Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 5
MQRGUNBLAÐIÐ 089 BARCELONA ’92 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 C 5 Barcelona ’92 ■ SAID Aouita frá Marokkó hefur verið sviptur heimsmeti sem hann setti í 3000 metra hlaupi innanhús 11. mars sl. í Aþenu. Alþjóðaftjálsiþróttasambandið (IAAF) tók þá ákvörðun á fundi í Barcelona í ljósi þess að fram kom á sjónvarpsmyndum að Aouita hefði hlaupið inn fyrir sargið. ■ NÝR heimsmethafi í 3000 metrunum verður því Kenýu- maðurinn Moses Kiptanui. Met hans er 7:37,31 mínútur en tími Aouita í Aþenu var 7:36,66 mín. ■ PRIMO Nebiolo formaður IA- AF sagði að á næsta fundi stjórnar sambandsins yrði tekin um það ákvörðun hvort nýja Nemeth- spjótið sem Tékkinn Jan Zelezny setti heimsmet með í Ósló, 94,74 metrar, fýrir mánuði yrði bannað. Finnska fijálsíþróttasambandið hefur kært spjótið og sagt smíði þess stangast á við reglur. ■ MICHAEL Johnson, sem náð hefur bestum tíma ársins í 200 og 400 metra hlaupum, sakaði for- svarsmenn Santa Monica hlaupa- félágsins um öfund í gær en þeir hafa gagnrýnt að hann skyldi val- inn i 4x400 metra boðhlaups- sveit Bandaríkjanna þó hann hefði ekki keppt í 400 metrum á bandaríska úrtökumótinu. ■ Johnson sagði að forsvars- mönnum Santa Monica-félagsins liði illa meðan aðrir væru betri en þeirra eigin hlauparar. Meðal þeirra eru Carl Lewis og Leroy Burrell og svo 400 metra hlaupar- arnir Danny Everett og Steve Lewis sem eru í boðhlaupssveit- inni. Johnson afþakkaði boð um að ganga til liðs við Santa Monica- félagið fyrir þremur árum. Nei, éger ekki svekkt- ur... - sagði Pétur Guð- mundsson, sem komst ekki í úrslit PÉTRI Guðmundssyni tókst ekki það ætlunarverk sitt að komast í úrslitakeppni kúluvarpsins á Ólympíuleikunum. Hann kastaði lengst 19,15 metra, en lágmark- ið til að komast í úrslit var 19,80. Sá síðasti inn í úrslit kastaði reyndar ekki nema 19,65 m þar sem ekki nógu margir náðu lág- markinu. Eg er ekki ánægður með þetta. En þetta fór eins og það fór. Undirbúningurinn var ekki í lagi hjá mér vegna meiðsl- anna, en lúkan hélt þegar til kom og mér leið betur og betur í hveiju kasti. Ég hefði þurft að fá tvö til viðbótar til að ná betri árangri," sagði Pétur við Morgunblaðið eftir forkeppni kúlu- varpsins í gærmorgun. Hann meidd- ist á dögunum á hægri hendi, vöðvi í liðamótum vísifingurs tognaði en þar kemur einmitt mesta átakið þeg- ar hann kastar. „Ég tók ekkert al- mennilegt upphitunarkast. Hitaði bara upp og teygði og tók eitt kast þar sem ég lét kúluna liggja alveg í lófanum. Og þannig var hún eigin- lega í tveimur fyrstu köstunum í keppninni, það var ekki fyrr en i þriðja kastinu sem ég hafði hana fram við fingurna. Ég fann aðeins til en það var allt í lagi,“ sagði Pét- ur, sem kastaði fyrst 18,46, síðan 18,76 og loks 19,15 í þriðja og síð- asta kastinu. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Barcelona Pétur Guðmundsson gengur af leikvelli eftir keppnina í kúluvarpi í gærmorgun. Morgunblaðið/RAX „Ég veit að ég á mikið inni en það hitti bara svona leiðinlega á að ég skyldi þurfa að meiðast á þessum tíma.“ Þú veist að þú getur mun betur SPRETTHLAUP A OLYMPIULEIKUM Spretthaup á Ólympíuleikunum eru í rauninni þrír misiangir sprettir því keppt er í 100,200 og 400 metra spretthlaupi. Sá sigrar sem fyrstur kemur bolnum (frá hálsi niður að mitti) yfir endamarkið. 100 metrar Fjórir mismunandi þættir eru áberandi Viðbragð Hlauparamir spyma sér af miklu afli af stað úr startblokkunum, sveifla höndunum og halda bolnum láréttum. Hröðun Hnén hátt upp, rétt úr líkamanum og handleggimir mikið notaðir Hlaupið uppi á tánum á hámarkshraða. 