Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELONA '92 LAUGARDAGUR 1. ÁGUST 1992 C 9 ísland í 70.-73. sæti - á verðlaunatöfiunni. Bandaríkin með flest verðlaun Bandaríkjamenn höfðu unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikj- um, þ.e.a.s sumarleikjunum, þegar keppni hófst á leikunum í Barcel- ona. Alls höfðu þeir unnið 731 gull- verðlaun, 575 silfurverðlaun og 480 brons. Þar næst koma Sovétríkin með 395 gull, 319 silfur og 286 brons. Þau heyra nú sögunni til því að þessu sinni keppa íþróttamenn frá 12 fyrrum sovétlýðveldum af 15 undir merkjum Alþjóðaólympíu- nefndarinnar en í framtíðinni sem sjálfstæðar keppnisþjóðir. Þjóðveijar hafa unnið 308 gull- verðlaun, 335 silfurverðlaun og 337 brons á leikjunum að meðtöldum 160 gull-, 153 silfur- og 141 brons- verðlaunum sem keppendur unnu í nafni Austur-Þýskalands. í fjórða sæti eru Bretar með 164 gull, 212 silfur og 205 brons. í fimmta sæti ítalir með 141 gull, 115 silfur og 121 brons. Í sjötta sæti Frakkar með 138 gull, 161 silfur og 158 brons. Svíar eru fremstir Norðurlandaþjóða með 132 gull, 138 silfur og 161 brons. í átt- unda sæti eru Ungveijar með 122 gullverðlaun, 106 silfur og 134 brons. Þá koma Finnar í níunda sæti með 97 gullverðlaun, 76 silfur- peninga og 109 brons. í 10. sæti eru svo Japanir með 87 gull, 75 silfur og 82 brons. ísland er með sín tvenn verðlaun í 70.-73. sæti yfir þær 93 þjóðir sem unnið hafá til verðlauna á sumar- leikjunum. Aðeins helmingur aðild- arríkja Alþjóðaólympíunefndarinn- ar (IOC) hefur því unnið til verð- launa en þær eru rétt tæplega 200. FRJALSIÞROTTIR Ben Johnson með gullkeðjuna um hálsinn. Reuter cnristiiie WdohtGi ur loilc Þýska hlaupadrottningin Christine Wachtel féil úr keppni í fyrstu umferð 800 metra hlaupsins í Barcelona í gær, varð aðeins í fjórða sæti í sínum riðli á 2:01,39 og hefði þurft að hiaupa hálfri sekúndu hraðar til þess að komast inn á tíma. Waehtel má muna íífil sinn fegurri en þessi 27 ára hlaupakona hefur verið á verð- launapalli á helstu stórmótum heims undanfarin ár. Vann silfur á Ólympíuleikjunum 1988 og á HM 1987. Heimsmeistari innanhúss þrisvar í röð, árin 1987, 1989 og 1991, Evrópumeistari innanhúss 1987 og I öðru sæti á EM utanhúss 1990. Setti ungl- ingaheimsmet i 800 1983 og heimsmet ! 1.000 metrum 1990. ______________________________I______________________ Stóri Benni grennri og hægari ÍÞRÓTTAMAÐUR með keppn- isnúmer 266 og gullkeðju um hálsinn rauk af stað úr blokk- unum í 100 metra hlaupinu í Barcelona í gær og um heim allan fylgdust sjónvarpsáhorf- endur með af áhuga. „Corre Ben“ (Hlauptu Ben) stóð á borð- um í stúku Ólympíuleikvangsins og áhorfendur hrópuðu nafn hans. Klöppuðu þeir mest þeg- ar þulur las nafn hans er hann kynnti keppendur. Venjulega vekur fyrsta umferð 100 metra hlaupsins ekki svo mikla athygli því tvær aðrar umferð- ir þarf áður en fyrir liggur hveijir keppa til úrslita. En á þriðju braut í sjötta riðli var keppandi að nafni Benjamin Sinclair Johnson, með númer 266 á bijóst- inu, 30 ára, fæddur í Falmouth á Jamaíku, búsettur í Toronto í Kanada. Annað nafn: „Stóri Benni“ (Big Ben). Þátttaka í Ólympíuieikum: Þrisv- ar. Hér mætti bæta við: Hreinn af steralyfjum. Undir öflugri smásjá