Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 1
Tc BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1992 3R9#r$mtMat> lí* ■ LAUGARDAGUR 1.ÁGÚST BLAÐ adidas ...annað ekki OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA Ferskir úrlyQa- banni - og unnu öll verðlaunin Keuter Kieren Perkins frá Ástralíu sigraði í 1500 m skriðsundi í gær og setti glæsilegt heimsmet, bætti eldra met sitt um fimm sekúndur. Allt um sundið / C2,C12 Fá bresku lyftingamenn- imir uppreisn æru? BRESKU lyftingamönnum, sem voru sendir heim frá Barcelona eftir að hafa fallið á lyfjaprófi, fá hugsanlega uppreisn æru og svo getur verið að þeir fái að keppa um helgina. JIM Stulce frá Bandaríkjunum vann fyrstu gullverðlaun í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleik- anna í gærkvöldi með sigri í kúlu- varpi karla. Landi hans James Doe- hring vann silfur og Rússinn Vjatsj- eslav Lykho bronsverðlaun en þess- ir þrír kastarar voru allir dæmdir í keppnisbann fyrir lyfjanotkun árið 1990 og mættu því til leiks í sumar eftir að hafa tekið út keppnisbann. Svisslendingurinn Werner Giinthor þótti sigurstranglegastur en hann varð aðeins í fjórða sæti eftir harða og tvísýna keppni um silfur- og bronsverðlaunin. Stulce hafði mikla yfirburði og náði sigurkastinu, 21,70 metrum, í fimmtu umferð. Doehring varpaði 20,96 og Lykho 20,94 en Giinthor 20,91. Olympíumeistarinn frá í Seo- ul, Þjóðveijinn Ulf Timmermann varð fimmti með 20,49 og meistar- inn frá í Los Angeles 1984, ítalinn Alessandro Andrei, 11. með 19,62. Stulce er 23 ára Texasbúi og fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem verður Ólympíumeistari í kúluvarpi frá því Randy Matson vann titilinn í Mexíkóborg 1968. Hann sagði að lyfjabann sitt ætti ekki að draga úr sigrinum. Lykho varð í þriðja sæti á EM í Split fyrir tveimur árum en var síð- an sviptur þeim verðlaunum. Doe- hring er á fímm ára skilorði vegna dóms sem hann hlaut eftir að fíkni- efni fundust í fórum hans en sann- að þótti að hann ætlaði að selja þau. I3reska sjónvarpsstöðin ITN sagði í gær að sýnin frá Andrew Saxton og Andrew Davies hefðu ef til vill ruglast saman við sýni annars manns með svipuðu nafni. Breska ólympíunefndin í Barcelona sagðist ekki geta tjáð sig um fréttina, en sagði að málið væri í athugun, bæði í Barcelona og London. „Það er möguleiki á að þeir verði aftur tekn- ir inní hópinn," sagði Caroline Se- arle, talskona nefndarinnar. Hún sagðist ekki geta sagt hvers vegna efasemdir væru nú uppi í sam- bandi við lyfjaprófin, en ákvörðun um framhaldið yrði væntanlega tekin í dag. „Það eru margir lausir endar og tíma tekur að loka hringnum." Saxton var skráður í keppni í 100 kg flokki á morgun, en Davies í 110 kg flokki á mánudag. Samkvæmt lögum Alþjóða lyftingasambandsins fóru þeir í lífstíðar keppnisbann um leið og niðurstöður úr lyfjaprófínu voru birtar, en báðir hafa ákveðið að áfrýja úrskurðinum og Saxton segist ekki hafa neytt ólöglegra lyija. KNATTSPYRNA / NOREGUR TeKur og Ólafur hælta hjá Lyn Teitur Þórðarson, sem hefur þjálfað norska knattspyrnul- iðið Lyn í tvö ár, hættir hjá félag- inu» Ngar samn- Erhngur ingurinn rennur út Jóhannsson 1. nóvember næst skrífarfrá komandi. Viðræð- Noregi ur forráðamanna Lyn við Teit um áframhaldandi störf hafa staðið yfir að undan- förnu, en báru ekki tilætlaðan árangur. Nú vilja forráðamenn ráða nýjan þjálfara í haust. Teitur sagði við Morgunblaðið að hann væri ekki ánægður með þesa ákvörðun forráðamanna fé- lagsins. „Það hafa verið smávægi- legir samstarfsörðugleikar nú í sumar á milli mín og forráða- manna félagsins. Þetta stafar fyrst og fremst af því að stjórnar- menn hafa verið að skipta sér af hlutum, sem þeir hafa ekkert með að gera. Ég hef allan þann tíma, sem ég hef verið hjá Lyn, stefnt að því að gera liðið eitt af bestu liðum Noregs. Nú að undanfömu hef ég orðið var við önnur viðhorf hjá forráðamönnum félagsins og þegar málum er þannig háttað hef ég ekki áhuga á að starfa fyrir félagið." En hvað um framtíðina? „Enn sem komið er er allt óvist hvað ég geri eftir fyrsta nóvem- ber. Fyrst ætla ég að ljúka þessu timabili hjá Lyn, en við eigum ennþá möguleika á að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Það er enginn vafi á því að Teitur hefur náð góðum árangri hjá Lyn, m.a. var liðið í 4. sæti í deildinni í fyrra eftir að það kom upp úr 2. deild og nú á liðið mögu- leika á Evrópusæti. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur franskt lið haft samband við Teit, en hann vildi ekki tjá sig um það. Samningur Ólafs, bróður Teits, sem leikur með Lyn rennur einnig út að loknu þessu tímabili. Að sögn Teits verður Ólafur ekki áfram hjá félaginu. GOLF: ULFAR OG KAREN MEISTARAR FJORÐA ARIÐIROD / C6,C7,C12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.