Morgunblaðið - 20.09.1992, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.09.1992, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SBPTEMBER 1992 t Tölvunámskeid Excel 4.0 fyrir Windows, 14 klst. Word 2.0 fyrir Windows, 14 klst. Windows 3.1, 8 klst. PC grunnnámskeið, 16 klst. Innifaldar eru nýjar ísienskar bækur. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 Fyrir gott fyrirtæki er TIL LEIGU EÐA SÖLU í glæsilegu, nýju húsi á horni Skútuvogs og Holtaveg- ar húsnæði, samtals 1.040 fermetrar, sem er skipt- anlegt: 680 fm með 5,50 m lofthæð og tvær inn- keyrsludyr, skiptanlegt. 360 fm á tveimur hæðum, sem skiptast í 180 fm vörugeymslu með 3 m loft- hæð og innkeyrsludyrum og 180 fm skrifstofuhæð. Húsnæðið er í hjarta Sundahafnarsvæðisins með alla þjónustu innan seilingar. Næg bíla- og gámastæði. Upplýsingar í sfma 687355 á skrifstofutíma. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer Eddie Bauer4 x 4, m/leðursæt- um og sóllúgu, árgerð ’91 (ekinn 24 mílur), Ford F-150 P/U XLT LARIAT 4x4, árgerð ’86, Hyundai Excel GL (tjónabifreið), árgerð ’89 og. aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 22. september kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Stígðu skref til þæginda. Einstakt Vandaðar dömu og herra fótlaga heilsutöflur. Punktanudd i Innleggi. Vandaður korkaóli. Ekta gott leður. Teg. 2035 Litur: svartir/hvítir St. 35-46 Verð kr. 5% stáðgr.afsi. 1.490.- Póstsendum samdægurs. Laugavegi 11 • Reykjavík. Sími 21675. KAUPMANNAHAFNARBRÉF Istedljónið og Ulfsteinn NAFNIÐ Istegade vekur ekki stolt í hugum Kaupmannahafn- arbúa, því gatan bak við Aðal- járnbrautarstöðina er miðstöð eiturlyfjasala og -neytenda. Þar hafast við portkonur og aðrir sem gera út á líkamlegar fýsnir mannskepnunnar. En Isted, bærinn sem gatan heitir eftir, vekur aðrar kenndir í brjósti Dana er þekkja sögu lands síns. í aftureldingu 25. júlí 1850 réðst danskur her á sveitir uppreisn- armanna frá Slésvík-Holstein og sigraði þær í mesta og blóðug- asta bardaga sem háður hefur verið á Norðurlöndum. í vikunni rifjaðist þessi saga aftur upp og það af óvæntum toga. Isted er þorp rétt við þýsku borgina Slésvík. Bardaginn sem dregur nafn sitt af þorpinu batt endahnútinn á þriggja ára stríð Dana og Slésvík-Holsteinbúa, sem nutu stuðnings Prússa, þar til Prússar sömdu frið við Dani um tveimur vikum fyrir Istedbardag- ann og hættu stuðningi við Slésvík- inga og Holsteinbúa. Danskir stjómmálamenn brugðust við sigr- inum með hefðbundnum hætti á þessara tíma mælikvarða og fögn- uðu honum með nokkrum vegleg- um minnismerkjum. Meðal annars var Hermann Wil- helm Bissen fenginn til að gera minnismerki, en hann var einn helsti myndhöggvari Dana um þær mundir og dvaldi iðulega í Róm og umgekkst þá Thorvaldssen, sem reyndar hafði hvatt hann til að leggja höggmyndalist fyrir sig. Bissen ákvað að gera myndarlega ljónsstyttu, en af því ljón voru fá- séð á þessum slóðum fór hann í rannsóknarleiðangur í dýragarðinn í París til að kynnast þessum kon- ungi dýranna af eigin raun. Út- koman varð snoppufagurt og krúttlegt ljón sem var komið fyrir á bardagadeginum 1862 í Gamla kirkjugarðinum í Flensborg þaðan sem það horfði mynduglega í áttina til Isted. Þarna „stóðu ljónið stórglæsilegt með athugul augu“ sagði H.C. Andersen sem var við- staddur þegar það var afhjúpað undir 27 fallbyssuskotum. En landamæraeijum Þjóðvetja og Dana var ekki lokið. í stríðinu 1864 náðu Þjóðveijar Flensborg undir sig og í skjóli nætur gerðu tveir útsjónarsamir Þjóðveijar til- raun til að ræna sautján feta háu og þriggja tonna þungu bronsljón- inu. Þeir ætluðu að ferðast með það um landið og selja aðgang að ljóninu sem var víðfrægt um allt land. Ljónið hafði yfirhöndina, áformið misheppnaðist. Árið 1867 tóku Þjóðveijar ljónið að herfangi og fluttu til Berlínar og árið 1878 var því komið fyrir í herskóla. Á Hitler-tímanum varð skólinn bækistöð SS-sveitanna ill- ræmdu og þar mátti ljónið örugg- lega horfa upp á margt ófagurt. En ljónið var ekki gleymt í Dan- mörku og þegar bandamenn her- tóku Berlín beitti Henrik V. Ringsted fréttaritari danska blaðs- ins Politiken sér fyrir því að ljónið væri flutt heim til Kaupmanna- hafnar og naut til þess hjálpar Bandaríkjamanna. Þar var ljónið afhent Kristjáni 10. Danakonungi 1945 og hefur síðan verið í eigu konungs, svo nú heyrir það undir Margréti drottningu. Margir ís- lendingar hafa örugglega gjóað augunum á ljónið þar sem það stendur nú í portinu við Töjhuset, vopnasafnið rétt við Kristjánsborg, og ku víst enn beina sjónum sínum til Isted. Á ýmsu hefur gengið í samskipt- um Dana og Þjóðveija undanfarnar aldir eins og svo víða við landa- mæri í Evrópu. Fram yfir seinni heimsstyijöldina voru Slésvíkur- málin hitamál í dönskum stjórn- málum. Alþýðuhreyfing eins og lýðháskólahreyfingin lét sig málið skipta, vildi styðja danska alþýðu- Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst þriggja kvölda hausttvímenningurinn með þátttöku 28 para. Stadan: A/V Þrösturlngimarsson-RagnarJónsson 419 ÁrmaDnJ.Lárusson-RagnarBjömsson 350 Guðmundur Pálss. - Guðmundur Gunnlaugss. 346 N/S ÞorsteinnBerg-ÓskarSigurðsson 392 Sigurðurívarsson-JónSteinarlngólfsson 361 Guðrún Hinriksdóttir - Haukur Hannesson 336 Meðalskor 312. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. 14 pör mættu til leiks og varð röð efstu para þessi: V aldimar Sveinsson - Þorsteinn Berg 191 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 187 Gísli Sigurkarlsson - Halldór Ármannsson 174 EysteinnEinarsson-JónStefánsson 170 GrímurGuðmundsson - JóhannaJóhannsd. 165 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur en þann 29. sept. hefst þriggja kvölda hausttví- menningur. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. urðu úrslit þessi: Maron Bjömsson - Eyþór Björgvinsson 202 LárusÓlafsson-GaiðarGarðarsson 188 Vignir Sigursveinsson - Guðlaugur Sævarsson 169 Halldór Aspar - Sumarliði Lámsson 169 Laugardaginn 12. september var aðalfundur félagsins haldinn. Fráfar- andi stjórn var endurkjörin og er eftir- farandi. Formaður Eyþór Jónsson, gjaldkeri Dagur Ingimundarson, ritari Garðar Garðarsson, varamenn Bjöm Dúason og Reynir Óskarsson. Næsta miðvikudag, 23. sept., verð- ur byijað á tveggja til þriggja kvölda „Hausttvímenningi" og hefst spila- mennska stundvíslega kl. 20.00. Fé- lagar og aðrir sem vilja spila eru hvatt- ir til að mæta tímanlega og athugið að þeir sem ekki mæta fyrsta kvöldið missa þijú kvöld úr. Sunnudagsspilamennska hjá Skagfirðingnm Bridsfélag kvenna Bridsfélagið Muninn Sandgerði Síðastliðinn miðvikudag,. 