fjölmiðla lýk- ur hann hlaupi í öðru sæti á 10,55 sekúndum og komst áfram í millir- iðla sem fara áttu fram í gærkvöldi. Árangurinn ekki sérstakur en ekki svo slæmt að vera kominn aftur Christie von Evrópumanna Enski hlauparinn Linford Christie hefur tröllatrú á sjálfum sér og þykist sigurviss í 100 metra hlaupinu sem fram fer síðdegis í dag. Spurningin er hins vegar hvort 32 ára sprettharðasti maður Evrópu geti orðið bestur í heiminum orðinn 32 ára gamall. Eitt er víst að það finnst honum sjálfum. Christie fæddist í St. Andrews á Jamaíku 1960 og hefur verið kon- ungur evrópskra spretthlaupara í mörg ár, varð Evrópumeistari í 100 metrum 1986 og 1990 og setti Evrópumet 1988 og 1991. Hann mætir til leiks í Barcelona með sig- ur í 20 mótum af 21 í sumar undir belti. Á móti í Gateshead í heima- landinu skömmu fyrir leikana bar hann sigurorð af Bandaríkjamann- inum Leroy Burrell en þeir þykja líklegastir til að bítast um sigur í dag. Hefur Christie náð fimmta besta tíma ársins, 10,09 sekúndum, en í Gateshead vann hann fljótasta mann ársins, Bandaríkjamanninn Mike Marsh, auk þess að vinna Burrell. Christie varð þriðji í Seoul á eft- Þátltökutilkynn- ing gleymdist Franski spretthlauparinn Bruno Marie-Rose, lykilmað- ur í heimsmeistaraliði Frakka, sem setti heimsmet í 4 x 100 metra hlaupi á Evrópumótinu í Split 1989, fór sneypuför til Barcelona. Hann hafði unnið sér rétt til að keppa í 100 metra hlaupi og mætti sem slíkur á miðvikudag, en fékk ekki að taka þátt í gær — fijálsíþrótta- sambandi Frakklands láðist að tilkynna um þátttöku hans. Hlauparinn náði lágmarkinu fyrir 100 m hlaupið 8. júlí, degi áður en fresturinn rann út, hljóp á 10,30 í Lausanne. Serge Bord, formaður frönsku ólympíunefndarinnar, viður- kenndi mistökin, „Ég hringdi í skipuleggjendur leikanna, en gleymdi að senda skriflega stað- festingu á þáttöku Brunos. Ég hélt að allt væri klappað og klárt, en annað kom á daginn.“ „Draumurinn varð að engu vegna óskiljanlegra mistaka," sagði Marie-Rose, sem á heims- metið í 200 metra hlaupi innan- húss. „Ég trúi ekki að þetta hafi gerst. Þetta er sem mar- tröð.“ Bord' sagði að Marie-Rose gæti þrátt fyrir þetta tekið þátt í boðhlaupinu, en hlauparinn var ekki á sama máli. „Það átti að velja boðhlaupssveitina eftir ár- angurinn í einstaklingsgreinun- um o g því á ég enga möguleika.“ ir Ben Johnson og Carl Lewis en fékk síðan silfurverðlaunin þegar Johnson var sviptur gulli fyrir lyfj- asvindl. Lewis keppir ekki nú en nýlega sagði hann að Linford væri einn af fjórum mestu spretthlaupur- um heims frá upphafi. „Haiin hefur jafnan staðið sig best á stórmótum og bera keppinautarnir því mikla virðingu fyrir honum. Hljóp hann á 9,97 í Seoul og 9,92 á HM í fyrra og með slíkan árangur fyrir áratug hefði hann verið talinn mesti hlaup- ari frá upphafi. Það er hins vegar ólán hans að vera uppi á sama tíma og menn eins og Leroy Burrell og ég,“ sagði Lewis. Og Lewis veðjar á vin sinn og æfingafélaga í úrslitunum í dag. Hann telur að Burrell sé upp á 9,90 sekúndur. KRINGLUKAST Hringurinn umlukinn búri úr stál- stöngum og neti Upphafið Kastarinn snýr baki í kaststefnuna og sveiflar kringlunni fram og aftur (boga án þess aö lyfta tótunum Kasthringurinn 2,5 metrari þvermál aö utanverðu en snún' ingssvæöið 2,13 m Bolvindan Heldur kringlunni undir axlarheeð og snýr upp á líkamann i tveimur snúningum um leiö og hannfærir sig fram i hringinn Utkastið í útkastinu reynir kastarinn að koma sem mestri hröðun f áhaldið og hnykkir á með snöggri.