Morgunblaðið - 01.08.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 01.08.1992, Síða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELOMA ’92 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 ÓLYMPÍULEIKAR NÚTÍMANS Al Oerter sigraði ijögur skipti í röð í kringlukasti ÓLYMPÍULEIKAR nútímans hafa verið haldnir á fjögurra ára fresti síðan 1896, með lengri hléum þó vegna heimstyrjaldanna tveggja. Munurinn á fyrstu leikunum sem haldnir voru í Aþenu 1896, þar sem hugmyndir barónsins franska Pierre de Coubertin um að endurvekja hina fornu Ólympíuleika fengu hógværan hljóm- grunn, og 25. leikunum í Barcelona nú, stærstu íþróttahátíð samtimans, gæti vart verið meiri. Hér á eftir fylgir stutt yfirlit yfir þá leika sem haldnir hafa verið og helstu viðburði. Al Oerter vann fjögur gull í kringlukasti. AÞENA 1896 Fyrstu Ólympíuleikar nútímans. Franski baróninn Pierre de Cou- bertin fékk þá hugmynd að endur- vekja hina fornu Ólympíuleika, kynnti þá hugmynd víða og stofn- aði Alþjóða Olympíunefndina, sem enn þann dag í dag er aðal fram- kvæmdaaðili Ólympíuleikanna. Leikamir voru settir 6. apríl af gríska konunginum, en einungis 13 þjóðir tóku þátt végna þess hve boð um þátttöku bárust seint. PARÍS 1900 Aðrir Ólympíuleikar nútímans vom haldnir í heimaborg de Coubertins, en vora misheppnaðir að flestra mati. Grikkir vildi halda leikana sem og alla aðra Ólympíuleika eftir 1896, en til þess að miðla málum var leikunum bætt við sem atriði á heimssýningunni sem haldin var í París þetta ár. ST.LOUIS 1904 Þriðju leikarnir vora mun mis- heppnaðari en Ólympíuleikamir í París fjóram árum áður. Einungis 76 af 617 íþróttamönnum komu frá löndum utan Norður Ameríku, og eðlilega unnu Bandaríkjamenn til flestra verðlauna á leikunum. LONDON 1908 Leikamir í London 1908 gerðu Ólympíuleikana að þeim stórvið- burði í íþróttaheiminum sem þeir eru í dag. Yfír 2000 íþróttamenn frá 22 þjóðum tóku þátt. STOKKHÓLMUR Bandaríkjamaðurinn Jim Thorpe var stjama leikanna. Hann sigraði eftirminnilega í fímmtar- og tug- þraut, en var seinna sviptur ðlymp- íutitlunum vegna þess að hann hafði leikið sem atvinnumaður með hafnaboltaliði. Verðlaunapeningum hans var skilað til eftirlifandi bama hans fyrir leikana í Los Angeles 1984. ANTWERPEN 1920 Leikunum 1916 sem átti að halda í Berlín var aflýst vegna heimstyij- aldarinnar fyrri, en um leið og það var gert var ákveðið að halda leik- ana 1920 í Antwerpen í Belgíu. Þjóðimar sem lutu í lægra haldi í fyrri heimsstyrjöldinni sátu heima, en þeim var ekki boðið til leikanna. PARÍS 1924 Pierre de Coubertin fór fram á það að áttundu Ólympíuleikarnir yrðu haldnir í París og var farið að ósk- um hans. Hann vildi bæta upp fyr- ir Parísarleikana aldamótaárið og tókst það. Mörg heimsmet féllu og sextíu árum síðar var gerð kvik- mynd um sögulega frammistöðu tveggja Breta á leikunum, myndin „Chariots og Fire“. Kvikmynda- stjaman Johnny Weissmuller vann til þriggja gullverðlauna í sundi. Finninn Paavo Nurmi vann til fjög- urra gullverðlauna og setti heims- met í 10.000 metra hlaupi. AMSTERDAM 1928 Konur tóku fyrst þátt í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Amsterdam. Álls