Morgunblaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992 B 7 A Látrabjargi - vestasta tanga Evropu EIN AF náttúruperlum Vestfjarða er Látrabjarg'. Bjargið er 14 km langt og liggur frá austri til vesturs, yst við Breiðafjörð norð- anverðan. Vestasti tangi þess, sem er einnig vestasti tangi landsins og álfunnar, heitir Bjargtangar en að austan endar það í Keflavík, á Brimnesi. Guðmundur biskup vígði bjargið en óvætturin fékk að halda fyrir sig litlum hluta óvígðum, þar sem síðan heitir Heiðnakast, niðri í bjarginu, en Heiðnakinn þar fyrir ofan. Á Heiðnukinn er bjargið hæst, 444 m yfir sjávarmáli. Þar er sléttlendi á brúninni og útsýni stórfenglegt til allra átta. Ferðafólk er byijað að heim- sækja Látrabjarg og kemur hvað- anæva að úr heim- inum. Það fyrsta sem ferðamaður sér þegar komið er á Látrabjarg eru lundarnir, þar sem þeir sitja efst á bjargbrúninni. Lundarnir eru van- ir mannaferðum og má komast mjög nærri þeim. En varast ber að vera mikið á bjargbrún- inni því lundahol- urnar eru alls staðar við brúnina og er því hætta á hruni úr bjarg- inu. Látrabjarg skiptist í ijóra hluta. Vestast er Látrabjarg, frá Bjargtöngum í Saxagjá. Þaðan er sæbrattast og fuglríkast. Síðan er Bæjarbjarg, frá Saxagjá og í Geld- ingaskor: Það er hæsti hluti bjargs- ins en þar er ekki að sama skapi fuglríkt. Breiðavíkurbjarg nær úr Geldingaskor í Gorgán. Það er fuglríkt með köfl- um en annars stað- ar fugllítið. Kefla- víkurbjarg nær úr Gorgán og í Brim- nes. Þar er minnst um fugl. Öldum saman hefur verið sigið í bjargið eftir eggj- um og fugli. Vitað er að veiðst hafa þar 36 þús. fuglar á einu ári. Oft hafa menn látið lífið við þessa háskalegu vinnu. Árið 1925 var síðasta árið sem bjargið var sótt með venjulegum hætti og voru þá teknir 14 þús. fuglar og 40.000 egg. Björgunarsveitin Blakkur frá Patreksfirði hefur haft þann sið að síga eftir eggjum á hvetju ári og er það liður í fjáröflun og þjálf- un sveitarinnar. Sigið er á stað sem heitir Barð, það er klettabrík sem gengur 60 m fram og er 80 m há. Breiðast er Barðið að ofan, tveir metrar, og minnst 20 cm. Talið er að um 15.000 fuglar búi við og á Barðinu. í maílok sigu sveitar- menn Blakks niður á Barðið og tíndu 1.100 egg en þá var hálforp- ið. Þeir tíndu síðan rúmlega 200 egg í Ritugjánni á Stefninu, sem er skammt frá vitanum. Á Látrum er tjaldsvæði fyrir ferðafólk og hreinlætisaðstaða sem sett var upp á síðasta ári. Rútu- ferðir eru frá Bijánslæk út á Bjarg í tengslum við Baldur. Farið er 3 í viku; sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá Bijánslæk kl. 12.30 til Patreksfjarðar, Breiðu- víkur og út á Látrabjarg. Á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum er farið frá Breiðuvík kl. 9 til Patreksfjarðar og .þaðan til Bijánslækjar kl. 12.30 fyrir brott- för Baldurs. Farið er síðan frá Bijánslæk kl. 13 til ísafjarðar. Það eru Hópferðir Torfa E. Ándrésson- ar á Tálknafirði sem sjá um rútu- ferðirnar. ■ Róbert Schmidt. Öldum saman hef ur verið sigið í bjargiö eftir eggjum og fugli. Vitað er að veiðst hafa þar 36 þús. fuglar ó einu óri. 1. farrými "Business" "Economy" l.fanými “Business" "Economy" í bandariska ferðablaðinu Condé Nast Traveller var í síðasta blaði birt tafla sem sýnir að fargjöld yfir Atlantshafið eru langtum dýrari en sé flogið yfir Kyrrahaf. Miðað er við að flogið sé frá New York til Hong Kong eða Singa- pore og er fjarlægðin aðeins 400 km lengri ef farið er um Kyrrahaf. Aftur á móti er verðið yfir Atlantshaf hærra eins og sjá má hér að ofan. Innflytjendum til ísraels hríðfækkar ÞAÐ sem af er árinu 1992 hafa 32.700 gyðingar flutt til ísraels og er það mikil fækkun frá fyrra ári en þá voru innflytjendur yfir 70 þús. fyrstu sjö mánuðina. Simcha Dinitz yfirmaður þeirrar stofnunar sem fer með mál innflyfjenda sagði að fyrri hugmyndir um að 170 þúsund kæmu í ár væru út í hött og nærri lagi að þeir yrðu í mesta lagi 65 þús.LangflestirerufráfyrrumríkjumSovétríkjanna. ísraelar segjast vera