Morgunblaðið - 24.07.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992
B 11
Skoðum bílinn betur
úður en við knupum
FLAGÐ undir fögru skinni - orðtak sem minnir okkur á, að stundum
er ekki alit sem sýnist. En hvemig getur kaupandi notaðs bíls gengið
úr skugga um hvort hann er að kaupa köttinn í sekknum? Hér á eftir
fer stuttur listi sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur tekið sam-
an, og ætti að geta aðstoðað við gæðakönnun á bílamarkaðinum.
Ekkert kemur þó í staðinn fyrir skoðun framkvæmda af fagmönnum
á bifreiðaverkstæði sem þú skiptir við og þekkir. Slíkt getur sparað
meira en það kostar.
• Er lakkið skemmt eða sést
ryð? Eru skemmdir eftir
árekstur? Bankið til dæmis í
brettin þar sem þau eru fest
DQ og í kringum lugtir. Athugið
frágang ryðvarnar og hugsan-
■ lega ryðmyndun í hjólbogum.
Lyftið gólfmottum til að at-
huga hugsanlega ryðmyndun.
• Athugið hvort yfirbygging-
in hefur skekkst. Falla hurðir
—y vel? Athugið slit í lömum með
því að lyfta undir hurðir. Skrúf-
ið rúðurnar upp og niður. Er framr-
úða skemmd eða rispuð eftir steink-
ast?
• Athugið kælivatn á vél - engin
olía má vera í vatninu. Olía í kæli-
vatni gæti bent til þess að „head-
pakkning" sé léleg eða blokkin
sprungin.
• Mælið olíuna á vélinni. Lítil eða
óeðlilega þykk olía béndir til þess
að vélin sé mikið slitin. Athugið
smurþjónustubók.
• Athugið rafgeymi.
• Eru óhreinindi eða olía utan á
vélinni? Lítur bifreiðin almennt út
fyrir að vera illa hirt?
• Athugið hvort felgulykill, tjakkur
og varahjól eru í bílnum. Athugið
að leiðbeininga- og þjónustubækur
séu meðfylgjandi.
• Athugið hjólbarða. Raufar í
mynstri skulu vera a.m.k. 1,6 mm
að dýpt þar sem dekkin eru mest
slitin. Hjólbarðar skulu allir vera af
sömu gerð. Ekki má vera
hlaup í hjólum. Beyglur á
felgum geta verið merki
um að bílnum hafi verið
ekið óvarlega.
• Ræsið vélina. Hlustið
eftir óeðlilegum hljóðum.
Athugið útblásturskerfi.
• Er hlaup í stýri?
• Stígið fast á hemlafet-
il. Fótstigið á ekki að fara
alveg niður í gólf, heldur
á að vera gott bil á milli.
• Athugið höggdeyfa
með því að ýta á aur-
bretti á hverju hjóli. Haldi
bíllinn áfram að fjaðra
geta höggdeyfar verið lé-
legir eða ónýtir.
• Athugið vegmæli
(kílómetramæli). Berið álestur sam-
an við almennt útlit bifreiðarinnár.
Reikna má með um 15.000 km með-
alakstri á ári.
• Reynsluaktu bílnum. ■
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Sverrir leggur síðustu hönd á grindina.
Endursmíðuð 700
hestof la spyrnugrind
Menn eru nú í óða önn að gera tæki sín klár
fyrir sandspyrnuna á Sauðárkróki á morgun,
laugardag. Einn þeirra er Sverrir Þór í Svissin-
um. Hann mætir í keppnina á spyrnugrind sinni
sem hann prófaði í keppni í fyrra en sprengdi
þá vélina og mætir nú með nýjan og mun öflugri
mótor. Vélin er Chevy 468 kúbik og er áætluð
um 700 hestöfl með hláturgasi. Sverrir er búinn
að prófa gripinn og segir hann virka ótrúlega
vel. „Það þarf aðeins að velgja þessum drengjum
undir uggum,“ sagði Sverrir. Hyggst hann að-
eins taka þátt í sandspyrnum sumarsins en ekki
kvartmílum. Takmarkið segir hann að reyna að
ná í stóru salatskálina. ■
Skráning tjaldvagna
kostar rúmar 8000 krónur
EIGENDUR tjaldvagna þurfa
að reiða af hendi 8.253 krónur
við skráningu þeirra og skoðun
hjá Bifreiðaskoðun Islands.
