Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ Q99 BARCELOIMA ’92 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 Reuter Summer Sanders bítur í gullpen- inginn, sem hún fékk fyrir sigurinn í 200 metra flugsundi. Barcelona ’92 ■ SÉRSTAKUR staður er í ólympíuþorpinu, þar sem safnað er saman öllu óskiladóti. Þar á meðal eru kvennærbuxur, öryggispassar, skartgripir og fleira. ■ BOGAMAÐUR nokkur hefur komið þar við daglega án árangurs. Hann gleymdi boga sínum og örvum og hafa hlutirnir ekki komið í leitirn- ar. Sömu sögu er að segja af einum spjótkastara, sem fínnur hvergi spjót sitt. ■ TRINE Hattestad frá Noregi mun að líkindum heyja einvígi um sigurinn í spjótkasti kvenna við Na- talju Shíkolenko frá Úzbekístan". Hattestad kastaði 67,20 í undan- keppninni en Shíkolenko 67,36. Aðr- ir kastarar köstuðu mun styttra. ■ XU Demie heimsmeistari í spjót- kasti komst ekki í úrslit, hafnaði í 14. sæti af 25 í undankeppninni í gær. Xu gerði tvö fyrstu köstin ógild og kastaði síðan aðeins 59,98 í þriðju og síðustu tilraun. ■ GRÍSKA stúlkan Anna Verouli komst heldur ekki í úrslit, kastaði aðeins 56,96 metra. Hún varð Evr- ópumeistari 1982 og þriðja á HM árið eftir. Hún féll á lyfjaprófi 1984. ■ ÞÝSKI Ólympíumeistarinn frá í Seoul, Petra Meier, og Tessa Sand- erson frá Englandi, sem sigraði í Los Angeles, komust báður í úrslitin sem fram fara í dag. ■ ZOLA Budd Pieterse frá Suður- Afríku olli vonbrigðum er hún varð aðeins í níunda sæti í fyrsta riðli 3.000 metra hlaupsins á 9:07,10 mínútum og komst ekki í úrslit. ■ TATJANA Dorovskíkh frá Or- enburg í Ukraínu átti hins vegar í engum erfiðleikum með að komast í úrslitin sem fram fara á sunnudag. Þá ver hún titil sinn frá í Seoul. Hún hljóp á 8:42,45 sem var næstbesti tími riðlanna. ■ DORO VSKÍKH varð heims- meistari í 3000 metrum bæði 1987 og 1991. Hún er tvígift og bar eftir- nafnið Samolenko í Seoul. Hún varð þriðja í 1500 metrunum í Seoul og vann gull í þeirri grein á HM 1987 og silfur á HM 1991. ■ FJÓRTÁN stökkvarar keppa til úrslita í hástökki á morgun sunnu- dag. Lágmarkið inn í úrslitin var 2,29 en aðeins tveir stökkvarar stukku þá hæð. Hins vegar stukku 12 menn yfir 2,26 m. Meðal þeirra eru Svíinn Patrik Sjöberg. ■ DIETMAR Mögenburg, Ólympíumeistari 1984 var hins veg- ar ekki svipur hjá sjón og stökk aðeins 2,15 metra, varð 14.-15. í fyrri stökkhópi og féll úr keppni. Hann setti heimsmet unglinga og fullojðinna 1980, stökk 2,35. ■ ÍGOR Paklín frá Kirghizíu sem setti heimsmet í hástökki 1985 er hann stökk 2,41 metra, féll einnig úr keppni í gær. Hann stökk 2,20 og varð 12.-13. í seinni stökkhópi. SUND Sanders bætti gulli ísafnið Summer Sanders frá Banda- ríkjunum fagnaði sigri í 200 metra flugsundi kvenna og vann þar með þriðju verðlaun sína á leikunum. Hún vann brons í 400 m fjórsundi og silfur í 200 metra f'jórsundi. Sanders, sem er heimsmestari í greininni, kom í mark á undan Wang Xiahong frá Kína og Susan O’Neill frá Ástralíu eftri spenn- andi keppni og vann fyrstu ólymp- íugullverðlaun sín. O’Neill, sem hafði besta tímann í undanrásunum, byijaði sundið vel - kannski full hratt og hafði forystu eftir 150 metra og var með betri tíma en þegar Mary Meagher setti heimsmetið. Hún synti fyrstu 50 metrana á 28.96 og 1:01.28 eftir 100. Sanders tók forystuna á síðustu metrunum og kom í mark á 2:08.67 mín. en heimsetið frá 1981, 2:05.96, og ólympíumetið frá 1984, 2:06.90 mín., stóðust. Wang synti á 2:09.01 og vann O’Neill með að- eins 0.02 sekúndum. Kínversku stúlkurnar slógu í gegn Summer Sanders frá Banaríkjunum fagnaði sigri. Reuter Kínversku sundkonumar hafa heldur betur slegið í gegn á Ólympíuleikunum. Þær settu enn eitt heimsmetið í gær á síðasta degi sundkeppninnar er Yang Wengyi frá Kína sigraði í 50 metra skriðsundi og bætti eigið heimsmet um 0.19 sekúndur, synti á 24.79 sekúndum. Sigur Wengyi var fjórði sigur Kínveija á leikunum og annað heimsmet þeirra því áður hafði Li Lin bætt metið í 200 metra fjór- sundi kvenna. Kínverska stúlkan Yong Zhuang, sem var með besta tímann í undanrásum, varð önnur og vann þriðju verðlaun sín á leikunum. Bandaríska stúlkan Angel Mart- ino, sem var sett í keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi eftir ÓL í Seoul fyrir fjórum árum, vann bronsverðlaunin. Jenny Thompson frá Bandaríkjunum, sem á heims- metið í 100 metra skriðsundi og varð önnur í 100 metrunum, náði aðeins fimmta sæti á 25.37 sek- úndum. Þróun heimsmetsins 25.28 Tamara Costache (Ítalíu).23. 