Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992 21 Saddam Hussein vígræðist af kappi Irakar hafa náð um 40% af fyrri herstyrk Kúveitborg, Lundúnum. Reuter. IRASKI landherinn gæti hafa endurheimt um 40% þess herstyrks sem hann hafði í upphafi Persaflóastríðsins og aðrir hlutar hersins virðast einnig vera að sækja í sig veðrið. Þessu er haldið fram í nýjasta hefti hins virta breska hermálatímarits Jane’s Defence We- ekly, sem kom út í gær. Tímaritið áætlar að nú séu á milli 350-400.000 manns undir vopnum í íraksher en talið er að um ein milljón manns hafí verið í hernum í Persaflóastríðinu. Talið er að Saddam Hussein ráði nú yfír 2.000-2.500 skriðdrekum, saman- borið við 5.000-5.500 í upphafí stríðsins, og 28-30 herfylkjum en helmingur þeirra er staðsettur í norð-austurhluta landsins við griða- svæði Kúrda. Þess sjást enn engin merki að írakar hafí endurnýjað hinn litla herskipaflota sinn, sem var upp- rættur í Persaflóastríðinu. Því er hins vegar haldið fram í tímaritinu að flugher þeirra hafi eflst mjög að undanföru. í honum séu nú um 300 orrustuþotur og þar af séu að minnsta kosti 150 flughæfar en í sumar hefur flughernum verið beitt ótæpilega gegn uppreisnarmönnum shíta í suðurhluta íraks. Þá vinna írakar einnig hörðum höndum að því að koma loftvörnum sínum í lag með uppsetningu loftvarnaeld- flauga og ratsjárkerfis. Meðan á styijöld Iraka og Irana stóð 1980-1988 byggðu hinir fyrr- nefndu upp einn öflugasta her- gagnaiðnað í þriðja heiminum. Bandamenn í Persaflóastríðinu unnu gífurlegt tjón á honum en Jane’s Defence Weekly segir að hjól iðnaðarins séu farin að snúast á nýjan leik. írakar séu nú enn á ný orðnir afkastamiklir framleið- endur hefðbundinna hergagna og varahluta í flugvélar og skriðdreka svo fátt eitt sé nefnt. Arfur Sovétríkjanna: Kjarnakljúfum var hent í Barentshaf Ottast að geisiavirkt eldsneyti kunni að leka úr nokkrum kljúfum OskL Reuter. SOVÉTMENN sökktu að minnsta kosti tólf ónýtum kjarnakljúfum úr gömlum kafbátum og ísbrjótum í Barentshaf fram til ársins 1982 að því er norsk stjórnvöld greindu frá í gær. Sumir kljúfanna inni- halda geislavirkt eldsneyti og telja kjarnorkusérfræðingar mengun- arslys hugsanlegt ef það lekur úr þeim út í sjó. Norsk stjómvöld fengu upplýs- ingar um kjarnakljúfana frá rúss- neskum kjarnorkufræðingum en þeir hitta norska starfsbræður sína reglulega til að skiptast á upplýs- ingum um hættu af völdum geisla- virkni. Samkvæmt upplýsingum rússnesku fræðinganna er vitað öm tólf ónýta kjarnakljúfa á hafsbotni skammt undan eyjunni Novaja Zemlja í Barentshafi en hún var mikið notuð af Sovétmönnum við kjarnorkutilraunir. Kjarnakljúfarnir voru úr gömlum kafbátum og ís- bijótum og talið er að hinum síð- asta hafí verið sökkt árið 1982. Geislavirkt eldsneyti er enn í þrem- ur kjarnakljúfanna, sem skemmd- ust af völdum eldsvoða eða annarra slysa. Norskur kjarnorkusérfræðingur, Erling Stranden, segir að hætta sé á mengunarslysi þegar eldsneytið leki úr kljúfunum. „Fyrr eða síðar mun koma gat á kjarnakljúfana og hið geislavirka eldsneyti mun leka út í sjóinn. Það þarf þó mikið magn til að áhrifin verði mælanleg," sagði Stranden. Fiskur, veiddur í Bar- entshafi, hefur hingað til ekki mælst með hærri geislavirkni en fískur veiddur annars staðar í heim- inum. Reuter Félagar úr umhverfisverndarsamtökum Grænfriðunga hengdu upp borða með áletruninni „Stöðvið piútonið" í skipasmiðastöð í hafnarborginni Yokohama í gær til að mótmæla fyrirhugaðri siglingu með plúton frá Evrópu til Japans. Japanir sagðir tefla á tvær hættur: Fyrirhugaðri siglingu með plúton mótmælt Tókýó, Lundúnum. The Daily