Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 1
KNATTSPYRNA Þeir bestu í Hollandi BIKARMEISTARAR Liverpool leika í Adidas adidas Noregur: Ólafurfrá ínokkra mánuði ÓLAFUR Þórðarson fór meidd- ur af leikvelli, þegar hálftími var til leiksloka í leik Lyn og Viking í norsku deildinni um helgina, en Lyn vann Noregs- meistarana 2:0. Ólafur sagði við Morgunblaðið að hann þyrfti að taka sér hvíld frá fót- boltanum í nokkra mánuði til að fá sig góðan. Olafur sagði að hann væri allt- af með stöðugan verk í fætm- um, sem brotnaði s.l. haust. „Ég neyðist að öllum líkindum til að taka mér algerlega Erlingur hvíld frá fótboltan- Jóhannsson um ; nokkra mánuði sknfar til að fá mig góðan. Naglinn, sem var settur í fótinn í vetur, angrar mig og eflaust verð- ur að taka hann.“ Ólafur heim Eins og fram hefur komið hætt- ir Ólafur hjá Lyn í haust og sama er upp á teningnum hjá Teiti, bróð- ur hans og þjálfara. Ólafur sagði að framhaldið hjá þeim bræðrum væri óráðið. „Það getur vel farið svo að ég flytji heim í haust og leiki með Skaganum næsta sum- ar.“ Teitur hefur átt í viðræðum við úrvalsdeildarliðið Tromsö að undanförnu, en ekkert hefur verið ákveðið. Teitur hefur einnig fengið fleiri þjálfaratilboð, bæði frá Sví- þjóð og Noregi. Þegar fimm um- ferðum er ólokið í norsku úrvals- deildinni eru þrjú lið efst með 33 stig, Rosenborg, Start og Kong- svinger. Molde er í fjórða sæti með 32 stig og Lyn í fimmta sæti með 30 stig. ENGLAND Þorvaldur Þowaldur lék með Forest Þorvaldur Örlygsson lék fyrsta leik sinn á þessu keppnistímabili með Nottingham Forest gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Þor- valdur og samheijar hans máttu sætta sig við fjórða tapið í röð því Norwich sigraði 3:1 og er nú efst í deildinni. Bikarmeistarar Hauka ekki með liðM.deild KVENNALIÐ Hauka, sem varð bikarmeistari í vor, mun ekki taka þátt í íslandsmótinu sem hefst á næstunni. Flestar stúlk- urnar hugsa sér nú til hreyfings og ætla að skipta yf ir i önnur félög. Guðbjörg Norðfjörð, sem hefur skipt yfir í KR, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að það væri auðvitað ferlegt að draga liðið þannig út úr keppni og í raun að leggja niður kvennakörfubolta hjá félaginu. „Okkur var sagt að við yrðum að sjá um allt sjálfar. Það er ekki búið að ráða þjálfara og þegar okkur var sagt um miðjan ágúst að þetta væri alfarið okkar mál ákváðum við nokkrar að standa ekki lengur í þessu og skipta um félag. í kjölfarið var ákveðið að senda ekki lið í meistaraflokki kvenna," sagði Guðbjörg. Þegar skrifstofu KKI var lokað í gær var ljóst að Guðbjörg færi í KR, Hanna Kjartansdóttir, sem var kjörin besti leikmaður síðasta tíma- bils, hefur skipt yfir í ÍBK, Hafdís Hafberg í Grindavík og Hildur Þor- steinsdóttir í KR. Þá hafði Björg Hafsteinsdóttir, landsliðsbakvörður úr ÍBK, skipt yfír í KR. Sturla Jónsson sem er í stjóm körfuknattleiksdeildar Hauka sagði þetta allt byggt á misskilningi. „Ætlunin var að kvennaliðið stæði undir sér og við sögðum stelpunum hvað liðið hefði kostað í fyrra og einhveijar tóku þá tölu og deildu í með tíu og fengu þá út að þær ættu að borga þá upphæð hver og ein. Þetta er auðvitað misskilningur því við fórum aðeins fram á að þær aðstoðuðu okkur við þetta. Annað sem hafði áhrif er að ein stelpan sagði að ef Hanna [Kjart- ansdóttir] færi í ÍBK þá ætlaði hún líka að fara. Þetta vatt síðan uppá sig og endaði með því að flestar stelpurnar em hættar eða farnar annað þannig að við höfum ekki í lið. Það er líka misskilningur að ekki hafi verið búið að ráða'þjálfara því Ingimar Jónsson var ráðinn í júní,“ sagði Sturla. Morgunblaðið/Kristinn Skagamenn sigurstranglegir Skagamenn sigruðu íslandsmeistara Víkings 3:1 í 16. umferð á laugardag- inn og hafa nú tveggja stiga forskot á Þór þegar aðeins tvær umferðir em eftir í Samskipadeildinni. Myndin er táknræn fyrir yfirburði ÍA í leikn- um þar sem Alexander Högnason hreinlega gengur yfir Helga Bjarnason. ■ Nánar um Samskipadeildina á bls. B4 - B7 Ian Crook kom Norwich yfir á 2. mín- útu en Nigel Clough jafnaði fyrir Forest á 31. minútu og þannig var staðan í hálfleik. Lee Power gerði annað mark Norwich og David'Phillips bætti þriðja markinu við á síðustu mínútu leiksins og gulltryggði sigurinn. Péturtilliðs við Breiðablik Pétur Guðmundsson körfu- knattleiksmaður sem lék síðustu tvö keppnistímabil með Tindastóli frá Sauðárkróki hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik og leika með nýliðun- um í Úrvaisdeildinni á komandi keppnistímabili. „Það er auðvitað mikill styrk- ur fyrir okkur að fá hann heilann til leiks og hann segist geta spil- að eins og undanfarin ár. Þetta eykur líkur okkar á að halda okkur í deildinni um tugi pró- senta,“ sagði Sigurður Hjörleifs- son þjálfari Breiðabliks við Morgunblaðið í gærkvöldi. Til að Pétur yrði strax lögleg- ur með Blikum þurfti tilkynning um félagaskipti frá Tindastóli að berast skrifstofu Körfuknatt- leikssambandins fyrir miðnætti. Þá rann út frestur til að verða strax löglegur með nýju félagi. Félagaskipti sem berst í dag þýða að leikmaður verður að bíða í einn mánuð áður en hann verð- ur löglegur með nýju félagi. Ekki náðist í formann körfu- knattleiksdeildar Tindastóls í gær en Gunnar Sveinsson, sem er í stjóm deildarinnar, sagði í gærkvöldi að símbréf yrði sent fyrir miðnætti á skrifstofu KKÍ. „Formaðurinn var búinn að gera ráðstafanir þannig að hann kæmist í faxtæki fyrir miðnætti. Pétur ræddi við hann í dag [í gær] og bað um að fá opin skipti, ekki í neitt sérstakt félag og við ætlum að senda tilkynningu þess efnis fyrir miðnætti,“ sagði Gunnar. SPJOTKAST: EINAR BÆTTIISLANDSMETIÐ / B3 KORFUKNATTLEIKUR / KONUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.