8. ’86 24.98 YangWengyi (Kína).......11. 4. ’88 24.79 YangWengyi..............31. 7. ’92 TENNIS Églék illa - sagði Stich eftirtap- ið gegn Steeb „ÉG lék illa, kannski vegna þess að ég hef leikið á mörgum mót- um að undanförnu og virðist ekki vera í góðu formi,“ sagði Wimbledonmeistari síðasta árs, Michael Stich, eftir að hafa tap- að óvænt fyrir samlanda sínum Carl Uwe Steeb í 2. umferð tenniskeppninnar í gær. Steeb vann tvær fyrstu loturnar 4:6 og 2:6, Stich tók þá þriðju 6:4, en Steeb innsiglaði sigur sinn í þeirri fjórðu, 3:6. Steeb komast þar með í sextán manna úrslit og keppir þar við Leondardo Lavalle frá Mexíkó, sem lagði Frakkann Henri Leconte í gær. Hann -sagði að það skipti engu máli hversu langt hann kæmist á leikun- um ef hann næði ekki í verðlauna- sæti. „Það eina sem skiptir máli á þessu móti er að komast á pall,“ sagði Steeb. Systkinin Emilio og Arantxa Sanc- hez-Vicario, sem eru frá Barcelona, Reuter Henri Leconte frá Frakklandi var heldur óhress eftir að hafa tapað í annarri umferð fyrir Leondardo La- valle frá Mexíkó. sigruðu bæði í annarri umferð. Em- ilio sigraði Omar Camporese frá ítal- íu næsta auðveldlega í þremur hrin- um, og sömu sögu er að.segja af systur hans, en hún tók Mönu Endo frá Japan létt í gær, 6-0 og 6-1. Andrei Chesnokov, sem sigraði Svíann Stefan Edberg í fyrstu um- ferð, tapaði óvænt í þeirri annarri fyrir Italanum Renzo Furlan. Italinn þurfti ekki nema þijár hrinur til að sigra Samveldismanninn. Michael Chang datt einnig út í annarri umferð. Hann tapaði á móti Jaime Oncins frá Brasilíu, vann eina hrinu en Brasilíumaðurinn þijár. Darnyi varði annan titil Ungveijinn Tamas Darnyi hélt uppteknum hætti í 200 metra fjórsundi og sigraði, en hann hefur ekki tapað í greininni síðan 1985. Darnyi, sem var fyrstur allra til að verja titilinn í 400 metra í'jór- sundi á Ólympíuleikum, þegar hann kom fyrstur í mark á mánu- dag, bætti annarri rós í hnappa- gatið í gær, þegar hann varði fyrst- ur allra titilinn í-200 metra fjór- sundinu. Ungveijinn var í fimmta sæti eftir flugsundið, en komst í íjórða sæti eftir baksundið. Hann var enn á sama stað í röðinni eftir bringu- sundið, en reynslan, tæknin og seiglan vógu þungt í skriðsundinu. Han fór framúr keppinautunum og kom fyrstur í mark á 2.00,76. Gregory Burgess frá Bandaríkjun- um varð annar, en Ungveijinn Attila Czene, sem var fyrstur eftir baksundið og bringusundið, varð að sætta sig við bronsið. Damyi hefur haft mikla yfir- burði í 200 og 400 m fjórsundi og sigraði m.a. í báðum greinum á heimsmeistaramótinu 1986 og 1991. Heimsmet hans í 200 metr- unum er 1.59,36, en ólympíumetið, sem hann á líka, er 2.00,17. Bandaríkjamaðurinn Ron Karn- augh ákvað að vera með þrátt fyr- ir andlát föður síns á opnunarhátíð- inni og varð í sjötta sæti. „Músin“ með þrjúgull Litla „músin“ frá Ungveijalandi, Krisztina Egérszegi, vann þriðju gullverðlaun sín á leikunum er hún sigraði í 200 metra bak- sundi kvenna og varði um leið ólympíutitilinn frá því Seoul, en þá var hún aðeins 14 ára. Egerszegi, sem var einnig ólymp- íumeistari í 400 metra ijórsundi og 100 metra baksundi, bætti ólympíu- metið í gær, synti á 2:07.06 mínút- um. Þetta var fimmti ólympíutitill Ungveija í sundi á leikunum og önnur í gær þar sem Tamas Darny sigraði í 200 metra fjórsundi. „Mús- in“ eins og hún er oft nefnd var 2.40 sekúndum á undan þýsku stúlkunni Dagmar Hase og Nicole Stevenson frá Ástralíu nældi sér í bronsið. Egerszegi, sem varð tvöfaldur heimsmeistari í Perth í fyrra, vann einnig þessar þrjár greinar - eins og í Barcelona, á Evrópumótinu í Aþenu í fyrra en þá setti hún heims- met í 200 metra baksundi, 2:06.62 mín. og stendur það enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.