Morgunblaðið - 24.07.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992
B 9
1. DAGUR: Ekið Sprengisandog gist íNýjadal. 2. DAGUR: Ekið
áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3.
DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak-
ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar.
5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis,
Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur.
INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er
hægt að gista í skálum og á hótelum.
Verð aðeins kr. 24.600,-
Allar nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu BSl,
Umferðarmiðstöðinni, sími 623320.
Snæland Grímsson hf.
sími 667280
ÚTIVERA FYRIR ALLA
Fimm daga^
hálendisfero
Brottför alla þriðjudaga
Stundir þú útiveru
þá færðu búnaðinn hjá
okkur, alltaf einhver
tilboð í gangi.
Sendum í póstkröfu
Borgarkringlan, sími 67 99 55
JEvintýri a Norðfirði
Á Austfjörðum eru margir staðir sem bæði búa yfir leyndarmál-
um og ljóstra þeim upp. Norðfjörður og nágrenni er slíkur staður.
Þar er hægt að lesa sögu landsins milljónir ára aftur í tímann á
meðan dularfullur draugagangur veldur heimamönnum enn þann
dag í dag heilabrotum.
Horn.
Nes í Norðfírði fékk kaup-
staðarréttindi árið 1929 og
nefndist eftir það Neskaup-
staður. Þaðan var lagt upp í
ævintýraferð á bátnum Mími
um firðina í fylgd með kunn-
ugum. í Norðfirði þykir mjög
veðursælt og þó það væri
skýjað loft kom ekki dropi
úr lofti, gott var í sjóinn og
kuldi ekki nálægt því sem oft
vill verða í bátsferðum sem
þessum.
Jarðfræðingurinn Einar
Þórarinsson lýsti fyrir okkur
hvað það raunverulega var
sem sást í klettunum í kring.
Nípan er hæsta standberg í
sjó fram á íslandi, 819 m, og
í henni má sjá frá botni og
upp í topp allt að 70 jarðlög
og þannig lesa jarðfræði Is-
lands milljónir ára aftur í tím-
ann. Auk þess er að finna tvö 12
milljón ára gömul steingerv tré,
1-2 m í þvermál, og m.a á því má
rökstyðja kenningu um að á Islandi
hafi einu sinni verið svipað loftslag
og nú er í Suður-Ameríku.
Upp úr síðustu aldamótum voru
hvalveiðar mikilvæg atvinnugrein
á þessu svæði og 5 hvalstöðvar
nýttu um 7.000 hvali á um 15
árum. Það er skemmtilegt til þess
að hugsa að á þeim árum voru sjó-
menn andsnúnir hvalveiðum því að
þeir töldu að hvali smöluðu síldinni
inn í firðina. Siglt var í Hellisfjörð
en þar var hvalstöð frá 1901 til
1913. Árið 1913 voru samþykkt lög
sem bönnuðu allar hvalveiðar frá
1915 en það kom aldrei til kasta
þessara laga þarna því upp úr 1913
lognaðist hvalveiði þar út af.
í Viðfirði, sem ber nafn vegna
þess mikla magns rekaviðs sem
þangað rekur, er hús sem að Guð-
Morgunblaðið/sp
Úti á miðjum firði voru risakrækling-
ar bornir um borð í Mími.
jón Samúelsson teiknaði. Til er
mynd af konu sem situr og saumar
á efstu hæðinni og á glugganum
sést greinilegt óþekkt karlmanns-
andlit. Þykir þetta sanna það að
reimt sé í húsinu. Áður en vegur
var lagður til Norðfjarðar 1949 lá
vegur til Viðfjarðar og þaðan voru
bílar feijaðir yfír til Neskaupstað-
ar.
Eiginlegri skoðunarferð lauk og
þá var lagt að Lendingu, fornri
náttúrulegri hafnaraðstöðu. Lend-
ing er á Barðsnesi þar sem land-
námsmaðurinn Freysteinn fagri bjó
eftir að hafa numið Sandvík, Hellis-
fjörð og Viðfjörð. Þar voru veiting-
ar fyrir alla og enginn þurfti að
fara svangur til baka, enda var
nætursvefninn góður í heimavist
Verkmenntaskólans sem hótel Eg-
ilsbúð hefur afnot af yfir sumarið.
■
Sigutjón Pálsson
■ FERÐIR
| UMHELGINA |
Ferðafélag íslands
HELGARFERÐIR - brottför
föstudagskvöld: Landmanna-
laugar - Leppistungur - Hvera-
dalir í Kerlingafjöllum. Gist í
gangnamannahúsi í Leppistung-
um. Ekið upp Tungudal austan
Þjórsár.
Á Fjallahjóli á Landmanna-
laugasvæöinu.
Þórsmörk-Langidalur Göngu-
ferðir og gist í Skagfjörðsskála.
Laugard. 25. júlí er gönguferð
á Heklu og tekur gangan um 8
klst. Farið frá Skjólkvíum. Lagt
af stað frá Umferðarmiðstöðinni.
Sunnud. 26. júlí dagsferð í Þórs-
mörk en fólk getur og dvalið leng-
ur. Sunnud. verður 6. áfangi í
raðgöngunni til Borgarnes. Leiðir:
a) gengið á Hvalfell fyrir Botndal
í Hvalfirði og niður með ánni að
Glym. B) Gengið frá Brynjudal
yfir upp með ánni og að Glym.
Gönguferð um Hafnarfjörö
Á sunnudag 26. júlí verður
fjórða gönguferð sumarsins um
Hafnarfjörð sem skátar standa
fyrir. Þessar göngur eru alltaf síð-
asta sunnudag hvers mánaðar.
Markmiðið er að kynna bæinn
og áhugaverða staði Göngunum
stjórna sérfróðir skátar. Nú verður
byijað við Hafnarborg.
Útlvist
Sunnud. 26. júlí er komið að
9. fjallasyrpufjallinu, Hengill
Gengið upp Sleggjubeinsskarð og
eftir vesturbrún Innstadals.
Göngutími er 4-5 klst.
Á sunnud. er dagsferð í Bása.
Dvalið í Mörkinni í 3-4 klst. ■
Velkomin í Veiðimanninn
í yfir fimmtíu ár hefur verslunin Veiðimaðurinn þjónað
sportveíðimönnum og öðrum unnendum útiveru.
Hjá okkur fæst mikið úrval veiðistanga og hjóla í tjölda
verðflokka, ásamt fyrirtaks veiðifatnaði á hagstæðu verði.
Við seljum aðeins viðurkennd vörumerki.
Opið mánud. - fímmtud.kl. 09 - 18, föstud.kl. 09
laugard. kl.10 - 16, sunnud. frá kl.ll - 16.
- 19,