Morgunblaðið - 24.07.1992, Side 5

Morgunblaðið - 24.07.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1992 B 5 Kenzo snýr sér að húsgagnahönnun en mun halda áfram að hanna tískufatnað JAPANSKI tískuhönnuðurinn Kenzo hyggst nú snúa sér að hús- gagnahönnun jafnhliða fatahönnun, sem hann hefur hingað til verið þekktastur fyrir. Ýmissa breytinga hjá Kenzo af viðtali er að ítalska J vænta tísku- r Dæmi um samkvæm- isfatnað sem Kenzo teikn- aði fyrir næsta vetur. Svartur, þröngur rúllukraga- bolur við öklasítt skraut- legt pils. blaðsins Donna að dæma. Þar seg- ist hann ekki lengur hafa áhuga á að taka þátt í öfgafullum tísku- sýningum, eins og hann lýsir þeim. „Þessar sýningar gefa ekki mynd af raunverulegri framleiðslu okkar heldur eru þetta öfgafullar skrautsýningar. I byijun septem- ber næstkomandi mun ég kynna sumarlínuna mína fyrir ’93 og vetrarlínan ’94 verður kynnt í febrúar 1993. Stóru sýningarnar hafa hingað til verið haldnar í mars og október, en eru að mínu áliti mánuði of seint á ferðinni, alla vega ef ætlast er til að fyrirtæki kaupi inn fatnað út frá sýningunum.“ Heyrst hefur að Kenzo hyggi á húsgagnahönn- un og staðfesti hann það í viðtalinu. Ekki sagðist hann þó reiðubúinn að ræða það nán- ar, en gefið er í skyn að innan tveggja ára sé að vænta á markað húsgagna sem hann hefur hannað. f Kenzo þykir afar snjall og útsjónarsamur í Kenzo. Japanski hönnuðurinn sem getur blandað saman aust- rænum og vestrænum áhrifum á undraverðan hátt. markaðsmálum og kemur því lík- lega fáum á óvart að ilmvatnið sem hann setti á markað fyrir nokkrum árum, hefur þegar skilað honum arði uppá tæplega tvo milljarða íslenskra króna. Hann hannar föt á bæði kynin og einnig á yngstu kynslóðina og hefur honum þótt takast að blanda saman austræn- um og vestrænum áhrifum á undraverðan hátt. Hann hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á dreifingu, enda eru föt hans nú seld víðar en nokkru sinni áður. „Tíska er ekki fyrir fáa út- valda og á að mínu'mati ekki að verá öfgafull, heldur fyrst og fremst stílhrein og þægileg,“ segir tískukóngurinn Kenzo. ■ Brynja Tomer Skurðaðgerðir vegna magasárs 1970-1989 100- Fjöldi Meðalaldur magasárs- sjúklinga 1970-1989 bandarískra meltingarsérfræðinga í San Francisco. Einn úr þessum hópi er Bjarni Þjóðleifsson yfir- læknir á lyflækningadeild Landsp- ítalans. „Fyrstu rannsóknir á sýkl- inum benda til að hann trufli varn- ir slímhúðar í maga og skeifugörn og valdi þannig bólgu og sárum,“ segir Bjami. „I stað þess að einblína á að lækka magasýrurnar með skurð- aðgerð eða lyfjum, getur meðferðin nú beinst að því að uppræta sýkil- inn og bæta varnirnar. Rannsóknir benda til þess. að skeifugarnasár sé varanlega læknað ef tekst að uppræta sýkilinn, en fleiri rann- sóknir og meiri tíma þarf til að niðurstöður sem þessar séu endan- lega teknar góðar og gildar. Sýkilinn finnst í um 70% tilvika magasára, en hjá nánast öllum sem hafa skeifugarnasár. Allt frá árinu 1893, hafa menn vitað af sýkli sem virtist geta lifað í slímhúð mag- ans. Hann sást við smásjárskoðun en ekki tókst að rækta hann þó ýmsir hefðu reynt það. Rannsókn- arhópur í Perth í Astralíu ræktaði hann svo fyrst árið 1980. Elns og tappatogari Ræktunarplöntur með útsæði frá maga voru skildar eftir í hita- skáp þegar starfsfólk rannsóknar- stofunnar fór í páskafrí. Rætunar- tími varð því lengri en venja var, og er menn sneru aftur til vinnu, kom í ljós nýr vöxtur á plöntunum, sem reyndist vera sýkillinn Helico- bakter pylorí (Hp) sem menn höfðu eiginlega verið að leita að í 90 ár. Þessi tilviljun varð upphafið að miklum rannsóknum. Nú er vitað að sýkillinn þarf sérhæft æti og langan tíma til að vaxa. Hann hefur aðlagað sig