Morgunblaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 3
FRJALSIÞROTHR
ses
ÍÞRÓTTlriíWlMWS .‘^ÉÍTÉMbER 'Íð92 — }ÍB r3
„Nú er bara
aðleitasér
að vinnu"
- sagði Einar Vilhjálmsson eftir að hafa
lokið keppnistímabilinu með nýju íslands-
meti í spjótkasti
„ÞETTA var ánægjulegur
árangur og tekur af öll tvímæli
varðandi metið sem ég setti á
mánudaginn var. Nú er keppn-
istímabilinu lokið hjá mér og
þetta var punkturinn fyrir aftan
i-ið. Nú er ekkert annað á dag-
skrá hjá mér en að finna mér
vinnu því ég er atvinnulaus,"
sagði Einar Vilhjálmsson spjót-
kastari úr ÍR eftir að hafa bætt
sex daga gamalt íslandsmet
sitt í spjótkasti um 10 senti-
metra. Kastaði 86,80 metra á
kastmóti Flugleiða á sunnudag
eftir mikið einvígi við kraftmik-
inn Hvít-Rússa, Vladímír Sa-
símovítsj.
Einar sagðist hafa verið hálf
droms er hann mætti til leiks
og upphitunin hefði gengið illa. Rakti
hann það til umræðu í fjölmiðlum
um meintan vafa á gildi fyrra mets-
ins.
„Fyrsta kastið, 78,34, var í sam-
ræmi við tilfinninguna en Sasímo-
vítsj kastaði næstur, 83,52 metra,
og það kveikti í mér,“ sagði Einar.
Hann lengdi sig í 81,36 í annarri
umferð en Hvít-Rússinn lét kné
fylgja kviði og bætti tveimur metrum
við fyrsta kastið, spjótið sveif 85,68
í öðru kasti. Það dugði þó ekki til
að slá Einar út af laginu, hann bætti
sig í 84,60 í þriðju umferð og metk-
astið kom í þeirri fjórðu, 86,80. Við
því átti Sasímovítsj ekki svar en lauk
góðri seríu með 85,88 í sjötta og
síðasta kasti. Lokaköst Einars voru
einnig góð, 83,68 og 82,28.
„Mér fannst kastið heppnast vel
og hafði strax á tilfinningunni að
það yrði lengra en hið næsta á und-
an sem var 84,60. Vonaði innst inni
er spjótið sveif út yfir völlinn að
metið fyki og gleðin var mikil þegar
það lá fyrir,“ sagði Einar.
Spjótkastið var hápunkturinn á
Flugleiðamótinu og árangurinn eins
og hann gerist bestur á stærstu al-
þjóðamótum. Tveir til viðbótar köst-
uðu yfir 80 metra, Sigurður Einars-
son Ármanni 82,90 og Úzbekístinn
Víktor Zajtsev 81,98. Er þetta næst-
lengsta kast Sigurðar í sumar og
góður árangur hjá þeim Einari í
rimmu við tvo bestu spjótkastara
Samveldis sjálfstæðra ríkja. Engir
aukvisar á ferð því Zajtsev hefur
kastað 87,20 í ár og sigraði á Friðar-
leikunum í Seattle 1990. Sasímovítsj
er aðeins 24 ára en þessi lágvaxni
og geysilega kröftugi kastari hefur
þegar náð glæsilegum árangri. Á
lengst 87,08 frá í fyrra og 86,60 í
ár. Hann varð annar á HM í Tókíó
í fyrra og heimsmeistari unglinga
1986, þá aðeins 18 ára. Báðir voru
þeir ánægðir með árangur sinn hér
og Sasímovítsj sagði það gleðja sig
að árangur hans hefði orðið Einari
hvatning til að setja íslandsmet.
Kúluvarpskeppnin varð ekki eins
spennandi og efni stóðu til því Pétur
Guðmundsson KR gekk ekki heill til
skógar. „Ég er ómögulegur í hend-
inni,“ sagði Pétur og neyddist til að
hætta eftir tvær umferðir, meiðsl
höfðu tekið sig upp. Litháinn Saulis
Kleiza sigraði því örugglega, varpaði
19,73 metra. Pétur varpaði 17,52 og
Andrés bróðir hans 16,84.
Kringlukastið gaf hins vegar
spjótkastinu ekki mikið eftir því það
snerist strax upp í einvígi Vésteins
Hafsteinssonar Selfossi og Þjóðvetj-
ans Wolfgangs Schmidt fyrrum
heimsmethafa. Vésteinn byijaði með
62,82 metra kasti og Schmidt svar-
aði með 62,58. Lengdi Vésteinn sig
í 62,86 í þriðju umferð en í næsta
kasti náði Schmidt forystunni frá
honum, kastaði 64,36. Vésteinn gerði
harða hríð að Þjóðveijanum og reyndi
að endurheimta forystuna. Velgdi
hannn Þjóðveijanum undir uggum
með 63,38 metra kasti í fímmtu
umferð en lengra varð ekki komist
og skemmtilegri viðureign lauk með
sigri Schmidts.