tóku um 3000 íþróttamenn frá 46 löndum þátt í leikunum, þar af 290 konur. Þjóð- imar sem höfðu verið útilokaðar árið 1920 tóku nú aftur þátt, en Sovétmenn héldu sína eigin leika og sendu því ekki íþróttafólk til Amsterdam. LOS ANGELES 1932 Sérstakt Ólympíuþorp var byggt í fyrsta skipti og hefur sá siður hald- ist nær óslitið síðan. Flestum til undranar varð mikill fjárhagslegur ávinningur af leikunum, en þeir vora haldnir meðan heimskreppan mikla stóð sem hæst. íþróttakonan Mildred Didrikson setti heimsmet í þremur greinum og varð fyrst kvenna til að komast á stall með Ólympíustjömum. BERLÍN 1936 Það var Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens sem stal senunni í Berlín þar sem hann vann til fjögurra gullverðlauna. Þýski kanslarinnn Adolf Hitler setti svip sinn á leik- ana, en hann kom sér undan því að óska Owens og öðram þeldökk- um sigurveguram til hamingju. í fyrsta skipti var Ólympíueldurinn tendraður í Ólympíu í Grikklandi með hjálp sólargeisla og fluttur með kyndli til Berlínar, og hefur sá sið- ur haldist allar götur síðan. LONDON 1948 Seinni heimsstyijöldin gerði það að verkum að Ólympíuleikar voru ekki haldnir í tólf ár. Árið 1940 áttu þeir að vera í Tokyo en vegna styij- aldar Japans og Kína voru þeir fluttir til Helsinki. í september 1939 hemámu Sovétmenn Finnland og undirbúningi fyrir leikana var því hætt enda heimstyijöldin hafin. Næstu leikar áttu að vera í London 1944, en Alþjóða Ólympíunefndin taldi ekki rétt að halda þá það ár, og árið 1946 var ákveðið að halda næstu leika í London. Hollenska konan Fanny Blankers-Koen vann til fjögurra gullverðlauna í fijálsum, met sem aðrar fijálsíþróttakonur hafa ekki enn slegið. HELSINKI 1952 Sovétmenn tóku aftur þátt eftir 40 ára hlé og kræktu í 17 gullverð- laun. Hjónin Emil og Dana Zatopek unnu samtals til fjögurra gullverð- launa í fijálsum. Alls tóku um 5000 íþróttamenn frá 69 löndum þátt í leikunum. MELBOURN 1956 Þijár þjóðir hættu við þátttöku í mótmælaskyni vegna stríðsins við Súez-skurð. Aðrar þijár mættu ekki til leiks til að mótmæla innrás Sovétmanna í Ungveijaland. Ung- veijar hefndu innrásarinn með því að sigra Sovétmenn í sundknattleik á leikunum. Larisa Latýnína frá Sovétríkjunum vann fjögur gull- verðlaun í fímleikum. RÓM 1960 Rúmlega 5000 íþróttamenn tóku þátt frá 83 löndum. Þetta voru síð- ustu leikar S-Afríku þar til nú, en aðskilnaðarstefna stjórnvalda hélt íþróttamönnum þaðan frá leikunum í yfír 30 ár. Abebe Bikila varð fyrst- ur þeldökkra Afríkubúa til að vinna til gullverðlauna, þegar hann hljóp maraþonhlaupið berfættur og sigr- aði. Cassius Clay, síðar Muhammad Ali, sigraði í léttþungavigt í hnefa- leikum. TÓKÝO 1964 Fyrstu leikarnir sem haldnir voru í Asiu. Yoshinori Sakai, sem fæddist í Hírósíma daginn sem kjarnorku- sprengjan sprakk, bar Ólympíueld- inn síðasta spölinn inn á Ólympíu- leikvanginn. Dawn Fraser vann þriðju gullverðlaun sín í röð í 100 m skriðsundi. MEXÍKÓ 1968 Leikarnir vora haldnir í skugga dauða 260 stúdenta, sem létust í óeirðum í Mexíkó, einungis 10 dög- um fyrir leikana. Bandaríkjamaður- inn Á1 Oerter vann líklega mesta afrek sem unnið hefur verið á Ólympíuleikum