Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 f svtósliósinu/Jean-Philippe Labadie fer með eitt helsta hlutverkið í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber vinnuheitið „Stuttur frakki“ Litli prinsinn eftir Sindra Freysson Ljósmynd: Sverrir Vilhelmsson Fyrir skömmu lauk tökum á nýrri ís- lenskri kvikmynd sem ber vinnuheitið „Stuttur frakki“ og er handritið eftir Friðrik Erlingsson en Gísli Snær Erl- ingsson leikstýrir. Ungur franskur leikari, Jean-Philippe Labadie, fer með eitt helsta hlutverkið, og segir myndin gamansama sögu af viðskipt- um frakkans stutta við mörlandann og gjóluna hér, auk þess sem frakk- inn gæti verið draumaprins ungs tón- skálds, sem Elva Ósk Ólafsdóttir leik- ur, en ekki er vert að rekja söguþráð- inn frekar á þessu stigi framleiðsl- unnar. Jean-Philippe dvaldist hér- lendis f liðlega mánuð meðan á tök- um stóð, og gaf sér tfma til að spjalla við Morgunblaðið um feril sinn og kvikmyndina sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs. E g fæddist í Borde- aux-héraði fyrir þijátíu árum og þar býr fjölskylda mín enn, en sjálfur flutti ég til Parísar fyrir fimm árum. Sem unglingur var ég reik- ull í ráði og óviss um hvaða stefnu ég ætti að taka í líf- inu. Bróðir minn vann þá við frönsku járnbrautirnar og í gegnum hann bauðst mér vinna við að selja miða og gefa upplýsingar um ferðir og tímaáætlanir. Hörmulegt starf en þarna eignaðist ég peninga í fyrsta skiptið á ævinni og hafði meira svig- rúm til ákvarðana um fram- haldið, þrátt fyrir að vera ögn niðurdreginn vegna óvissunnar. Vinur minn tældi mig til að þreyta inn- tökupróf í Þjóðarleiklistar- skólann (Conservatoire National d’Art Dramatique), sem átti að halda hálfum mánuði síðar. Þá hafði ég aldrei leikið, fyrir utan smá- rullu í stuttmynd eftir annan kunningja minn, og raunar aldrei komið í leikhús. Ég skrapp á bókasafn og fékk lánaða leiktexta til að flytja í áheyrnarprófinu, var því þokkalega undirbúinn en af- skaplega kærulaus með nið- urstöðuna - því mér var nokk sama hvort ég kæmist inn eða ekki. Prófið var haldið í stóru leikhúsi og ég stóð á risastóru svið og hvíslaði undurlágt, enda ókunnugur þeirri raddbeitingu sem slíkt gímald krafðist. En fyrir vik- ið þótti inntökunefndinni ég vera í senn eðlilegur og ögn spaugilegur, því hún hleypti mér inn. Það tók mig þó á annað ár að gera endanlega upp hugann, en þá kenndi mér maður sem sýndi mér fram á hvað leiklistin hefur mikið að gefa. Eftir skólann byijaði ég að leika í verki eftir Ionesco, síðan soninn í Glerdýrum Tennessee Will- iams þar sem ég stóð mig illa en uppsetningin vakti hrifningu og várð vinsæl. í kjölfarið fylgdu hlutverk í verkum eftir Moliére og Carlo Goldoni auk samtíma- höfunda eins og Copi og Fernando Arrabal. En vinur minn sem gerði stuttmynd- ina áðurnefndu, hélt áfram að vinna með mér og í gegn- um hann kynntist ég öllu því fólki sem ég hef unnið með síðan í kvikmyndum, þetta er kvikmyndafjölskyldan mín. Sami hópurinn hefur unnið 20 stuttmyndir sam- an, allt frá 2 mínútum að lengd upp í 50 mínútur og eina í fullri lengd. Peningar eru af skornum skammti, en þarna vinna saman / skemmtilega ólíkir