Morgunblaðið - 20.09.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 20.09.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1992 ^* ... ■ • " •> Fóstrur Leikskólastjóra eða yfirfóstru vantar til starfa við leikskólann Sólvelli á Seyðisfirði, sem er tveggja til þriggja deilda leikskóli. Staðan veitist frá 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir hafi samband við undirritaðan í síma 97-21303, leikskólastjóra eða yfir- fóstru í síma 97-21350. Bæjarstjórinn á Seyðisfirði. Bókbindari óskast Okkur vantar vanan bókbindara. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Með umsóknir verðurfarið sem trúnaðarmál. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 44399 eða 71521 á kvöldin. Prcnttoekni Kársnesbraut 108, Kópavogi. Hárgreiðslunemi óskast á hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Þarf að hafa lokið 9 mán. íverkdeild Iðnskólans. Áhugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Hár -12973“ fyrir 30. september. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns félagsmiðstöðvar Selfoss. Umsjónarmaður ber ábyrgð á rekstri félagsmiðstöðvarinnar og skipuleggur starfsemi hennar í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Selfossbæjar. Um hlutastarf og breytanlegan vinnutíma getur verið að ræða fyrst um sinn, verði þess óskað. Gert er ráð fyrir að umsjónarmaður leitist við að tengja í auknum mæli starfsemi félags- miðstöðvarinnar skólum og félögum á Sel- fossi og þrói jafnframt tómstundastarf ungl- inga á breiðum grundvelli. Um er að ræða áhugavert framtíðarstarf, þar sem reynir á frumkvæði, samviskusemi og stjórnunarhæfileika umsjónarmanns. Lausráðið starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar verður umsjónarmanni til aðstoðar í starfi. Ráðning þess er í höndum umsjónarmanns og bæjarstjóra. Umsjónarmaður getur hafið störf nú þegar eða síðar skv. samkomulagi við undirritaðan, sem veitir nánari upplýsingar um starfið á bæjarskrifstofu Selfoss, Austurvegi 10, sími 98-21977. Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldis- menntun eða reynslu á sviði unglingastarfs. Þeir, sem áhuga hafa á starfinu, eru vinsam- legast beðnir um að hafa samband hið fyrsta. Bæjarstjórinn á Selfossi, Karl Björnsson. mm .' Leikstjóri óskast Götuleikhúsið Auðhumla (Reykjavík) óskar eft- ir leikstjóra til að leikstýra stuttu gamanleikriti eftir Michael Green á tímabilinu nóv.-jan. Vinsamlegast sendið umsóknir fyrir 1. okt. til auglýsingadeildarMbl. merktar: „L- 14942“. Fóstrur Leikskólinn Sunnuhlíð Leikskólinn Sunnuhlíð v/Klepp óskar eftir fóstru á skóladagheimilisdeild. Um er að ræða 60% starf þrjá daga í viku. Nánari upplýsingar veitir Margrét Þorvalds- dóttir, leikskólastjóri, í síma 602584. Kennarastaða Vegna forfalla er laus kennarastaða við Kirkjubæjarskóla frá 19. október nk. Aðalkennslugreinar enska og kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur er til 1. október. Upplýsingar veitir skólastjóri, Hanna Hjartar- dóttir, í síma 98-74633 eða 98-74635. Saga íslands 1.-5. bindi Sölufólk Viljum ráða gott fólk, sem hefur náð árangri í sölumennsku. Saga íslands, þjóðhátíðarútgáfa, sem hafist var handa við 1974, er viða- mesta verk um sögu lands og þjóðar*T)g œtti að vera til á hverju heimili. Ritverkið hefur ekki áður verið boðið í farandsölu. Við bjóðum góð kjör og góð sölulaun eftir árangri. Upplýsingar veitir Gunnar í síma 679060 milli kl. 9.00 og 12.00 nk. mánudag og þriðjudag. Hið íslenska bókmenntafélag. Garðabær Nýr leikskóli Lítinn, heimilislegan leikskóla á Hofsstaða- braut (áður Vörðuvöllur) vantar fóstru og starfsmann til starfa. Fyrirhugað er að starfsemi hefjist 1. október nk. Upplýsingar veitir Soffía í síma 656855 eftir kl. 18.00 síðdegis. Leikskólastjóri. Trésmiðir - verkamenn Óskum eftir að ráða 10-12 trésmiði til ýmiss- konar smíðavinnu, m.a. utanhússklæðninga. Sveinspróf í húsasmíði áskilið. Einungis koma til álíta smiðir, sem leggja metnað sinn í fagmannleg og vönduð vinnubörgð. Næg verkefni framundan. Einnig viljum við ráða nokkra vana bygginga- verkamenn. Upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-17 í síma 54644. ínIbyggðaverk hf. Hótelstjóri óskast Hótelstjóri óskast að Hótel Flúðum. Starfsreynsla og menntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Skriflegar umsóknir sendist til hótelstjórnar. Hótelstjórn, félagsheimili Hrunamanna, 801 Selfossi. Parketslípun Viljum bæta við okkur laghentum trésmiðum til parketslípunar. Eingöngu koma til greina snyrtilegir og þjón- ustuliprir menn á aldrinum 25-40 ára. Skriflegar umsóknir skulu berast til skrifstofu okkar fyrir 25. september. Upplýsingar ekki veittar í síma. Teppaland/Parketgólf, Grensásvegi 13, 108 Reykjavík. Yfirbókavörður Hafnarfjarðarbær auglýsir laust til umsóknar starf yfirbókavarðar við Bæjarbókasafn Hafn- arfjarðar. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofurnar í Hafnarfirði, Strandgötu 6, eigi síðar en 30. september nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir bæjarritari. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Hagfræðingur hjá ★ ★ ★ Óskum að ráða hagfræðing til starfa öflugu fjármálafyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið hagfræðings: Úttekt og greining á stöðu atvinnugreina. Skoðun vaxtakjara og spá um vaxtaþróun. Athugun á gengismálum og spá um gengisþróun. ★ Mat á fjárfestingarmöguleikum innan- lands og erlendis. ★ Mat á þjóðhagsstærðum og áhrif efna- hagsaðgerða. Við leitum að hagfræðingi með góða þekk- ingu á íslensku atvinnulífi. Reynsla af svipuðu starfssviði ásamt reynslu af framsetningu niðurstaðna í rituðu og töluðu máli æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Hagfræðingur 319“ fyrir 1. október nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir RADA UGL YSINGAR Til leigu kvóti 14 tonna þorskkvóti er til leigu út þetta ár. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Kvóti 950“ KVIÚITABANKINN Höfum til sölu varanlegan kvóta og leigu- kvóta. Aðstoðum þá sem vilja framselja út- hlutun Hagræðingarsjóðs. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson. Germania Þýskukennsla fyrir börn 7-13 ára verður í Hlíðaskóla í vetur. Innritun fer fram laugardaginn 26. septem- ber kl. 10-12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.