hin- um sérstöku aðstæðum í magan- um, heldur sig mest í magaslíminu sjálfu og veldur ekki öðrum sjúk- dómum. Hann er eins og gormur { laginu og hreyfist eins og tappa- togari gegnum slímið. Ekki er auðvelt að útrýma Hp- sýkingu úr magaslímhúð, því hann notar varnir líkama okkar til að skýla sér fyrir lyfjum, og borar sér inn í magaslímið en dvelur lítið sem ekkert í slímhúðinni sjálfri. Lyf komast því ekki að honum blóðleið- ina, heldur verða að vinna á honum með snertingu í maganum sjálfum. Unnið er að þróun slíkra lyfja og á meðan er besti kosturinn sá að bjóða meðferð með tveimur eða þremur sýklalyfjum saman. Ef þrjú lyf eru gefin saman í 10-14 daga er 90% von um árangur, en þetta er töluvert erfið meðferð með þó- nokkrum aukaverkunum, og verð- ur enn að teljast á tilraunastigi. Sýkillinn er til í öllum þjóðflokk- um, en útbreiðslan mest í vanþró- uðum löndum. Helstu smitleiðir á Vesturlöndum, þar sem hreinlæti er mikið, eru í gegnum nána snert- ingu í fjölskyldu og/eða með illa þvegnum matarílátum og borðbún- aði. Helsta orsök magaóþæginda er þó hvorki sár í maga eða skeifu- görn, né Hp-sýking, heldur slæmar lífsvenjur. Reykingar og óhófleg kaffidrykkja eru efst á listanum. Ennfremur er hægt að ofgera hraustum maga með þungum eða mikið krydduðum mat, auk þess sem ýmis lyf, til dæmis gigtarlyf, geta farið illa í maga.“ ■ Ragnheiður Gunnarsdóttir Spurt og svarad um garðyrkju Blómstrandi pottaplöntur og birkitré AUÐUR Oddgeirsdóttir garðyrkjufræðingur svarar fyrirspurn- um lesenda hér í Daglegu lífi i dag. Tekið er við fyrirspurnum i næsta þátt milli klukkan 11 og 12 í dag í síma 691100. Sá þáttur birtist að viku liðinni. Auður Matthíasdóttir spyr: Ég þarf að flytja stórt birkitré og langar að vita hvernig ég á að bera mig að við það? Svar: Við flutning verða tré fyrir miklu álagi, m.a. vegna skerðingar á rótum. Tré þola mis- jafnlega vel flutning og það má búast við að vöxturinn stöðvist um tíma á meðan tréð er að jafna sig eftir raskið og það fer eftir ■tegund og aldri trésins hversu langan tíma það tekur. Tegundir sem þola best flutning eru ösp, víðir og hlynur og síðan birki, gullregn og reynir. Þegar hugað er að tijáflutning- um þarf að rótstinga tréð, einu til tveimur árum áður en það er flutt. Vel nært tré er fljótara að jafna sig eftir flutning en van- nært. Aburðargjöf tvisvar til þrisvar að sumri í kringum tréð er heppileg. Stungan er fram- kvæmd í lok júlí. Stunginn er hringur umhverfis tréð og stærðin á að vera álíka og umfang krónu trésins. Við stunguna myndar tréð nýjar rætur og þéttari hnaus. Heppilegast er að flytja tré á vor- in vegna þess að tréð fær þá tíma til að aðlagast nýjum stað. Þegar byijað er að losa tréð er mokað frá því á þeim stað sem stungið var. Rótarkerfið á birki leitar nið- ur og þarf því að stinga vel undir það og taka með myndarlegan hnaus. Varist að moldin losni frá hnausnum. Þegar búið er að moka frá er striga smeygt undir helming hnaussins og honum hallað þannig að sé hægt að smeygja striganum undir hann allan. Striginn er bundinn utan um stofninn. Þegar búið er að koma trénu fyrir á nýjum stað þá losið um strigann og mokið að. Það má ekki gróðursetja birki dýpra en það stóð áður því stofninn getur þá fúnað. Vökvið alltaf vel eftir gróðursetningu. Það er nauðsyn- legt að binda tréð upp svo það velti ekki um í vindi. Ella Halldórsdóttir spyr: Hvérnig á ég að fá pottaplönturn- ar mínar til að blómstra. Þær eru fagurgrænar en blómstra lítið? Svar: Það reynist stundum erf- itt að halda inniblómum í blóma o g það er ekki óeðlilegt því blómg- unartími og lengdartími blómgun- ar er misjafn eftir tegundum. En eitt eiga plöntur sameiginlegt þeg- ar þær eldast þá minnkar hæfnin