Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 12
fþDfimD íném FOLX GOLF / LANDSMOTIÐ Karen sigur- vegari fjórða áriðíröð „Titiliinn er fyrst og fremst uppskera mín af stífum æfingum, en ég hef þó oft leikið betur," sagði Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja sem vann sinn fjórða íslandsmeistartitil á jafn mörgum árum í gær. Hún lék 72 holurnar f Grafarholti á 315 höggum. -.w '• n> a k , 1 : . ' ; ' I t í' ^ k. v r,~' c v jpr| Karen Sævarsdóttir slær úr glompu. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson LYFTINGAR Líklegum sigur- vegara sparkað „Krónprinsinn" hafnaði verðlaunum og var settur í lífstíðar bann ALTYMURAT Orazdurdyev vartekinn úr liði Samveldisins 15 mínútum áður en keppni hófst í léttþungavigt lyftinga í gær. Orazdurdyev var talinn sigurstranglegastur íflokknum og hafði eftir landsliðsþjálfaranum að hann væri fyrir helsta and- stæðingnum, Ibragim Samadov. Samadov varð síðan íþriðja sæti, en neitaði að taka við verðlaununum og var umsvifa- laust settur í Iffstíðar keppnisbann. að er ekki hægt að segja að keppnin í kvennaflokki hafi verið spennandi. Karen hafði fjög- urra högga forystu fyrir síðasta daginn og það forskot varð minnst fimm högg í gær. Þá breikkaði bil- ið aftur og í lokin munaði átta högg- um á Karenu og aðalkeppinautnum, Ragnhildi Sigurðardóttir GR. „Þetta er mjög sætur sigur og ég trúi því varla að ég sé búinn að vinna titiiinn fjögur ár í röð. Hins vegar er ég ekki ánægð með spila- mennskuna, ég púttaði illa og fannst leiðinlegt að geta ekki sýnt mitt besta. Fyrsti dagurinn var allt í lagi, en flest hefur mistekist á inn á flötunum síðustu þijá dagana,“ sagði Karen eftir að sigurinn var í höfn. Ragnhildur sagðist hafa stefnt að því að gera sitt besta en lítill Kieren Perkins frá Ástralíu, sem er aðeins 18 ára, gerði lítið úr hugsanlegu einvígi við heims- • meistarann Jörg Hoffmann frá Þýskalandi fyrir 1.500 metra skrið- ; sundið. Perkins stóð við stóru orðin, stakk mótheijana strax af og kom í mark á nýju heimsmeti. „Heims- metið skipti engu,“ sagði Perkins. „Sigur er það eina sem gildir, því heimsmet telja ekki.“ Perkins hélt hraðanum nær allan tímann og fór nær hveija 100 metra á innan við mínútu. Síðustu 100 metrana synti hann á 57,5 sek. og sundið á 14.43,48 mín., bætti eigið heimsmet frá því í apríl s.l. um tæplega fimm sekúndur (14.48,40). Perkins tapaði fyrir Rússanum tími hefði verið til æfinga. „Helsti veikleikin hjá mér var í „púttun- um“, sérstaklega á þriðja hring þegar ég fékk þijá skolla. Ragn- heiður var á heimavelli í Grafarholt- inu en hún sagði að það hefði ekki skipt máli. „Það er alveg hægt að slá illa hvort sem þú ert á heimavelli eða annars staðar. Reyndar ætti ég að þekkja völlinn betur en ég fann ekki fyrir því,“ sagði Ragnheiður. Þórdís Geirsdóttir GK lék stórvel síðasta daginn þegar hún fór átján holumar á 76 höggum. „Sko ég get þetta greinilega,“ sagði Þórdís sem með spilamennsku sinni náði þriðja sætinu en hún var í fjórða sæti fyrir síðasta hringinn. Röð þeirra þriggju efstu varð því sú sama og á síðasta íslandsmóti sem fram fór á Strandavelli á Hellu. Evgeny Sadovyi í 400 metra skrið- sundinu og var ákveðinn í að láta söguna ekki endurtaka sig í bestu grein sinni. Hann tók strax foryst- una og synti samkvæmt áætlun. „Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Carew, þjálfari hans. „Hann var óheppinn í 400 metra sundinu, en hefur lagt mikið á sig. Ég vissi að hann gæti þetta og er sannfærður um að hann get- ur farið niður fyrir 14.40.