Morgunblaðið - 19.07.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 C 21
I
IFJORUFERÐ
Baldr eftir Jón Leifs á geisladisk
Frá Frá Atla Heimi Sveinssyni:
Á íslenskum menningardögum í
Glasgow nýlega, gerði tónaljóð Jóns
Leifs, Geysir, stormandi lukku.
Áheyrendur voru á einu máli um að
hér væri á ferðinni sérkennilegt og
magnað meistaraverk, og gagnrýn-
endur tóku í sama streng.
Smáklausa í efnisskrá vakti at-
hygli mína. Þar stóð að verkið hefði
verið samið árið 1961 en frumflutt
1984. Þetta segir mikla sögu. Allan
þennan tíma var starfandi sinfóníu-
hljómsveit á íslandi, og flest ef ekki
allt var flutt, sem íslensk tónskáld
sömdu (mismunandi bitastætt) fyrir
Frá Frá Guðrúnu Jacobsen:
EKKI ætla ég mér þá dul, að ég sé
skriftafaðir — „skriftastarfskraftur"
prestastéttarinnar — því er bara
ekki að leyna að prestastéttin er
hlægilega lágt launuð. Hugsið ykk-
ur, þarna er þetta blessað fólk á
opinni vakt allan sólarhringinn, eins
og hverjir aðrir geðlæknar á spítala.
Þegar náungi vor, fullur af einhvers-
konar ólyfjan, hefur engan annan
til að hengja vandamálin sín á, er
presturinn rifinn upp.
Hörðu góði, þú ert prestur, og svo
framvegis. Ég hygg líka að alþingis-
það apparat. Nema Jón Leifs.
Sama gilti um stórvirki hans,
Baldr op. 34. Hann samdi verkið um
1950 og það var ekki frumflutt fyrr
en árið 1991 - varð að bíða í 40 ár
og þar var ekki Sinfóníuhljómsveit
íslands að verki heldur Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar undir stjórn
Pauls Zukofskys. Og ég er innilega
sammála Björku í Sykurmolunum
þegar hún segir að Sinfóníuhljóm-
sveit æskunnar, og starf Zukofskys,
sé það merkilegasta, sem hefur ver-
ið að gerast í tónlist á íslandi.
Skemmst er að minnast frábærs
flutnings á 7. sinfóníu Mahlers á
nýafstaðinni Listahátíð.
menn og ráðherrar væru ekki alltof
sælir þótt þeir fengju 300 þúsund
skattfrítt í mánaðarlaun.
Til samanburðar vil ég geta þess,
að ég var svo heppin áramótin
1985-86, að ég fékk í forföllum pláss
sem kokkur á togara. Reyndar var
lítið eftir af manni í öllum vindgang-
inum eftir 11 daga. Kaupið dugði
samt allan veturinn, svo ég gat
brauðfætt mína og verið heima.
Persónulega finnst mér að endur-
skoða ætti kjaradóm í þriðja sinn.
GUÐRÚN JACOBSEN
Bergstaðastræti 34, Reykjavík
Og nú er Baldr kominn út á geisla-
diski. Og útkoman er prýðileg, og
enginn viðvaningsbragur á leik unga
fólksins. Söngsveitin Fílharmónía
syngur og foringi hennar er Úlrik
Olafsson, kórmeistari. Þá mælir
fram Jóhann Sigurðsson og Ólafur
Kjartan Sigurðssons syngur hlut-
verk Óðins.
Verkið er allt mjög áhrifamikið.
Sumt af þessari tónlist er með því
fegursta sem Jón Leifs samdi, eink-
um sorgarslagirnir um dauða Bald-
urs og útför. Stíll Jóns Leifs er ein-
stakur og ólíkur öðru sem maður
heyrir.
Það er mikill fengur að þessari
útgáfu. Lítið fyrirtæki á vegum Zu-
kofskys, CP2, gefur geisladiskinn út.
Á sama tíma er Sinfónuhljómsveit
íslands að gefa út hálfgleymda
finnska höfunda, með styrk frá ríkis-
stjórninni. Rétt er að geta þess, sem
vel er gert: í fyrra kom út geisladisk-
ur hjá íslenskri tónverkamiðstöð, þar
sem Sinfóníuhljómsveitin flutti verk
eftir Jón Leifs. Stjórnandi var Paul
Zukofsky.
Þá er rétt að vekja athygli á öðr-
um geisladiski með Sinfóníuhljóm-
sveit æskunnar, þar sem hún spilar
tónaljóð Arnolds Schönbergs, Pelle-
as og Melisande op. 5. Flutningur
þessa fagra og hárómantíska verks
er með miklum ágætum.
Vonandi fást þessir diskar í okkar
góðu hljómplötuverslunum.
Og þökk sé Paul Zukofsky og
Sinfóníuhljómsveit æskunnar fyrir
menningarlegt framtak!
ATLI HEIMIR SVEINSSON
Dyngjuvegi 5, Reykjavík
Pennavinir
Frá Eistlandi skrifar 38 ára fjöl-
skyldumaður sem hefur mikin
áhuga á íslenskum pennavinum.
Hann skrifar á ensku.
Tom Koolli
Harju educational center
Talin
Estonia
LEIÐRÉTTIN G
Hitt 96 til Kefla-
víkur
Ingimar Andrésson einn af fyrri
eigendum útvarpsstöðvarinnar Hitt
níusex segir að útvarpstöðin Sólin
hafi ekki keypt útvarpsstöðina eins
og haft var eftir Jóhannesi Skúla-
syni útsvarpsstjóra Sólarinnar í
Morgunblaðinu sl. föstudag. Hitt
níusex hafi verið seld til Keflavíkur
og hefji útsendingar 13. ágúst und-
ir nafninu Útvarp Bros og verði
svæðisbundin útvarpsstöð.
HEILRÆÐI
BÖRN UNDIR 10 ÁRA ALDRIHAFA
EKKI FULLKOMNA HLIÐARSÝN,
GETA EKKIÁKVARÐAÐ FJARLÆGÐ
OG HRAÐA BIFREIÐAR.
SLYSAVARNAFÉLAG ISLANDS
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
Laun presta lág
DUL UndlrrltaAnr hefur hug ú aó safna sam-
an, *kráset|a eg gefa út dulrcenar frásagnir, sem byggfa á per-
sánulegri reyslu landsmanna. Hár er t.d uni aá rseáa: Huldufálks-
sSgur - draugasögur - sögur um fylgjur og fyrirboáa. Þelr, sem
hafa óbirtar frásagnir undir höndum eáa ábendingar um efnl,
geta sent þmr til min í pásti eáa haft samband viá mig símleiáls
og mun ág þá annast skrásetningu sagnanna.
Bjarki Bjarnason, Hvirfli, Mosfellsdal, 270 Varmá, sfmi 91-667098.
RADHÚS í DANMDRKU Til sölu 92 fm raðhús með bílskýli, byggt ■ratRASsr:
|y/o, i Kolt rlasselager vio Arosa. " Verð er 556 þús. Dkr. Ekkert úhvílandi. Fastar afborganir í 14 ór. Upplýsingar ú Islandi í síma 623919 r s □ or ■HOLOSSTOE
f £1 ENTRE Rf j
og í Danmörku í júlímónuði í síma 90-45-86285547. l! VÆRELSE Ú VÆRELSE ^jsOVEVÆR.
Upphækkanir fyrir flestar
gerðir bifreiða
Útsoíustaðin
Bílanausthf.
Flest bifreiðaumboð
Mólmsteypan HELLAhf.
KAPLAHRAUNI 5 • 220 HAFNARFJÖRDUR - SÍMI 65 10 22