til að blómstra. Það er því ráð að yngja plöntur upp með klippingu eða með græðlingatöku og rækta nýja plöntu. Frá nóvember-mars þarf að draga úr vökvun og stöðva áburðargjöf. Blómaáburður ætlaður potta- plöntum hefur að geyma öll þau næringarefni sem plantan þarf á að halda. Eftir að plöntunum hef- ur verið umpottað á vorin er heppi- legt að vökva þær með daufri áburðarlausn. Fylgið leiðbeining- um. Of mikill köfnunarefnisáburð- ur eykur blaðmyndun á kostnað blóma. Varist síðan að plöntur þorni því þurrkur getur dregið úr blómmyndun og stytt blómgunar- tíma. Engar pottaplöntur geta lif- að án ljóss en þær gera mismun- andi birtukröfur. Ég ætla að til- greina nokkrar tegundir sem eru ólíkar. Það er hægt að hafa gleði af hawaii-rós allt árið, hún er sí- blómstrandi. Sanktipaulia blómstrar snemma sumars en það þarf að endurnýja þær plöntur með blaðgræðlingi til að viðhalda henni. Alparós og hortensía þurfa súran áburð til að blómgast og það er handhægt að kaupa áburð- arpinna og stinga niður í pottinn að vori. Astareldur blómstrar á meðan aðrar plöntur eru í hvíld. Erla Guðjónsdóttir spyr: Sýrenan mín hefur aldrei blómstr- að. Hver er orsökin og hvað þarf ég að gera til hún blómstri? Svar: Það er algengt vandamál að fá blessaða sýrenuna til að blómstra. Hún þarf djúpan og fijó- an jarðveg og má ekki skorta kalk og kalí. Skeljasandur og vel útilátinn skammtur af sauðataði að vori í kringum stofninn ætti að gefa aukna blómgun. Of mikið köfnunarefni eykur blaðvöxt á kostnað blóma. Sýrenan má ekki þorna og gott og sólríkt veður hjálpar plöntunni til að blómstra. Erla spyr einnig hvað hún eigi að gera við gamlan birkikvist er er gisinn að innan. Svar: Það er algengt að birki- kvistur sé formaður í kúlu eða klipptur í limgerði. Við það verður hann þéttur og breiður. Sólin nær að skína á hliðarnar en ekki inn í runnan. Birkikvistur blómstrar á fyrrárssprota og ætti því ekki að klippa ofan af honum því þá eru klipptir burt blómvísar sem blómstra snemma sumars. Rétt er að grisja innan úr runnanum, fjarlægja elstu greinarnar þegar plantan er 5-6 ára og grisja síðan annað hvert ár. Á þann hátt er hægt að minnka umfang runnans á þverveg og hindra greinadauða og jafnframt að halda plöntunni ungri og blómviljugri. Ef birki- kvisturinn þinn er orðinn gamall og lélegur að blómstra þá er ráð að klippa hann niður næsta vor og láta hann vaxa á ný. Sigurður Stefánsson spyr: Fyrir nokkru var fjallað í þættin- um um akryldúk sem yfirbreiðslu yfir grænmeti. Á að vökva í gegn- um hann og hvenær á að taka hann af? Svar: Bæði sólargeislar og vatn fara í gegnum akrýldúkinn. Hann er notaður til að veija plöntur fyrir kuldalosti á vorin og auka hita á þeim yfir vaxtartímann. Akrýldúkur er notaður með góð- um árangri við grænmetisrækt og til að breiða yfir plöntur sem eru færðar úr gróðurhúsum til herð- ingar. Ella Dóra spyr: Elfting er allsráðandi í garðinum. Hvað á ég að gera til að losna við hana? Svar: Elfting er í garðinum bendir til að jarðvegurinn sé súr og þéttur. Árangursríkast er að kalka jarðveginn, stinga hann upp og hleypa lofti inn í hann. Ekki myndi skaða að bæta hann með búfjáráburði til að auka lífið í honum. Rótarkerfið á elftingu greinist og liggxir djúpt. Þess vegna er erfitt að drepa plöntuna með eitur- efnum. Einna helst er að nota kerfisvirkt lyf sem heitir Casaron. Það er í hættuflokki c og almenn- ingur getur keypt það. Það er fyrirbyggjandi og hefur 2-3 ára virkni en nær ekki að útrýma elft- ingunni alveg. Það þarf að strá efninu á rakan jarðveg og má ekki fjúka því það getur skaðað aðrar plöntur. Rótarkerfm á barrtijám, runnamuru, ylli og toppum þola efnið illa. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.