“ Glen Housman, einnig frá Ástral- íu, fór framúr heimsmeistaranum þegar þriðji hluti sundsins var eftir og var ánægja áhorfenda frá Ástr- alíu að vonum mikill, þegar tvöfald- ur sigur var í höfn og fyrsta gullið orðið að veruleika. Orazdurdyev er eini íþrótta- maðurinn frá Turkmenistan í liði Samveldisins og Bruno Abramyan, þjálfari hans, ásakaði fyrrum sovésku mafíuna, eins og hann orðaði það, um brottvikning- una. Orazdurdyev sagðist hafa beðið Alexeyev þjálfara um að fá að vera með og jafnvel lofað að tapa viljandi fyrir Rússanum Samadov. „Ég sagðist tilbúinn að tapa og annað sætið nægði mér. Hann sagði að of seint væri í rassinn gripið,“ sagði kappinn, sem er 23 ára. „Þetta er fyrrum sovéska maf- ían,“ sagði Abramyan. „Þeir eru allir þorparar og Álexeyev er sá versti þeirra allra. Hann er ekki mannlegur. Ef hann væri það hefði hann ekki hegðað sér svona.“ ■ KAREN Sævarsdóttir náði eina fugli sínum í gær á 8. holu sem er par fjórir. Það blés þó ekki byrlega fyrir henni. Eftir upphafshöggið lenti boltinn á milli tveggja steina en hún náði að bjarga sér. „Ég hugs- aði með mér, hvaða kylfu má ég helst við að missa úr pokanum því ég bjóst alveg eins við að eyðileggja kylfuna. Ég tók níuna og lét vaða og boltinn fór tveimur metrum frá holu,_“ sagði Karen. ■ A 2. holu í gær lenti Ólöf Mar- ía Jónsdóttir í sandglompu, tíu metrum frá holu. Eftir eina árang- urslausa tilraun reyndi hún aftur og boltinn fór beint ofan í holuna. ■ MEÐ sigri sínum jafnaði Karen met Jakobínu Guðlaugsdóttur úr Eyjum. Þess má geta að Karen sló móður sinni, Guðfinnu Sigþórs- dóttur, við. Hún varð þrisvar ís- landsmeistari. ■ NORÐURLANDAMÓT kvenna í golfi fer fram í Grafarholtinu 15.-16. ágúst. nÞær tvær hæstu í stigakeppni GSÍ eru öruggar í liðið en það eru þær Karen og Ragnhild- ur Sigurðardóttir úr GR. BADMINTON AmiÞor stódíKim Arni Þór Hallgrímsson komst ekki í þriðju umferð í einliða- leik karla í badminton. Hann var samt ekki langt frá því, en varð að sætta sig við tap gegn Suður - Kóreumanninum Kim Hak-Kyun í annarri umferð í gær. Kóreumaðurinn vann fyrstu hrin- una 15-7, en Ámi Þór gerði honum lífíð leitt í þeirri næstu. Herlsumun- inn vantaði og Kim vann 18-14. SUND TvöfaK heimsmet Bandaríkjamenn enduðu keppn- ina í sundi á Ólympíuleikunum með glæsibrag - settu tvöfalt heimsmet í 4 X 100 metra fjór- sundi karla. Jeff Rose byijaði á að setja bæta metið í 100 metra bak- sundsleggnum og sveitin fylgdi því eftir með því að jafna heimsmetið í boðsundinu. Rouse bætti metið um 0.07 sek- úndur. Nelson Diebel tók við af Rouse og síðan Pablo Morales og loks Jon Olsen og metið féll. Þeir syntu á 3:36.93 mín. og jöfnuðu met bandarísku sveitarinnar frá því á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Samveldismenn höfnuðu í öðru sæti og Kanada í þriðja. Bandaríkjamenn unnu flest gull- verðlaun í sundlauginni í Barcelona, 11 gull, 9 silfur og 7 bronsverðlaun. Þróun heimsmetsins 3:42.22 Bandaríkin.22. 7. ’76 (Ner, Henken, Vogel, Montgomery) 3:40.84 Bandaríkin..7. 8. ’82 (Carey, Lundquist, Gribble, Gaines) 3:40.42 Bandaríkin.22. 8. ’83 (Carey, Lundquist, Gribble, Gaines) 3:39.30 Bandaríkin.4. 8. ’84 (Carey, Lundquist, Morales, Gaines) 3:38.28 Bandaríkin.18. 8. ’85 (Carey, Moffet, Morales, Biondi) 3:36.93 Bandarikin.25. 9. ’88 (Berkoff, Schroeder, Biondi, Jacobs) 3:36.93 Bandaríkin.31. 7. ’92 (Rouse, Diebel, Morales, Olsen) SUND Helga rúmrí sek. frá metinu Helga Sigurðardóttir varð sjöunda og síðust í sínum riðli í 50 m skriðsundinu sem fram fór í gærmorgun. Synti á 27,94 sek. en íslandsmetið sem hún setti í sumar er 26,82 sek. Hún var því rúmri sekúndu frá besta árangri sínum. Perkins stóó við stóru orðin Bætti heimsmetið í 1500 m skrið- sundi um tæparfimm sekúndur GETRAUNIR / AUKASEÐILL: X 1 X X 2 X 1 X X 2X1X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.