Morgunblaðið - 20.09.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.09.1992, Qupperneq 6
6 FRETTIR/INIMLENT HaDAQUMMU GAJaMUDHOM 3:SEPTEMBER1OT2 Sljönmr úr Bolshoj- og Kírov- baUettunum á leiðinni hingað ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ, Flugleiðir og TKO ísiand hafa undirritað sámn- ing um komu helstu dansara Bolshoj-ballettsins og Kírov-ballettsins hingað til lands, en í fylgd með þeim eru dansarar úr Þjóðarballett- inum í St. Pétursborg. Mun hópurinn dansa ballettinn Svanavatnið eftir Tsjajkovskíj og verður fyrsta sýningin 13. október í Þjóðleikhús- inu. Að sögn Ríkhard Eyfelds, framkvæmdasljóra TKO Island, sem stendur fyrir komu ballettsins, er um einstakan listviðburð að ræða þar sem aðaldanshlutverk eru í höndum margra frægustu dansara heims. Ballettflokkurinn kemur hingað til lands 12. október næstkomandi og heldur fyrstu sýningu sína næsta dag, en um nokkrar sýning- ar verður að ræða. Hópinn skipa hátt í 60 dansarar, tæknimenn og aðstoðarfólk beggja, og segir Rík- hard Eyfeld að þetta sé einn um- fangsmesti ballettviðburður sem verið hefur á íslandi síðustu ára- Frá undirritun samningsins um komu Svanavatnsins til íslands, frá vinstri; Steve Lewis, markaðsstjóri TKO Organization í Bret- landi, Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, Maríanne Eiríksson, fulltrúi Flugleiða, og Ríkhard Eyfeld, framkvæmdastjóri TKO á íslandi. tugi. „Þetta er bæði dýrt og umsvif- amikið og hefði aldrei verið mögu- legt án stuðnings Flugleiða, en ein- stakur viðburður sem þessi ætti aldeilis að kveikja í listunnendum og þeim sem starfa við menningar- mál. Þama erum við að tala um marga af hæfileikaríkustu og fræg- ustu ballettdönsurum heims, auk þess sem tónlist Tsjajkovskíjs ætti ekki að spilla fyrir.“ Hópurinn sýn- ir nýja uppfærslu á einum þekkt- asta ballett sögunnar, Svanavatn- inu, og meðal þeirra sem taka þátt í uppfærslunni má nefna Míkhaíl Tsívin, Jevgeníj Neff, Alexander Bogatíijev og Tatjönu Golíkóvu frá Bolshoj-ballettinum í Moskvu, ásamt Ljúdmílu Kunakowu og Nadíu Pavlóvu frá Kírov-ballettin- um í St. Pétursborg. Danshöfundar eru Marius Petipa og Lev Ivanov, en Viktor Korolkov leikstýrir sýn- ingunni. TKO, eða The Kruger Oranizati- on, er umsvifamikið fyrirtæki í Bretlandi og Bandaríkjunum og stendur fyrir flölbreyttum viðburð- um á sviði afþreyingar og lista víða um heim, en nokkur dótturfyrir- tæki eru rekin í nánum tengslum við móðurfyrirtækin. Ríkharður Eyfeld er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins hérlendis,~og segir hann fyrirtækið ætla sér stóra hluti í skemmtanahaldi hérlendis. Fyrsta verkefni þess voru tónleikar rokk- hljómsveitarinnar Iron Maiden í Laugardalshöll. Suðurgata 7 25 ára afmælishá- tíð Arbæjarsafns 35 ÁR ERU liðin frá því að Árbæjarsafn var stofnað í dag, sunnudag- inn 20. september. Af því tilefni verður húsið, sem áður stóð á Suður- götu 7, formlega opnað af Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra. Hátíðin hefst í dag kl. 14.00. Einnig mun Brynhildur Ingvarsdóttir leika á flautu i húsinu og Hafliði Jónsson leika aldamótatónlist á píanó í Dillonshúsi. Suðurgata 7 var fyrsta húsið sem reist var við Suðurgötuna. Var það byggt árið 1833 af Teiti Finnboga- syni járnsmið og dýralækni. Húsið var lítið grindarhús, ein hæð og hátt ris. Upp úr 1860 keypti Björn Hjaltested járnsmiður húsið. Bjöm stækkaði það í áföngum næstu árin Hætt að endurgreiða útgáfufyrirtækjum virðisaukaskatt Ríkisstjórnin grefnr undan inenning’unni og tungiunii - segir Ölafur Ragnarsson formaður Bókasambands íslands ÓLAFUR Ragnarsson bókaútgefandi, formaður Bókasambands íslands, segir að ríkisstjórnin sé með áformum sínum um að hætta endur- greiðslu virðisaukaskatts til fyrirtækja í bóka- og blaðaútgáfu að grafa undan íslenzkri menningu og veikja stöðu íslenzkrar tungu. Hann seg- ir stjórnina ætla að leggja nýjan 23,5% skatt á alla framleiðsluþætti íslenzkra bóka, sem muni verða sérstök skattiagning á þá, sem kaupi og lesi islenzkar