Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 099 BARCELONA '92 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 C 3 HANDKNATTLEIKUR Jakob Sigurðsson og Héðinn Gilsson fagna sigrinum yfir Ungveijum. Morgunblaðið/RAX Vamarleikur og mark- varsla í hæsta gæðaflokki Geysilegur stígandi í leik íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum Vörn íslands fór einfaldlega á kostum í fyrri hálfleiknum og Ungverjarnir komu hvað eftir annað að lokuðum dyrum. Skapti ís-múrinn var reistur Hallgrímsson og framhjá honum skrlfarfrá átti greinilega ekki Barcelona að hleypa neinum nema fuglinum fljúgandi. Guðmund- ur Hrafnkelsson komst strax í gang og varði vel, og munurinn í hálfleik var fimm mörk, 8:3. Hefði þó getað verið orðinn enn meiri ef allt hefði verið með felldu í sókninni. Of mörg góð færi fóru í súginn. En baráttan var góð, menn voru að reyna og lögðu sig vel fram. Og það var ánægjulegt að sjá hve menn voru geysilega ákveðnir í að hirða frá- köstin í vörninni; nokkuð sem oft áður hefur verið í ólagi og kostað sitt, en nú var barist um boltann í hvert einasta skipti og yfirleitt náðu íslensku strákarnir honum. Sigur var í augsýn strax í leik- hléi, en strákarnir héldu sínu striki. Enn voru mistökin í sóknarleiknum reyndar of mikil en vörnin var enn góð, þó svo Ungveijamir næðu að skora 13 mörk í hálfleiknum. Þeir skutu líka mun betur þá en fyrir hlé. Síðustu tíu mínúturnar gripu Ungveijarnir til þess örþrifaráðs að leika maður gegn manni í vörninni, leikurinn leystist upp en íslendingar réðu vel við stöðuna sem upp kom, létu ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk gegn sex á þess- um kafla. íslenska liðið lék mjög vel í gær, liðsheildin var sterk. Guðmundur mjög góður í markinu, hefur staðið sig geysilega vel hér í mótinu, og vörnin gerist varla betri. Jakob og Valdimar léku nánast allan tímann í hornunum og tókst mjög vel að stöðva hina hættulegu hornamenn Ungveija. Og múrinn á miðjunni mynduðu Héðinn, Júlíus, Geir Gunn- ar og Einar — sannarlega ekki árennilegur kvartett fyrir skyttur andstæðinganna. Héðinn náði sér loks vel á strik í sókninni, gerði mjög falleg mörk, Geir var mjög góður á línunni svo og Birgir eftir að hann kom inn á. Sigurður Bjarna- son lék mjög vel í seinni hálfleik, og var dýrmætur í lokin þegar Ung- veijamir léku maður gégn manni í vöminni. Gunnar Gunnarsson gerði einnig góða hluti. Júlíus var óhepp- inn með skot sín og gerði ekki mark, sem tvö stig komast í höfn. Nú eru eftir leikir gegn Kóreu og Svíþjóð í riðlinum. Menn eru bjart- sýnir, en verða auðvitað að hafa báður fætur á jörðinni. Liðið hefur verið mjög vaxandi og spurning hvar þetta endar allt saman. Miðað við það sem gerst hefur er alls ekki óraunhæft að ætla að liðið geti kom- ist í undanúrslit, en tvö lið komast ÍSLENDINGAR eru komnir vel á skrið í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, unnu mjög öruggan sigur á Ungverjum í gær, 22:16, eftir að Ungverjar gerðu aðeins þrjú mörk í fyrri hálfleik. Varnarleikur íslenska liðsins var hreint frábær, markvarslan einn- ig og margt gott sást í sóknarleiknum þó það verði að segjast eins og er að ýmislegt má þar enn betur fara. En sigurinn var sætur og dýrmætur, og nú hefur stefnan verið tekin á að komast í undanúrslit. Mennirnir sem komu bakdyramegin inn á leikana ætla sér greinilega að standa upp úr, a.m.k. úr þeim hópi sem þegar hefur lokið kepprii. sem er óvenjulegt, og þó Valdimar hafi gert sex mörk lét hann veija fimm sinnum úr dauðafæri. Einnig óvanalegt. En það er svo sem ágætt að taka þetta út í svona leikjum, þar áfram úr hvorum riðli. Og sumir eru eflaust famir að láta hugann reika æ oftar til Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Svíþjóð í sumar... Island - Ungverjaland 22:16 íþróttahöllin í Granollers, A-riðill handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, föstudaginn 31. júlí 1992. