Morgunblaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992 B 3 Með ungviðið í skeljatínslu á Breiðafirði í SÓISKINI og logni sigldum við milli eyjanna á Breiðafirði, skoð- uðum fjölskrúðugt fuglalífið, fórum á skeljaveiðar og gæddum okkur síðan á lostætinu. Krökkunum í ferðinni þótti þetta auðsjá- anlega hið besta mál enda mörg hver af mölinni og ekki áður séð með eigin augum allt það sem kemur úr sjónum, ígulker, krabba, hörpuskel og fleira eða fengið að stinga skeifiskinum svo i munninn. ur og rækjur látin þiðna og síga af. Öllu er blandað saman við sýrða ijómann og kælt. Rétturinn smakk- ast best að sólarhring liðnum en það er í lagi að borða hann að 3-4 klukkustundum liðnum. Borið fram með snittubrauði, smjöri og sítrónu- bátum. Forréttur frúar- innar Lundabringur sem búió er að úrbeina. Hver bringa dugar fyrir tvo í forrétt All season Meðal þeirra sem bjóða upp £ á ferðir um eyjarnar eru hjón- in Pétur Ágústsson og Svan- borg Siggeirsdóttir sem reka Eyjaferðir. Þau eru reyndar með ýmsan annan rekstur í Ul Stykkishólmi, eru með hótel, C gistiheimili, gúmmívinnu- stofu og smurstöð. |h Fyrir nokkrum árum var Pétur skipstjóri á skipinu Sif sem fjölskyldan átti en hann O ákvað síðan með kvótakerfinu að söðla um og reyna fyrir sér í öðrum rekstri. Það hefur ■“ kostað mikla vinnu og Pétur segir að kannski fari þau hjónin að taka hlutunum örlítið hægar, þetta sé orðið nóg. Á ferð minni um Snæfellsnes brugðum við okkur í bátsferð með Pétri og ef að fólk er að ferðast með börnin um Snæfellsnes ætti það ekki að láta bátsferð um Breiðafjörð framhjá sér fara því þau höfðu sérstaklega gaman af skeljaveiðunum. Það vakti undrun mina að yfir- leitt kom á daginn þegar ég fór að ræða við karlpeninginn á Snæ- fellsnesi að þeir eru listakokkar. Það komst því í vana að sníkja uppskriftir um leið og kvatt var. Skipstjórinn hann Pétur er engin undantekning þegar þetta er ann- arsvegar. Hann segist elda meira á veturna þegar minna sé að gera hjá sér. í upphafi var hann eigin- lega neyddur í eldhúsið. Pabbi hans var skipstjóri og vantaði kokk. Eg var skipaður í starfið og það var a'ð duga eða drepast. Eg á fáar uppskriftjr, ég spila þetta af fingr- um fram hveiju sinni. Hinsvegar leiðist mér að ganga frá eftir mat og yfirleitt spara ég ekki ílátin þegar ég matreiði því ég er þá búinn að ganga frá því Pétur og Svanborg reka í Stykkishólmi gistihús, hótel, gúmmívinnu- stofu, smurstöð og fara með gesti þá sem kjósa i bátsferð um eyjarn- ar á Breiðafirði. ■ smjörlíki/olía gráðostasósa r|omi fyrirfram að annar taki að sér uppvaskið. Pétur féllst á að gefa lesendum uppskrift af hörpuskelsrétti sem hann notar stundum þegar hann fer með hópa í siglingu og margir hafa falast eftir. Hún fylgir hér á eftir. Þið hafið hana bara fyrir ykkur! Auk þess frétti undirrituð af frábærum en auðveldum forrétti sem hann hafði búið til fyrir 70 manns á afmæli konu sinnar. Þá langaði hann að gera óhefðbundinn forrétt og ákvað að nota lunda. „Lundinn er bestur nýr og það er óheppilegt að geyma lunda lengi því þá þránar hann.