Morgunblaðið - 20.09.1992, Side 13

Morgunblaðið - 20.09.1992, Side 13
SiíNNUDAGWW. SBtfEBMfiBBíJflBE skulum skoða aðeins nánar: Það fer fyrir brjóstið á mörgum að franski frankinn skuli, þar sem stefnt sé að einni sameiginlegri mynt, brátt heyra sögunni til. í þessum hópi má fínna bæði hægri- og vinstri- menn, sem óttast að franska stjórnin geti ekki stjórnað efnahagsmálum þjóðarinnar nema með eigin gjaldm- iðli. Þessu svara fylgjendur með því að gjaldmiðlar Evrópu séu þegar háðir hver öðrum, eins og berlega hefur komið í ljós síðustu daga. Þannig verði það aðeins til að styrkja efnahag allra landanna að sameina gjaldmiðil þeirra. Þá er deilt um hvort rétt sé að sameina utanríkisstefnu ríkjanna, svo ólík sem þau óneitanlega eru. Bent er á að sameiginleg stefna í vamarmálum ógni sjálfstæði þjóð- anna. Báðar fylkingar taka stríðið í Júgóslavíu sem dæmi. Ýmist er það talið sýna að Evrópubandalagið geti lítið aðhafst þegar önnur lönd eiga í stríði, eða sjá menn fram á sterk- ari stöðu EB í vamarmálum. í þriðja lagi era málefni innflytj- enda hvarvetna mikið hitamál og óttast andstæðingar samkomulags- ins að það verði til að ýta undir of- beldi gegn innflytjendum. Stuðnings- menn telja að raunin verði allt önnur og að meiri fólksfluthingar innan EB minnki öfgafulla þjóðemiskennd. Auk þess sé stefnt að því að sameina löggæslu á ýmsum sviðum, til dæm- is varðandi innflytjendur. Að sama skapi er því mótmælt, að sérhver íbúi í EB geti kosið í héraði sínu, hvort sem það er í heima- landi hans eða ekki. Ovíst er hvaða áhrif þetta hefur á réttindi annarra innflytjenda, til að mynda frá Afr- íku, varðandi kosningar. Fylgjendur samkomulagsins svara þessu með því að hér sé um mannréttindamál minnihlutahóps að ræða og að Frakkar í öðram EB-löndum geti einnig nýtt sér þessi réttindi. Þá era margir andvígir stofnana- stefnunni, þ.e. aukinni miðstýringu frá Brassel, sem sögð er stríða gegn lýðræði. Á hinn bóginn er bent á að lýðræði felist einmitt í því að öll EB-ríki taki þátt í lagasetningum á Evrópuþinginu í Strassborg. Sjötta helsta deiluefnið í kosninga- baráttunni er kostnaður við gildis- töku Maastricht-samkomulagsins. Gert er ráð fyrir að útgjöld Frakka til Evrópubandalagsins aukist um 30% á næstu fímm árum. Mönnum ber reyndar ekki alveg saman um hver ávinningur Frakka af þessu verður. Philippe de Villiers, einn áka- fasti andstæðingur úr röðum hægri- manna, segir að hver fjölskylda í Frakklandi greiði í dag tæplega 4.300 franka í Evrópusamstarf, en þessi kostnaður hækki fljótlega í 5.200 franka á ári. Stuðningsménn samkomulagsins setja dæmið allt öðruvísi upp: Af hveijum 100 frönk- um, sem franska þjóðin aflar, er 44 ráðstafað innanlands, en aðeins 1,2 varið í EB. Þessi tala á síðan eftir að hækka í 1,37 franka, sem era, að þeirra sögn, smámunir í þessari umræðu. Hverjir deila? Líkt og í Danmörku er meirihluti stjómmálamanna fylgjandi sam- komulaginu og fjölmiðlar era al- mennt sama sinnis. Dagblaðið Le Figaro á í nokkram erfíleikum, þar sem lesendur blaðsins — hægrimenn — eru sem fyrr segir sundraðir. Blað- ið hefur vitaskuld verið opið fyrir sjónarmiðum beggja aðila, en tekur afdráttarlausa afstöðu með sam- komulaginu í leiðuram. Sama má segja um Le Monde, sem er yfirlýst óháð stjórnmálaflokkum og eitt allra vandaðasta dagblað heims. Önnur dagblöð eru flest flokkspólitísk og mynda skoðanir sínar eftir því. Fréttatímarit á borð við L’Express og Le Nouvel observateur vara ein- dregið við því að fella samkomulagið. Frönsk stjómmál minna stundum á stjórnmálaumræðu á Islandi. Stjórnmálamenn eiga það til að falla í gryfju smáatriða og hnakkrífast um persónulega hagsmuni. Kosn- ingabaráttan hér í Frakklandi hefur verið hörð og óvægin. Philippe Ségu- in, Charles Pasqua pg Philippe de Villiers hafa náð að mynda öflugt hræðslubandalag gegn sameiningu Evrópu og er einkum höfðað til þjóð- emiskennndar Frakka. Og ef talað er um þjóðemiskennd hlýtur