bækur. Jafnt megi því tala um bókagerðarskatt og lestrarskatt. Að bókasambandinu standa átta félög og samtök, sem koma nálægt útgáfu og gerð bóka. „Málflutningur Friðriks Sophus- sonar í Morgunblaðinu á föstudag er fráleitur og í raun vart sæmandi ráðherra," sagði Ólafur er hann var inntur álits á ummælum Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, sem sagði í samtali við Morgunblaðið að sá innskattur, sem fyrirtæki í útgáfu- starfsemi fái endurgreiddan, jafn- gildi framlagi ríkissjóðs. „Auðvitað er ekki um að ræða neitt „framlag ríkissjóðs“ til fyrirtækja í bókaút- gáfu, blaða- og tímaritaútgáfu og annarri fjölmiðlun, sem fengið hafa endurgreiddan virðisaukaskatt," Hljómeyki í Kristskirkju SÖNGHÓPURINN Hyómeyki flyt- ur verk trúarlegs eðlis eftir ýmsa höfunda á tónleikum í Krists- kirkju á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Stjórnandi verður Sigursveinn Magnússon. Flutt verða „O vos omnes“ eftir Pablo Casals, Hymn to St. Cecilia eftir Britten við samnefnt ljóð Aud- ens, Anthem eftir Stravinski, Missa Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson við vers úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og Ave María eftir Hjálmar H. Ragnars. Hljóðfæraleik- arar verða Gústaf Jóhannesson or- gelleikari og Kolbeinn Bjamason flautuleikari. í frásögn af tónleikun- um í menningarblaði Morgunblaðsins í gær misritaðist að tónleikamir yrðu í kvöld, sunnudag, og því ítrekað að þeir verða haldnir á þriðjudagskvöid. sagði Ólafur. „Þau hafa áður fjár- magnað skattinn fyrir ríkið og þetta er því aðferð til að þurrka hann út úr verði vömnnar. Þetta er eðlileg aðgerð til að framfylgja ákvörðun Alþingis frá 1990, um að þessi menn- ingarstarfsemi skuli vera algerlega undanþegin virðisaukaskatti." Ólafur sagði að nauðsynlegt væri að menn áttuðu sig á að undanþágur frá virðisaukaskatti væru tvenns konar. „Annars vegar er einungis undanþága frá greiðslu virðisauka- skatts á sölustigi vöru og þjónustu. Það á við um þá aðila, sem fjármála- ráðherra tilgreinir í Morgunblaðinu, svo sem fólksflutningafyrirtæki og gistihús. Þess vegna fá þessir aðilar ekki endurgreiddan virðisaukaskatt af aðföngum sínu og kostnaðarþátt- um,“ sagði Ólafur. „Hins vegar er virðisaukaskattur felldur niður af allri skattskyldri veltu ýmissa aðila samkvæmt 12. grein virðisauka- skattslaganna, þ.e.a.s. öllum kostn- aði sem fellur á vöruna frá því að byijað er að vinna að framleiðslu hennar og þar til hún er komin í hendur kaupandans. Undir þessa grein falla meðal annars dagblöð, landsmálablöð, tímarit og bækur á íslenzku. Almenna reglan vegna und- anþágu, sem fjármálaráðherrann tal- ar um, á samkvæmt lögum ekki að gilda um þessa menningarlegu starf- semi, sem öll tengist miðlun efnis á íslenzkri tungu. Það ætti fjármála- ráðherrann að vita og einnig að Al- þingi lagði áherzlu á að af menning- arlegum ástæðum væri ekki hægt að leggja virðisaukaskatt á þessa starfsemi." Ólafur sagði að skattlagningar- hugmynd fjármálaráðherra myndi koma verst niður á íslenzkum bók- menntaverkum, svo sem ljóðabókum og skáldsögum, sem seldust í litlum upplögum á fyrsta ári, og myndi verða til þess að þessi útgáfa dræg- ist saman. Sama gilti um viðamikil verk á upplýsingasviðinu. „Okkur, sem stöndum að bókaútgáfu og bókagerð fínnst óskiljanlegt að ríkis- stjóm íslands skuli hafa uppi þessi áform einmitt núna þegar öll menn- ingarleg landamæri Evrópuríkja eru að eyðast með tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins og margvíslegt efni á erlendum tungum mun flæða óheft yfir þjóðina," sagði Ólafur. „Við megum ekki gleyma því í þessu sambandi að bækur á eigin tungu þjóðar gegna þeim mun þýðingar- meira hlutverki sem þjóðirnar sem að þeim standa eru fámennari. Millj- ónaþjóðir telja þörf á að vera á varð- bergi og styrkja þjóðtungur sínar með áhrífamiklum aðgerðum einmitt um þessar mundir, en á sama tíma tala íslenzkir ráðherrar í fullri alvöru um að leggja sérstakan skatt á þá, sem vilja lesa bækur á móðurmáli