Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ 099 BARCELONA ’92 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 FOLX ■ MIKILL áhugi á handknattleik var meðal þeirra rúmlega 70 áhorf- enda sem fylgdu Sigurjóni og Úlf- ari þegar þeir lögðu af stað í síð- asta hringinn. Sífellt var verið að spyija hvernig staðan væri og var farsími blaðamanns notaður óspart til að kanna stöðuna. ■ Á MEÐAN Úlfar beið eftir að pútta á 5. braut gekk hann til kylfu- sveins síns og unnustu, Kolbrúnar Guðmundsdóttur, og bað um ban- ana. Ekki tókst betur til en svo að rennilásinn á „matarhólfinu“ rifn- aði þegar bananinn var sóttur, enda golfpoki Úlfars úttroðinn af alls- konar golfdóti og mat. ■ TVEIR ungir piltar gengu um meðal áhorfenda með stór skilti þar sem á var letrað „ÞÖGN“ og fóru áhorfendur í einu og öllu eftir til- mælum þeirra. Allir þögðu nema mávarnir, sem sveimuðu yfir golf- vellinum sí gargandi. ■ STRAX á fyrstu braut kom til kasta dómara mótsins, Þorsteins Svörfuðar Stefánssonar, sem er annar tveggja íslenskra alþjóð- legra dómara. Bolti Úlfars lá í glompu og Kolbrún, kylfusveinn hans og unnusta, rakaði ójöfnu með hrífu áður en Úlfar sló. Úlfar lét dómarann vita og eftir að hann hafði flett upp reglubókum úr- skurðaði hann að ekki skyldi dæma víti. __ ■ ÚLFAR leikur með Maxfli sett og bolta sömu tegundar. Árni Arnason sem flytur vaminginn inn sagði að margir hefðu bent sér góðlátlega á að það væfu fleiri sem notuðu Titleistbolta. „Það eru gæðin en ekki magnið sem ræður,“ svaraði Árni slíkum ábendingum. ■ HELGI Eiríksson, úr GR sigr- aði í 1. flokki karla. Hann lék í síðasta riðli síðasta daginn og hann var einnig í síðasta riðli í fyrra, en þá í meistaraflokki. ■ SIGURÐUR Hafsteinsson úr GR var bennt á að líma yfir merki frá Teppabúðinni sem var á pokanum hans. Sigurður, sem er mikill spaugari, gerði það af samviskusemi. Hann náði sér í teppabút og límdi hann yfir merk- ið! ■ RAGNAR Ólafsson, úr GR er svili Úlfars Jónssonar. Eitt sinn er Ragnar heimsótti hann til Bandaríkjanna sagðist hann hafa bent Úlfari á að hann yrði að fá sér linsur í stað gleraugna ef hann ætlaði að geta eitthvað í golfi. Úlf- ar gerði það og „nú sér hann hvað hann er að gera,“ sagði Ragnar. ■ ÁHORFENDUR sem fylgdust með meisturunum á síðasta hring voru fjölmargir. Þegar kapparnir fóru út voru áhorfendur rúmlega 70 en frá 10. braut og til þeirrar 16. voru þeir tæplega 400 og um 1000 manns fylgdust með síðustu tvær holumar. ■ KAREN Sævarsdóttir náði eina fugli sínum í gær á 8. holu sem er par fjórir. Það blés þó ekki byrlega fyrir henni. Eftir upphafs- höggið lenti boltinn á milli tveggja steina en hún náði að bjarga sér. „Eg hugsaði með mér, hvaða kylfu má ég helst við að missa úr pokan- um því ég bjóst alveg eins við að eyðileggja kylfuna. Eg tók níuna og lét vaða og boltinn fór tveimur metrum frá holu,“ sagði Karen. ■ Á 2. holu í gær lenti Ólöf María Jónsdóttir, úr GK í sand- glompu. Eftir eina árangurslausa tilraun til að slá upp úr henni reyndi hún aftur og nú tókst henni betur upp. Boltinn fór beint ofan í holuna. ■ MEÐ sigri sínum jafnaði Kar- en met Jakobínu Guðlaugsdóttur úr Eyjum. Þess má geta að Karen sló móður sinni, Guðfinnu Sig- þórsdóttur, við, en hún varð þrisv- ar íslandsmeistari. GOLF / LANDSMOTIÐ Með Ulfari og Sigur- jóni á síðasta hring ÞEGAR Úlfar og Sigurjón hófu leik á síðasta degi Landsmóts- ins hafði Úlfar leikið á 212 höggum og var einu höggi undir pari vallarins. Sigurjón var á 214 höggum, eða á einu höggi yfir pari. Hér á eftlr verður lýst síðasta hring kappanna og sagt hvernig staðan er eftir hverja holu. 1. braut: 310 m 11 8. braut: 362 m Upphafshögg Siguijóns lenti í brautarkanti, hoppaði illa en bolt- inn rétt slapp við að fara í glompu. Úlfar sendi hins vegar sinn boita beint í glompu. Annað högg Úlf- ars fór úr glompunni yfír aðra og á