Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. AGUST 1992
35
Ámi Garðar Hjalta-
son - Minning
Fæddur 4. apríl 1988
Dáinn 28. júlí 1992
Fyrir rúmum fjórum árum kvikn-
aði lífsþráður lítils drengs, sem
fæddist í Svíþjóð 4. apríl 1988.
Hann kom eins og sólargeisli í faðm
fjölskyldunnar, þar sem fyrir voru
tveir bræður hans. Hann var skírð-
ur Árni Garðar í höfuð afa síns.
Þannig hófst lífshlaup hans. Hann
dafnaði vel og óx að viti og þroska,
varð kraftmikill og glaðvær og
hvers manns hugljúfi. Oft var glatt
á hjalla hjá þrem ungum og gáska-
fullum drengjum og stundum tekist
á eins og drengjum er títt. Við eig-
um margar hugljúfar minningar um
hann - lítinn ljúfan dreng. Sérstak-
lega er okkur minnisstæð síðasta
heimsókn hans til okkar á Otrateig
34 í maí í vor ásamt fjölskyldu
hans og fleiri vinum. Þá lék hann
á als oddi, ljúfur og glaður og kyssti
alla og lét vel að öllum, rétt eins
og hann væri að kveðja. Ekki grun-
aði okkur þá, að það væri síðasta
sinn, sem við sæjum hann á lífi.
En á örskotsstund skipast veður í
lofti og skorið var á lífsþráð hans
án aðdraganda eða undirbúnings
28. júlí sl. er hann lenti í umferðar-
slysi í Vestmannaeyjum og beið
bana. Lífshlaup hans varð stutt en
hamingjuríkt.
Sár harmur og sorg hefir lostið
foreldra hans, Veru Björk Einars-
dóttur og Hjalta Kristjánsson, og
bræður hans Trausta og Tryggva
og ástvini þeirra alla. Djúp sorg og
söknuður ríkir nú á heimili fjöl-
skyldunnar á Helgafellsbraut 20 í
Vestmannaeyjum. En minningin
um elskulegan son og bróður mun
verða þeim öllum styrkur og hugg-
un.
Við biðjum algóðan Guð að gefa
ykkur styrk í sorg ykkar og sökn-
uði. Minningin um yndislegan ljúfan
dreng mun lifa í hjörtum okkar
allra.
Amma og afi á Otrateig 34.
Hvers vegna deyja börn? Börn
sem við elskum og viljum að verði
stór. Einhver tilgangur er með því.
Guð vill varla bara valda þessari
miklu sorg án tilgangs. Árni Garðar
er eitt af þessum börnum sem ekki
fengu að verða fullorðin. Hann hef-
óáreytcttýKZ'z,
Cfj&ýcivci ri<z,
Opið aila daga frá kl. 9 22.
BLOM
SEGJA AiLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
bléffiilQUQl
Opiö alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
ur fengið annað hlutverk og er ör-
uggt að tekið hefur verið vel á
móti honum. Hann var þriðji og
yngsti sonur Veru og Hjalta og
verð ég að segja að hann var með
fallegri börnum. Hann var glaður
og ákveðinn hnokki og fannst mér
í vor er við fjölskyldan sóttum þau
heim til Vestmannaeyja að Árni
hefði breyst mest. Hann var ekki
lengur smábarn. Hann var orðinn
stór og vissi sínu viti. Bræður hans
eru stjórnsamir, svo það verður að
gæta ákveðni þegar maður er
yngstur.
Eg man þegar Árni Garðar fædd-
ist. Eg heimsótti Veru á spítalann
í Vasterás og verð ég að viðurkenna
að hann var með fallegri börnum
sem ég hafði séð. Árni Garðar var
mikill mömmustrákur og var ekki
auðvelt að lokka hann til sín.
Eftir að þau fluttu til Vest-
mannaeyja hefur Vera verið að
mestu heimavinnandi og er örugg-
lega vandfundin meiri mamma en
hún. Að örlögin skyldu mæta Árna
Garðari á gangbraut er einkenn-
andi, því Vera fór ætíð öruggustu
leiðina með sín börn. Elsku Vera,
Hjalti, Trausti og Trygg\d, megi
Guð styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Kveðjur.
Guðrún Vignisdóttir.
Sofðu lengi sofðu rótt
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan degi hallar skjótt
að mennimir elska, missa, gráta’ og sakna.
(Jóh. Siguijónsson)
Ámi Garðar frændi var ekki
nema fjögurra ára þegar Guð kall-
aði hann til sín án fyrirvara. Það
er sárara en orðum tekur að þessi
glaðværi og ákveðni piltur skuli
hafa horfið frá okkur án þess að
geta borið hönd fyrir höfuð sér eða
kvatt þá sem unnu honum mest.
Þó ungur væri hafði hann sterka
skapgerð og var eftirminnilegur
okkur sem nú horfum á eftir litlum
frænda. Við vitum að hann vakir
yfir okkur öllum af himnum, ekki
síst foreldrum sínum og bræðrum
sem eiga um sárt að binda.