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 4:3, 8:3, 12:3, 12:4, 13:4, 13:5, 14:5, 14:7, 15:7, 18:9, 16:9, 16:10, 17:11, 17:12, 20:14, 21:16, 22:16. Island: Valdimar Grímsson 6/4, Héðinn Gilsson 4, Geir Sveinsson 4, Sigurð- ur Bjarnason 3, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Birgir Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1. Aðrir í hópnum: Júlíus Jónasson, Gunnar Gunnarsson, Konráð Olavson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15 (þar af 3 þar sem knötturinn fór aftur til mótheija). Bergsveinn Bergveinsson kom ekki inná. Utan vallar: 10 mínútur. Ungverjaland: Laszlo Marosi (nr. 6) 6, Attila Horvath (nr. 17) 4‘ Attilla Borsos (nr. 3) 2, Jozsef Eles (nr. 10) 2, Sandor Gyorffy (nr. 5) 1 og Fer- enc Fuzesi (nr. 14) 1. Varin skot: Imre Bire 15, Janos Szsatmari 1. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Lelong og Tancrez frá Frakklandi. Áhorfendur: Um 3.000. Yfir mig ánægður - sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsjDjálfari eftir stórsigurinn „ÉG ER yfir mig ánægður, fyrst og fremst með stigin. Þá var varnarieikurinn eins og hann gerist bestur — við fengum ekki nema þrjú mörk á okkur í fyrri hálfleik, og það segir sína sögu. Og Guðmundur er stvaxandi í markinu," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, iandsliðs- þjálfari, kampakátur eftir sigurinn á Ungverjum i gær. Þorbergur sagði gífurlegt sjálfstraust í hópnum. „Sumir leika kannski undir getu ennþá, en ég veit að hópurinn á miklu meira inni. En við verðum að vara okkur á Kóreu, liðið er geysisterkt, passar okkur afar illa,“ sagði hann um leikinn á morgun. Við erum nú mjög lík- lega búnir að tryggja okkur að leika um 5-6. sæti en við sættum okkur ekki við það, við erum það nálægt því að komast alla leið.“ Það var mikill munur á liðun- um í dag. Kom það þér á óvart eða varstu búinn að búa þína menn svona vel undir að taka á móti Ungveijunum? „Ég átti von á alveg gífurlega jöfnum leik, en held að við höfum unnið mikla og góða heimavinnu sem er að skila sér. Við höfum iegið yfír þeim og farið vandlega gegnum þetta allt.“ Þorbergur hafði óttast homamenn Ungverja sérstaklega, en sagðist hafa und- irbúið lið sitt vel til að taka á móti þeim, og það gekk upp. Þeir gerðu harla lítið í leiknum. Þorbergur sagði lið sitt taka einn leik fyrir í einu og hugsa um að hafa gaman af því sem verið væri að gera. „Við lékum illa gegn Brasilíu, aðeins betur á móti Tékkum og mjög vel í þriðja leik, en samt sem áður em nokkr- ir leikmenn sem leika ekki enn af fullri getu,“ sagði landsliðs- þjálfarinn og bætti við að hann ætti von á að enn meira kæmi út úr liðinu 5 framhaldinu. Islendingar léku vel - sagði Attila Joosz þjálfari Ungverja ^Jjálfari Ungverja, Attila Joosz, hældi íslenska landsliðinu í hást- ert á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. Sagði leikmennina greinilega mjög ákveðna en sína menn aftur á móti ekki jafn hungraða í góðan árangur. Joosz óskaði íslendingum til ham- ingju með frammistöðuna. „Þeir léku sérstaklega vel. Við þekktum íslend- ingana áður en við komum, höfðum til dæmis tapað fyrir þeim í sumar og þegar við komumst að því að ís- lendingar yrðu með hér í stað Júgó- slava urðum við langt frá því ánægð- ir. Við vissum að við mjög erfiðan andstæðing yrði að etja. Ég get að- eins sagt að skortur á einbeitingu og áhugaleysi hjá okkur en frábær ein- beiting og mikill áhugi íslensku leik- mannanna er það sem réð úrslitum í dag.“ Þeirri spurningu Morgunblaðsins hvers vegna menn hans hefðu jafn lítinn áhuga og Joosz vildi vera láta, sagðist hann varla geta svarað. „En aðalvandamálið er að margir leik- manna minna leika með erlendum lið- um og þegar þeir koma heima virðast þeir satt að segja ekki hafa mjög mikinn áhuga á að beijast fyrir ung- verska liðið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.