kaf í þá þriðju. Þriðja höggið var síðan yfír flötina, innáspilið mjög gott og eitt pútt. Annað högg Siguijóns var inn á flöt og tvípútt. Úlfar: 5, skolli (0) Siguijón: 4, par (+1) 2. braut: 151 m Sigurjón var of stuttur, rétt utan við flöt, tók pútterinn og setti 15 metra pútt glæsilega nið- ur. Úlfar var hins vegar á flöt- inni, aðeins hægra megin á móts við holu, en þurfti tvö pútt. Úlfar: 3, par (0) Siguijón: 2, fugl (0) 3. braut: 408 m Báðir á braut í upphafshöggi, og Úlfar inn á í öðru höggi, en Siguijón aðeins of stuttur, var í flatarkantinum. Þá átti hann mis- heppnað inná skot.,_ sló of fast og þurfti að tvípútta. Úlfar lagði hins vegar átján metra pútt við holu qg síðan niður. Ulfar: 4, par (0) Sigurjón: 5, skolli (+1) 4. braut: 439 m Úlfar á braut, en Siguijón of langt hægra megin, og átti erfítt annað högg, sem tókst þó vel, svo til inn á flöt. Þokkalegt innáskot og tvö pútt. Úlfar átti glæsilegt annað högg, sem rétt náði inn á flöt. 25 metra pútt hans var frá- bært og hann þurfti aðeins að velta boltanum ofan i. Úlfar 4, fugl (-1) Siguijón: 5, par (+1) 5. braut: 333 m Góð upphafshögg, Úlfar lék inn á í öðru en Siguijón yfír flötina. Hann tók pútterinn og lagði alveg við. Úlfar átti tíu metra pútt upp í móti, og boltinn stoppaði tíu sentimetrum frá holu. Úlfar: 4, par (-1) Siguijón: 4, par (+1) 6. braut: 173 m Báðir voru þeir inná flöt, Úlfar þó heldur nær, eða aðeins 3 metra, og setti púttið örugglega niður. Siguijón þurfti hins vegar að tvíp- úta. Úlfar: 2, fugl (-2) Siguijón: 3, par (+1) 7. braut: 324 m Úlfar á braut og stórglæsilegt annað högg tvo metra frá holu, og eitt pútt. Siguijón var hins vegar rétt utan brautar hægra megin og í öðru höggi inná flöt, en þurfti tvö pútt. Úlfar: 3, fugl (-3) Siguijón: 4, par (+1) Báðir á góðum stað á miðri braut eftir upphafshögg en annað höggið of stutt þjá báðum þó svo að þeir næðu inná flöt. Löng pútt þeirra misfórust og því fóru báðir á pari. Úlfar: 4, par (-3) Siguijón: 4, par (+1) 9. braut: 339 m Boltar Úlfars og Sigutjóns lágu meter frá hvor öðrum rétt utan brautar hægra megin, Siguijón á milli tveggja glompa en Úlfar í annarri þeirra. Innáskotin hjá báðum voru frábær aldei þessu vant, sýnu betra hjá Siguijóni og báðir tvípúttuðu. Fyrra pútt Sig- uijóns var ekki nema um 5 metr- ar en boltinn snar breytti um stefnu þegar hann lenti í skemmd á flötinni. Úlfar: 4, par (-3) Siguijón: 4, par (+1) 10. braut: 359 m Úlfar hóf síðari hringinn með Qögur högg á Siguijón. Báðir voru þeir á braut eftir upphafs- högg, og þykir það nú varla frétt- næmt. Innáskotin voru góð en bolti Siguijóns, sem lenti alveg við pinna, hoppaði asnalega, frá holu og þurftu báðir að tvípútta. Úlfar: 4, par (-3) Siguijón: 4, par (+1) 11. braut: 167 m Hvorugur hitti flötina, Úlfar var hægra megin við hana en Sig- uijón í glompu fyrir framan hana. Bolti hans lá mjög illa þannig að hann rétt náði honum upp úr glompunni, síðan inná og eitt pútt. Ulfar vippaði fallega inná og ein- púttaði. Úlfar: 3, par (-3) Siguijón: 4, skolli (+2) 12. braut: 485 m Siguijón átti.eitt af sínum risa upphafshöggum. Boltinn fór í flugi um 290 metra, yfir holtið og lenti á braut við 150 metra hælinn. Annað högg hans var rétt vinstra megin við flötina en inná- spil hans var hræðilegt - yfír flöt- ina og rúllaði niður bakkann. Það- an sló hann inná og tvípúttaði. Úlfar var á braut í upphafshögg- inu en heldur stuttur í öðru högg- inu. Það kom þó ekki að sök því innáspilið var gott og öruggt pútt niður og átti hann nú sjö högg á Siguijón. Úlfar: 4, fugl (-4) Siguijón: 6, skolli (+3) 13. braut: 334 m Úlfar á góðum stað á braut en Siguijón útaf vinstra megin í háu grasi. Hann náði þó góðu öðru höggi, boltinn lenti efst í brekk- unni en rúllaði til baka alveg nið- ur á jafnsléttu. í þriðja höggi inná en hann var enn og aftur of stutt- ur í púttinu og