Bandaríkjamaðurinn Mike Buncic
sem kastað hefur yfir 70 metra í ár
blandaði sér aldrei í glímu Vésteins
og Schmidts, gerði rúmlega 62 metra
kast hárfínt ógilt en kastaði 60,36.
Eggert Bogason FH kastaði 54,96
metra.
Seppo Ráty: 89,00
Finnski spjótkastarinn Seppo Ráty sigraði auðveldlega í landskeppni
Finna og Svía, sem fram fór í Helsinki um helgina. Gerði sér lít-
ið fyrir og kastaði spjótinu 89 metra.
Sá fáheyrði atburður gerðist í 1.500 m hlaupi karla í landskeppn-
inni að allir sex keppendumir voru dæmdir úr leik. „Háttalag allra
keppendanna stríddi gegn grundvallarhugmyndum íþróttarinnar," sagði
Luciano Barra, formaður dómnefndar mótsins. Hlaupið þótti einkenn-
ast af miklum slagsmálum með tilheyrandi olnbogaskotum og hlupu
keppendur óspart hver í veg fyrir annan.
Morgunblaðið/Kristinn
METI Einar Vilhjálmsson fagnar íslandsmeti sínu innilega í Laugardalnum á laugardaginn eftir að hafa þeytt spjót-
inu 86,80 metra.
Hélt Einar styrktaræfingum of lengi áfram?
ÁRANGUR Einars Vilhjálms-
sonar eftir Ólympíuleikana í
Barcelona; annað sæti og
naumt tap fyrir Ólympíumeist-
aranum á Grand Prix-móti í
Mónakó þremur dögum eftir
leikana og tvö íslandsmet með
sex daga millibili 2-3 vikum síð-
ar, vekja upp spurningar hvort
hann hafi náð afrekstoppi á
röngum tíma, hvort mistök hafi
átt sér stað við gerð æfingaá-
ætlunar hans.
að er eðlilegt að svona sé spurt
og það má vel vera að álags-
skekkja hafi átt sér stað í æfingaá-
lagi eða álagsdreifing í æfingum
hafi verið röng. Eftir þau slæmu
meiðsli sem ég varð fyrir í hné í
fyrrahaust og uppskurð, var Ijóst
að skipulagið yrði allfcaf að vera
málamiðlun, hálfgerð jafnvægislist.
Annars vegar milli þess að styrkja
lærvöðva nógu mikið til þess að
þola álagið og átökin sem keppni
fylgir og hins vegar þess að gefa
fætinum nógu mikinn frið til þess
að bólga minnkaði og hindraði ekki
það sem nauðsynlegt var að gera
í æfingum,“ sagði Einar við Morg-
unblaðið eftir mótið á laugardag.
„Þegar á sumarið leið hafði ég á
tilfínningunni að æfingaprógramm-
ið stæðist og ég ætti alveg eins að
geta náð því sem stefnt var að. Og
æfíngamar tóku mið af þeim vænt-
ingum sem ég vissi að til mín voru
gerðar. Eg taldi að eftir að mönnum
fannst ég hafa klikkað með því að
ná sjötta sæti í Los Angeles yrði
engin sátt um annað en ég kæmist
á pall nú. Allt annað yrðu talin
mistök. í ljósi þessa hélt ég áfram
styrktaræfmgum þar til stuttu fyrir
leikina og vonaðist til þess að
sjúkraþjálfun og hljóðbylgjumeð-
ferð í þorpinu síðustu dagana dygðu
til þess að ég yrði fullbúinn í slag-
inn í Barcelona."
„Eftir á að hyggja er ég ekki frá
því að ég hafi tekið rangar ákvarð-
anir og haldið áfram styrktaræfing-
um of lengi. Ég hef ekki tekið eina
einustu styrktaræfingu eftir leikina,
bólgan er minni í hnénu og ég get
beitt mér meira í kasthreyfingun-
um. Kannski hefði ég átt að hætta
þeim fyrr. Ólympíuleikamir eru
ákveðið lottó og ég fékk ekki réttu
tölurnar að þessu sinni."
„Annars er ég virkilega ánægður
með sumarið eins og það hefur
æxlast með tilliti til hinna alvarlegu
meiðsla sem ég hlaut fyrir ári,“
sagði Einar Vilhjálmsson.