öfga- ae hægrimaðurinn Jean-Marie Le Pen og Þjóðarfylking (Front national) hans að koma í hugann. Vikuritið L’Express lýsir honum sem „toujours anti“, eða ávallt á móti, sem eru orð að sönnu. Það gildir einu hvort um er að ræða Persaflóástríð eða sam- einingu Evrópu, Le Pen er ávallt á móti. Le Pen er mjög duglegur að koma skoðunum sínum á framfæri, en fer þó gjarnan yfir strikið í hamförum sínum. Það gerði hann í umræðum á TFI-sjónvarpsstöðinni á miðviku- dagskvöld, er hann sagðist vera sannfærður um að Mitterrand hefði viljandi lagst undir hnífínn stuttu fyrir kosningar til að hljóta samúð þjóðarinnar. Erfítt er að færa sönnur á þessa fullyrðingu og óvíst hvort hún skilar tilætluðum árangri. Mörg- um fannst Le Pen slá þarna einu sinni sem oftar undir beltisstað. Segja má að helstu andstæðingar séu úr röðum öfgamanna til hægri og vinstri. Kommúnistar era vita- skuld sammála Le Pen og byggja mikið á sömu þjóðerniskennd. Ekki styðja allir sósíalistar samkomulagið. Eins og vanalega fylkja fáeinir vinst- rimenn sér um Jean-Pierre Chevéne- ment, fyrrverandi varnarmálaráð- herra, sem hvað eftir annað hefur verið til vandræða í vinstriarmi Sós- íalistaflokksins. Skal engan undra að hann hefur loks sagt sig úr flokkn- um. Stuðningsmönnum samkomulags- ins hefur gengið ágætlega að koma boðskap sínum á framfæri, en hræðsluáróður hefur máske ekki ver- ið nógu öflugur. Pierre Bérégovoy, forsætisráðherra, hefur einkum vísað til efnahagslegra afleiðinga, enda er hann fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrst og fremst flinkur á þeim vígstöðvum. Jack Lang, menningar- mála- og nú einnig menntamálaráð- herra, hefur stjórnað kosningabar- áttu sósíalista, en hann nýtur ávallt mikils persónufylgis. Hann fékk fræga fólkið til liðs við sig og mynd- aði mjög breiða fylkingu innan raða listamanna og skemmtikrafta. Erfítt er að meta áhrif þess á almenning. En hvað með almenning í landinu? Hveijir eru með og hveijir era á móti? Enda þótt skoðanir fari ekki beinlínis eftir stjómmálaflokkum, má draga nokkuð skýrar línur eftir pólitísku litrófi. Samkvæmt skoðana- könnun L’Express eru 80% kjósenda sósíalistaflokksins fylgjandi, og sömuleiðis 60% kjósenda _UDF- flokksins og umhverfíssinna. Á hinn bóginn era 86% kjósenda kommún- ista á móti, 85% kjósenda Þjóðarfylk- ingarinnar eru á móti og 63% hægri- manna úr RPR. Þannig er Chirac, leiðtogi RPR, á móti meirihluta kjós- enda sinna. Sé litið á stéttir kemur í ljós að bændur eru langfjölmennastir á móti. 75% bænda ætla að segja „non“ í dag, en þeir óttast hagræðingarsjón- armið frá Brussel. Auk þeirra era einkum verkamenn og verksmiðju- fólk á móti samkomulaginu. Fylgj- andi eru hins vegar menntamenn, skrifstofufólk og aðrar borgaralegar stéttir. Ef litið er á aldurinn, þá kem- ur í ljós að yngstu (18-24) ára og elstu (eldri en 65 ára) eru fylgjandi, auk þeirra sem era frá 35 til 49 ára. Aðrir eru á móti, en þeir aldurshópar eiga einmitt í mestum erfiðleikum með að fá atvinnu. Þetta fólk fer á kjörstaði.í dag og ákvarðar framtíð Evrópu. Skorað hefur verið á frönsku þjóðina úr öll- um áttum, að stöðva ekki þróun Evrópu, en óvíst er hvort það dugi til. „Við ætlum ekki að stöðva þróun- ina, heldur að beina henni á eðlilega braut,“ segja andstæðingar sam- . komulagsins. Auk þess má draga í efa að franska þjóðin taki ábending- ar erlendis frá alvarlega. Eitt er víst; munurinn verður ekki mikill og þann- ig hefur sameining Evrópu þegar hlotið nokkurn áfellisdóm. En í kvöld eða á morgun kemur í ljós hvort Mitterrand gerði mistök og hversu alvarleg þau kunna að vera. — ÍOO tonn d tilboösverði Nú seljum við 100 tonn af fyrsta flokks dilkakjöti, Dl-A, á sérstöku tilboðsverði - sriyrt lambakjöt sem dugir allri íslensku þjóðinni í eina ríflega máltíð. Misstu ekki af þessu einstaka tækifæri til að birgja þig upp af þessu ljúffenga lambakjöti. HAGKAUP — á fullri ferö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.