fékk skolla. Úlfar lék listavel inná flötina en rétt missti púttið. Úlfar: 4, par (-4) Siguijón: 5, skolli (+4) 14. braut: 380 m Aldrei þessu vant var Úlfar ekki á brautinni eftir upphafs- högg, heldur í brautarglompu. En það kom ekki að sök því snilling- urinn var kominn í stuð og sló snilldarlega inná flöt, en rétti missti púttið. Siguijón var hins- vegar lengra til hægri, boitinn lá ofaní stórri holu með gijót allt um kring og einhverntímann hefði þetta verið merkt sem grund. Það var ekki þannig að Siguijón varð að slá, náði ágætis höggi en þó heldur stuttu. Úlfar: 4, par (-4) Siguijón: 5, skolli (+5) 15. braut: 528 m Ulfar á braut, Siguijón útí drasli og lá mjög illa. Annað högg Siguijóns skondraði aðeins 50 metra, það þriðja inn á braut en flórða alveg upp við holu. Mjög gott par. Annað högg Úifars var nákvæmlega eins og það á að vera - og það þriðja inn á flöt. Úlfar: 5, par (-4) Siguijón: 5, par (+5) 16. braut: 349 m Þar kom að því að þeir voru báðir loksins á braut. Annað högg Úlfars var of stutt og í þriðja höggi varð hann að fara yfír glompu. Það gerði hann svo sann- arlega og vippaði ofaní. Annað högg Sigúijóns rétt náði inn á flöt en sem fyrr missti hann pútt- ið en gaf kúlunni þó möguleika að þessu sinni því hann var heldur of langur, en var búinn að vera of stuttur fram að því. Úlfar: 3, fugl (-5) Siguijón: 4, par (+5) 17. braut: 173 m Siguijón inná flöt, gott pútt en dróg ekki alveg. Úlfar var aldrei þessu vant í vandræðum. Boltinn fór hægra megin við flötina, lá þó þokkalega en yfir glompu að fara. Það vafðist fyrir meistaran- um, upp fór boltinn lenti í hol- unni, fór þar einn hring og uppúr aftur. Óheppinn! Úlfar: 3, par (-5) Siguijón: 3, par (+5) 18. braut: 349 m Úlfar var í glompu hægra meg- in, 160 metra frá holu. Hann sló glæsilga uppúr henni en yfír flöt- ina. Siguijón náði einu af sínum löngu upphafshöggum, sló glæs- ilga inná, boltinn lenti við holu en skrúfaðist til baka eina 8 metra. Úlfar vippaði inná, boltinn rúliaði og rúllaði og stoppaði 7 metra frá holu. Hann varð því að pútta fyrir nýju vallarmeti, gerði það glæsilega en boltinn stoppaði á sfðasta stráinu. Þannig að hann varð að sætta sig við að jafna vallarmet sitt frá þriðja degi. Úlfar: 5, skolli (-4) Sigurjón: 4, par (+5) LOKASKOR: Úlfar Jónsson, GK........68 Siguijón Arnarsson, GR...75 Úlfar Jónsson slær hér upp úr brautarglor Lék fjóra hringi í Grafarl ÚLFAR Jónsson úr Golfklúbbnum Keili í Haf narfirði varð í gær ís- landsmeistari í golfi í sjötta sinn. Úlfar er vel að titlinum kominn, hann lék hreint frábært golf og var unun að fylgjast með honum. Þriðja dag mótsins setti hann nýtt vallar- met og í gær jafnaði hann met fimmtudagsins, og var ef til vill óheppinn að ná ekki að bæta það. En það voru fleiri met sem féllu. sem er fjórum höggum undir pari vallar- ins, sem þykir ekki sá Skúli Unnar léttasti hér á landi. Úlfar Sveinsson jafnaði annað met sem skrifar Björgvin Þorsteinsson átti einn, báðir hafa sex sinnum orðið íslandsmeistarar, en Björg- vin er sá eini sem sigrað hefur fimm sinnum í röð, a.m.k. um sinn. Það var unun að fylgjast með Úlfari í gær. Þrátt fyrir að Siguijón Arnars- son, sem var tveimur höggum á eftir honum þegar þeir hófu leik, næði að jafna við hann á tveimur fyrstu holunum, hélt hann stillingu sinni. Hann lék sitt golf, upphafshöggin voru örugg, högg með járnkylfunum glæsileg, innáleikur- inn hreint ótrúlega nákvæmur og púttin hjá honum voru einstök. Þetta má orða á styttri hátt: Stórkostlegt golf! Gleggsta dæmið um hvernig Úlfar lék er að hann fór 14 brautir á „regulation" sem þýðir að hann er inni á flöt á tilsett- um höggafjölda. Sex sinnum á hringnum notaði hann aðeins eitt pútt og einu sinni þurfti hann ekki einu sinni að taka upp pútterinn, hann vippaði glæsilega í holu á 16. braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.