einstakl- ingar og samstarfið er mjög ánægjulegt, við hittumst með óreglulegu millibili og leggjum í hugmyndapott sem síðan er unnið úr. Það er enginn einn framleiðandi og allir ganga í þau störf sem ekki tekst að manna. Verkin hafa flest verið sýnd á kvikmyndahátíðum og hópvinnan hefur skilað sér í góðri gagprýni og vaxandi eftirtekt. í gegnum einn úr hópnum kynntist ég Gísla Snæ, en hann hafði séð mig í einni stuttmyndinni, þar sem ég lék vélmenni og vildi vinna með mér. Hann hringdi, við hittumst, rædd- um um fjölskyldur okkar og kvikmyndir þar sem smekk- ur okkar var að flestu leyti ólíkur, og ákváðum að rugla saman reitum okkar í vinn- unni. Við gerðum tvær myndir saman áður en hug- myndinni að „Stuttum frakka“ var hrint í fram- kvæmd, og var önnur mynd- in skólaverkefni Gísla og Ú’allaði um eiturlyfið alsælu sem gengur ljósum logum um heiminn nú. Framleið- andi hjá franska ríkissjón- varpinu TF 1 sá myndina, en hann var að vinna að mynd um langt leiddan eit- urlyfjaneytanda frá því að hann var 15 ára og þangað til hann nær þrítugu, og hreifst svo af mynd Gísla, að hann keypti búta úr henni og klippti inn í sitt verk til að sýna alsælu-ástand neyt- andans, en ég lék hann síðan á öðrum skeiðum fíknarinn- ar. Myndin vakti töluverða athygli og ég hef fengið mörg atvinnutilboð, bæði frá framleiðanda myndarinnar og öðrum, og má segja að þetta hlutverk hafí komið mér á kortið hjá áhorfendum og leikstjórum." Strax að loknum tökum á „Stuttum frakka“ flaug Jean- Philippe til Parísar til að leika aðhlut- verkið í kvikmynd sem fjórir leikstjórar stýra, en myndin sem heitir „Ævintýri Pau- los“ er byggð upp á stuttum sögum um daufdumban mann í ýmsum kímilegum aðstæðum. T ean-Philippe leikur André Lamon, starfsmann hjá FrancoMus, sem er nókkurs konar inn-og út- flutningsráð menningar og iðnaðar, og er í hans verka- hring að þefa uppi nýja hæfileika. Þegar Jacques Lang, fyrrverandi menning- armálaráðherra Frakklands, og Svavar Gestsson, sem gegndi embætti mennta- málaráðhera hérlendis á síð- asta kjörtímabili, undirrita samning um menningar- tengsl landanna tveggja, fara hjólin að snúast; laun- þeginn André Lamon fær lokatækifærið til að reka af sér slyðruorðið og uppgötva hljómsveit á íslandi sem á erindi á franskan markað. Verkefnið virðist liggja ljóst fyrir, en margt fer öðru vísi en ætlað var, og allt er í handaskolum. Hann lendir hér í margvíslegum ógöngum og villum, skrýdd- ur hvítum frakka og vopnað- ur lítilli myndbandstökuvél, sem á að festa hljómleika nokkurra íslenskra hljóm- sveita á band, og á sama tíma þræðir yfírrótarinn Rúnar (Hjálmar Hjálmars- son) hvern kima borgarinnar í leit að mikilvægasta gesti tónleikanna. Þá kemur til sögunnar ungur tónlistar- kennari og lagahöfundur, Sóley Ólafsdóttir (Elva Ósk Ólafsdóttir), sem reynist frakkanum einstök hjálpar- hella og bjargar honum fyrir horn hvað eftir annað. Eg á margt sameig- inlegt með André,“ segir Je- an-Philippe, „til dæmis upplifði ég fyrstu dagana hérlendis á keimlík- an hátt og hann gerir. Mér var hreinlega ekki sjálfrátt, var afar utangátta og jafn- vel klaufskur á stundum; hellti niður kaffi, braut smá- hluti o.s.frv. Ég