200 metrar Skiptist í sömu megin þætti og 100 metramir Fyrri hluti hlaupsins ter fram á beygju Hlauparinn verður að halla sér inn i beygjuna til þess að vinna gegn miðflóttaaflinu í skrefuninni reynir hlauparinn að "fljóta" áfram á topphraða og þægilegum hrynjanda hlaupaskrefanna 400 metrar Viðbragðskaflinn svipaður og í styttri hlaupunum. Hraði og hrynjandi skipta miklu til að nýtni skrefanna verði sem mest allt hlaupiö Hlaupinn er hringur á vell- inum á aðskildum brautum frá mismunandi stað svo allir hlaupi jafn langt Hlaupari á innri brautum nýtur þess að geta fylgst . með keppinautunum Skrefun Endir Skrefinn styttast, handleggir a enn meiri lerð. Líkamanum þrýst fram til að teygja sig í endamarkið REUTER en þetta. Ertu ekki svekktur að þurfa að sætta þig við þennan árangur? „Nei, ég er ekki svekktur. Að- stæður voru bara svona. Ég var spurningamerki, eins og ég var búin að segja þér áður. Ég hefði þurft eina til tvær æfingar til að kasta kúlunni. Ég hef æft vel og hraði, snerpa og tækni eru í góðu lagi, en ég hef ekkert kastað kúlu síðan ég kom hérna út og það er auðvitað talsverð breyting þegar maður er komin með sjö kílóin í hendina frá því að æfa án þeirra." Pétur sagðist eiga vona á að keppa talsvert á næstunni, „fyrst lúkan hélt,“ eins og hann -orðaði það, og vegna þess að hann væri í góðri æfingu og vissi að hann gæti kastað lengra en í gær. „Bikar- keppnin verður heima 16. ágúst og svo eru nokkur Grand-Prix mót eft- ir. Ég hef lagt mikið í þetta undanf- arið, þetta fór svona núna en ég þykist geta meira. Því ætla ég að nýta allan þennan undirbúning," sagði Pétur. Það væri að vísu dýrt fyrir fjölskyldumann eins og sig, en vegna styrkja frá afreksmannasjóði íslands, Visa-Island og umboðsfyrir- tæki Apple á íslandi gæti hann stað- ið í þessu, og vildi hann koma sér- stökum þökkum á framfæri til þess- ara aðila. „Treysti hendinni ekki nógu vei“ Stefán Jóhannsson, þjálfari Bét- urs, sagði að sér hefði fundist aðal- skýringin á því að Pétur kastaði ekki lengra en raun ber vitni að hann hefði ekki treyst hendinni nógu vel — þar sem hann hefði ekki getað kastað á æfingum að undanförnu hefði hann ekki þorað að taka nægi- lega vel á. „Hann hefur ekki kastað síðan hann þurfti að sanna sig fyrir Ólympíunefnd, vegna meiðslanna, nokkrum dögum áður en við fórum út. Þá hefði hann þurft viku til tíu daga til að jafna sig almennilega að sögn læknis Ólympíunefndar, en þegar hann var látinn kasta tóku meiðslin sig upp. Við stóðum í þeirri meiningu að hann þyrfti að „láta kúluna detta“ 18 metra, en þegar við komum á völlinn kom upp allt önnur staða en mér hafði verið tjáð. Þá þurfti hann að kasta tvisvar yfir 19 metra,“ sagði Stefán, og taldi þetta stóran hluta skýringarinnar — þessi köst, vegna þess að meiðslin hefðu þá tekið sig upp aftur að ein- hveiju leyti. „En 14. sæti á Ólympíu- leikum er í lagi. Hann kom hungrað- ur til leiks en Jtreysti hendinni ekki fullkomnlega. Ég er viss um að hann kastar yfir 20 á næsta móti. Hann er í góðri æfingu," sagði-Stefán. ÓLYMPÍUMETIN 100 metrar: Karlar: Cari Lewis (Bandar.) 9,92 (1988) Konur: Florence Griffith Joyner (Band.) 10,54v‘ (1988) 200 metrar: Karlar: Joe DeLoach (Bandar.) 19,75 (1988) Konur: Flotence Griffith Joyner (Bandar.) 21,34 (!988) 400 metrar: Karlar: Lee Evans (Bandar.) 43,86 (1968) Konur: Olga Bryzgfna (Rússlandi) 48,65 (1988) ’v - of mikill meövindur Barcelona ’92 OQp HEIMSMETIN 100 metrar: Karlar: Carl Lewis (Bandar.) 9,86 (1991) Konur: Florence Griffith Joyner (Band.) 10,49 (1988) 200 metrar: Karlar: Pietro Mennea (Ítalíu) 19,72 (1979) Konur: Florence Griffith Joyner (Band.) 21,34 (1988) 400 metrar: Karlar: Harry "Butch" Reynolds (Band.) 43,29 (1988) Konur: Marita Koch (A-Þýskalandi) 47,60 (1985) Ólympíumet! Lag Ólympíuleikanna í Barcelona, Amics per sempre hefur heldur betur slegið í gegn og hljómplata, sem var tekin upp á opnunarhátiðinni hefur runnið úr eins og heitar lummur. Söngv- aramir Placido Domingo, Jose Carreras, Montserrat Caballe og fleiri fóru á kostum í ariuflutningi sínum og ólympíumetið hefur verið slegið — platan hefur verið tvo daga í sölu víða um heim og 400.000 eintök eru seld. FRJALSIÞROTTIR / KULUVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.