitað hvort þeir hefðu grafíð hann í jörðu, falið hann í helli eða sökkt honum í stöðuvatn. Að svo búnu réðust þeir til atlögu til að hefna hins fallna konungs, en biðu ósigur fyrir 200 manna her Spánveija, sem lagði undir sig gullríki Inka í Andesfjöll- um. Bandarískur hótæknileiðangur í anda Indiana Jones leitar nú að týndu gulli Inkanna í fjöllum Ekvadors Guotovito-votn: talið oð þar leynist enn mikill fjórsjóður. hann gulli og gersemum í vatnið til að friða guðina. Þegnar hans á vatnsbakkanum fóru að dæmi hans og köstuðu gullmunum út í vatnið til að færa guðunum fómargjafír. Þannig varð vatnið mesta gullkista Nýja heimsins. Spánveijar töldu sig komast að því að þessar trúarathafnir hefðu farið fram við stöðuvatnið Guata- vita, sem er í eldgíg og umlukið háum Qöllum á svæði, sem nú er í Mið-Kólombíu. Voldugu ríki Mu- iscamanna hafði hins vegar hnignað áður en Spánveijar komu til sög- unnar og þegnar E1 Dorado áttu fáar gullnámur sjálfír. Gullinu höfðu þeir sankað að sér með hem- aði og viðskiptum, en þeir áttu einu smaragðanámu Suður-Ameríku og miklar birgðir af salti, sem þeir notuðu til að kaupa gull og nauð- synjar. Þýzkur landstjóri Venezúela, Georg Hohermuth, hóf leit að E1 Dorado 1535 þegar hann heyrði Indíána segja: „Gullið kemur frá sama svæði og saltið." Leitin stóð í þijú ár og 300 leiðangursmenn af 400 létu lífið, en ekkert gull fannst, þótt þeir færu fram hjá gullvatninu í tæplega 90 km íjar- lægð. Þrír leiðangrar voru gerðir út á næstu ámm til að fínna gullið — undir stjórn landvinningamannsins Sebastian de Beleclazar, þýzka ævintýramannsins Nikolaus Feder- mann og spænska lögfræðingsins Gonzalo Jimenez de Quesada. Qu- esada fann svæði auðugt af salti og komst að því með pyntingum á Indíánum hvar smaragðanáman leyndist. Þegar honum var sagt að þorpið Hunsa væri „gullstaður" tók hann það herskildi og fann marga gullmuni. Quesada fann líka mikið safn smaragða og poka með gulldufti. Gullhringir Indíána, sem menn hans drápu, voru teknir herfangi. Greipar voru látnar sópa um hús höfðingj- ans í þorpinu, sem var þakið þykk- um gullplötum að innan, og þar var hásæti úr skíragulli og smarögðum. Árið 1539 mættust leiðangrar Qu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.