var ekki lengur á heimaslóðum og þekkti í raun engan, því Gísli er fremur góður kunningi og vinnufélagi í París en náinn vinur, auk þess sem kvikmyndgerð býður ekki upp á margar tómstundir meðan á tökum stendur. André er óharðnaður og að ýmsu leyti saklaus sál, og ég hef átt auðvelt með að túlka slíkar persónur, þó að aldurinn fari að segja til sín. Ég skil hann því fullkom- lega, auk þess sem ég kann- ast við þá tilhneigingu hjá honum að láta sér líða vel, en fela öðrum viðskiptin og vandræðin sem þeim fylgja. Fyndnasta við þetta allt saman er þó að ég á vin í Frakklandi sem er plötu- framleiðandi, og hann bað mig um hefja störf hjá sér við að uppgötva og velja hljómsveitir, sem ég þáði ekki. Ég vil frekar leika og vinna með góðum félögum, því markmiðið er ekki að verða frægur eða safna digr- um sjóðum. En sæki frægðin og fylgifiskar hennar mig heim einn góðan veðurdag, fengi ég upplagt tækifæri til að styrkja vini mína og kunningja, já, renna stoðum undir hópinn allan. Þeir leik- stjórar sem ég vil helst vinna með eru snauðir af pening- um og fá kannski aðeins tækifæri til að gera kvik- mynd á fimm eða sex ára fresti. En það er leikara mikilvægt að vinna með sem flestum og ólíkustum leik- stjórum, því hver og einn er eyland og hefur upp á eitt- hvað nýtt að bjóða, en reyn- ir ekki að líkja eftir vinnu- Náttfari á leið til Perú EIN af fyrrum Fokker F.27 flugvélum Flugleiða, TF-FLN Náttfari átti leið um Reykjavíkurflugvöll sl. laugardag. Vélin hafði hér viðdvöl á Ieið sinni til Perú en þar mun hún þjóna nýjum eigendum í innanlandsflugi út frá höfuðborginni Líma. Flugvél þessi þjónaði í innanlandsflugi hérlendis í hartnær tvo áratugi. Það var Flugfélag íslands hf. sem keypti Náttfara til landsins frá Japan árið 1972 en vélin fékk þá einkennis- stafina TF-FIN og nafnið Gljáfaxi. Nokkru eftir sam- einingu flugfélaganna varð skráningu vélarinnar breytt og síðar var henni gefið nýtt nafn. alls flutti þessi flug- vél um 1,1 milljón farþega á þessum tæp- lega tuttugu árum sem hún var í notkun Flugfélags íslands og Flugleiða. Við ákvörðun Flugleiða um leigukaup á nýjum Fokker 50 skrúfuþotum til innanlandsflugs Morgu n bl aðið/PPJ Náttfari ein af fyrrum Fokker F.27 Friendship flugvél- um Flugleiða átti leið um Reykjavíkurflugvöll sl. laugar- dag á leið til nýrra eigenda í Perú. voru eldri Fokker Friendship vélarnar seld- ar 'fjármögnunarfyrirtæki í eigu Fokker. Þær voru síðan afhentar til Hollands í vetur og vor, um leið og nýju vélarnar voru teknar í notkun og hafa sumar þeirra nú þegar verið seldar áfram til nýrra eig- enda. L IST- WEí>l 5L ■psi '>,r' (5 o «1 ]fo Srkv- L FLittK fyR P o P- - jKevri x. 5Ko‘l| e.«- o STÆÐI X FóTuR AlDft Sr^R'- OR.Ð sj® HOL- 5 KfFú UÍL þÆTr IR ÁFKT fy'VJ’xr gc/A'M FUCL RL- FUCUHK Zékvl v«f> fy&T frÆPÍ ud HL’lPlR MA’LM- HP- EIKt'n- fiST f/A'- K“omK- frutt&a fia 'a K»N- U Nf^l ftÓTfi i LrtNO ULL KvffH- HlMAR PÚIC- /Nn "l 5WN 0 ro *e- $£T/J- /Ník Sic-- IR. KV- ÆG 1 irio /fi Cf-eufi Ho-LeW VCTfí ÍKT- T'f Lér*CO A BfiN- iKá <1 C L T 5K «- iá p f* i> f* 1 |NN esr- ‘,V L/ER- ■ iKRoK- 1 AK 1 JTA'V- IRSvR' UP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.