Telegfraph. JAPANIR áforma að flytja plúton, sem myndi duga í um 100 kjarn- orkusprengjur, með skipi frá Evrópu til Japans, um 30.000 km siglingaleið. Bandariskir þingmenn, Suður-Afríka, eyríki í Kyrra- hafi og nokkrar umhverfisverndarhreyfingar hafa mótmælt áfor- munum en talið er að Japanir hefji flutningana í haust. Búist er við að 4.800 tonna flutningaskip, Akatsuki-maru, sigli á næstunni frá Yokohama til frönsku hafnarborgarinnar Cher- bourg til að ná í fyrsta farminn, um tonn af plútoni, sem nota á í japönskum orkuverum. Plútonið kemur úr endurvinnslustöðvum í Cap de la Hague í Frakklandi og Sellafíeld í Englandi í nýjum hraðtímgunarofnum. Slíkir ofnar framleiða ekki aðeins orku heldur breyta þeir einnig úrani í kjarna- kleyft form, þannig að þeir þurfa lítið magn af úrani til rekstursins. Siglingin er svo viðkvæmt mál að því er haldið leyndu hvenær hún hefst, að sögn Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar í Vín. Hættulegra en plúton sem notað er í vopn Plúton, sem notað er í sprengj- ur, er yfírleitt ríkt af samstæðunni plúton 239. Plúton í orkuver, eins og það sem hér um ræðir, hefur hins vegar aðeins um 60% af sam- stæðunni. Það er geislavirkara og því hættulegra í flutningum en plúton í sprengjur. Talið að hryðju- verkamenn gætu notað plútonið, sem flutt verður, í hættuleg vopn ef þeir kæmust yfir það. ■ Japönsk yfírvöld áætla að land- inu muni ekki veita af því plú- toni, sem áformað er að flytja þangað frá Evrópu. Þeir sem hafa gagnrýnt áformin segja hins vegar að Japanir hafí aðeins þörf fyrir 20-30 tonn af plútoni fyrir árið 2010, en áætlað er að þá hafi Japanir fengið um 90 tonn af kjarnkleyfu plútoni, þar af 14 tonn frá Sellafield. Frank Barnaby, fyrrverandi framkvæmdastjóri Friðarrann- sóknastofnunarinnar í Stokk- hólmi, segir að þetta sé gífurlegt magn og áætlar að í öllum kjarn- orkuvopnabúrum heimsins séu um 220 tonn af plútoni. Bresk kjarn- orkuver hafa nú um 63 tonn til umráða eftir áratuga endur- vinnslu. Steve Dolley, framkvæmda- stjóri rannsóknadeildar kjarnorku- eftirlitsstofnunarinnar í Washing- ton, segir það skjóta skökku við að á sama tíma og Bandaríkin og Samveldi sjálfstæðra ríkja minnka kjarnorkuvopnabúr sín séu Japan- ir að stórauka úranforða sinn. Hann áætlar að árið 2020 eigi Japanir álíka mikið af plútoni og Bandaríkin. Á sama tíma og verið er að undirbúa siglingu Akatsuki-maru minnast Japanir kjarnorkuárás- anna á Hiroshima og Nagasaki 6. og 8. ágúst 1945. Japanskir kjamorkuandstæðingar hyggjast efna til mótmælagöngu í Tókýó á sunnudag og leggja áherslu á þá hættu sem stafí af áformunum um að auka plútonforða Japana. Japanskir embættismenn segja að allt verði gert til að koma í veg fyrir slys eða hugsanlegt rán á plútonförmunum. Japanskir vís- indamenn telja að embættismenn, sem undirbúa siglinguna, hyggist ekki láta yfírvöld erlendra ríkja vita af siglingaleiðinni þótt skipið fari um landhelgi þeirra. Suður-afríska stjórnin hefur sagt að ef skipið flytji plúton megi það ekki fara inn fyrir 200 mílna landhelgi Suður-Afríku. Ríki við Kyrrahaf hafa einnig mótmælt áformum Japana og þingmenn Hawaii hafa lagt fram tillögu á Bandaríkjaþingi um að skipið megi ekki koma inn fyrir landhelgi Bandaríkjanna. Tillagan hefur þegar verið samþykkt í fulltrúa- deildinni. Blomberq KÆLISKA P A R Hér sést hluti af úrvalinu, sem viö bjóðum af BLOMBERG kæliskápunum. BL0MBERG er vestur- evrópsk gæðaframleiðsla á verði, sem fáir geta keppt við. Biðjið um nýja íslenska 60 síðna litprentaða BLOMBERG heimilistækjabæklinginn. KS180 Kælir Mál:Hl09B50D58 cm Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.