vonsviknir vegna þessa þar sem vitað sé að ekki séu lengur fararhömlur á gyðinga. Aftur á móti gæti þetta orðið til að auðveldara yrði að útvega innflytjendum þokkalegt húsaskjól ogjafnvel atvinnu. Upp- lýst er að 97 þúsund þeirra sem komu í fyrra, eða hátt í helming- ur, væru enn atvinnulaus. ■ vel við vöxt. En það var eins og með Mariehavn, Rússakeisari lét byggja það án þess að vita nokkuð hvernig fólkið þarna bjó. En þarna um lá póstleiðin frá Svíþjóð til keis- aradæmisins Rússlands allt frá 16. öld og álensku bændurnir voru skyldaðir til þess að flytja póstinn áfram til Finnlands. I boðhlaupi yfir landið og síðan til Turku yfir hafið, sem á vetrum var lagt. I 25 stiga frosti urðu þeir að ýta með sér þung- um báti á sleða yfir íshryggina, til að komast yfir vakir með öryggis- belti á sér, ef þeir lentu í sjónum. Voru það mannskæðar svaðilfarir og talið að 200 manns hafi drukkn- að við þessa póstflutninga. Þarna við gamla pósthúsið er lítið safn, sem lýsir þessum ferðum og sýnir útbún- að bændanna. Þar má sjá líkan af Albert og Emil að ýta póstbátnum. Fyrir þessi skyldustörf fengu þeir engin laun, en síðast einhveijar íviln- anir frá herþjónustu og sköttum. Þarna er minnismerki um þessa menn og pósthúsið er sumardvalar- staður póstmanna. Á sumrin hefur verið efnt til hátíða í garðinum, jafn- vel fluttar óperur. Allt fyrir túrist- ana, eða eins og keramiklistamaður á staðnum, Peter Winkvist, sagði: Það verður að finna ráð til að stöðva ferðafólkið, svo það þjóti ekki bara framhjá! Hann sagði líka að þótt ferðafólk fyndi sífellt ný form til að ferðast og gerði nýjar kröfur, þá yrði alltaf til fólk sem elskar fuglasöng, blóm, vatn og kyrrð og það hafa þeir í ríkum mæli á Alandseyjum. Sjálf byijuðum við að finna sérkenni Álandseyja fyrsta kvöldið, þegar borðað var í káetunni á stóru gömlu hollensku skipi sem liggur bundið í höfninni í Mariehavn og er rekið sem veitingastaðurinn Knorring. ■ Elín Pálmadóttir Hótel Mar tekur til starfa í Reykjavík STARFSEMI á Hótel Mar í Brautarholti 22 er nú komin í fullan gang en það var opnað í fyrrasumar að nokkru. í hótelinu eru 16 tveggja manna herbergi og kosta 5.800, tvö herbergi eins manns og sex þar sem geta verið frá 3-5 gestum. Fjórir eru um salerni og sturtu. Hjörtur Aðalsteinsson hótelstjóri sagði að íslendingum væri boðin gisting á kynningarverðinu 3.800 og er morgunverður innifalinn. Ekki er veitingastaður á hótelinu enda sagði Hjörtur að fólk vildi í auknum mæli flakka milli veitinga- staða og bragða mismunandi mat. Sími og sjónvarp verður sett á her- bergin á næstunni. Nú er sjónvarp í setustofu.Kaffi og te er ókeypis allan daginn fyrir gesti. ■ Morgunblaðið/KGA Hjörtur Aðalsteinsson við Hótel Mar í Brautarholti 22 Grasbletlur fyrir geitur Gaddafis INDÓNESÍSKIR skipuleggjend- ur ráðstefnu Samtaka hlut- lausra ríkja sem verður í Jakarta í september, eiga í nokkrum vandræðum vegna þeirra skilyrða sem aðskiljanleg- ir þjóðhöfð- ingjar og þátttakend- ur ráðstefn- unnar hafa sett fram. Gaddafi hæstráðandi Líbýu hef- ur eindregið óskað eftir því að hann fái að tjalda í miðborg Jakarta. Hann hefur óskað eftir að umhverfis tjaldið verði gerður grasblettur fyrir tvær geitur í fylgdarliði hans. Fidel Castro, forseti Kúbu sem er andvígur því að gista á lúxus- Gerðar hafa verið myndir og málverk sem segja sögu silkis í Kína frá ómunatíð. í sýningarsölum eru einnig glæsilegir kjólar með hótelum borgarinnar segist vilja fá hús til umráða meðan á ráð- stefnu stendur. Vegna öryggis hans vill Castro að húsið standi á opnu svæði. ■ nýstárlegum eða gömlum mynstr- um, máluðum eða þrykktum, en Kínveijar hafa verið frægir fyrir silkimálun um aldir. ■ Gaddafi Líbýuleiðtogi. Silkisafn í Hangzhou OPNAÐ hefur verið silkisafn í Hangzhou, höfuðborg Zheijianghéraðs í Kína. Á safninu, sem tekur yfir 5 hektara, er sýnd ræktun siikiormsins og allt það ferli uns hægt er að hefja silkivefnað og litun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.