Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1992, Blaðsíða 4
• ■ -j 4 FRETTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1992 ERLEIMT INNLENT Landsbanki yfirtekur eignir SÍS Landsbanki íslands hefur ákveðið að stofna eignarhaldsfélag til að yfirtaka þær eignir Sam- bands íslenskra samvinnufélaga sem bankinn á veð í og leysa til sín eignir fyrir erlendum ábyrgðum sem hann hefur tekið á sig vegna SÍS. Skuldir SÍS við Landsbankans eru meira en 50% af eigin fé bank- ans, sem er 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt bráðabirgðaefnahags- reikningi SÍS eru nettóskuldir fyr- irtækisins 3,6 milljarðar króna. Starfsmaður Landsbankans er framkvæmdastjóri hins nýja fyrir- tækis sem reka mun eignir þær sem tilheyrt hafa SÍS. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja Landsbankamenn að raunverulegt markaðsverð ýmissa eigna Sam- bandsins sé mun lægra en bókfært verð en um þetta segir Sverrir Hermannsson bankastjóri að jafn- vel þótt bókfært verð sé ekki tekið gilt eigi Sambandið fyrir skuldum. hann segir að Landsbankinn ætli ekki að koma nálægt rekstri á sambandsfyrirtækjunum og ætli að selja þau eins fljótt og auðið er. Formaður VSÍ vill nýja þjóðarsátt Magnús Gunnarsson, formað- ur VSÍ, segir að stöðugleiki, óbreytt kaupgjald, verðbólga í lág- marki og litlar breytingar á gengi séu forsendur þess að takist að leiða sjávarútveginn út úr núver- andi taprekstri. Þetta kom fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva, en samtökin telja að tap fiskvinnslunnar verði allt að 5,7 milljarðar króna á næsta ári. Magnús segist telja að aðilar vinnumarkaðarins eigi að taka saman höndum um að veija stöð- ugleika í þjóðfélaginu næstu tvö ár. Áttundi lélegi þorskárgangurinn Seiðarannsóknir Hafrannsókna- ERLENT Glundroði í gengismál- um Evrópu Eftir að þýski seðlabankinn lækk- aði vexti á mánudag, hækkaði gengi Bandaríkjadollars og sömu- leiðis verð á hlutabréfum í kaup- höllum víða um heim. Búist var við að vaxtalækkunin boðaði bjartari tíma fyrir efnahagslífíð. Gleðivíman rann þó af mönnum strax daginn eftir, á þriðjudag. Gengi dollarans lækkaði þá aftur og eins fór um hlutabréfaverð. Pundið féll gagnvart þýska mark- inu og það kynti undir ótta við gengisfellingu þess. Hálfgert styijaldarástand ríkti á evrópsk- um gjaldeyrismörkuðum á mið- vikudag og gripu seðlabankar ýmissa landa til örvæntingarfullra ráða til að verja gengi gjaldmiðla sinna. í Bretlandi voru vextir tví- vegis hækkaðir, fyrst í 12 og síð- an í 15%, og sænski seðlabankinn hækkaði millibankavexti í hvorki meira né minna en 500%. Þetta nægði þó hvergi til að lægja ólg- una og um kvöldið ákvað breska stjómin að draga pundið út úr gjaldmiðilssamstarfí EB og sér- stök gengisnefnd kom saman til neyðarfundar í Brussel. Eftir skyndifund bresku ríkisstjórnar- innar á fimmtudag sagði talsmað- ur hennar að hvergi yrði hvikað í baráttunni gegn verðbólgunni og sterlingspundið yrði aftur tengt gengissamstarfí Evrópu, ERM, en fyrst þyrftu Þjóðverjar að breyta vaxtastefnu sinni. Hann stofnunar benda til þess að þorsk- árgangurinn 1992 verði áttundi lélegi þorskárgangurinn í röð, en þó ekki eins slakur og árgangurinn 1991, sem er sá lélegasti frá upp- hafí. Amar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fískvinnslustöðva, spáir því að íslensk fiskvinnslufyr- irtæki muni kaupa allt að 30 þús- und tonn af þorski úr Barentshafí til að vega upp á móti aflabresti hér á landi. Banaslys í umferðinni Maður lést og sjö slösuðust í umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt frá Geithálsi á miðviku- dag. Areksturinn varð eftir að jeppi sem ekið var yfir á öfugan vegar- helming rakst á lítinn fólksbíl. Nýir aðilar sýna áhuga á álveri Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur átt óformlegan fund með stjórnarformanni og forstjóra bandaríska álfyrirtækisins Kaiser Aluminium, sem óskaði eftir við- ræðum við íslensk stjómvöld um hugsanlega byggingu 200-240 þúsund tonna álvers á íslandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru vænt- anlegir til iandsins í kynnisferð fyrri hluta október. Átakafundur hjá Sameinuðum verktökum Stór hluti