“ Uppskriftin fýlgir hér á eftir. Skelfiskréttur skipstjórans _________Fyrir 10-12______ 1 kíló frystur skelfiskur 250 gr rækjur (kræklingur ef vill) 1 /4 stór krukka saxaðar asíur 1 /4 stór krukka saxaðar súrar agúrkur 2 paprikur ein rauð hin græn 1/4 heildós maísbaunir (niðursaxaður relish l/4krukka) 2 dósir sýrður rjómi 1 tsk. hvítlaukssalt 2 tsk. karrý eða eftir smekk Grænmetið er saxað smátt og vökvi látinn síga af því. Skelfisk- niðursoónar perur Úrbeinaðar bringur eru látnar liggja í kryddi og mér hefur reynst lang best að nota All season krydd- ið á hann. Bringurnar eru kryddað- ar vel og lagðar í skál. Safinn sígur úr og þannig er lundinn látinn standa í kryddi yfir nótt og plast breitt yfir. Að því búnu eru bringumar snöggsteiktar á báðum hliðum við mikinn hita og lítil feiti notuð. Það borgar sig að snúa bringunum oft í þessar fáu mínútur sem þær eru steiktar. Bringurnar eiga að vera aðeins rauðar að innan en þó alls ekki þannig að leki úr þeim blóð. Setjið á disk. Hrærið tilbúna gráð- ostasósu á flöskum saman við örlít- inn ijóma til að mýkja og hellið yfir bringu. Skreytið með niðursoð- in peruhelming og setjið í holuna kokteilber. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir * Morgunblaðið/KGA Hin 95 ára gamla Martha von Starezky Nordmeyer sem vill eyða síðustu æviárunum í að kynnast heim- inum. Athyglisverð kona, ekki síst vegna viðhorfa hennar til lífsins sem hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Hún þekkir ást og dauða, útrýmingarbúðir, sorg og gleði. Hún brosir framan í heiminn eftir 95 ára ævi sem er litrík eins og regnbogi meistarans HÚN ER lágvaxin og andlitið er hrukkótt en afskaplega fallegt. Hendurnar eru smáar, fingurnir liprir, og hún notar hendurnar óspart til að leggja áherslu á orð sín. Stundum eins og æstur ítalsk- ur hljómsveitarstjóri. Þessi litla, heillandi, stórgáfaða og lífsreynda kona heitir Martha von Saretzky Nordmeyer og verður 95 ára á næstu dögum. Hún vill nota síðustu æviár sín til að skoða heiminn og við hittum hana einmitt þegar hún var á ferð hér á landi á dögun- um, ásamt 28 ára gömlum sonarsyni sínum, sem er gimsteinn lífs hennar. Að útlendingum þyki Island fal- legt, sérstakt eða jafnvel einstakt, er ekkert nýtt og jafnvel gömul lumma. Það er hins vegar nýtt og athyglisvert að heyra 95 ára gaml- an ferðalang færa rök fýrir þessu áliti sínu. Ást og dauAI Hluti af mannkynssögunni er skráður í líf Mörthu. Hún lifði af útrýmingarbúðir nasista og fanga- vist hjá Rússum. Hún átti stóru ástina sína og missti hana. Hún giftist aftur um sjötug en talar lítið um síðari mann sinn, sem var átta árum eldri en hún og fyrrverandi prófessor í verkfræði. Hún segir hann hafa verið heilmikla karl- rembu. „Hann áleit að konur ættu heima í eldhúsinu og af rúmlega fimm ára hjónabandi tók þrjú ár að kenna honum að konur væru .ekki allar eins! Hann skildi það að lokum, blessaður." Henni verður hins vegar tíðrætt um fyrri mann sinn, Saretsky, yfir- mann í rússneska hernum. Martha er fædd og uppalin í Litháen. „Þar kynntumst við og giftumst þegar ég var 19 ára og hann 44 ára. Þá var ég píanóleikari og kenndi auk þess píanóleik. Hann studdi sjálf- stæðistilburði Litháens, sem var ryk í augum rússneska hersins. Við flúðum því til Þýskalands, þar sem útsendarar nasista tóku hann af lífi. I kjölfarið var ég send í útrýmingar- búðir, en þaðan tókst mér að flýja aftur til Litháen." Ekki var heimkoman þó þægileg, því Rússar handtóku hana, sann- færðir um að hún væri njósnari. „Ég hló svo mikið við yfirheyrslur að ég var fljótt látin laus.