16. sept- ember, var spilaður eins kvölds tví- menningur með þátttöku 14 para og Sl. mánudag hófst vetrarstarf fé- lagsins með aðalfundi og stuttum Mitchell-tvímenningi á eftir. 30 pör mættu til leiks. Næsta mánudag hefst síðan þiggja kvölda tvímenningur, þau pör sem vilja vera með geta skráð sig í síma 10730 (Sigrún). Úrslit síðast urðu þannig: N/S-riðill: Anna ívarsdóttir — Gunnlaug Einarsdottir 251 Lilja Petersen—Nína Hjaltadóttir 227 Kristín ísfeld - Hrafnhiidur Skúladóttir 204 A/V-riðill: Halla Bergþórsdóttir - Lárus Hermannsson 230 Anna Lúðvíksdóttir - Bergljót Rafnar 207 Ólöf Þorsteinsdóttir — BryndísÞorsteinsdóttir 197 Minnt er á sunnudagsspilamennsku Skagfirðinga, sem hefst sunnudaginn 20. september. Spilað er í Drangey við Stakkahlíð 17 (gegnt Tónabæ sunnan megin Miklubrautar) og hefst spilamennska kl. 13. Allt áhugafólk um keppnisbrids er velkomið. Fyrir- komulag verður með svipuðu sniði og Sumarbrids. Haustspilamennska hjá Skagfirð- ingum hófst síðasta þriðjudag. Spilað- ur var eins kvölds tvímenningur. 20 pör mættu til leiks. Úrslit urðu: N/S: AndrésÁsgeirsson-ÁsgeirSigurðsson 259 Alfreð Kristjánsson - Jón V. Jónmundsson 244 LárusHermannsson-ÞórirLeifsson — 240 Jón Steinar Ingólfsson - Sigurður ívarsson 227 A/V: Ragnheiður Nielsen - Sigurður Ólafsson 268 GuðlaugurSveinsson-MagnúsSverrisson , 247 Hjálmar S. Pálsson - Sveinn Þorvaidsson 233 Höskuldur Gunnarsson - Þórður Sigfússon 229 Næsta þriðjudag verður aftur eins kvölds tvímenningskeppni, en annan þriðjudag, 29. september, hefst haust- barometer deildarinnar. Skráning er hafín, á spilastað og hjá Ólafi Lárus- syni í s. 16538. Takmörkuð þátttaka, opin öllu bridsáhugafólki. Skólaaf- sláttur. Bridsfélag Reykjavíkur STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Skólaskór Stærðlr: 25-39 og 42-45 Hafínn er fjögurra kvölda hipp-hopp tvímenningur með afburða góðri þátt- töku alls 56 para. Spilað er eftir Mitch- ell-fyrirkomulagi í tveimur A-riðlum og tveimur B-riðlum. Riðlaskiptingin verður þannig að eftir þrjú kvöld hafa allir riðlar spilað innbyrðis, en síðasta kvöldið er spilað innan riðlanna þann- ig að sömu pör mætast aðeins einu sinni. Heildarstaðan er þessi: Ath. Loðfóðraðir, með endurskini og grófum sóla Verð kr. 2.995,- Litir: Svartur/blár, svartur/rauður og svartur/grænn Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsiuafsláttur. Domus Medica, Toppskórinn, Kringlunni, Egilsgötu 3, Veltusundi Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 21212 sími 689212 Steingr. Gautur Pétursson - Jón Hjaltason Sverrir Ármannsson 778 B-AV - Karl Sigurhjartarson Gylfi Baldursson 777 A-NS -Haukurlngason 768 A-NS Páll Hjaltason - Jón Hilmarsson Sævar Þorbjömsson 767 A-NS -JónBaldursson Hróðmar Sigurbj. 760 B-NS - Gunnlaugur Kristjánsson Oddur Hjaltason 753 A-NS - Hjalti Elíasson Símon Símonarson 747 A-AV - SverrirKristinsson Guðjón Bragason 739 B-AV —Jón Hersir Élíasson Sveinn Rúnar Eiríksson 714 B-AV -HrannarErlingsson 705 B-NS Hrólfur Hjaltason - Valgarð Blöndal Meðalskor 650. 705 A-AV

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.