úlnliðssveiflu. Út- kastshornlð miðað við jörð 30-35 gráður. REUTER ÓLYMPÍUMETIN KARLAR Jurgen Schult (A-Pýskalandi) 68,82m (1988) KONUR Martina Hellmann (A-Þýskal.) 72,30m (1988) Barcelona ’92 ÖQO HEIMSMETIN KARLAR Jurgen Schult (A-Þýskalandi) 74,08m (1986) KONUR Gabriele Reinsch (A-Þýskal.) 76.80m (1988) til keppni á Ólympíuleikunum eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá keppni á síðustu fjórum árum vegna mesta lyfjahneykslis í íþróttasög- unni. í milliriðlunum í gærkvöldi tryggði hann sér svo sæti í undanúr- slitunum sem fram fara í dag; varð fjórði í fjórða riðli á 10,30 sem reynd- ist 10. besti tími þeirra 16 sem betj- ast um átta sæti í úrslitum sem einn- ig fara fram í dag. „Ég ætla ekki að lofa neinum sigri. Ég gleðst einungis yfir því að keppa hér aftur,“ sagði hann. „Mér líður vel, andlega og líkam- lega. Verð bara að eiga góðan dag. Þetta var ekki svo slæm byijun," sagði hann eftir fyrstu umferð. Síðast þegar Ben Johnson klædd- ist gaddaskónum á Ólympíuleikum var það í einvígi aldarinnar við Carl Lewis í úrslitum 100 metra hlaups- ins í Seoul fyrir fjórum árum. Hann þaut áfram á eldingarhraða og kom fagnandi í mark á 9,79 sek- úndum. Á eftir kom bandaríski keppinautur hans tortrygginn á svip. Stóri Benni var nú orðinn heims- og Ólympíumeistari, heimsmethafi, hlauparinn sem skaust út úr rásb- lokkunum eins og byssukúla. Síðan bárust fréttir af því sem flestir keppinautar hans þóttust allir vita. Fijótasti maður heims var út- troðinn af hormónalyfjum í þokka- bót. Johnson var rekinn heim af leik- unum með skömm. Gullverðlaunin voru tekin af honum og afhent Carl Lewis. Heimsmetin frá því á HM í Róm 1987 og Ólympíuleikunum í Seoul voru strikuð út af metaskrám. Þetta var mesta hneyksli í sögu Ólympíuleikanna og það beindi kast- ljósinu betur og kröftugar en nokkur annar atburður fyrr og síðar að þeirri plágu sem lyfjanotkun íþróttamanna er. Fijálsíþróttirnar hafa ekki verið samar eftir Seoul. Ekki Johnson heldur. Nú er hann 79 kíló og aug- ljóslega vöðvaminni - og greinilega ekki eins sprettharður. Vésteinn með áttunda besta árangurinn steinn Hafsteinsson hefur ” náð áttunda besta árangri kringlukastaranna sem mættir eru til leiks á Ólympíuleikunum í Barcelona sé miðað við árangur í ár. Undankeppni kringlukastsins fer fram á mánudag og úrslitun á miðvikudag. Alls eru þátttak- endur 31 og hafa 27 þeirra kast- að yfir 60 metra. Bestum árangri kastaranna í ár hefur Bandaríkjamaðurinn Mike Buncic náð eða 69,36 metr- um. Þá kemur Þjóðveijinn og heimsmethafinn Jurgen Schult með 69,04, Litháinn Romas Ubartas hefur kastað 68,18 og Hollendingurinn Erik De Bruin 68,12. Með fimmta besta árangur ársins er Þjóðveijinn Lars Ried- el, 67,90, og næstur honum kem- ur Bandaríkjamaðurinn Anthony Washington með 67,88. í sjötta sæti er Samveldismaðurinn Dím- ítrí Tsjevtsjenko með 67,30 en þá kemur Vésteinn með 67,16 í ár. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.