“ Þau hjónin höfðu eignast eignast son, sem var orðið það eina sem hún átti eftir. Hann var þó altjent lifandi minning hins ástkæra hjónabands hennar. Eftir fangelsisdvölina sá hún sér ekki annað fært en flýja aftur til Þýskalands. „Þangað fór ég með barn og eina ferðatösku," rifjar hún upp. Ég á heima í heiminum Hún lét hendur standa fram úr ermum, vann fyrir sér og syninum, og fór síðan uppúr 1940 til Parísar þar sem hún lærði snyrtifræði, sem var fátítt á þessum tíma. Síðar átti hún eftir að setja á stofn skóla í Þýskalandi fyrir snyrtifræðinga, og hann rak hún þar til hún var kom- in á áttræðisaldur. Hún hefur átt heima í mörgum löndum og á síðustu árum hefur hún ferðast um alla Evrópu. Hún segist hvorki vera Lithái né Þjóð- vetji. „Ég er ein af þeim sem á ekkert föðurland. Ég á heima á þeim stað sem hýsir mig hveiju sinni. Ég á einfaldlega heima í heiminum." Hún hlær oft og inni- lega. Hreint ótrúlegt að ekki skuli votta fyrir beiskju eða reiði, heldur skuli hún brosa blítt framan í heim- inn, jafnvel glotta. „Ég hef lært að snúa hinu neikvæða upp í and- hverfu sína, hið jákvæða. Það skilur enginn nema sá sem hefur lifað lengi,“ segir hún. Martha er sérlega mikill heim- spekingur frá náttúrunnar hendi og bæði andleg og líkamleg heilsa svo góð að margir miðaldra gætu öf- undað hana. Hún er feikna mikil tungumálamanneskja, enda hefur hún í gegnum tíðina talað litháísku, pólsku, ensku, rússnesku og þýsku. „Ég lærði líka hebresku einu sinni, en náði aldrei góðum tökum á henni,“ segir hún. Fólk hélt ég vœri vltlaus... Geir Rögnvaldsson var fararstjóri Mörthu á ferð hennar um landið. Hann segist hafa haft gaman af því að kynnast henni, hún hafi ver- ið einstaklega vitur og skemmtileg- ur ferðalangur. „Hún tók eftir öllu og spurði spurninga sem venjulegt fólk spyr ekki. Hún hefur mikið innsæi í náttúru landsins og lifnað- arhætti þjóðarinnar," segir hann. „Fólk hélt ég væri vitlaus að ætla að koma hingað á tíræðis- aldri, og hélt að ég myndi ekki ráða við jafn erfitt ferðalag. Reynt var að tala um fyrir mér og segja mér að ísland væri ekkert áhugavert, en ég svaraði því bara til að mér þætti líka áhugavert að kynnast því sem ekki er áhugavert!" Búin að kaupa grafreit og legstein Martha segir frá því að á einum stað úti á landi, hafi henni verið gefnir handpijónaðir ullarsokkar í tilefni þess að hún var elsti gestur sem komið hefði á staðinn. „Mér þótti afar vænt um þessa gjöf og er búin að biðja sonarson minn að sjá til þess að ég verði kistulögð og jörðuð í þessum sokkum. Ég vil fara ofan í jörðina með íslenska handpijónaða sokka á fótunum. Veistu hvað,“ segir hún af ákafa og glottið bendir til þess að skemmtileg saga sé í vændum: „Ég á nánast engar veraldlegar eigur, enda skipta þær mig ekki lengur máli. Hins vegar er ég búin að kaupa mér grafreit og legstein. Ég er búin að láta grafa í hann þá áletr- un sem ég vil hafa og nú vantar ekkert nema eina dagsetningu. Ég tók meira að segja mynd af steinin- um!“ Trúuð en ekki klrkjurœkln Martha hræðist ekki dauðann, hún er trúuð á sinn hátt og segist fara með bænir á hveiju kvöldi. „Ég er ekki kirkjurækin, enda lít ég svo á að Guð sé allsráðandi afl. Guð er á bak við kirkjur og trúarstefnur, Hann er bak við náttúruna og lífið. Þess vegna skiptir máli að fólk sé hluti af náttúrunni, það nálgist náttúruna og hugsi meira um hana en hvað náunginn hugsar eða ger- ir. íslendingar vita þetta og eru sterklega tengdir náttúrunni og umhverfí sínu. Það er einmitt helsta ástæðan fyrir því að ísland er ein- stakt og þjóðin sömuleiðis.“ ■ Brynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.