Elsku Hjalti, Vera Björk, Trausti
og Tryggvi, megi Guð styrkja ykkur
í sorg ykkar og vera ykkur leiðar-
ljós til að sigrast á myrkri sorgar-
innar.
Á morgun kemur nýr dagur sem
hlýnar við minninguna um lítinn
sólargeisla sem lýsti okkur hér á
jörðu um skeið og heldur áfram að
lýsa okkur af himnum þangað til
við hittum hann á ný að lokinni
vegferð okkar hér.
Halldór, Jenný, Valgerður
Guðrún og Guðrún Helga.
Þegar mér bárust þau tíðindi að
hann Árni Garðar hefði lent í slysi
og látist varð ég harmi lostin. Þessi
litli brúneygði snáði með alla sína
andlitssvipi, sem ég var að passa á
Sóla, og skammaði um morguninn
fyrir að ætla að hlaupa út með
bolinn ógirtan í buxurnar. Hann
ákvað samt að við værum vinir
áður en hann var rokinn út að leika
sér og um kvöldið var hans líf með
okkur búið.
Lífið er eitt andartak
það líður fljótt
þú veist ekki af því
(Sævar Sverrisson)
Ég þakka fyrir að fá að eiga lít-
ið brot af „andartaki" Árna Garð-
ars.
Foreldrar, bræður og aðrir
vandamenn, Guð gefi ykkur styrk
á þessum erfíðu tímum í lífi ykkar.
Heiða Björg Scheving.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
(Höf. ókunnur)
Árin urðu ekki mörg hjá litla vini
okkar honum Árna Garðari, en
hann náði vel að komast að hjarta-
rótum okkar á „Sóla“. Fremstur í
flokki í ærslum og leikjum með vin-
um sem sakna hans sárt og skilja
ekki hvers vegna hann kemur ekki
aftur. Vandvirkur og samviskusam-
ur var hann alltaf við það sem hann
gerði.
Okkur langar til að minnast hans
með þessum ljóðlínum.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Elsku Vera, Hjalti, Trausti og
Tryggvi, við biðjum Guð að gefa
ykkur styrk á þessum erfiðu stund-
um og sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Áma Garðars.
Starfsstúlkur á Leikskólanum
Sóla í Vestmannaeyjum.
ERFIDRYKKJUR
Per^an a Öskjuhlíð
p e r l a n sími 620200
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ELÍSABETAR V. MAGNÚSDÓTTUR,
Ölduslóð 40,
Hafnarfirði.
Guðmundur Ö. Guðmundsson,
Björk Guðmundsdóttir, Kristinn Axelsson,
Magnús Þ. Guðmundsson, Sólveig J. Karlsdóttir,
Elísabet M. Kristinsdóttir, (ris Hrönn Magnúsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU HJALTADÓTTUR
frá Hvoii.
Jósef Magnússon,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför
ÞÓRUNNAR PÉTURSDÓTTUR,
Furugrund 68,
Kópavogi.
Svanhvít Jónsdóttir,
Pétur Jónsson,
Esther S. Þorsteinsdóttir,
Júlfus Júlíusson,
Ólafur Júlíusson,
María Guðmundsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför
ÞÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Tryggvaskála,
Akranesi.
Málfrfður Sigurðardóttir,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Guðjónfna Sigurðardóttir,
Guðmundur Ó. Guðmundsson,
Grétar Sfmonarson,
Gunnar Elíasson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
VIÐARS GUÐBJÖRNS DANIELSSONAR
múrarameistara.
Sérstakar þakkir sendum við hjúkrunarfólki og læknum Heima-
hlynningar Krabbameinsfélags íslands.
Guðrún Lilja Friðjónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og
vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, sonar, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
HÉÐINS ÓLAFSSONAR,
Fjöllum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar og deildar 12G
Landspítalans.
Sjöfn Jóhannesdóttir,
Friðný Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
SNORRA GUÐMUNDSSONAR,
Þverbrekku 2,
áðurtil heimilis
í Breiðagerði 29.
Kristín Jónasdóttir,
Erla Hrönn Snorradóttir, Guðjón Weihe,
Sigmundur Jónas Snorrason,
Hrafnhildur Snorradóttir, Gísli Hauksson,
Bára Snorradóttir, Viðar Marel Jóhannsson,
Bryndís Snorradóttir, Guðmundur Hlöðversson,
Ásdfs Snorradóttir, Friðrik Bjarnason,
Karólína Birna Snorradóttir, Axel Yngvason,
Snorri Birgir Snorrason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar Páls Líndals, ráðuneytisstjóra,
verður umhverfisráðuneytið lokað frá hádegi í dag.
Umhverfisráðuneytið.
Lokað
Vegna útfarar PÁLS LÍNDAL, ráðuneytisstjóra,
verða skrifstofur okkar lokaðar í dag, fimmtudag-
inn 6. ágúst, frá kl. 12.00 á hádegi.
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lánasjóður sveitarfélaga.
Bjargráðasjóður.