Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 41 SÍMi 32075 „Heil sinfónía af gríni, spennu og vandiæðum." Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - KYNNING Á FREYJUHRÍS AF BEETHOVEN FYRIR ÞAU YNGSTU! STAUONE • ESTELLE GETTY Fj«! Ae tfeciwUp lús «perttw«l. STOPPEÐAIUIAMIUIA HLEYPIRAF Óborganlegt grín og spenna. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Miðav. kr. 300 kl. 5 og 7. TÖFRALÆKNIRINN Vegna fjölda áskorana sýn- um við þcssa frábæru mynd með Sean Connery í nokkra daga. Sýndkl. 5,7,9 og 11. Miðav. kr. 300 kl. 5 og 7. LOSTÆTI ★ ★★ /2 Biólínan „HRAÐUR OG SEXÍ ÓGN ARÞRI LLER“ ★ ★★ Al Mbl. ★ SV MBL. ★ ★★★ PRESSAN *★★ BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuðinnan14 HOMOFABER SIÐLAUS... SPENNANDI... ÆSANDI... ÓBEISLUÐ... ÓKLIPPT... GLÆSILEG... FRÁBÆR. „BESTA MYND ÁRSINS“ ★ ★ ★ ★ Gfsli E.DV Sýnd kl. 5,7,9 og 11 KOLSTAKKUR Bókin er nýkomin út 'í ís- lenskri þýðingu og hefur fengið frábærar viðtökur. Missið ekki af þessu meist- araverki Bruce Beresford. ★ ★ ★ Mbl. ★ ★ ★ ’/z DV ★ ★ ★ ’/i Hb. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Synd kl. 5,9 og 11.30 Stranglega bönnuð innan16ára. REGNBOGINN SIMI: 19000 Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadðttir Svifið um á Ytri-Rangá Nokkur ungmenni vöktu athygli vegfarenda á Hellu er þau þeystu um Ytri-Rangá í blíðskaparveðri eitt kvöld nú í vikunni. Farkosturinn var svokölluð vatnsþota sem ekki er algengt að menn ferðist á hér um slóðir. Höfðu menn af þessu hina bestu skemmtun og komust færri að en vildu. Hvolsvöllur: Keyrt á kvígu SENDIFERÐABÍLL keyrði á kvigu undir Eyjafjöllum á mánu- dagskvöld. Farþegar sluppu ómeiddir en kvígan drapst. Lögreglan á Hvolsvelli var kölluð út vegna umferðaróhapps rétt undir miðnætti mánudaginn 3. ágúst sl. Sendiferðabíll hafði keyrt á kvígu og stórskemmst við áreksturinn. Engin slys urðu á ökumanni og tveimur farþegum f bílnum, sem lög- reglan á Hvolsvelli rakti til bílbelta- notkunar. Eitt verka Guðrúnar Marinósdóttur sem er einn af þátttakendum á sýningu Textílfélagsins í Tallin í Eistalandi. 11 félagar ur Textíl- félaginu sýna í Tallin SÝNING á verkum 11 islenskra textílmanna verður opnuð í dag, fimmtudag í Tallin í Eistlandi. Sýningin er í boði Eistneska myndlistarbandalagsins og verð- ur hún til húsa á tveimur hæðum í gömlum kastala sem hefur verið endurnýjaður og er nýttur sem sýningarhúsnæði Á sýningunni verða 23 verk af ýmsum toga t.d. myndvefnaður, myndverk úr tágum og þæfðri ull, pappírsverk og tauþrylck. Þátttak- endur á þessari sýningu eru: Anna Þóra Karlsdóttir, Auður Vésteins- dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guð- rún Marinósdóttir, Hólmfríður Árna- dóttir, ína Salóme, Ingibjörg Styr- gerður Haraldsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Sigríð- ur Kristinsdóttir og Þorbjörg Þórðar- dóttir. Þrír þátttakendur fara utan og sjá um að hengja verkin upp. Sýning- in er einnig styrkt að hluta af ís- lenska Menntamálaráðuneytinu og Textíifélaginu. Fyrirhugað er að sýning á eistneskum textíl verði sett upp í boði Norræna hússins í sýning- arsölum þess á næsta ári. (Fréttatilkynning) Hjálparstarf í Afrikulöndum: Erla Norð- dahl sýnir í FÍM-salnum ERLA Norðdahl opnaði í gær, miðvikudaginn 5. ágúst, mál- verkasýningu í FIM-salnum, Garðastræti 6, Reykjavík. Á sýn- ingunni eru 16 myndir allar unnar í olíu. Þessar myndir eru allar unnar síð- astliðin 3-4 ár í Noregi jafnt og á lslandi. Viðfangsefni myndanna er um landslag íslands og Noregs í ýmsum þeim stemmningum er nátt- úran gefur. Menntun sína hefur hún næstum alla sótt til Noregs en þar hefur hún búið og starfað sl. sextán ári Hún hefur haldið eina einkasýningu 5 Erla Norðdahl Noregi en tekið þátt í fjölda samsýn- inga í Noregi og Svíþjóð. Þetta er hennar fyrsta einkasýning á íslandi og stendur hún fram til sunnudags- ins 16. ágúst. Allir eru velkomnir en sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Kornið frá Norðurlönd- um er komið til skila KORNIÐ sem kirkjuhjálpar- stofnanir á Norðurlöndum sendu til landa í sunnanverðri Afríku er nú komið til skila. Tyrkneska skipið Uzunoglu le- staði 11 þúsund tonn af korni í Saudi-Arabíu í lok maí. Var þvi landað í Mózambik og það notað þar og í Zimbabwe. Hjálparstofnun kirkjunnar tók þátt i að Qármagna þessi korn- kaup svo og kaup á korni sem dreift var meðal barna í Sómal- íu. Alls varði Hjálparstofnun rúmum þremur milljónum króna til þessara verkefna. Norrænar kirkjuhjálparstofn- anir ásamt samstarfsaðilum í Þýskalandi og Hollandi sameinuð- ust í vor um að fjármagna kaup og sendingu á 11 þúsund tonnum af komi til landa í suðurhluta Afríku. Vora þetta ein fyrstu við- brögð hjálparstofnana við beiðn- um um neyðaraðstoð við Afríku- ríki þar sem milljónir manna svelta. Jafnframt ákváðu norræn- ar stofnanir að sinna Sómalíu sér- staklega. Voru send þagnað 100 tonn af bamamat sem nú er búið Kormnu var skipað upp í Mósambik, það sekkjað við skipshlið og síðan flutt með bílum til hungursvæðanna. að dreifa meðal barna í flótta- mannabúðum í Mogadishu. Hafa starfsmenn norrænu stofnananna séð um matvæladreifinguna í báð- um tilvikum. Enn er þörf á miklum matvæla- sendingum til 14 ríkja í Afríku og talið að alls svelti ýfir 20 milLj- ónir manna. Stór hluti þeirra er á flótta, hefur flosnað upp frá heimkynnum sínum vegna upp- skerubrests eða stríðsátaka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.