til þessa, þegar hann sigraði í fjórða skiptið í röð í kringlukasti. Bob Beamon setti heimsmet í langstökki, sem menn töldu lengi vel að erfitt yrði að slá. MÚNCHEN 1972 Ellefu íþróttamenn frá ígrael vora myrtir af palestínskum hryðju- verkamönnum, og skyggði það nær algjörlega á aðra viðburði á leikun- um. Alls tóku 7000 íþróttamenn þátt í leikunum frá 122 löndum. Sovéska stúlkan Olga Korbut vann þrenn gullverðlaun í í fímleikum og Bandaríkjamaðurinn Mark Spitz vann sjö gullverðlaun í sundi. MONTREAL 1976 Tuttugu og þijár Afríkuþjóðir mættu ekki til leiks þar sem Al- þjóða Ólympíunefndin neitaði að vísa Nýja-Sjálandi úr keppni vegna þess að þeir sendu ruðnings-lið til Suður Afríku. Fjórtán ára rúmensk stúlka, Nadia Comaneci, vann fern gullverðlaun. MOSKVA 1980 Til að mótmæla íhlutun Sovét- manna í málefni í Afganisthan hættu 61 þjóð auk Bandaríkjanna við þátttöku á leikunum. Austur- Evrópu þjóðir áttu því ekki í miklum erfíðleikum með að hirða flest verð- launin á leikunum. Aleksandr Dity- atin varð fyrstur til að vinna til átta gullverðlauna á einum leikum, en hann keppti í fimleikum. LOS ANGELES 1984 Sovétmenn svöruðu fyrir sig fjórum árum síðar og sátu heima ásamt 14 öðram þjóðum. Carl Lewis krækti í fjögur gullverðlaun, á leik- um þar sem tæplega 7000 íþrótta- menn frá 140 þjóðum tóku þátt. SEOUL 1988 Fjórar þjóðir sátu heima en það var kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson sem stal senunni. Eftir ótrúlegt 100 m hlaup þar sem hann kom fyrstur í mark var hann svipt- ur heimsmetinu sem hann setti sem og gullverðlaununum, vegna lyfja- misnotkunar. Rúmlega 9000 íþróttamenn frá 160 þjóðum tóku þátt. Signrsælustu keppendurnir Eftirtaldir íþróttamenn hafa unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum en þá eru verðlaun unnin í Barcelona ekki meðtalin. Á listanum eru a.m.k. tveir íþróttamenn, Bandaríkja- mennimir Matt Biondi og Carl Lewis, sem eiga möguleika á að bæta stöðu sína með því að vinna til verðlauna í Barcelona: 1) Laríssa Latínína, Sovétr. 1956-1964 fímleikar G-S-B 9-5-4 2) Paavo Nurmi, Finnlandi 1920-1928 fijálsíþróttir 9-3-0 3) Mark Spitz, Bandar. 1968-1972 sund 9-1-1 4) Sawao Kato, Japan 1968-1976 fimleikar 8-3-1 5) Ray C. Ewry, Bandar. 1900-1908 frjálsíþróttir 8-0-0 6) Níkolaj Andríanov, Sovétr. 1972-1980 fimleikar 7-5-3 7) Borís Sjachlín, Sovétr. 1956-1964 fímleikar 7-4-2 8) Vera Caslavska, Tékk. 1960-1968 fímleikar 7-4-0 9) Víktor Tjúkarín, Sovétr. 1952-1956 fimleikar 7-3-1 10) Aladar Gerevich, Ungv. 1932-1960 skylmingar 7-1-2 11) Edoardo Mangiarotti, ít. 1936-1960 skylmingar 6-5-2 12) Hubert van Innis, Belgíu 1900-1920 bogfími 6-3-0 13) Akinori Nakayama, Japan 1968-1972 fímleikar 6-2-2 14) Gert Fredriksson, Svíþjóð 1948-1960 róður 6-1-1 15) Matt Biondi, Bandar. 1984-1988 sund 6-1-1 16) Carl Lewis, Bandar. 1984-1988 fijálsíþróttir 6-1-0 17) Rainer Klimke, Þýskal. 1964-1988 hestaíþr. 6-0-2 18) Pal Kovacs, Ungv. 1936-1960 skylmingar 6-0-1 19) Nedo Nadi, Ítalíu 1912-1920 skylmingar 6-0-0 20) Rudolf Karpati, Ung. 1948-1960 skylmingar 6-0-0 21) Kristin Otto, A-Þýskl. 1988 sund 6-0-0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.