okkar. Þessir sömu menn tala á há- tíðastundum af fjálgleik um mikil- vægi íslenzkrar menningar og tungu. Ég held að það sé nauðsynlegt að allt bókafólk sameinist í baráttu gegn þvi að ríkisstjórnin fái tilstyrk Al- þingis til að koma fráleitum áformum sínum um lestrarskatt á íslenzka tungu í framkvæmd." á eftir og var það komið í núver- andi form um 1883. Björn Hjaltested bjó ásamt fjöl- skyiau sinni í 'húsinu og naía afKGrn- endur hans búið í húsinu allt þar til það var flutt á Árbæjarsafn árið 1983. Lengst af bjuggu þar tveir synir Björns, þeir séra Bjarni Hjalt- ested og Pétur Hjaltested með fjöl- skyldum sínum. Endurbygging Suðurgötu 7 hef- ur staðið yfir síðan árið 1989. í Suðurgötu 7, vesturenda húss- ins, er sýning á heimili efnameira fólks frá síðustu aldamótum. Meg- inuppistaða þeirrar sýningar er innbú sem ívar Daníelsson færði safninu að gjöf á síðasta ári til minningar um systur sína, Önnu Eiríks talsímakonu. Einnig eru þar til sýnis svefnherbergishúsgögn sem Jón Aðalsteinn Jónsson gaf safninu nýlega. I hinum endanum, þ.e. þeim aust- ari, er gullsmíðaverkstæði á jarð- hæð, en á annarri hæð er saga hússins rakin í máli og myndum. Áhöldin á gullsmíðaverkstæðinu eru frá ýmsum gullsmiðum, m.a. gullsmíðaverkstæði Guðmundar Þorsteinssonar. Verkstæði Guð- mundar, sem Ólafur G. Jósefsson gaf, er fyrsta heila verkstæðið sem Árbæjarsafni hefur áskotnast. Þar sem safnið verður aðeins opið tvær næstu helgar eru síðustu forvöð að sjá hippasýninguna „Það var svo geggjað" og sýninguna um „Skólahald um aldamótin", báðar í Prófessorsbústaðnum. Að venju verður Dillonshús opið og veitingar 1 boði. (FréttatUkynning) Vetrarstarfið í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra VETRARSTARF safnaðanna í Reylqavíkurprófastsdæmi vestra hefst um þessar mundir. Safnaðarstarfið hefur aldrei verið eins fjölbreytt og nú, en allir söfnuðirnir bjóða upp á helgihald og félagsstarf fyrir alla aldurshópa. Barnastarfið í prófastsdæminu hefst almennt í dag, sunnudaginn 20. september, og fermingarbörn eiga að koma ásamt foreldrum sín- um og láta innrita sig í fermingar- fræðsluna í vikunni 20.-26. sept- ember. Auk hefðbundins helgihalds og bama- og unglingastarfs er víða boðið upp á starf fyrir 10-12 ára böm. Einnig verður í vetur kirkju- skjól, bæði í Nessókn og Háteigs- sókn. Tónlistarstarf í kirkjum prófasts- dæmisins er mikið að vöxtum. Auk kirkjukóra em nú starfandi drengja- kór og barnakórar í sjö söfnuðum og bjöllusveitir í tveimur kirkjum. í Neskirkju er einnig kór aldraðra að störfum. Foreldramorgnar verða í mörgum kirkjum, en það starf hefur vaxið mjög allra síðustu ár. Einnig eru nú bæna- og kyrrðar- stundir á rúmhelgum dögum vlðast hvar. Aftansöngur er í Langholts- kirkju á hveijum degi kl. 18.00. Þá má geta þess að í hádeginu em kyrrðarstundir í Grensáskirkju á þriðjudögum, Dómkirkju og Sel- tjamarneskirkju á miðvikudögum og Laugameskirkju á fimmtudögum. Fræðslustarfsemi verður með ýmsu móti í söfnuðunum, Biblíu- lestrar og fræðslukvöld, en safnað- arfólk hefur sýnt þessari fræðslu mikinn áhuga. Prófastsdæmið mun, eins og í fyrra, standa fyrir sameig- iniegum fræðslukvöldum í fjórum kirkjum, þ.e. í Dómkirkjunni í októ- ber, Langholtskirkju I nóvember, Hallgrímskirkju í febrúar og Há- teigskirkju í mars. Þessi kvöld verða kynnt jafnóðum. Efni fræðslukvöld- anna verður um guðsþjónustuna. Dagana 11.-18. október verður sameiginleg kirkjuvika í Reykjavík- urprófastsdæmum. Hver söfnuður verður með sérstaka dagskrá þessa daga og leitast verður við að hafa allar kirkjur opnar frá morgni til kvölds til að fólk geti komið og séð kirkjuna, fengið upplýsingar um starfið og notið þess sem í boði er. Kvenfélög, safnaðarfélög og bræðrafélög eru víða starfandi í söfnuðunum og hafa þau sína reglu- legu fundi en auk þess starfa þau að ýmsum störfum er snerta líknar- mál og aðstoð við almennt safnað- arstarf. Þá er víða öflugt starf fyrir aldraða. (Úr rrétlatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.