fundarmanna, þar á meðal Guðjón B. Ólafsson, for- stjóri SÍS, gengu af aðalfundi Sameinaðra verktaka á föstudag, eftir að Jón Halldórsson hafði borið sigurorð af Páli Gústafssyni í kosningu um stjómarformann. Þeir sem eftir sátu luku aðalfund- arstörfum og kosningu í stjóm en útgöngumenn hafa gert kröfu um að boðað verði til hluthafafundar í fyrirtækinu. sagði einnig að ríkisstjómin styddi Norman Lamont fjármálaráð- herra heilshugar, en bresjia stjórnarandstaðan og fjölmiðlar höfðu krafíst afsagnar hans. Þýski seðlabankinn lýsti yfír, að vextir yrðu ekki lækkaðir þrátt fyrir ólguna í gengismálum og þýskir stjómmálamenn lögðu áherslu á að atburðir síðustu daga sýndu best þörfína fyrir sameigin- legan gjaldmiðil Evrópuríkjanna. Var Prunskiene handbendi KGB? Á mánudag kvað hæstiréttur Lit- háens upp þann úrskurð að Kaz- imiera Prunskiene, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði unnið með sovésku öryggis- lögreglunni, KGB. Prunski- ene hefur stað- fastlega neitað öllum slíkum ásökunum og segir skýrslur KGB um sig eftir vinnuferðir til útlanda einu sannanirnar um viðskipti sín við stofnunina. Vilja reka Júgó- slavíu úr SÞ Aðildarríki Evrópubandalagsins kröfðust þess á þriðjudag, að Júgóslavía, Serbía og Svartíjalla- land, verði svipt sæti sínu hjá Sameinuðu þjóðunum. Sendiherra Breta hjá samtökunum tilkynnti þetta við setningu allsheijarþings- ins, en Rússar hafa látið í ljós andstöðu við brottreksturinn. Kjörmenn ráða úrslitum í for setakosningum í Bandaríkjunum Staða Clintons sterkari en skoðanakannanir sýna? UNDANFARNA tvo mánuði hefur Bill Clinton, forsetafram- bjóðanda demókrata, tekist að halda nokkuð stöðugu for- skoti á George Bush, Bandaríkjaforseta, í skoðanakönnun- um. Fylgi á landsvísu segir hins vegar ekki alla söguna þegar forsetakosningar eru annars vegar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum snúast um það að tryggja sér meirihluti atkvæða kjörmanna frá ríkjunum fimmtíu og höfuðborg- inni, Washington. Frambjóðendur fá alla kjörmenn þeirra ríkja, sem þeir sigra í, og þannig geta stórsigrar I raun verið óverulegir og frambjóðendur orðið forsetar þótt þeir fái færri atkvæði en andstæðingar þeirra. Ýmislegt bendir til þess að Clinton hafi tekist að losa það tak, sem repúblik- anar hafa með einni undantekningu haft á hinu svokallaða kjörmannaráði allt frá árinu 1968 og hafi i raun meira for- skot á Bush en skoðanakannanir benda til. Ef undan eru skildir fáeinir dagar rétt eftir að flokks- þingi repúblikana í Houston lauk í ágúst hefur Clinton haldið tíu til fímmtán prósenta forystu allt frá því að demókratar þinguðu í New York um miðjan júlí. Michael Dukakis hafði 17 pró- senta forskot eftir að demókratar höfðu útnefnt hann forsetafram- bjóðanda sinn árið 1988. Eins og flestir muna hvarf það for- skot eins og vindi hefði verið hleypt úr blöðru þegar Bush tók fram hnífana og Dukakis segir nú að hann hafi í raun aldrei haft 17 prósenta forystu. Margir virðast einnig eiga erfítt með að trúa að forskot demókrata nú sé raunverulegt og Clinton hegð- ar sér oft og tíðum eins og hann eigi á brattan að sækja. Clinton losar tak repúblikana Fylgi er sjaldnast kannað eftir ríkjum í skoðanakönnunum. Fyr- ir viku birti hins vegar Field- stofnunin í San Francisco athygl- isverða úttekt á skoðanakönnun- um, sem gerðar hafa verið um öll Bandaríkin undanfarna mán- uði. Höfundar úttektarinnar, Mervin Field og Mark DiCamillo, komust að þeirri niðurstöðu að þegar forskot Clintons væri skoðað eftir ríkjum og reiknað út hversu margir kjörmenn kæmi í hans hlut kæmi í ljós að hann hefði sýnu meiri yfirburði en þegar aðeins er litið á fylgi. Field og DiCamillo sögðu sem svo að frambjóðendur hefðu af- gerandi forystu í þeim ríkjum, þar sem þeir hefðu 10 prósenta forskot. Fimm til tíu prósenta forskot þýddi að kjósendur þess ríkis hneigðust í átt- ina að fram- bjóðendunum. Þau ríki, þar sem forskot var minna en fímm pró- sent, gætu fallið í skaut hvors frambjóðanda sem væri. Clinton og varaforsetaefni hans, Albert Gore, hafa sam- kvæmt útreikningum þeirra fé- laga afgerandi forystu í 17 ríkj- um með 225 kjörmönnum, þ.á m. Kalifomíu (54), Michigan (18), og New York (33). 