Gjald þetta er aðeins innt af
hendi einu sinni.
Nýskráning tjaldvagna kostar
5.478 krónur, númeraspjald 1.875
krónur og skoðun við skráningu
900 krónur. Tjaldvagnarnir eru
skráðir með sérstökum hætti á
bifreiðaskrá en ekki eru innheimt
af þeim önnur gjöld en að ofan
greinir og aðeins einu sinni. Engin
árleg gjöld eru af tjaldvögnum og
fái eigendur þeirra senda inn-
heimtuseðla vegna slíkra gjalda
stafar það af mistökum í skrán-
ingu. ■
Bílasport
helgarinnar
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja-
víkur gengst fyrir rallí á laugar-
dag, sem er liður í íslandsmeist-
arakeppninni.
Á laugardag verður sand-
spyrnumót á vegum Bifreiða-
klúbbs Skagafjarðar og
Kvartmíluklúbbsins í Skaga-
firði. ■
Umferðarslys í umdæmi löq-
reglunnar a Akureyri jan.-|úní '92
j 65 tilvíkum vor einungls um eignatjón oó ræða
Hvenær dags verða sysin?
Dreifing umferðarslysa
janúar - júní
Sntt og logið
um smurolíur
GÓÐ smurolía er nauðsynleg hverri bílvél, en ýmislegt í smurolíuheimin-
um kann að virðast flókið við fyrstu sýn. Til dæmis er það logið, að
ekki megi blanda tveimur olíutegundum saman, en satt, að smurolíur
hafi misjafna eiginleika. Olíurnar eru flokkaðar eftir ákveðnum gæða-
stöðlum, og má sjá merkingar þess efnis á umbúðunum ef vel er að gáð.
Hákon Örn Halldórsson, sölustjóri
smurolía hjá Skeljungi hf., sagði að
á íslandi væru aðeins seldar olíur í
háum gæðaflokki sem öllum mætti
blanda saman. Þó gæti verið um ein-
hveija langtímaverkan að ræða.
„Þannig er, að í grunnolíuna eru
sett bætiefni til varnar súmun, tær-
ingu og ryði. Þessi efni geta hins
vegar átt illa saman í olíutegundum
sem er blandað, og olían því ekki
náð þeim gæðum sem staðallinn seg-
ir til um,“ sagði Hákon. Hann kvað
olíu þurfa að sinna fimm meginhlut-
verkum; að smyrja, kæla, þétta
hreinsa og vernda vélina. Við blönd-
un gætu því einhveijir þessara eig-
inleika rýrnað.
Samkvæmt API-staðlinum banda-
ríska eru olíur flokkaðar í gæða-
flokka, frá A-G fyrir bensínbíla og
A-E fyrir díselbíla. Forskeytið S
táknar að um olíu fyrir bensínbíl sé
að ræða og C stendur fyrir dísel.
Olía sem merkt er API SG er olía
af hæsta gæðaflokki fyrir bensínbíla,
og olía merkt API CE er af hæsta
gæðaflokki fyrir díselbíla. Einnig er
til í dæminu að olíur uppfylli báða
staðlana, og eru þær þá til dæmis
merktar API CD/SG.
Til viðbótar gæðamerkingu ol-
íanna má einnig flokka þær eftir
seigju. Merkingin SAE stendur fyrir
seigjuflokk olíunnar, frá 5, sem er
þynnst, í 10, 20 og allt upp í 50-60.
Fjölþykkt.arolía er þeim eiginleikum
gædd, að hún uppfyllir marga seigju-
flokka, t.d. SAE 5-40. Þetta þýðir
að olían smyr bílinn jafn vel í hita
og kulda, en venjuleg olía verður
seigari eftir því sem hún kólnar
meira. Að sögn Hákonar aka íslend-
ingar gjarnan stuttar vegalengdir í
einu og kemur því fjölþykktarolía að
góðum notum, því mikilvægt er að
olían nái að smytja vel frá byrjun,
meðan vélin er köld. ■