15 ríki til viðbótar hneigjast í átt að Clinton og Gore þ.á m. Illino- is (22), og Ohio (21). í þessum ríkjum eru 141 kjörmaður, sem samanlagt við hin sautján gerir 366 kjörmenn. Vart má á milli sjá í fjórtán ríkjum þar sem eru 137 kjör- menn m.a. Texas (32), heimaríki Bush og Flórída (25). Bush og Dan Quayle varaforseti eru að- eins með fimm til tíu prósenta forskot í fjórum ríkjum og teljast hvergi hafa afgerandi forystu. Kjörmannakerfíð starfar þannig að hvor flokkur útnefnir sína kjörmenn og þegar kjósend- ur ganga að kjörborðinu greiða þeir í raun kjörmanni atkvæði sitt, en ekki forsetaframbjóð- anda. Kjörmennimir fá því um- boð til þess að velja forseta. Sá frambjóðandi, sem fer með sigur af hólmi í tilteknu ríki, fær alla kjörmenn þess ríkis og gildir einu hversu litlu munar á honum og andstæðingi hans. Alls eru kjör- menn jafnmargir þingmönnum ríkjanna 50 auk þriggja frá Washington-borg, eða 538. Til að ná meirihluta þarf 270 kjör- menn. Vikuritið The Economist gerir því skóna að sigri Clinton og Gore í þeim tíu ríkjum þar senw» Dukakis hafði betur árið 1988 auk heimaríkja sinna, Arkansas og Tennessee, þurfi þeir ekki nema fjögurra prósenta jafna sveiflu yfír allt landið frá síðustu kosningum til að tryggja sér 12 ríki til viðbótar og 292 kjörmenn. Clinton og Gore virðast sam- kvæmt niðurstöðum Field-stofn- unarinnar hafa losað um tak repúblikana á kjörmannaráðinu. Demókratar höfðu allt til sigurs Richards Nixons í forsetakosn- ingunum árið 1968 sérstakt tak á Suðurríkjunum, sem rekja mátti aftur til borgarastyijaldar- innar þegar þau lutu í lægra haldi fyrir Norðurríkjamönnum undir forystu repúblikanans Abrahams Lincolns. Jimmy Cart- er tókst að Iina takið árið 1976, enda er hann frá Suðurríkjunum. Dukakis reyndi að veiða atkvæði í suðrinu með því að gera Loyd Bentsen frá Texas að varafor- setaefni sínu, en allt kom fyrir ekki. Nú eru báðir frambjóðend- ur demókrata frá suðrinu. Clint- on er ríkisstjóri Arkansas og Gore þingmaður frá Tennessee. Þessi tilhögun virðist ætla að skila tilætluðum árangri. Kjörmannafjöldi og kosningakænska Verið getur að kannanir og rannsóknir á borð við þær, sem vitnað er til hér að ofan skipti litlu máli þegar til kastanna kem- ur. Þær gefa mynd af stöðunni á tiltekinni stundu, en á kjördag kann annað að verða uppi á ten- ingnum. Það er hins vegar ljóst að þær stjórna því hvert fram- bjóðendumir halda í atkvæða- veiðar. Þar kemur tvennt til. Annars vegar munurinn á fram- bjóðendunum og hins vegar fjöldi kjörmanna í viðkomandi ríki. Bush virðist til dæmis hafa gefíð Kaliforníu upp á bátinn á þeirri forsendu að hann geti ekki unn- ið upp forskot Clintons. Þeir eru hins vegar hnífjafnir í Flórída (25 kjörmenn) og Wyoming (3). Þeg- ar gert er upp á milli þessara tveggja ríkja í kosningaherbúð- um frambjóðendanna verður Flórída sett á oddinn. Leiðir þeirra eiga einnig eftir að liggja um iðnríkin Illinois, Michigan og Ohio í miðvestrinu þar sem fjöldi kjörmanna í hyveiju ríki er um 20 og einnig er spáð harðri bar- áttu um Pennsylvaníu og Misso- uri. Kjörmannaráðið gæti einnig gert frambjóðanda að forseta þótt hann fengi minnihluta at- kvæða í almennum kosningum. í kosningunum árið 1976 mun- aði aðeins 20 þúsund atkvæðum að Gerald Ford hefði betur í Ohio og Hawaii og sigraði Cart- er, sem hefði þá tapað með meiri- hluta atkvæða að baki sér. Tveir menn, þeir Rutherford Hayes (1876) og Benjamin Harrison (1888), urðu forsetar þótt þeir fengju færri atkvæði en and- stæðingar þeirra. Slíkt getur gerst þegar fylgi dreifíst mis- jafnlega um landið og annar frambjóðandi vinnur stórsigra í sumum ríkjum og tapar naum- lega í öðrum. Kjörmannaráðið getur einnig leitt til þess að frambjóðandi virðist hafa unnið stórsigur, þótt í raun hafí ekki munað nema nokkrum prósent- um á honum og andstæðingi hans. Bush fékk 426 kjörmenn árið 1988, en hafði þó aðeins um fjögurra prósenta forystu á Dukakis. BAKSVIÐ eftir Karl Blöndal Atkvæði 270 kjörmanna þurfa að liggja fyrir til þess að þessir tveir menn, Bill Clinton (t.v) og A1 Gore, komist til valda í Hvíta húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.